Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Daginn sem heimsstyrjöldin skall á í Evrópu, 3. september 1939, birtist lítil frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: Islenzkur kristniboði í Hong Kong. Þar segir að séra Jóhann Hannesson og kona hans hafi dvalið við kínverskunám í Hong Kong frá því í júlíbyrjun. Birtur er kafli úr bréfi frá honum, þar sem hann segir að þau hjónin hafi verið að ljúka þriðja prófi í kínversku, 9 mánaða námi á þriðjungi þess tíma sem gert sé ráð fyrir að nemendur noti. Þeim líði vel en erfiðara virðist vera að komast inn á starfssvæði þeirra í Kína eftir því sem tíminn líði, þó sé það enn kleift. Hér þykknar í lofti með hverjum degi hvað sambúð þjóðanna snertir, „segir hann. „Nú fara fram viðræður milli Englendinga og Japana í Tókío, ómögulegt að vita hvaða árangur þær kunna að hafa.u P 39 Við kínverskunám í Hong Kong fyrir 40 árum réðust inn í Kína 1937, þótt stríði væri ekki opinberlega lýst yfir fyrr en í desember 1941. Það hófst með leifturárás og Japanir sóttu hratt fram til ársloka 1938. Höfðu þá lagt undir sig stóran hluta Kína, m.a. borgirnar Shanghai, Nanking og Kanton. En þá tók við þrátefli fram til 1944, þegar Japanir höfðu um annað að hugsa á Kyrrahafi og á heimavígstöðvum, sem endaði með uppgjöfinni 1945. — Eftir að Japanir höfðu tekið höfuðborgina, varð Chungkong höfuðborgin, útskýrir Astrid. Við þurfum að flýja frá Hunan-héraði í Mið-Kína til Chungkong á árinu 1944, því að Japanir höfðu þá tekið Hunan. Við urðum að flýja undan Japönum. Það er undarlegt að hugsa til þess, að við sem vorum kristniboðar, heýrðum aldrei kirkjuklukkur hringja til messu, þótt kirkjur væru á 12 stöðum í héraðinu. Klukknahljómurinn var Kínverskan virtist liggja til reiðu á tungunni í 30 ár Síðan eru 40 ár liðin og ýmislegt gerst í veröldinni, ekki síst í þeim heimshluta. En í vetur hélt Astrid, ekkja Jóhanns Hannessonar, sem lézt 1976, á fornar slóðir, til Hong Kong. — Við Jóhann höfðum alltaf hugsað okkur að fara þangað og sjá aftur þessa staði, sagði hún, þegar blaðamaður Mbl. heimsótti hana á heimili hennar við Norður- brún. Nú hélt Astrid þangað ein, í fylgd með systur sinni frá Noregi, án þess að láta nokkurn í Hong Kong vita að þær væru að koma. Kínverskunni sinni hafði hún ekki gleymt. — Það var stórkostlegt, sagði hún. Það var eins og andinn kæmi yfir mig. Um leið og ég var komin á flugvöllinn í Hong Kong og heyrði kínverskuna í kringum mig, þá kom málið fram rétt eins og það hefði legið þarna tilbúið til nota allan tímann. Reykelsisilmurinn í stofunni og austurlenskir smámunir hér og þar gerðu okkur auðveldara að leiða hugann austur til Hong Kong og Kína, og þeirra daga, sem nefndir voru í upphafi, haustsins 1939. Þau Jóhann og Astrid dvöldust í Hong Kong í eitt ár við málanám og undirbúning fyrir trúboðsstarfið. — Og 9. maí árið eftir, daginn sem Þjóðverjar hernámu Noreg, vorum við ferðbúin, segir Astrid, sem er norsk að uppruna. StyrjaMar- ástand öll árin Þau stigu um borð í skip, sem var á leið til Shanghai. — Við vissum að erfitt yrði að vera í Kína á þeim tíma. En við vorum barn- laus þá og hikuðum ekkert við það, segir Astrid. — Öll árin, sem við vorum í Kína, var þar styrjaldar- ástand. þegar við komum þangað 1940 var stríðið við Japani í algleymingi og þegar við fórum austan að 1948 var komin borgara- styrjöld í Kína. Rétt er að rifja upp, að Japanir / garðinum framan við hús lúterska prestaskólans f Hong Kong. Lengst tii vinstri er sálmaskáldið og rektor skólans Ludvig Reichild, og lengst tii hægri Jóhann Hannesson, sem tók þar við af honum. eingöngu notaður sem aðvörunar- merki, þegar japönsku flugvélarn- ar komu. Fyrst þegar þeirra hafði orðið vart, klingdu klukkurnar strjált, en svo sífellt hraðar, og loks ótt og títt eftir að flugvélarn- ar komu yfir. — Jú, það var oft erfitt, segir Astrid. En við Jóhann höfum aldrei talað mikið um það síðan. Það er svo erfitt að segja fólki, sem ekki hefur þekkt það sjálft, frá svo miklum erfiðleikum. Það getur ekki skilið það eða trúað, sem von er. En við vorum alltaf meira og minna á flótta. Járn- brautirnar var ekki hægt að nota, því að þær voru sprengdar upp. Fyrir utan það að ganga eða fá burðarstól þegar heitast var, var helst að ferðast með smábátum, sem dregnir voru með fljóts- bökkunum. Eða komast aftan á trukk, sem ók eftir slóðum, sem áttu að heita vegir. En það var mikið um ræningja í fjöllunum. Kristniboðarnir voru á tímabili mjög hræddir um börnin sín fyrir þeim. Lítilli stúlku var til dæmis rænt frá trúboðsstöð og krafist lausnargjalds. Foreldrarnir höfðu það ekki haldbært, en lofuðu að útvega það, en fengu á bara senda hönd litlu stúlkunnar. — Kínverjar áttu mjög erfitt í stríðinu við Japani, segir Astrid ennfremur. Maður rakst oft á hersveitir, sem voru mjög illa haldnar. Þær höfðu engar vistir og reyttu gras sér til matar. Einnig kom fyrir að lík hermanna sæjust við veginn. Mikil blóðkreppusótt var, kólera og aðrir smitsjúk- dómar, svo maður varð alltaf að vera að verði gegn farsóttum. En svo lagaðist þetta eftir árásina á Pearl Harobur, er Bandaríkja- menn fóru í stríð við Japani. Þá fór að draga af þeim í Kína. Deginum sem Japanir gáfust upp gleymi ég aldrei. Þá lýstu ljósa- skilti með V-i upp himininn og krakkarnir dönsuðu og börðu potta Viðtal við Astrid S. Hannesson Astrid S. Hannesson. Á hiilunni má sjá kínverska bjöllu, eina af þeim sem mikið voru notaðar f hofhliðina á þeim tíma sem Astrid var íKína. Ljósm. Emilfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.