Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Sportbáta- siglingar 20 (eta plastbátur sem siglt var yfir Atlantshafið 1970. (Ber nafnið Moby Dick.) 32 feta Coronet á fullri ferð af sðmu stasrð og frá sömu verksmiðju, og coronettan sem Ólafur Skagvik og félagar sigldu yfir Atlantshafið 1973. Sportbátasiglingar hefjast ekki hér við land neitt sem heitið getur fyrr en á þessum áratug, höfum við verið og erum enn langt á eftir nágrannaþjóðum okkar að þessu leyti. Margt kem- ur til, svo sem óblíðari veðrátta, takmarkaðri fjárráð svo og al- gjört aðstöðuleysi a.m.k. í Reykjavík. Ekki getur farið hjá, að bæta verður úr því tafarlaust. Enn er eitt atriði ónefnt, sem ef til vill hefur haldið aftur af okkur Islendingum, hvað þessu viðkem- ur. Það hefur verið ríkjandi v'antrú á plastbátum hér á landi. Nú er þetta að gjörbreytast með meiri reynslu og þekkingu. Er- lendis er komin áratuga reynsla á þetta plastefni, sem sportbátar eru nú í miklum meirihluta fram- leiddir úr, enda þykir þetta og er frábært efni til bátaframleiðslu. Styrkur þess er mikill og hæfni, ef rétt er með það farið. Sömu- leiðis er það auðvelt í notkun. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna erlendis er þetta átta sinnum sterkara en fura í sömu þykkt. Það ryðgar ekki, fúnar ekki nema þá á mörgum áratug- um og þá af vanhirðu. Auðvelt er að gera við plastbáta úr þessu efni. Segja má, að plastefni hafi valdið byltingu í sportbátafram- leiðslu heimsins, eftir að það var uppgötvað. Sjóhæfni báta úr plastefni fer að sjálfsögðu mest eftir mótun hvers báts. Plastbátar hafa sannað sjó- hæfni sína svo að ekki verður um villzt. I upphafi þessarar greinar sagði ég, að sportbátasiglingar hér við land, hæfust ekki neitt sen næmi fyrr en á þessum áratug. Þetta er rétt, enda ekki nema örfáir sportbátar til í land- inu síðasta áratuginn. Þar af leiðandi fara ekki margar sport- siglingasögur af landanum þann áratug. Þó minnist ég þess, að nokkrir Islendingar festu kaup á fimmtíu feta seglskútu í Skot- landi og sigldu henni heim til íslands árið 1965. Þetta var hið glæsilegasta fley. Nefndu hinir nýju eigendur það Stormsvöluna. Heimsiglingin var nokkuð sögu- leg, enda nokkuð vel við hæfi, þar sem fyrrnefnd Stormsvala átti langa siglingasögu að baki áður en hún var seld íslenzkum kaup- endum. Ef til vill mun ég koma síðar og þá nánar að siglingasögu Stormsvölunnar hér í þessum þáttum. 1966 sigldu tveir Reykvíkingar litlum opnum plastbáti umhverf- is Island. Var hann aðeins sextán fet að lengd. Hann bar nafnið LOST WOLTS ROD STEWART ðrwM Bm Om* — Spirita having flown Supartramp — Braakfaat in Amarica Cara Billy Joal — 52nd Straat Daan Friadman — Wall, wail aaM tha rocking chair Kanny Logginga — Nightwatch Art Garfunkal — Fata for Braakfaat Eric Clapton — Backloaa Carty Simon — Boya in tha traaa Bob Dylan — Graateat Hita vol II Bob Dylan — Daaira Bob Dylan — Stroet Legal Bob Marloy — Babylon by bua WilMe Nolaon — Starduat Bonny Tylar — Dimond cut Villago Paoplo — Cruain’ Action Replay Don' walk, boogia Doobie Brothora — Minuta by Minute Bad Company — Doaoiation Angola Frank Zappa — Shaik Yerbouti Sax Piatola — Tho Great Rock’n’Roll Swindlo Larry Cartton Quincy Jonoa product — Wiz George Banaon — Broazin Gaorga Benaon — Lhrin inaida your love Chuck Mangkxto — Childran of Canchez iðH LAUQAVEGI33 - SÍM111508 Qrqyn SPEGLAR MEÐ MYNDUM TÓNLISTARINNAR .. OG FL. ________ Meö hverju eintaki af skífu H.L.H.-flokksins fylgir bryltúpa og paö er í góöu lagi. Björgvin syngur fyrir pig á einni stórkostlegustu plötu, sem út hefur komið á íslandi ... og paö er einnig í góöu lagi. >SyBTr~-’B Bátar Umsjón: HAFSTEINN SVEINSSON Suzie Wong. Siglingin tók þá félaga 14 sólarhringa. Á þeim tímum var hin mesta ótrú á plastbátum hér á landi. Heyrði ég menn undrast það, að svona lítil plastfleyta skyldi fljóta þessa erfiðu, viðsjárverðu og löngu leið, sem sigling umhverfis þetta land er á svona opinni lítilli fleytu. En þar sannaði plastefnið enn ágæti sitt eins og reyndar oft áður. Fátt gerðist svo tíðinda hér, þar til vorið 1970. Þá sigldi greinarhöf- undur 20 feta plastbáti frá Dan- mörku til íslands. Hann nefndi bátinn Moby Dick. Þessi sigling yfir hafið tók rétt tæpan mánuð. Er hún eftirminnilegust allra hans ferða til þessa. Lagði hann upp frá Kaupmannahöfn 14. maí 1970 og fór sem leið lá norður Eyrarsund um Kattegat til Skag- en á Jótlandi. Frá Skagen yfir Skagerak til Flekkefjord í Suð- ur-Noregi. Frá Flekkefjord til eyjarinnar Karmöy, sem liggur skammt norður af Stavanger. Frá Karmöy til Útsýra, sem er eyja með um 350 íbúa, og liggur um 10 sjómílur vestur af norska skerja- garðinum. Þaðan til Leirvíkur á Shettlandseyjum, frá Shettlands- eyjum til Þórshafnar í Færeyj- um. Frá Færeyjum til Hafnar í Hornafirði. Frá Hornafirði til Vestmannaeyja. Vestmannaeyj- ar—Keflavík. Keflavík—Reykja- vík 11. júní 1970. Þá hafði hann lagt að baki um það bil 1600 sjómílur (eða nærri 3000 km) á þessari 20 feta fleytu. Og hafði hlotið mörg óblíð högg Ægis konungs. Margir Reykvíkingar munu kannast við þennan far- kost, þar sem þúsundir þeirra hafa tekið sér far með honum út í Viðey á árunum 1970—1974. Þá leysti stærri ferja hann af hólmi a þeirri leið. Ber hún nafnið Skúlaskeið. En árið 1970 fer fyrst að koma einhver hreyfing á innflutning sportbáta hingað til lands, þá ekki veruleg aukning fyrr en 1974 og hefur hún aukist nokkuð jafnt og þétt síðan. Skiptir nú sport- bátaeign Islendinga hundruðum, auk þessa innflutnings eru nú Islendingar farnir að framleiða sína eigin sportbáta. 1972 sigldu ungir Vestmanna- eyingar tveimur opnum gúmmí- bátum umhverfis landið, ekki fer milli mála að vosbúð hefur það verið en piltarnir voru ungir, hraustir og lífsglaðir og létu það lítt á sig fá enda ekki bara Islendingar heldur Vestmannaey- ingar að auki. 1973 festir Ólafur Skagvík kaup á 32 feta Coronet-snekkju í Danmörku og sigldi henni heim við fjórða mann í júlímánuði, gekk sú ferð vel utan smá óhapps er henti þá félaga við Orkneyjar. 10 til 11 vindstig hrepptu þeir svo við suðurströnd íslands þarf víst engan að undra það, sem sjóinn og íslenska veðráttu þekkja. Coronettan stóð sig vel í bræl- unni og kom til heimahafnar heilu og höldnu eftir um þriggja vikna ferð seint í júlímánuði 1973. Þessi 32 feta Coronetta er enn þann dag í dag stærsta og glæsilegasta fley Snarfaraflot- ans. Eftir árið 1974 fara sportbáta- siglingar nokkuð ört vaxandi, eftir að Snarfari félag sportbáta- eigenda er stofnað 1975 fara að sjást skipulagðar hópsiglingar hér um næsta nágrenni að ógleymdri kappsiglingunni um- hverfis landið síðastliðið sumar, sú sigling á ef til vill eftir að marka tímamót í sportbátasigl- ingum okkar Islendinga. Langt er frá að þetta sé tæmandi frásögn af sportbátasiglingum okkar, heldur er lítillega minnst á nokkra viðburði í sportsiglinga- sögu okkar síðustu tvo áratugi. Hafsteinn Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.