Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Þó voru Þjóðverjar greinilega að undirbúa árás á Pólland í sama mund og ítalir sóttu inn á Balkan- skaga. Fréttir frá Berlín 10. apríl sögðu að fjölmennt herlið væri að leggja af stað til pólsku landa- mæranna. Sjö þýzk herfylki ógn- uðu Póllandi. Bandaríski sendi- herrann í París, William Bullitt, sagði í skeyti til Washington að háttsettir franskir embættismenn teldu líkurnar á stríði vera tíu á móti einum: „Klukkuna Vantar aðeins fimm mínútur í tólf; dimm- asta stundin fer í hönd.“ Mussolini og Hitler ræddust lengi við í síma á föstudaginn langa og seinna um daginn var látið í veðri vaka að Þjóðverjar mundu telja óskiljanlegt ef lýð- ræðisríkin reyndu að koma Alban- íu til hjálpar. Þjóðverjar gátu verið ánægðir: árásin réttlætti „þeirra eigin aðferðir og jafnframt trufluðu aðgerðirnar í Albaniu samband Rómar við London og París og auk þess Belgrad og Rómar og allt var þetta vatn á myllu Berlínar." En Þjóðverjar voru ekki alls kostar ánægðir. Hvers konar umrót gat stofnað frjálsum flutningum hráefna í hættu, Bretar og Frakkar gátu sakað Öxulríkin um tilraun til yfirdrottnunar. Nazistablaðið Angriff sagði að eftir hernámið mundi Þjóðverjum reynast auðvelt að neyða Júgó- slava til að gæta hlutleysis eða ganga í lið með Öxulríkjunum og Rúmenar og Grikkir mundu halda sig utan við bandalög fjandsamleg Öxulríkjunum. Italir gátu nú lokað Adríahafi og stytt um helming lengd strandlínunnar sem þeir þurftu að verja. í víðara samhengi sagði blaðið að skoða mætti her- tökuna sem lið í ráðstöfunum til að útiloka Rússa frá Miðjarðar- hafi, ógna Grikklandi og Tyrk- landi og yfirráðum Tyrkja yfir Dardanellasundi. ítalir höfðu þeg- ar yfir 80.000 hermenn á Tylftar- eyjum, það herlið gat ógnað Dardanella sundi og nærvera ítalsks herliðs á Balkanskaga jók þessa hættu á landi. Italir hlutu fordæmingu fyrir árás á kotríki. Árásin var lítill vegsauki fyrir ítalska herinn, sem vann nýjan „sigur" á frumstæðri þjóð eftir aðra auðvelda sigra í nýlenduskærum við aðrar frum- stæðar þjóðir í Erítreu, Sómalí- landi, Líbýu og Abyssiníu. Heim- urinn hneykslaðist á því að föstu- dagurinn langi var valinn til inn- rásarinnar. Það vakti óhug að innrásin var gerð án stríðsyfirlýs- ingar. Ummæli Viktors Emmanú- els konungs um „sérstaklega vin- samleg" samskipti Itala og Albana voru ekki gleymd. Heima fyrir á Ítalíu vöktu at- burðirnir litla eftirtekt. Innrás- inni var misjafnlega tekið og þar sem innskráningu í ítalska herinn var haldið áfram ríkti stöðugt mikill stríðsótti. Árgangarnir 1910 og 1914 voru kallaðir í herinn 11. apríl á sama tíma og þýzk herfylki ógnuðu Póllandi. í Stórráði fasista var jafnvel „kveðið fast að orði gegn þeirri stefnu að draga Ítalíu út í Miðjarðarhafsstyrjöld við Stóra-Bretland",. Haft var eftir valdamiklum forystumanni að ekki mætti draga ítalíu út í stríð „gegn vilja kirkjunnar, konungsins og þjóðarinnar." Italir vildu ekki stríð. Lífskjör þeirra höfðu versnað til muna á valdaárum fasista vegna styrj- aldarinnar í Abyssiníu og íhlutun- arinnar á Spáni. Fátækt var út- breidd í landinu. Italir höfðu engan áhuga á stjórnmálum og þjóðin var þrúguð og haldin von- leysi. Fréttir bárust jafnvel af hermannauppreisnum. I Bergamo efndu nýliðar úr árgöngunum 1905—1906, sem höfðu verið skyld- aðir í herinn til mótmælaaðgerða gegn stjórninni 8. apríl og hrópuðu „Dauði yfir fasismanum! Niður með stríð!" Árásin á Albaníu hafði neikvæð áhrif fyrir Mussolini í Arabaheim- inum þar sem hann hafði reynt að koma fram í hlutverki „Verndara Islams" og margir Albanir voru múhameðstrúar. Ein afleiðingin varð sú að hún magnaði óánægju, sem ríkti í Libýu og þar brauzt fljótlega út ný uppreisn Senussimanna. Miðjarðarhafsflotar Breta og Frakka voru við öllu búnir og enskar og franskar flotadeildir tóku sér stöðu í námunda við innsiglinguna í Adríahaf. 13. apríl höfðu alls fimm brezk orrustuskip, sex beitiskip, 60 tundurspillar, 20 kafbátar og fjölmörg smærri her- skip verið sett til að gæta hags- muna Breta á Miðjarðarhafi, aðal- lega á því austanverðu. Jafnframt var franskur herskipafloti hvar- vetna á varðbergi á vesturhluta Miðjarðarhafs. Á Möltu var her- vörður settur við öll varnarvirki Breta þar. 13. apríl var talið að 14 skip úr Svartahafsflota Rússa hefðu siglt til Eyjahafs þar sem þau ættu að vera tilbúin að að- stoða flota Breta og Rússa ef á þyrfti að halda. Grikkir uggandi Orðrómur var á kreiki um að Bretar ætluðu að taka Korfu en því var neitað og þetta var kallaður þýzkur áróður. Grikkir óttuðust öllu fremur að Italir mundu taka Korfu og töldu ítalska árás á eyna yfirvofandi. Gríska stjórnin flýtti sér að koma áhyggj- um sínum á framfæri við brezku stjórnina með tilvísun til ákvæðis- ins í ensk-ítalska samningnum um að ekkert yrði gert til að breyta ríkjandi ástandi á Miðjarðarhafi. Chamberlain forsætisráðherra skýrði svo frá, að á páskadag, 10. apríl, hefði brezku stjórninni borizt fregn um að ítalir mundu á næstunni hertaka Korfu, en fulltrúar ítölsku stjórnarinnar í London hefðu fullvissað hann um að það yrði ekki gert. Italir héldu samt áfram við- búnaði sínum og héldu áfram að senda her manna til Albaníu, m.a., með flugvélum. Þeir hófu að reisa varnarvirki beggja vegna Otranto- sunds og talið var að j)eir ætluðu að loka Adríahafi. Italir settu ennfremur 100.000 manna her á land á Tylftareyjum og búizt var Hitler, Mussolini og Ciano í Brenner í október 1940 við að herstyrkur þeirra í Albaníu væri álíka mikill. Þegar ítalska herliðið birtist á grísk-albönsku landamærunum svaraði gríska stjórnin með því að styrkja herlið sitt á þessum slóðum. Italski sendiherrann í Aþenu gekk á fund gríska for- sætisráðherrans, Ioannis Metaxas hershöfðingja, 10. apríl og fullviss- aði hann um að fullveldi og pólitískt sjálfstæði Grikklands yrði virt í hvívetna. En Mussolini var kominn að útidyrum landsins og horfði girndaraugum til Aþenu og Dardanellasunds. í Grikklandi var álitið að Mussolini mundi ekki láta staðar numið í Tirana heldur halda áfram þar til hann hefði neytt Grikki og allar Balkan- þjóðirnar til að biðja um vernd Itala. Metaxas hershöfðingi gerði allar hugsanlegu hernaðar- ráðstefanir án þess að fyrirskipa raunverulegt herútboð og reyndi að hraða vígbúnaði landsins. Júgóslavar virtust láta sér lynda aðfarir Itala. Blaðið Politika sagði að ríkisstjórn Júgóslavíu væri i stöðugu sambandi við ítölsku stjórnina sem hefði reynzt „fús til að virða í öllu sjálfstæði og réttindi Júgóslavíu." En nú var landið umkringt fasistaríkjum og mikill óhugur í mönnum, ekki sízt vegna frétta frá Búlgaríu um stríðsundirbúning þar. Afstaða Búlgara var óljós: Landamæra- deilur gerðu þá trega til að ganga í bandalag með Rúmenum eða Grikkjum. Balkanbandalag Rúmeníu, Tyrklands, Júgóslavíu og Grikklands reyndist máttlítið. Forseti þess, rúmenski utanríkis- ráðherrann Grigore Gafencu, gerði ráðstafanir til að efna til samstöðu, en án árangurs. Hinn 13. apríl lýsti Neville Chamberlain forsætisráðherra því yfir í þingræðu að England og Frakkland hefðu heitið Grikklandi og Rúmeníu fullum stuðningi ef á löndin yrði ráðizt á sama hátt og ákveðið hefði verið að veita Pól- landi aðstöðu. Chamberlain sagði þingheimi að innrásin í Albaníu „gæti tæplega samrýmzt" ensk-ítalska samningnum frá maí 1938, en hann sæi ekki ástæðu til að segja honum upp og teldi miklu máli skipta að forðast hvers konar röskun á friðnum á Balkanskaga. Franska stjórnin gaf svipaða yfirlýsingu um verndun sjálf- stæðis Grikklands og Rúmeníu og Chamberlain. Frakkar höfðu því aðeins viljað ábyrgjast fullveldi Grikklands að fullveldi Rúmeníu yrði ábyrgzt um leið. Rúmenar fengu loksins tryggingu fyrir - fullveldi sínu sem þeir höfðu lengi sótzt eftir. Yfirlýsingar Breta og Frakka voru einhliða, þar sem Grikkir og Rúmenar héldu því fram að vígbúnaður þeirra væri skammt kominn. Yfirlýsingarnar áttu aðeins við um árás einhvers Öxulríkjanna, þótt frá því væri ekki sagt opinberlega, en síðar tókst Rúmenum að fá Breta og Frakka til að fallast á þá túlkun að árás á hendi Ungverja skyldi skoða sem óbeina árás af hendi Þjóðverja. Vesturveldin höfðu ennþá einu sinni látið koma sér í opna skjöldu og afhjúpað hjálparleysi sitt gagn- vart staðreynd sem varð ekki breytt. Þeim var Ijós hernaðarlega mikilvæg lega Grikklands og veik hernaðarstaða landsins. Yfir- lýsingin gagnvart Grikklandi var óumbeðin og vafi lék á því hvort Metaxas hershöfðingja hafi verið þægð í henni á þessum tíma þar sem hún gat frekar orðið til þess að ögra en hræða. Múnchenar-samningurinn var ekki góður vitnisburður um ákveðni og hæfni Breta til að vernda aðrar þjóðir eða ábyrgjast öryggi þeirra. Hins vegar hafnaði Metaxas hvorki né afneitaði tryggingum Breta og Frakka. Yfir- lýsingarnar áttu hvað sem líður, þátt í að róa almenningsálitið í Grikklandi þar sem álitið var að lýðræðisríkin hefðu sagt skilið við undanhaldsstefnu sína í utanríkismálum og ætluðu sér að taka harða afstöðu gegn árás. Erfiðar samningaviðræður við Tyrki urðu til þess að 12. maí gáfu Bretar og Tyrkir út sameiginlega yfirlýsingu um gagnkvæma aðstoð og samvinnu ef árásaraðgerðir leiddu til ófriðar á Miðjarðarhafs- svæðinu (Frakkar og Tyrkir gáfu svipaða yfirlýsingu 23. júní). Þannig komu Bretar og Frakkar á laggirnar nokkurs konar tryggingarkerfi, en lengra náði það ekki; Búlgarar höfnuðu tryggingu og Júgóslavar lýstu yfir að erfiðleikar þeirra mundu aukast ef lofað yrði að ábyrgjast fullveldi þéirra. Ungverjar voru ekki virtir viðlits. Rússa vantaði í þetta „friðar- bandalag", en Bretar höfðu lítið álit á hernaðarmætti þeirra, minna en á hernaðarmætti Pólverja og ástæðan til þess að Bretar tóku höndum saman með Pólverjum var sú að Póllandi var ógnað en ekki Rússlandi. Vinátta Rússa var þó nauðsynleg, svo að hægt væri að senda vopn og vistir til Póllands og Rúmeníu, og því voru hafnar samningaviðræður til að finna grundvöll fyrir inngöngu Rússa í friðarbandalagið. Þrátt fyrir yfirlýsingar Breta og Frakka klofnaði austurhluti álfunnar ekki í herbúðir Bandamanna og Öxulbandalagsins og öll ríkin reyndu að fylgja hlutleysisstefnu til að dragast ekki inn í ófriðar- átök. Hitler ánægður Árásin á Albaníu varð til þess að binda ítali og Þjóðverja enn traustari böndum og Hitler gat verið ánægður vegna þess að árás Itala undirstrikaði sameiginlega hagsmuni Öxulríkjanna gagnvart þeim rikjum sem vildu verja óbreytt ástand, Bretlandi og Frakklandi. Hitler hafði þegar samþykkt leyniskipun til herafl- ans um hernaðaraðgerðir til að leggja Pólland að velli í skyndi- árás 1. september. Ciano hafði sent leyniorðsendingu til sendiráð- anna í París og London eftir flugferðina til Tirana með fyrir- mælum um að ýtt skyldi undir þá skoðun að árásin á Álbaníu væri andþýzk ráðstöfun, en þessi fyrir- mæli báru lítinn árangur. Þótt Cano hefði áformað Albaníuævin- týrið sem andþýzka ráðstöfun varð niðurstaðan sú að ótti Mussolinis við einangrun kom alltaf betur og betur í Ijós og hann varð stöðugt háðari Þjóðverjum. Greinileg hugarfarsbreyting varð hjá Mussolini eftir að hann ákvað að láta til skarar skríða gegn Albaníu. „Hann er rólegur, hræði- lega rólegur," skrifaði Ciano í dagbók sína 5. apríl. Hann var fullur sjálfstrausts og rósemi, ekki hikandi og óákveðin eins og áður, heldur fullur af sannfæringar- krafti og ákveðinn. Þetta kom í ljós 15. apríl þegar málið var til lykta leitt og albanskir fulltrúar voru komnir til Rómar til að vera viðstaddir þegar Viktor Emmanú- el konungi var boðin kóróna Albaníu. Viðbrögð erlendra ríkja voru svo máttlaus að hann gat ekki verið annað en rólegur. Rósemi Mussolinis kom líka fram í viðbrögðum hans sama dag við skeyti frá Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta. Forsetinn vildi að Öxulríkin ábyrgðust að ráðast ekki á 31 ríki, sem hann nafn- greindi. Mussolini neitaði fyrst að lesa skjalið, en henti því síðan frá sér og sagði með fyrirlitningu: „afleiðing barnalömunarveiki." Hermann Göring flugmarskálk- ur, sem var viðstaddur, taldi orð- sendingu forsetans ekki svara- verða og til marks um að hann „þjáðist af geðveiki á byrjunar- stigi". Göring var kominn til Róm- ar til að skýra frá því hvernig Þjóðverjum miðaði áfram í styrj- aldarundirbúningi sínum. Göring sagði að „lausn pólska vandamáls- ins“ stæði fyrir dyrum og því vildi Hitler sýna heiminum að Þjóð- verjar og Italir stæðu sameinaðir í hernaðarbandalagi áður en skrefið væri stigið. Göring vissi að Italir voru ekki ennþá öflugt herveldi, en taldi þá öflugri en ætla mætti. Göring taldi líka stuðning ítala mikilvægan í pólitísku tilliti og vonaði að tilkynning um stofnun hernaðarbandalags gæti aftrað lýðræðisríkjunum frá því að standa við skuldbiningar sínar við Pólland. Þótt Göring óskaði Mussolini til hamingju með árásina á Albaníu varaði hann þá við því að endur- taka Albaníu-ævintýrið annars staðar. Hann sagði að Öxulríkin vildu að Júgóslavar gættu „velvilj- aðs hlutleysis", svo að þau gætu keypt af þeim það sem þau þörfnuðust til stríðsrekstursins. Það reyndist ekki auðvelt að sann- færa Mussolini um þetta. Göring og Mussolini voru sammála um að Þjóðverjar og Italir þyrftu „tvö eða þrjú ár“ til að undirbúa allsherjarátök. En þá „væru Öxul- ríkin í mjög sterkri aðstöðu" og gætu sigrað „alla líklega andstæð- inga.“ Ciano var áhyggjufullur eftir samræðurnar við Göring og skrif- aði í dagbók sína að tónninn í ummælum hans um Pólverja minnti á tóninn í ummælum Þjóð- verja um Austurríki og Tékkó- slóvakíu fyrrum. Ciano greip til þess ráðs að bjóða Ribbentrop utanríkisráðherra'til Ítalíu til að forvitnast nánar um hvað vekti fyrir Hitler. Ribbentrop fór ekki dult með það þegar þeir hittust í Mílanó 6. maí að Hitler væri staðráðinn að taka Danzig, en lét í ljós samúð með því viðhorfi Mussolinis að nauðsynlegt væri að fresta styrjöld. Hann kvað Þjóð- verja sannfærða um að friðartími væri nauðsynlegur að minnsta kosti í fjögur eða fimm ár. Herbandalag Ciano hringdi þá í Mussolini og tilkynnti honum að samræðurnar gengju vel. Þá ákvað Duce allt í einu eftir eins árs hik og efasemd- ir að skipa Ciano að birta til- kynningu um að samkomulag hefði náðst um stofnun ítalsk-þýzks bandalags. Ribben- trop hringdi í Hitler, sem greip fegins hendi þetta tækifæri og veitti þegar í stað samþykki sitt. Hitler var sannfærður um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.