Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Keflavík í poppskurn í tilefni af þrjátíu ára afmæli Keflavikurkaupstaðar hafa kefl- vískir hljómlistarmenn sameinað krafta sína á 14 laga hljómplötu sem er að koma á markaðinn þessa dagana. Ber hún heitið „Keflavík i hnotskurn". Það er kunnara en frá þurfi að segja að frá þessum kaupstað koma margir helstu popplista- menn landsins og í raun braut- ryðjendur íslenskrar dægurlaga- tónlistar á síðari árum. En af hverju frá Keflavík frekar en öðrum ámóta stórum kaupstöðum í landinu? Því . er e.t.v. ekki auðsvarað svo fullnægjandi sé, en það er kannski einkum tvennt sem riðið hefur baggamuninn. I fyrsta lagi: Þegar poppið hélt innreið sína í íslenskt skemmtanalíf snemma á síðasta áratug varð hljómsveitin Hljómar frá Keflavík á skömmum tíma gífurlega vinsæl — fór margar frægðarferðir um landsbyggðina, gaf út fyrstu ísl. bítlaplötuna" (Fyrsti kossinn) o.fl. Hljómar urðu sem sagt að meiri háttar spámönnum í poppinu hér- lendis og það hafði ekki lítil áhrif á heimasióðum, þ.e. í Keflavík, og hvatti marga unga menn til að spreyta sig. Margir fylgdu líka í kjölfarið. I öðru lagi hefur útvarpsstöðin á Vellinum eða „Kaninn" eins og hún kallast í daglegu tali um árabil sent út tónlist allan sólar- hringinn. Þessi músikdæla við túngarð Keflavíkur hefur eðlilega orsakað það að poppið eða dægur- tónlistin barst af meiri krafti til Suðurnesjabyggða en annarra hér- lendis. Margir þeirra er fram koma á plötunni eru ennþá í framlínu ísl. dægurtónlistar. Má þar nefna Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sig- mundsson, Þóri Baldursson, Rúnar Júlíusson, Jóhann G. o.fl. og allir eru þeir með frumsamið efni — lög sem meira eða minna tengjast æskuljóðunum. Platan er fjölbreytt að efnisvali eins og gefur að skilja. Flytjendur eru hátt á þriðja tug að tölu — nær allt Keflvíkingar. Tilefni út- gáfunnar er skemmtilegt og sömuleiðis er gaman að sjá þennan háaðal poppsins á íslandi sameina krafta sína á einni hljómplötu. T.H.A. Gunnar Þórðarson Magnús Kjartansson Rúnar Júlíusson Þórir Baldursson og Jóhann G. Jóhannsson Þessir kunnu keflvísku kappar nú saman á hljómplötu. ÞfeTTA A v a uúoó <=*v Cö\-<_UT Oía-ra. Ti\_ f i-e 'OV» — OO.tiíSKSrA-OCT- Su5l_Ó - MAIÍ-mÓæ WAFfo lTUM,SfaM SaPTA VI > l_*Ate Þ»l-raÓ*vASUfe>ri 'jS. TÍM.A OO- TlAT-MUtU éKl SÓMT btt>c.TUh M'-'ÍÓMSUHTUM 'a vOtCrtxte >_*. > ic_i C> M.fccs L_cua-S.T WcA.T'zs, l_fc\ vcjCa Ai_l— fcivðs Ofi- Vus»_i_Cxúia PÍA'_SSO*M v vatel_t iClAC l_X«—te 6ÍAMABÆ.SOM, S&i.Du.rt&'SOisS .erSOV&, -2,0*0 Si4ue*,S*<3Kl , z-l_ MÖU-fefc, !=•■=>»*-> re K-HÍ SiT i . OA.VÖMKÍ d-«U«= TfclCMÍe i. á o,i— 'ute PONIK OG EINAR: 1960*1967 i--------r C.ÍWAP Ú-L-VAe. H-J, AUI önessDN S\ ertMAtZSSOra -TSAfc^l - O-ÍTAie MVAKfc^SUS. — <árTA46 ^.VðttHK.T TAUSSON -TSLíteMUtl, MANNA- KORN Magnús Eiríksson — Baldur Már Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.