Morgunblaðið - 12.04.1979, Page 29

Morgunblaðið - 12.04.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 77 Benito Mussolini, höfundur fasismans og foringi ítalskra fasista, kallaður „II Duce“, að mörgu leyti fyrir- mynd Hitlers en apaði síðan eftir honum, einræðisherra Ítalíu 1922 til 1943 og líflátinn 1945. Bráðabirgðastjórn skipuð Albönum, sem voru þekktir fyrir að vera vinveittir Itölum var skipuð strax 8. apríl og hún kallaði saman stjórnlagaþing, sem ákvað á fundi 12. apríl að bjóða Viktor Emmanúel konungi konungdóm yfir landinu. Konungssambandi var lýst yfir og konungur Italíu og keisari Abyssiníu varð jafnframt konungur Albaníu. Italir tóku alla stjórn utanríkismála í sínar hend- ur og í raun var Albanía algerlega innlimuð í Italíu: þingið var lagt niður, þegnréttur Itala og Albana varð gagnkvæmur og sérstakur albanskur ríkisborgararéttur var lagður niðúr. Vinur Cianos, Franco Jacomini hershöfðingi, var skipað- ur hernaðarlegur landstjóri. Borgaralegur landstjóri var einnig skipaður og var sá Prasca greifi. Meðan á árásinni stóð höfðu Albanir béðið Breta um hjálp, en aðeins í stuttan tíma. Brezki sendiherrann í Tirana sagði í skeyti að atburðirnir væri „ekki í nokkru samræmi við virðingu fyr- ir sjálfstæði Albaníu." Einkaritari Halifax lávarðar ritaði í dagbók sína 7. apríl: „Orðrómur og fréttir um ítalska landgöngu í Albaníu. Crolla, ítalski sendifulltrúinn, kom til þess að hitta Halifax klukkan tólf með persónulegan boðskap frá Mussolini þar sem hann veitti formlega tryggingu fyrir því að lausn • ítalsk-albanska málsins færi fram með þeim hætti að það þyrfti ekki að kalla fram hættuástand í ensk-ítölskum samskiptum eða alþjóðamálum yfirleitt." Hann bætti við: „I sama mund fréttum við að ítölsk skip séu að skjóta á ströndina." Chamberlain forsætisráðherra hafði farið til Aberdeen til að vera þar um páskana og sá ekki ástæðu til að fara strax til London. I fjarveru hans stjórnaði Sir John Simon ráðherrafundi 8. apríl og það hafði ekki gerzt síðan í fyrri heimsstyrjöldinni að brezkir ráð- herrar væru kallaðir heim úr páskaleyfi til funda. I Róm gekk brezki sendiherrann Perth lávarður á fund Cianos 7. apríl vopnaður greinargerð og Ciano tjáði honum að staðið yrði við.ákvæði ensk-ítalska samnings- ins um óbreytt ástand á Miðjarð- arhafi. Eina mótbára Breta var sú, að „Adríahaf væri hluti af Mið- jarðarhafi og ítalir gætu ekki haldið því fram að Bretum kæmi málið ekki við.“ Þetta kom fram hjá Chamberlain sem gaf þá skýr- ingu því hvers vegna Bretar hefðu ekki orðið við beiðni Albana um hjálp að skýrslur þeirra og Itala um innrásina hefðu verið ósam- hljóða. Ciano ritaði í dagbók sina 7. apríl að „greinargerðin sem Perth lávarður skildi eftir hjá mér hefði getað verið samin í skrifstof- um okkar,, þremur dögum síðar bætti hann við: „Það er ljóst að mótmæli Breta eru fremur ætluð til innanlandsneyzlu en nokkurs annars.„ Stríðsótti Uppivöðslusemi ítala olli stórkostlegri gremju í Bretlandi. Margir töldu að hertaka Albaníu hefði æst almennig meir gegn Öxuveldununum en hernám Bæheims og Mæris. „Nú er nóg komið" sögðu brezku blöðin. Næst yrði að stöðva þau, „annars verða þau aldrei stöðvuð," sögðu þau. Augljóst var, að ekkert mátti út af bera til að styrjöld skylli á.“ Landvarnarráðherra Frakka, Maurice Gamelin hershöfðingi, skipaði franska heraflanum 8. apríl að vera við öllu búinn vegna upplýsinga um verulega liðsflutn- inga Þjóðverja á landamærunum. Franska landvarnarráðið kom til fundar á páskadag, 9. apríl, og þar var ákveðið að ef átök brytust út skyldi franski heraflinn einbeita sér að því að koma rothöggi á ítali. Þrálátur orðrómur var uppi um að bylting yrði gerð í Danzig og Pólverjar vöruðu við því að það myndi leiða til styrjaldar. Bretar og Frakkar höfðu ábyrgzt öryggi Póllands og Rúmeníu eftir innlim- un Bæheims og Mæris. Rússar neituðu að koma þessum löndum til hjálpar. Bretum og Frökkum var ekki alvara í því að ganga í hernaðarbandalag með Rússum. Sjá næstu síðu Útveggja steinn - milliveggjaplötur Margra áratuga reymla íframleiðdu útveggjasteins hefur reymt traustur grunnur fyrir framleiðslu á milliveggjaplötum, brotasteini og fleiri nýjungum. Möguleikarnir íhleðslu eru ótal margir og steinarnir fást i tveimur til fjórum þykktum. Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 inn í konungshöllina og fór þar með ránum og rupli og eins reyndi hann að ráðast á ítalska ræðis- manns bústaðinn." Geraldína drottning hafði alið sveinbarn aðeins tveimur dögum fyrir inn- rásina og í fylgd með konungsfjöl- skyldunni voru þrjár systur Zogs konungs. Þau komust yfir fjöllin til Grikklands og sluppu við naum- an leik í bifreið sem Ciano utan- ríkisráðherra hafði gefið þeim réttu ári áður í brúðkaupsgjöf. Einnig tókst að bjarga gullbirgð- um landsbankans. Ciano utanríkisráðherra flaug til Albaníu daginn sem árásin var gerð og staðhæft var að hann hefði stjórnað innrásinni úr flugvél sinni. Daginn eftii- fór hann í eftirlitsferð til Albaníu og lenti flugvél sinni í Tirana. Italska herliðið tók Koritza á grísku landamærunum 11. apríl og þar með var hertöku landsins lokið. Þann dag fór Mussolini til Tirana og ítaiski herinn hélt hátíðlega innreið sína í höfuðborgina. Mussolini fór þannig að dæmi Hitlers sem fylgdi hersveitum sínum til Tékkóslóvakíu og Memel. ÖRFILIVIU LESARAR Tækni framtiðarinnar.. hjá okkur í dag KJARAN HF skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.