Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 17 er hægt aö taka fleiri áheyrend- ur en kringum 200 vegna stæröar kórsins, sem skipa nú um 140 manns og eru aðgöngu- miðar fáanlegir í Hljóðfærahús- inu og hjá Útsýn. Þá kom fram á fréttamanna- fundinum að margir nýir söng- kraftar hefðu starfaö með kórn- um í vetur og hefði starfið gengið vel. Kórinn fékk nokkuð hækkaöa fjárveitingu frá Reykjavíkurborg á þessum vetri og hefur verið leitað eftir fjár- framlagi hins opinbera, en ekki er Ijóst að sögn forráðamanna kórsins hvert það veröur, og bíði því kórinn úrslita um örlög sín. Ingólfur Guöbrandsson stjórnar Pólýfónkórnum á æfingu nú fyrir helgina. Ljósm. Kristján PÓLÝFÓNKÓRINN heldur prenna tónleika á föstudaginn langa og laugardag fyrir páska í Kristskirkju í Landakoti undir stjórn Ingólfs Guðbrandsson- ar. Flutt verða verk eftir Palestrina, Bach, David og Mozart og syngur kórinn án undirleiks að pessu sinni. Þá flytur Hörður Áskelsson organ- leikari, sem nú er viö fram- haldsnám í Þýzkalandi, orgel- verk eftir J.S. Bach, en hann kemur hingað gagngert til að taka Þátt í tónleikunum. Pólýfónkórinn söng á fyrstu árum iöulega án undirleiks og sögðu forráðamenn kórsins á fundi með fréttamönnum fyrir helgi, að nú gæfist fólki kostur á að heyra hann aö nýju flytja Þrennir tónleikar Pólúfón- kórsins um páskana verk gömlu meistaranna „a cap- ella“ í Kristskirkju, sem væri eitt bezta sönghús borgarinnar, og að þar hafi Guöjóni Samúels- syni tekizt að ná fram mjög góöum hljómburði. Kórinn frumflytur nú eitt verk Bachs, mótettuna „Der geist hilft unser Schwachheit auf“, sem er samin fyrir tvo kóra. Þá endurflytur kórinn nútímaverk, þýzka messu fyrir 4—10 raddir eftir Johan Nepumuk David, samiö 1952. Kváðu forráða- menn Pólýfónkórsins þaö að- gengilegt þótt nútímalegt væri og að margir hefðu talið flutning þess marka tímamót þegar kór- inn flutti þaö fyrst fyrir nokkrum árum. Þá er á efnisskrá kórsins nokkur minni verk eftir Palestrina og enda tónleikarnir á „Ave verum" eftir Mozart. Það kom fram á fundinum að orgel Kristskirkju, sem er mjög vandað, þarfnast viögeröar og mun Pólýfónkórinn fá til lands- ins orgelsmiö til að vinna að nauösynlegustu endurbótum á hljóðfærinu næstu daga. Muni Hörður Áskelsson leika Prelúdíu og fúgu í h-moll, en hann hefur oft komið fram á tónleikum í Þýzkalandi og víöar aö undanförnu, sjálfstætt eöa með öðrum. Tónleikarnir veröa sem fyrr segir í Kristskirkju, tvisvar á föstudaginn langa, kl. 17:30 og 21, og á laugardag kl. 14. Ekki lir andvígir efnahagsstefnu vinstri stjórnar Snorri Jónsson Eðvarð Sigurðsson Kjartan ólafsson Hinar miklu niðurgreiðslur á ákveðnum vörutegundum skekkja þessa mynd enn og niðurstaðan verður sú, að framfærsluvísitalan gefur mjög ranga mynd af þeirri verðbólgu, sem kemur fram í buddu hins almenna launamanns. Afleiðing þessa er sú, að á vinnumarkaðnum er mjög að aukast þrýstingur frá launþegum innan fyrirtækjanna sjálfra á kauphækkun umfram gildandi kjarasamninga. Um leið og slíkur þrýstingur byrjar er það vísbending um, að lífskjörin eru að versna mjög verulega og meira en hagfræðitölur segja til um. Þessi þrýstingur bendir jafnframt til þess, að sterk undiralda sé að verki á vinnumarkaðnum, og ómögulegt er að segja til um í hve ríkum mæli hún brýzt út. Vinnuveitendasamband íslands hefur nýlega sent frá sér yfir- lýsingu þar sem því er lýst yfir, að það sé sammála því mati ríkis- stjórnarinnar, að ekki sé gundvöllur til grunnkaupshækkana á þessu ári. Það er áreiðaniega rétt hjá Vinnuveitendasambandinu og vissulega skemmtileg nýbreytni að sjá þá saman í einni fylkingu að þessu leyti, Svavar Gestsson, Hjörleif Guttormsson, Ragnar Arnalds og vinnuveitendur í land- inu. Hitt er svo annað mál, hver framvindan verður í raun. Vinnu- veitendur standa t.d. frammi fyrir þeirri spurningu nú, hvernig þeir ætla að taka á kjaramálum verzlunarmanna. Þegar samningar við opinbera starfsmenn voru gerðir haustið 1977 voru rökin þau, að verið væri að samræma kjör þeirra kjörum fólks á hinum almenna vinnumarkaði, sem innti af höndum áþekk störf. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að opjnberir starfsmenn fengu kjarabætur, sem hafa leitt til þess, að launakjör þeirra eru mun betri en kjör félagsmanna í verzlunarmannafélögunum. Haldist slíkt misræmi til lengdar er auðvit- að augljóst, að atvinnufyrirtækin fá ekki til starfa hjá sér fólk á launum, sem eru lægri en skattgreiðendur greiða þeim, sem starfa á vegum hins opinbera. í okkar litla þjóðfélagi getur það aldrei gengið til lengdar, að starfshópar sem vinna áþekk störf búi við hróplegt misræmi í launakjörum. Engir gera sér betri grein fyrir þessu en atvinnurekendur sjálfir sem eru margfallt raunsærri menn í öllu því er varðar launamál en stjórnmála- mennirnir. Frammi fyrir þessum vanda standa atvinnurekendur í verzlunarstétt nú og gera sér vel grein fyrir því jafnframt því, sem það er alyeg ljóst að aðstaða þeirra er mjög veik. Svo mjög hefur dregið af verzluninni í landinu vegna ranglátrar verðlagslöggjafar ára- tugum saman að verzlunin er ekki nema svipur hjá sjón frá því, sem áður var. Glöggt dæmi um það hvers konar áhrif návígið og samanburðurinn í okkar litla þjóðfélagi hafa á launamálin er stórfyrirtæki á borð við Flugleiðir. Um leið og fyrirtækið gerir samninga við flugmenn sem þýða allt að 270 þúsund krónu hækkun á mánuði fyrir þá hæstlaunuðu í þeim hóp spyrja hlaðmenn félagsins, sem hafa átt í ágreiningi við félagið um reikningsaðferð á álagsprósentu, hvernig standi á því að fyrirtækið geti gert slíka samninga en þeir ekki fengið leiðréttingu sinna mála og hafa á orði yfirvinnubann. Þar að auki er ljóst að slík launahækkun til eins starfshóps hefur gífurleg áhrif á afstöðu annarra launþega yfirleitt eins og koma mun á dag- inn. Þannig tengist þetta allt og útilokað fyrir atvinnurekendur að taka ákvörðun um launahækkun hér án þess að það hafi áhrif á launakjörin annars staðar. Og útilokað er fyrir ríkið og fyrirtæki á þess vegum að gera samninga við opinbera starfsmenn án þess að það hafi mjög víðtæk áhrif á vinnu- markaðnum öllum. Nú hefur Farmanna- og fiski- mannasambands íslands sett fram kröfur, sem vinnuveitendur segja, að séu „gífurlegar" og geti numið allt að 180% hækkun á laun. Hér mun vera í uppsiglingu vinnudeila, sem getur orðið mjög harðsnúin og reynir þá þegar á þá samþykkt vinnuveitenda að ganga ekki að samningaborðinu á þessu ári og hvaða áhrif hún hefur í raun. En allt sýnir þetta okkur það, að sá ásetningur ríkisstjórnarinnar að ná því fram að engar grunnkaups- hækkanir yrðu á þessu ári er að renna út í sandinn. Hún er að missa tökin á kjaramálunum, en raun- verulega var eina forsendan fyrir myndun þessarar ríkisstjórnar sú, að henni gæti tekizt betur til í þeim efnum en fyrrverandi ríkisstjórn. Afskipti stjórnvalda Það er löngu orðið tímabært, að taka launamálin raunsærri tökum en gert hefur verið um skeið. í forystugrein Morgunblaðsins fyrir nokkru var rakin þróun vísitöiu- mála síðustu tvo áratugi. Þar kom greinilega fram, að þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórna á ýmsum tímum til þess að skerða vísitölu- tengingu launa með einum eða öðrum hætti leitar hún alltaf upp á við aftur. Það kemur alltaf að því að lokum, að verkalýðssamtökin nái sínu fram að þessu leyti. Þessar tilraunir ríkisstjórna til vísitölu- skerðingar og viðleitni verkalýðs- samtaka í kjölfarið á því til þess að ná fullri vísitölu aftur leiða svo til þess, að á endanum eru gerðir kjarasamningar, sem valda koll- steypu í efnahagslífi þjóðarinnar. Þessa sögu þekkjum við af langri reynslu og ættum að hafa vit á því að læra af henni. Láglaunabætur duga aðeins í skamman tíma og þak á vísitöluhækkanir sömuleiðis. Þetta er ekki uppgjöf heldur raun- sætt mat á stöðunni í kjaramálum byggt á fenginni reynslu síðustu áratuga. Þess vegna er skynsamlegasta stefnan í launamálum nú sú, að’ atvinnurekendur og verkalýðsfélög- um geri út um það við samninga- borðið hvernig vísitölutenging launa á að vera og hver launaþróun- in á að verða að öðru leyti. Menn þurfa ekki að óttast það, að verka- lýðsforingjar beiti valdi sínu til þess að knýja fram einhverjar fáránlegar launahækkanir vegna þess að orð þeirra og yfirlýsingar síðustu mánuði hafa sýnt, að þeir gera sér betri grein fyrir því nú en áður til hvers það leiðir a.m.k. verða menn að ganga út frá því, þar til annað kemur í ljós. Stríðið sem búið er að standa látlaust um kjaramálin frá því veturinn og vorið 1977 eða í tvö ár hefur orðið til þess að væntanlega er að skapast grund- völlur til skynsamlegra samninga um vísitöluna og launamálin að öðru leyti. Stjórnmálamennirnir eiga því að hætta afskiptum af launamálum. Atvinnurekendur og verkalýðsleið- togar hafa langtum meiri reynslu og þekkingu á því sviði <m stjórv málamenn. Þess vegna a að segja við pólitíkus;;na: burt með fskipti ykkar af launamálum1 Þió hafið hvorki reynslu eða þekkingu til þess að taka ákvarðanir fyrir annarra hönd í þeim efnum! Herferð stjórn- málamanna á hendur verðbólgunr.i á vígstöðvum kaupgjaldsvísitölunn- ar hefur mistekizt og runnið út í sandinn. Þess vegna eiga þeir að draga sig í hlé á þeim vígstöðvum en hefja baráttuna með þeim mun meiri krafti annars staðar svo sem á sviði peningamála, fjárfestingar- mála og ríkisumsvifa almennt. Það er þeirra vettvangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.