Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979
21
Siglir heim gaurinn,
sjattinn og paurinn,
mykjan og maurinn
og myrkranna gaurinn.,,
„Er fisksjáin góð, Siggi?"
„Það þýðir ekkert að renna
nema það komi inn á hana, hún er
stillt á 5 faðma frá botni. Annars
virðist fiskurinn vera svo snemma
á ferðinni, það var mikið um
daginn, en nú er þetta allt hlaupið
af.“
„Svakalegt að
missa þennan44
Við nálguðumst Hreiðarshraun-
ið og talið barst að Gunnari á
Árntý, að gefnu tilefni, því hann
var með trossu á því.
„Við skærum hverja bauju af
þessu drasli ef við vissum ekki að
þetta er rammgöldróttur Stranda-
maður,“ sagði Siggi Jóels og rykkti
Bensa um leið til vesturs. Þeir
hittu á trintuna og það var ríga-
þorskur á öllum önglum. Gunni í
Svanhól hafði fylgt í kjölfarið og
gaf nú upp vænt öskur um leið og
hann svipti golþorsk inn í Báruna.
„Svona á þetta að vera,“ hrópaði
hann og í sömu andrá greip hann
gogginn, kýldi hann niður í
Atlantshafið og kallaði enn hærra:
„Það var svakalegt að missa þenn-
an.“
Siggi Jóels hló, nístandi, sá í
gegnum bragðið.
Með ísland í
myndum
á önglinum
Það kom væn ýsa upp á einni
rúllunni.
„Ysan er fallegasti fiskurinn
þegar hún kemur upp úr sjónum,"
sagði Siggi.
„Nei, síldin,“ sagði Jóel.
„Við ákveðna birtu er ýsan
fallegust," sagði sá eldri ákveðið,
„fjári er þetta tregt. Þetta er allt
of gott veður. Hann er oft helvíti
góður undir brælu eða i rest á
brælu, miklu líflegri en nú. Ríddu
nú við, „hélt hann áfram þegar
stríkkaði á strengnum, „nei, þetta
var Island í myndum."
„Fast í botni?"
„Ekki fann ég betur.“
„Nema að hann hafi rifið sig af,
þetta rífur sig allt af,“ sagði Jóel.
„Já, það er nú meira hvað hann
getur verið lipur að tæta sig af,“
sagði Siggi og var nú farinn að
ókyrrast, „Það er eitthvað óyndi í
honurn."
„Við verðum að kippa," sagði
Jóel.
„Kallinn vill kippa,“ sagði Siggi
um son sinn og dró upp hitabrús-
ann.
Við vippuðum okkur um borð í
Báruna, renndum í rólegheitunum,
þeystum síðan út og suður og
fylgdumst með bátaflotanum á
þessu svæði, ýmist á skaki, netum
eða trolli, en það er bezt að enda
þessa grein með því að láta reka
um sinn á meðan það verður
kannað hvort sá guli gefur sig eða
Island í myndum, eins og Siggi
Jóels orðaði það svo stór stjörnu-
lega.
En allt í einu gerðist það
óvænta, við sáum lunda á sundi
rétt vestan við Eyjar, nærri mán-
uði fyrr en venjulega, því oftast
lætur hann sjá sig í kringum 17
apríl. Hann var með stefnuna á
Bjarnarey þessi og það er ekki að
spyrja að Bjarnareyjarlundanum,
hann er ekkert að tvínóna við
hlutina.
Blússandi úrvinnsla og
blóðgun um borð í Arntý.
að taka okkur um borð, en eitthvað
var blandan of sterk í maskínuna
því stefnið gaf Árntý bylmings-
högg.
„Ætlarðu að brjóta bátinn,
helvítið þitt,“ kallaði Gunnar.
„Ef þú kemur þér ekki af trillu-
bleyðunum, þá skal ég koma á þig
miðjan næst,“ svaraði Gunni í
Svanhól að bragði og glotti eins og
hans ætt var yon og vísa.
„Ég skal krossleggja yfir allar
trillubleyðurnar ef þú heldur þig
bátnum Bensa. Þeir komu með
bros á vör á þessum gullfallega
bát, austan að, og við snöruðum
okkur um borð hjá þeim. Þeir settu
rúllurnar á en ekki var drátturinn
þungur og því vissast að setja
fisksjánna í gang aftur.
„Þetta er ómögulegt," sagði
Siggi," við verðum að kippa okkur
eitthvað. Þetta eru eintómir
Matthíasar. Helvíti er að fá ekki
fisk.“
' „Þetta er keiludjöfull,“ tuldraði
Jóel um leið og hann dró slóðann
inn,“ þetta gengur ekki.“
„Nei, ekki ef við eigum að fara
að komast á prent með Holly-
vood-stjörnunum,“ sagði Siggi
Jóels, og það kumraði í þessum
Það voru bunkuð netin hjá Árntý á Sandagrunninu.
Maður fær alltaf fiðring ef maður
sér hann gefa sig til.“
Gunni Svanhól renndi Bárunni
upp að stjórnborðssíðunni til þess
ekki á mottunni, góurinn," sagði
netaskipstjórinn um leið og við
kvöddum. „Þetta stendur glöggt
heyrðum við hann segja, það er
ekki kvikindi í þessu núna. Komið
þið sem oftast strákar, það fiskast
svo vel á ykkur."
Siglir heim
gaurinn
Við dóluðum vestur með og það
leið ekki á löngu þar til við vorum í
siglingaleið þeirra feðga, Sigga
Jóels og Jóels sonar hans á skak-
gamalreynda sigmanni. Þeir
kvörtuðu undan fiskileysi að und-
anförnu, rétt kropp yfir daginn,
600—700 kg.
„Diddi í Svanhól kom bara með
eitt tonn og tvö hundruð kíló af
Kúksklakknum einn daginn," sagði
Siggi Jóels. ,;Kúksklakkurinn er
kenndur við Ola í London. Hann
bölvaði aldrei, en sagði í staðinn:
Hver kúkurinn, eða hver gaurinn
og paurinn og oft hver sjattinn.
Hann var oft að fram í svarta
myrkur, en það er til vísa um hann
eftir Sigurð Einarsson, föður
Einars ríka,“ og Siggi sönglaði
vísuna:
egar fiskurinn gefur sig við Eyjar tekur mannlíf-
Þið fjörkipp svo um munar. Menn gantast umfram
venju, enda ekki undarlegt því athafnafólk er
fyrst í essinu sínu þegar tilþrifin eru þannig að
orð fer af. Það hefur verið rífandi góður afli við
Vestmannaeyjar að undanförnu, en það hefur líka verið
setinn bekkurinn og þær eru ekki margar bleiðurnar sem
hafa sloppið, því auk liðlega 60 báta Eyjaflota hafa tugir
báta frá öðrum landshlutum sótt á hefðbundin mið
Eyjamanna og togaraflotinn hefur verið að róta honum
upp suður af Eyjum. Þótt allir sem til þekkja geri sér grein
fyrir því að þarna er ofbeitt, þá gleymist það í hita leiksins
og hálmstráið er orðtakið: Er á meðan er. Það er ekki út í
hött að Eyjamiðin hafa verið kölluð Almenningur á
undanförnum árum, því að í liðlega áratug hefur
stórfelldur floti frá ýmsum stöðum sótt meira og minna á
Eyjamiðin og mörg dæmi eru þess að þegar heimamenn á
ýmsum stöðum hafa beinlínis óskað eftir friðun á
heimamiðum vegna þess að þeim hefur ofboðið sóknin, þá
hafa þeir hinir sömu sótt í Gullkistu íslands, Eyjamiðin,
þótt þar sé um hrikalega ofsókn að ræða. Veiðimaðurinn er
ávallt sjálfum sér næstur, en hygginn veiðimaður vill þó
aldrei ganga of langt á stofninn ef hann hugar að
framtíðinni. Vonandi gefa menn sér tíma til að huga að og
þor til að bregðast við eins og menn áður en það er of seint.
Hvert hefðbundið veiðisvæði á þorskveiðum þolir ekki
margfalt veiðiálag í síaukinni veiðitækni með stærri og
stærri skipum, fremur en túnskiki eða afréttarland þolir
meiri beit en efni standa til.
Þrátt fyrir þennan skugga í stöðunni leyfa menn sér að
gleðjast á góðum dögum og engir dagar gefa eins góða
stemmningu í þeim efnum og afladagar, að maður tali nú
ekki um ef gott veður er í ábæti.
norðan við bæjarþröskuld Eiðisins
þar sem Ingólfur afgreiddi þræla
Hjörleifs forðum.
„Hann er sá alversti djöfulsins
bölvaldur okkar trillukarlanna,
sem til er, hann Gunnar á Árntý,"
sagði Gunni og gaf í maskínuna á
Bárunni og renndi knálega upp að
síðunni á „vandræðagripnum".
Netin voru bunkuð, strákarnir í
óða önn á dekkinu að greiða úr,
kallinn með kjaft í brúnni og
silfraður sjór til allra átta.
Eyjarnar sigldu í sólstöfunum
og bæirnir undir Eyjafjöllunum
voru eins og brúðuleikhús í grunni
landsins. Það merlaði á búning
þeirra.
„Velkomnir um borð strákar,"
sagði Gunnar Árnason skipstjóri
og spenningurinn var í hlutfalli
við það sem kom upp í netunum.
„Það er alltaf gaman þegar
eitthvað sézt, en hvaða ferðalag er
á þér?“
„Við erum rétt að renna á
kantinn og kanna málið.“
„Við erum nýbyrjaðir, fyrir
nokkrum vikum, og þetta hefur
verið frekar tregt. Við erum nú
með fjórar trossur hér á Faxa-
klakk. Svo er ég með eina á
Gvendarklakk og eina á Brekan-
um. Maður er með þetta á trillu-
miðunum eins og Gunni hefur
ábyggilega sagt.
Annars er gott í þessa trossu,
það eru einhverjir tittir, líklega af
því að þið komið, heillagripir.
Við byrjuðum allt of seint, lent-
um þarna í restinni á fyrri hrot-
unni um daginn."
„Fyrri hrotunni?"
„Já, sú síðari er eftir, við treyst-
um á það og að veðrið verði ekki
alveg kolvitlaust helvíti eins og
fyrri hluta vetrar."
„Hvernig koma blýteinarnir
út?“
„Þetta er eins og dagur og nótt
með blýið. Á Hreiðarshrauninu
fékk ég virkilega fallegan þorsk í
níu net með blýi, en hreint ekkert í
netin með steinateinunum.
Það væri mikið gaman ef það
gæti orðið eitthvað af honum.