Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Börn úr 4. V.Þ. hafa skreytt frásöguna: Það orð er satt Stefán Smári Lárusson, Fjalar Gíslason Halldóra Sædís Halldórsdóttir Linda Erlendsdóttir Andrea Brabin Linda Björk Á skírdag var Jesús með lærisveinum sínum. Hann borðaði með þeim síðustu kvöldmáltíðina. Þá sagði hann þeim líka, að einn þeirra mundi svíkja hann. Um nóttina var Jesús tekinn höndum. Hann var leiddur til ytirheyrslu. Margir voru á móti honum. Þeir vildu, að hann yrði tekinn ai lífi. Á föstudag var hann leiddur til Pílatusar. Hann fann enga sök hjá honum. Pílatus vildi því láta hann lausan. Þá æpti mannfjöldinn og bað um, að Jesús yrði krossfestur. Lærisveinar hans urðu nú hryggir og hræddir. Þeir flúðu í allar áttir. Pétur afneitaði honum og sagðist ekki þekkja hann. Þennan sama dag var Jesús krossfestur. Hann bað fyrir óvinum sínum á krossinum. Hann bað fyrir ræningjunum, sem voru krossfestir með honum. Jesús elskaði alla jafnt. Jesús var lagður í gröf. Stórum steini var velt fyrir grafaropið. Laugardagurinn leið. Margir voru leiðir og daprir í bragði. En óvinir Jesú glöddust yfir sigri sínum. Nú þurftu þeir ekki lengur að óttast hann. Sunnudagur rann upp. Konurnar koma til grafarinnar. Þr sjá, að steininum hefur verið velt frá. Þeim var boðaður mesti sigur, sem unnist hefur á þessi jörð: „Jesús er ekki hér. Hann er risinn upp. Hann lifir“ ídag fagna kristnir menn um allan heim. Þeir gleðjast af því að Jesús lifir. Þeir fagna af þvíað Jesús elskar alla jafnt. Hann lifir í dag og elskar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.