Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Þegar íbúar Reykjavlkiir voru 16154 og upplag Morgunblaðsins um 1500 eintök Eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Hundaskattur og gervitennur Síðasta sumarþingið var 1919 og starfaði frá 1. júlí — 27. septem- ber. Þá var við stjórn ráðuneyti Jóns Magnússonar og með honum þeir nafnarnir Jónsson og Eggerz. Á þingi sátu þá fjörutíu þingmenn og voru þeir fulltrúar þriggja flokka, Heimastjórnarmanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, en einnig voru nokkrir sem kölluðu sig óhuða. Þingmenn fengu þá greidda dagpeninga og nokkuð misjafna og hefur sjálfsagt m.a. ráðizt af búsetu og þeim útgjöld- um sem þeir hafa þurft að leggja út fyrir. Hæsta dagpeninga fyrir þetta sumarþing hafði Þorsteinn Jónsson 2. þingmaður N-Múla- sýslu, 2128,16, en dagpeningar flestra eru á bilinu 1100—2000 krónur að sögn Friðjóns Sigurðs- sonar, skrifstofustjóra Alþingis sem fletti því upp fyrir mig hvað nokkrir þingmanna hefðu haft í tekjur. Nefna má til dæmis að Eggert Pálsson þingmaður Rang- æinga hafði 1952 kr. og Benedikt Sveinsson, þingamaður Reykvík- inga 1278,40. Það vekur athygli hversu skilmerkilega blaðið segir frá störfum þingsins. Getið er allra mála sem þar virðast rædd og fer tími þingmanna bersýnilega eins og bæði fyrr og síðar, í umræður um mismunandi mikil- væg mál. T.d. gerir einn þing- manna verulegt veður út af því hugsjónamáli að knýja fram breytingar á hundaskattslögum. Svo eru rædd frumvörp um laun embættismanna, landhelgisgæzlu, atvinnumál og ótal margt sem til heilla skal horfa. Ymis erindi eru send þingi, athyglisverð aflestrar: Axel Thorsteinsson fer þess á leit „að Alþingi veiti sér lið í þeirri sókn sinni að ná í mentun þá er hann þarfnist og þroska þann er henni fylgir “ og biður um 2800— 3000 kr. styrk í því skyni. Jón Á. Guðmundsson ostagerð- armaður sækir um 3000 króna utanfararstyrk til að kynna sér ostagerð og ostamarkað. og „Jó- hannes Erlendsson sækir um styrk til að fá sér nýjar tennur og til aö koma sér á framfæri í sönglist og kveðst ekki geta fariö fram á minna en Ijögur þúsund krónur." Það er ekki ný bóla að fjárhag- urinn sé bágborinn og í fjárlaga- ræðu ráðherra sem flutt er á fundi neð'i deildar 9. júlí segir hann að út _iöld hafi farið mjög fram úr iun árið áður og fjárlaga- nvarp það, sem hann leggur í'yrir þetta sumarþing gerir ráð fyrir tekjuhalla, að upphæð um 250 þúsund krónur. Varar ráð- herra við því að upphæðin kynni meira að segja að hækka enn. SUMÁR fyrir sextíu árum er ekki ýkja langt að baki á mælikvarða eilífðarinnar, en sextíu ár eru þó drjúgur hluti mannsævi og á þessu timabili hafa framfarir í öllu tilliti í uppbyggingu nýs þjóðfélags hér á landi orðið hraðari og örari en nokkru sinni. Sumarið 1919 hafði Morgunblaðið komið út í sex ár, hafði áunnið sér fastan sess í bæjarlífinu, og það lagði sig fram um að greina skilmerkilega frá atburðum líðandi stundar. Þar er líka að finna frá þessum árum framsýnislegar áætlanir sem menn hafa verið með á prjónunum og dagbók Mbl. frá þessum tíma er ekki sízt sérsta*) og merk heimild um bæjarbraginn. Þar eru gefnar upplýsingar í örstuttu máli og á persónulegan hátt um nánast allt milli himins og jarðar: skipakomur og giftingar, tilkynningar um embættis- menn á ferð í bænum, sagt frá því er fólk fær leyfi til að taka sér ættarnöfn, fjallað um síldarafla og lýst hversu margir hafi flaggað í bænum í tilefni silfurbrúðkaups biskupshjónanna. Þótt fólk af yngstu kynslóðinni geri því kannski skóna að mannlíf í denn tíð hafi verið bæði dauft og viðburðalítið verður þó annað ráðið af því að skyggnast um á síðum Mbl. þessa sumartíð. Þá störfuðu af kappi bæði Gamla bíó og Nýja bíó og höfðu reglulegar kvikmyndasýningar. Menningaratburðir merkir gerð- ust og þetta sumar: Pétur Jónsson óperusöngvari brá sér heim og troðfyllti Bárubúð kvöld eftir kvöld við fagnaðarlæti áheyrenda, Jóhannes Kjarval hélt sýningu og fríður flokkur danskra leikara kom til að kvikmynda Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunn- arsson. Sumar- tíð fyrir sextíu árum Hugmyndimar vöknuðu um lagningu jámbrauta og gerð skipaskurðar — flugvélaöldin var í nánd — Pétur Jónsson fyllti Bárubúð af söng og fólki kvöld eftir kvöld — Kjarval hélt sýningu og flaggað var í bænum þegar biskups- hjtinin áttu sikurbrúðkaup Péfur Jónsson kotninn fteint. pcir voru margir, íarþegaruir |mcð „lslandi“. scm komu hingað . jfmrkvöldi. l’cgar skipið rcuili aS FlaiHli var krökt af fólki incði á cfra log neðra,'jiilfari, sjáll^agt hátt á miað hundrað maints. ri; K11 í livöir- flugárás gcrð á borgiua. Lcikhús-I stjórinn þorði ckki aimað en stöðval sýninguna í miðjum iiðrum þœttil og henni var ckki haldið áfram þaðj kvcldið. Að öðru lcyti hefir altj gengið vel. Bg kom að leikhúsinu „ftir .loseph Mann, scm var í m.iög ] Hugmynd um skipaskurð í júlíbyrjun höfðu eigendaskipti orðið á Morgunblaðinu. Árni Ola sem hafði verið blaðamaður frá upphafi segir í bók sinni „Erill og ferill blaðamanns" að hið nýja félag hafi hugsað sér að gera blaðið pólitískara, og auka mjög fréttaþjónustu þess og fjölbreytni. Var það nú 4 síður í mjög stóru broti. Vilhjálmur Finsen var áfram ritstjóri og var nú einn, því að Ólafur Björnsson var nýlátinn. Skúli Skúlason var og ráðinn í blaðamennsku og Jón Björnsson skáld hafði um hríð skrifað í blaðið. Upplag var um 1400—1500 ein- tök og kostaði það 1 krónu í áskrift á mánuði og tímalaun verkamanns var þá 97 aurar. Sími blaðsins var 500, en þá voru í ReykjavíV samtals um 280 símanúmer. Þótt alþingi og dagbók taki rúm í blaðinu og auglýsingar séu all- rúmfrekar er einnig ýmiss konar gagnmerkt efni annað og mjög fjallað um það sem til framfara geti orðið. Góð skil eru gerð miklum tíðind- um því að 12. júlí segir: „Það hlýtur að verða uppi fótur og fit í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þá sjá Reykvíkingar í fyrsta skipti töfraverk tuttugustu aldarinnar, flugvélina, svífa yfir höfði sér ...“ Þá hafði „Flugfélag íslands" verið stofnað fyrir nokkru og var markmið þess að gera tilraunir með að reka hér farþega- flug. Formaður þessa félags var Garðar Gíslason stórkaupmaður og ritari Halldór Jónasson frá Eiðum. Mbl. segir frá því að Cecil nokkur Faber kemur til íslands að kynnast staðháttum og leggja á ráðin um, hverjar tegundir véla muni reynast hentugastar og hver FlugferBir í íslandi. FlugmaOur i l6iðinnl hlngaO maO flugvélar? Loftskeyti frá Loudon, 10. júlí. Sú fregn hefir borist hingað frá I Kaupmannahöfn, að á íslandi sé Istofnað félag, sem œtli að koma á reglubundnum flugferðum milli jýmsra kaupstaða innanlands, og |eins flugferðum milli íslands og út- llanda. Kapteinn Cecil Faber er á leið til [íslands með flugvélar og með hon- |um er vélfræðingur (mekaniker). Aðalstöð Loftsiglinganna verður í |fteykjavík. Morgunblaðið hefir att tai um Iþetta við - einn af stjórnendum Ip’lugfélagsins hérna og spurt hann Ihvað lucft væri í þessari frcgn. Illann kvað það fjarri sanui, að |hugsað væri til flugferða milli ís llands og útlanda að svo komnu og leigi mundi heldur teknar upp reglu |bundnar ferðir milli kaupstaða inn lanlands. Flugfélagið hérna hefði gert |samning um það við „Det danske |Luftfartsselskab“ að það sendi Ihingað mann til þess að sýna flug. lDanska flugfélagið ætlaði svo að stnda Cceil Faber hingað í þeim til- I gangi, en hann sé enn eigi lagður á stað, en komi með „lslandi“ næst [ Dg ]>á með eina flugvél, en ekki ] fleiri. „lsland“ á að far® umhverfis land og ætlar Faber á leiðinni að athuga lendingarstaði á Seyðisfirði j og á Akureyri, ef ske kynni að hann | flygi þangað seiuna í.sumar, en alt I sé það óráðið eun. Flugfélagið hefir símað á báða staðina og beðið að I taka á móti honum og sýna honum þá lendingarstaði er helzt þykja til- tækilegir. Lítist Faber þeir nothæf- ir mun hann ef til vill fljuga | þangað. Það er búist við því að flugvélin, scin hann kemur með, verði ekki j nema fyrir tvo, flugmann og vela- mann, og fá ísleudingar þá ekki að j fljúga á þessu sumri. En tilgangur- inn er líka sá, að sína hér flug og | vekja með því áhuga manna fyrir því að fá hingað þessi nýju sam- göngutæki, sem nú eru að leggja allan heiminn undir sig. Cecil Faber er sonur Fabers yfir- konsúls sem var í London. ________a-áll ilistarinnar. Sagt frá flugferðum á í.slandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.