Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979
tSLENZKT
OST&VAL!
1kplegi40 ostateguridir
eru framleiddar á íslandi nú.
Hejvrðu bragðaó Gráðaostinn ?
WALTER
REIKNAR
stemmir
WALTHER
_ Skipholt 21
lVftrl* Reykjavík
Sími 23188
22480
Al’GI.YSINGA-
SÍMINN ER:
'LmTtenition
EKKI BARA
TRANSISTOR-
KVEIKJA
LUMENITION, platínulausa transis-
tor-kveikjan, er meö photocellustýr-
ingu, sem gerir hana óháöa sliti og
slípunargöllum í upphaflegu kveikj-
unni.
Þaö er LUMENITION-kveikjan, sem slegiö hefur í
gegn á íslandi.
gHBtt bb» HABERChf
iSkeifunni Je-Simi 3'33'45
EG ELSKA
IDIAMIN
Er hægt aö mæta of-
sóknum með kærleika?
Ný óvenjuleg bók.
Áhrifamikil frásögn.
Á erindi til allra.
Fæst í bókaverzlunum.
Salt
lcsto Kivcnjjcrc
Ég elska
Idi Amin
Bergstaðastræti
Guðrún Á. Símonar:
Ég fylgdist úr fjarlægð með
undirbúningi á óperunni „I Pagli-
acci“ sem sýnd var við góðar
undirtektir fyrir skömmu.
Það voru miklir erfiðleikar að
koma þessu af stað. Söngvararnir
eru allir í vinnu daglega og þurftu
að æfa á kvöldin og á nóttunni.
Það er mikið búið að skrifa um
óperur í blöðum og öðrum fjöl-
miðlum, og engir sammála, eins og
mátti búast við. Hér er fólk
sjaldan einhuga, það þarf alltaf að
rífast fyrst a.m.k.
Af hverju skyldi ekki önnur
óperustarfsemi eiga rétt á sér, þó
að hún sé ekki í Þjóðleikhúsinu?
Hér eru mörg leikfélög, flest öll
með áhugafólk, sem ekki hefur
fengið mikla menntun jafnvel
enga, og enginn segir neitt við því.
Það eru líka margir sem hafa ekki
menntun í leikstjórn, en gera sig
sjálfkjörna leikstjóra, og færa upp
hvert leikritið á fætur öðru. Segir
nokkur við því? Nei, þeim er
hrósað fyrir hið mikla þrekvirki.
Meira um þetta atriði seinna í
þessari grein.
Guðrún Á. Símonar í hlutverki Rosalindu
„Nema að skatt-
pína borgarana“
Söngvararnir, sem eru hér á ferð
með óperu, hafa fengið góða
„Að vera
heimsfrægur
er dálítið
skrýtið“
menntun og reynslu. Þjóðleikhúsið
er ekki einkafyrirtæki. Það er
ríkiseign, eiginlega eign almenn-
ings, því ríkið getur ekki staðið
fyrir neinu framtaki, nema skatt-
pína borgarana.
Með þessari grein langar mig til
að gagnrýna gagnrýnendur, sem
gagnrýndu óperuna „I Pagliacci"!
Eg ætla að byrja á Aðalsteini
Ingólfssyni, fyrrverandi listráðu-
naut Kjarvalsstaða, hann skrifaði
um óperuna í Dagblaðið 12. marz.
Las Aðalsteinn ekki prógrammið,
hver átti að syngja hvað? Það kom
leiðrétting í blaðinu frá honum
þess efnis, að af því að frumsýning
varð ekki á laugardag heldur á
sunnudag, þá hélt hann að Elín
hefði sungið, af því hún hefði átt
að syngja á 2. sýningu. Aðalsteinn,
frumsýning er alltaf frumsýning,
hvort heldur hún er á laugardegi
eða sunnudegi. Það breytir engu
með söngvarana, þó frumsýning
breytist um einn dag. Það varð að
fresta henni um einn dag, vegna
þess að veðrið var svo slæmt, eins
og flestir ættu að muna. Óveðurs-
kvöldið átti að vera búningaæfing.
Þó að við söngvarar getum margt,
þá ráðum við ekki við veðurguð-
„Að ráða hitt
og petta ffólk“
Hvaða menntun hefur Aðal-
steinn í söng og tóniist til þess að
skrifa gagnrýni um óperu? Mér
finnst það mikill ábyrgðarhluti
hjá blöðunum að ráða hitt og þetta
fólk, sem ekki hefur mikið vit á
því, sem það er að skrifa um. Hvað
myndu myndlistarmenn segja, ef
ég, sem er aðeins menntuð sem
söngvari, skyldi nú taka mér
penna í hönd og skrifa gagnrýni
um myndlist, ég sem gat aldrei
teiknað belju, hvað þá meira!
Hvernig væri að við söngvarar
tækjum okkur til að skrifa t.d.
píanógagnrýni og segðum m.a. að
píanóleikarinn hefði spilað með
bognum fingrum í staðinn fyrir að
teygja úr þeim.
Aðalsteini fannst óþarfi að
„drífa leikara á svið til að segja
söguna, slíkt mætti gera á réttum
stað í prógrammi. Ég efa það ekki,
en það er ekki þægilegt fyrir fólk
að lesa grógramm, þegar það ætti
að horfa á sviðið. Islendingar eru
ekki sérlega stundvíst fólk, og
hefðu varla tíma til að lesa sögu-
þráðinn áður en óperan byrjar.
Þess vegna var þetta mjög snjöll
hugmynd hjá Þuríði óperuleik-
stjóra að „drífa" leikara upp á
sviðið og segja söguþráðinn, sem
Pétur Einarsson gerði með mestu
prýði.
„Við berum hljóð-
ffærið í okkur“
Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld
var gagnrýnandi Morgunblaðsins
14. marz. Þorkell ruglaði einnig
nöfnum, en það voru ekki söngvar-
ar að þessu sinni, heldur 1. óbó-
leikari hljómsveitarinnar. Hann
sagði að það væri Duncan Camp-
bell, sem hefði átt þessa fallegu
óbótóna, en það var Laurence
Frankel, sem átti þá. Hafa þeir
sem gagnrýna athugað það, að þeir
hafa lífsstarf listafólksins í hendi
sér, og gætu eyðilagt fyrir þeim
ævilangt, bara af því, að þeir
skrifa af vankunnáttu?
Þorkell hrósaði Ólöfu og Hall-
dóri, sem þau áttu svo sannarlega
skilið, en aðalhlutverkið Canio,
sem Magnús Jónsson söng, af-
greiddi hann í einu búnkti með
minni hlutverkum, sem einnig ætti