Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 55 Undanfarin ár hefir fátt heyrst frá Finnlandi, nema eymdastunur þjóðar, sem átti við blóðuga borg* arastyrjöld að búa. En nú eru Finnar að miklu leyti búnir að friða land sitt, ríkið er sloppið und- an oki rússneskrar óstjórnar. Finn- land er orðið frjálst ^og fullval'da ríki, og alt bendir tSl þess að það muni leita náinnar samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar, bæði í and- legum málum og efnalegum. Vér þekkjum lítið til menningar Finna. En þeir eiga listamepn, sem draga að sér athygli annara þjóða, eins og flestar þjóðir, sem hrista af sér gamla ánauðarhlekki. Á mynd- inni hér að ofan eru nokkur sýnis- horn af ýmsum lþsÍJBiaikum finsk- um, sem sýnd hafa verið í Stokk- hólmi í sumar. Stóra myndin að ofan heitir „Kolun" og sýnir finskt? bændafólk, sem er að kola við. Höfundur myndar þessarar heitir Jarnefelt. Myndin að rieðan heitir „Bað- s t o f a“ eftir Axel Gallen. t miðj- unni er postulínsmynd eftir hinn kunna myndhöggvara Ville- Vall- gren og heitir „L e y n d á r m á 1- ið“, en til vinstri mynd af veiði- mönnum eftir Pekka Halonen. AU- ar ipyndirnar eru úr finsku þjóð- lífi. Listasýningin finska i Stokk- hólmi vakti almenna aðdáun allra er hana sáu. ---- Vér Islendingar bættumst í tölu sjálfstæðra ríkja um líkt leyti og Finnar. Hvenær förum vér að sýna öðrum þjóðum listaþroska íslenzku þjóðarinnar? (Finnsk list). Sagt var írá listastraumum í útlöndum. lætur Grikkjann eiga sig?“ klykkir blm. fullur vandlætingar út með í lokin. Póstflutning- ur og prent- villur segir blaðið fagnandi 10. júlí og að póstmeistara hafi borizt til- kynning um að nú væri allur póstflutningur héðan og hingað gefinn frjáls af Bretum. „Loksins! Það er eins og þungu fargi sé létt af manni. Hin illræmda bréfaskoð- un Breta er upphafin — og nú geta menn óhultir skrifað bréf sín og sent þau hvert á land sem vill.“ Mbl. hefur á stundum sætt ámæli fyrir að sýna prentvillu- púkanum full mikla linku, en það er augsýnilega ekki nýtt fyrirbæri því að 19. ágúst segir á baksíðu: „Það er sennilegt að lesendum Morgunblaðsins sé farið að finnast nokkuð mikið af prentvillum í blaðinu og er það sízt að furða. Prentvillur eru ætíð leiðinlegar, jafnvel þó eigi séu svo stórvægileg- ar að þær breyti efninu. Þær béra oftast vott um óvandvirkni þess sem próarkirnar les eða þess sem IMeð „Gullfossi“ kom frá ’ |örku Sigurðut1 Guðmundssoix Sigurður Guðmundsson kom heim og bjóst til að hefja dans- kennslu og var birt mynd og allgóð frásögn af því. leiðrétta á villurnar. Hvað prent- villum í Mbl. viðvíkur þá skal það tekið fram að þær eru ekki að kenna trassaskap. Svo er mál með vexti að lesmál blaðsins er alt sett í einni setjaravél sem unnið er á mestan hluta sólarhringsins. Blýið er brætt með gasi í litlum potti undir vélinni. I alt sumar hefir verið lokað fyrir gasið um mið- nætti nema þegar gasstöðvarstjóri fyrir beiðni vora hefur látið gas í té til kl. 2. Lengur ekki. En lesmál Mbl. er svo mikið að það kemur varla fyrir að blaðið sé fullsett kl. 2 að nóttu. Þá eru vanalega allar leiðréttingarnar eftir en gasið sloknað og blýið hart. Vér höfum því hvað eftir annað orðið að senda blaðið út óleiðrétt með öllu. Með næstu ferð „Gullfoss" frá Ameríku á prentsmiðjan von á annari setjaravél. Þá vonum vér að vinn- an gangi betur og að það komi ekki fyrir að blaðið þurfi að sendast kaupendum óleiðrétt." Af þessu stikli má sjá að margt hefur verið um að vera sumartíð- ina fyrir sextíu árum, mánuðina júlí og ágúst og þá var meðalhiti í júlí í Reykjavík 0,5 gráðum fyrir ofan meðallag eða 11,8 stig og í ágúst 0,8 fyrir neðan meðallag, 9,8 sti^- h.k. Tollvörugeymslan h.f. Aðalfundur Aöalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. veröur haldinn aö Hótel Loftleiðum, Kristalsal, föstudaginn 20. apríl 1979 kl. 17.00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting (Hlutafjáraukning) 3. Önnur mál. Stjórnin. —helgarpósturinn______ meö páskalesninguna Mikið efni — vandaö efni Meöal annars í blaöinu: Grein um Bilderbergsamkund- una sem Geir er boöiö aö sækja heim — Diddú og Þorkell lýsa Lundúnadvölinni — Glettiö viö- tal viö Þorgeir Þorgeirsson — HLH og grísæöiö — Áö ógleymdum Borgarpósti og Listapósti ásamt hinum ómiss- , • andi Leiðarvísi páskahelgarinn- ar og mörgu fleiru. Helgarpóstiirinn — ómissandi um hverja helgi Kr. 21.000 Kr. 32.000 Ódýrir klæðaskápar með hvítri plastlakkaðri hurð. Hæð 210 cm, breidd 60 cm. dýpt 60 cm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.