Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
83. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kampala:
Innrásar-
liðið bíð-
ur átekta
Nairobi — 7. aprfl — Keuter—AP
FREGNIR hafa borizt af
því að tanzaníska innrásar-
liðið bíði átekta í útjaðri
Kampala og er ástæða til
að ætla að það bíði með
lokasóknina þar til borgar-
búar hafa forðað sér, en
eftir því sem næst verður
komizt er enn straumur
flóttamanna frá borginni.
Útlendingar í Kampala full-
yrða, að allt líbýskt herlið
sé nú á brott frá Úganda og
hafi það verið flutt flugleið-
ina frá Nakangola-herflug-
vellinum, sem er 120 kíló-
metra suður af Kampala.
Þá er haft eftir sömu
heimildamönnum að Idi
Amin sé búinn að koma sér
upp vígi rétt fyrir sunnan
borgina og hafi hans orðið
vart í miðborginni í gær-
kvöldi.
FJÖGUR systkin úr Vestmannaeyjum gengu í það heilaga í gær og fór athöfnin fram í Bústaðakirkju.
Myndin var tekin eftir hina óvenjulegu kirkjuathöfn og með brúðhjónunum er sr. ólafur Skúlason dómprófastur,
sem gaf þau saman. Ljósm. Mbl, Kristján.
Byltmgardómstóll
heggur á nýjaleik
Systir keisarans handtekin
Tehersn — 7. mprfl — Reuter AP
HÁLFSYSTIR íranskeisara, Fatemeh, hefur verið handtekin og færð til yfirheyrslu í
aðalfangelsið í Teheran, að því er kvöldblaðið Etela’at skýrði frá í dag.
Sex menn úr herjum keisarans, þar af tveir hershöfðingjar, voru teknir af lífi í
morgun, eftir leynileg réttarhöld byltingaryfirvalda.
Útvarpið í Teheran skýrði frá því
að aftökurnar hefðu farið fram
klukkan 21.30 að íslenzkum staðar-
tíma eftir fimmtán klukkustunda
réttarhöld þar sem mennirnir þrír
voru sekir fundnir um fjöldamorð á
pólitískum mótmælendum í
Teheran og mið-írönsku borginni
Najahabad. Dómunum var fullnægt
jafn skjótt og þeir höfðu verið
kveðnir upp.
Meðal fórnarlambanna,' sem að
öllum líkum voru leidd fyrir af-
tökusveit, voru yfirmaður Teher-
an-lögreglunnar og sérstakrar upp-
þotsdeildar hennar, Mohammed
Teleghani, og fyrrverandi herlaga-
stjóri í Najafabad, Gholan
Amini-Afshar.
Amini-Afshar var ákærður fyrir
að hafa barið niður með ofbeldi
mótmælagöngur í Najafabad og
Isfahan. Hann var undirmaður
Manuchehr Khrosrowadads hers-
höfðingja, er var tekinn af lífi
fjórum dögum eftir byltinguna
þann 11. febrúar.
Önnur fórnarlömb voru öll sökuð
um að vera viðriðin „svarta föstu-
daginn", fjöldamorðin, er hermenn
skutu í hel meira en hundrað
manns í mótmælagöngu í septem-
ber síðastliðnum.
Byltingardómstólum var leyft að
taka upp þráðinn á fimmtudag og
föstudag eftir hlé, sem orðið hafði
Islamabad, 7. aprfl, Reuter. AP.
LÖGREGLA í Pakistan hefur látið
til skarar skríða gegn ofbeldis-
hneigðum óeirðaseggjum, sem
mótmæia vilja hengingu Ali
Bhuttos fyrrverandi forsætisráð-
herra. Ófriðlegt var í nokkrum
borgum landsins f gær en ramm-
eflt lögregiulið virðist hafa þétt-
ingsfast taumhald. Allir þeir, er
handteknir hafa verið, eiga nú
yfir höfði sér húðstrýkingu.
vegna óánægju forsætisráðherrans,
Bazargans, með framferði þeirra.
Tilkynning stjórnarinnar á
fimmtudag bendir þó til að áfram-
hald verði á réttarhöldum bylt-
ingardómsstóla í Iran.
í borginni Lahore, höfuðborg
Punjabs, var kveikt í sextán bif-
reiðum og járnbrautarsamgöngur
truflaðar þar sem teinar höfðu
vcrið skemmdir.
Nærri Lahore, í Gujranwala, var
einn maður drepinn og tveir særðir
alvarlega og í Thatta, hundrað og
þrjátíu kílómetra frá Karachi, er
sagt að einn maður hafi framið
sjálfsmorð í mótmæiaskyni. Óstað-
festar heimildir herma að tveir til
fjórir aðrir kunni að hafa týnt lífi.
Einnig hefur frétzt að mennirnir
fjórir er fundnir voru meðsekir í
máli Bhuttos verði hengdir á
sunnudag.
Lögregla hefur notað kylfur og
táragas til að dreifa mótmælagöng-
um í ýmsum borgum. Hundruð
manna, sem handteknir hafa verið,
eiga nú yfir höfði sér fimm til tíu
svipuhögg samkvæmt herlögum
Zias forseta.
Verða af
gjafafénu
Washingrton — 7. sparíl — Reuter
BANDARÍKJASTJÓRN hefur í
hyggju að hætta þróunaraðstoð sinni
við Pakistan vegna fregna þaðan um
að herforingjastjórnin sé að byggja
kjarnorkuver, þar sem unnt verði að
framleiða hluta í kjarnorkuvopn.
Á þessu fjárhagsári nemur þróun-
araðstoðin 40 milljónum bandaríkja-
dala.
Egyptaland:
Sendiherrar
heim frá
Arabarikjum
Kaíró — 7. aprfl — AP.
EGYPTAR hafa ákveðið að
kalla heim sendiherra sína
í sjö Arabaríkjum.
I tilkynningu egypzka utan-
ríkisráðuneytisins er ástæðan
sögð vera sú, að framkoma þess-
ara ríkja, sem eru Saudi-Arabía,
Sameinuðu furstadæmin, Qatar,
Bahrain, Kuwait, Túnis og Mar-
okkó, „samræmist ekki kröfum,
sem gera verði til samstöðu
Araba", og er hér greinilega vísað
til efnahagslegra og pólitískra
refsiaðgerða téðra ríkja í garð
Egypta vegna friðarsamninganna
við Israel.
Áður hefur sendiherra Egypta í
Jórdaníu verið kallaður heim, en
sendiherrar Arabaríkjanna, sem
hér um ræðir, fengu fyrirmæli um
að hverfa heim er Menachem
Begin heimsótti Kaíró á dögun-
um.
Fatemeh prinsessa.
Hundruð eiga yfir
höfði sér hýðingu