Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979
Vilhjálmur með konu sinni Evelyn sem hann giftist á efri árum.
sína í Vesturheimi, var hann
tengdur íslandi traustum böndum,
sem aldrei slitnuðu. Hann heim-
sótti ættland si.tt hvað eftir annað
og ritaði um það merkar ritgerðir
og bækur, sem áttu ríkan þátt í að
kynna land og þjóð þess. Fyrir
þetta er íslenzka þjóðin honum
þakklát. Minningin um Vilhjálm
Stefánsson mun jafnan lifa í hug-
um íslendinga. Hann var einn af
mestu og mikilhæfustu sonum
íslands.
I veraldarsögunni mun nafn
Vilhjálms Stefánssonar lifa um
aldir. Hann var mikill vísindamað-
ur, rithöfundur og afreksmaður.
Með ferðum sínum og rannsóknum
í Norður-heimsskautslöndum lagði
hann fram dýrmætan skerf til
aukinnar þekkingar á hinum köldu
norðurslóðum og því fólki sem þar
býr. — Mannfræðin á honum
miklar þakkir að gjalda.
Það sem einkenndi Vilhjálm og
víðtæk vísindastörf hans var hug-
dirfska hans, einlæg sannleiksást
og karlmennska. — Hann gekk
gunnreifur á hólm við fimbulfrost
og miðsvetrarbylji heimsskauts-
iandanna. Vilhjálmur hikaði held-
ur ekki við að setja fram nýjar
skoðanir og kenningar um heims-
skautslöndin og íbúa þeirra. Hann
kynntist Eskimóum sennilega bet-
ur en nokkur annar heimsskauta-
könnuður. Við dauða hans er
afreksmaður og mikilmenni til
moldar hniginn."
Skömmu fyrir dauða Vilhjálms
1962 átti blaðamaður Morgun-
blaðsins, Jón E. Ragnarsson, sam-
tal við Vilhjálm á heimili hans í
Bandaríkjunum. I því kom m.a.
fram, að Vilhjálmur taldi sig
aldrei á ferli sínum hafa verið
starfssamari og neitaði því að
hann væri setztur í helgan stein,
gæti það einfaldlega ekki því að
hann hefði aldrei haft fasta at-
vinnu. Vilhjálmur sagðist vinna
sex daga vikunnar og þá tólf tima í
senn að ritstörfum. Sjöunda degin-
um sagðist Vilhjálmur eyða með
einkaritara sínum við að svara
bréfum sem bærust til hans. I
viðtalinu sagði Vilhjálmur þegar
hann var spurður að þvi hvort
hann liti á sig sem íslending: „Ég
er af íslenzku bergi brotinn, ég er
bandarískur þegn, fæddur í
Kanada. Samkvæmt lögum þá fá
börn sama ríkisborgararétt og
faðir þeirra. Þannig varð ég ekki
íslenzkur þegn.“
-
mM
-
'
* ■ -*■
Xi r’Á V J
.
á:r, .
I^ÉSS
‘
m Ssls; r u*x m llsSPPs vfe?
illlilf
91 m
Segli brugdið á sleða til að breyta honum í bát.
tmá*
Kotstrandarkirkja
Kotstrandar-
kirkja70ára
KOTSTRANDARKIRKJA verður 70 ára á þessu ári og
hafa fyrrverandi og núverandi sóknarbörn hennar hug á
að minnast þessara tímamóta með því að styrkja hana
fjárhagslega.
Er fyrirhugað að efna til hlutaveltu, happdrættis og
flóamarkaðar sunnudaginn 22. apríl í félagsheimili
Ölfusinga kl. 14. Samstarfsnefndin vonast eftir góðum
stuðningi sóknarbarnanna og annarra þeirra sem vilja
veita þessu málefni stuðning með fjárframlögum eða á
annan hátt t.d. með því að koma og freista gæfunnar í
félagsheimilinu.
(Fréttatilkynning)
Kór Reykjahlíðar
kirkju 70ára
MývatnnHveit 9. aprfl.
KÓR Reykjahlíðarkirkju
minntist 70 ára afmælis
síns með samsöng í
kirkjunni sl. laugardags-
kvöld. Var söngnum mjög
vel tekið af viðstöddum.
Söngstjóri var Jón Árni
Sigfússon, en undirleik
annaðist sr. Örn Friðriks-
son.
Kórfélagar eru nú milli
30 og 40 og hefur kórinn æft
vel að undanförnu. Séra
Örn rakti sögu kórsins frá
upphafi samkvæmt skráð-
um heimildum og var það
bæði fróðleg og skemmtileg
frásögn. Formaður kórsins,
Guðrún Benediktsdóttir, las
upp. Kórinn var upphaflega
stofnaður 1908 af Sigfúsi
Hallgrímssyni í Vogum,
hann var stjórnandi og
organisti í Reykjahlíðar-
kirkju í tugi ára. Nú eru
aðeins 2 stofnendur kórsins
á lífi, Axel Jónsson og Rósa
Þorsteinsdóttir. Þegar Sig-
fús lét af stjórn kórsins tók
Jón Stefánsson við í nokkur
ár, en núverandi söngsyóri
og organisti er Jón Arni
Sigfússon.
Kirkjukór Reykjahlíðar-
kirkju var formlega endur-
stofnaður af söngmála-
stjóra þjóðkirkjunnar, Sig-
urði Birkis, árið 1946. Var
þá kosin stjórn. Nýlega er
kórinn búinn að eignast
píanó og var það keypt fyrir
frjáls framlög kórfélaga.
Kórinn hefur á undanförn-
um árum sungið á söngmót-
um víða hér í Suður-Þing-
eyjarsýslu og getið sér gott
orð. Eg vil hér með færa
kórnum svo og «öngstjóra
og sóknarpresti kærar
þakkir fyrir ánægjulega
stund sl. laugardagskvöld.
Kristján