Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 „Nú er nóg komið," sögðu brezku blöðin... eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Mussolini og tengdasonur hans, utanríkisráðherran Galeazzo Ci- ano greifi, höfðu ráðgert innlimun Albaníu síðan í júní 1938 „um leið og aðstæður leyfðu." Innrás í Albaníu var sérstakt hugðarefni Cianos sem átti frumkvæðið að undirbúningi hennar og tilraunum til að treysta tengsl Itala við Júgóslava og Ungverja, allt til þess að vega upp á móti útþenslu Þjóðverja. Öxulsamningurinn frá 1936, sem bandalag ítala og Þjóð- verja grundvallaðist á, byggðist á þeim skilningi, sem Hitler ýtti undir, að Þýzkaland þendist út í Mið- og Austur Evrópu, en ítalía á Miðjarðarhafi. Mussolini taldi víst, þar til það var orðið um seinan, að samningar, sem ítalir gerðu við Austurríkismenn og Ungverja, og samningur, sem Ital- ir gerðu seinna við Júgóslava, gætu myndað mótvægi gegn út- þenslustefnu Þjóðverja. Mussolini hafði gert Öxulsamn- inginn við Hitler vegna deilumála ítala og Vesturveldanna út af stríðinu í Eþíópíu og þar sem hann taldi að borgarastríð á Spáni væri prófsteinn baráttunnar gegn kommúnistum. Stofnun bandalags Öxulveldanna varð þó til þess að Hitler gat verið öruggur um af- stöðu Mussolinis og samskipti ítala við Breta og Frakka hríð- versnuðu vegna íhlutunar ítala á Spáni og vopnaskaks þeirra á Miðjarðarhafi, þar sem þeir gerðu sífellt kröfur til aukinna áhrifa. Þótt deilan sem hófst um Aust- urríki í janúar 1938 kæmi ítölum í opna skjöldu, hreyfði Mussolini engum mótbárum gegn innrás Þjóðverja í landið í marz. Innlim- un Austurríkis varð þó til þess að ítalir sáu fram á vaxandi þrýsting Þjóðverja á landamærunum, og töldu að þeir ættu ekki annarra kosta völ en að sýna Vesturveldun- um fullan fjandskap. Þó taldi Mussolini að hann gæti miðlað málum milli Þjóðverja og Vestur- veldanna í deilunni út af Tékkó- slóvakíu, sem leiddi til samnings- ins í Múnchen í september. Ráðstefnan í Míinchen treysti að dómi Mussolinis það hlutverk ítala að varðveita valdajafnvægi í Evrópu, en raunar stórefldi ráð- stefnan áhrifamátt Þjóðverja og leiddi í ljós að Bretar og Frakkar voru ekki líklegir til að hefta frekari framrás Þjóðverja. Kröfur Mussolinis til franskra yfirráða- svæða — Túnis, Djibouti, Nizza, Savoy og Korsíku — og tilraunir hans til að róa undir arabíska þjóðernishyggju á kostnað Breta urðu hins vegar til þess, að hann fór smátt og smátt að sætta sig við þá hugmynd, að það væri óumflýj- anlegt að ítalir færu í stríð gegn Vesturveldunum. Þegar Hitler bauð Mussolini í hernaðarbanda- lag eftir ráðstefnuna taldi Musso- lini að um fátt annað væri að ræða en að taka boðinu og reyna með einh\er ji i tótí að haltla aftur af Þjóðverjuni. ar sem Vestur- veldin virtust tkk vera fús til að reyna það. En áður en ítalir gengju í formlegt hernaðarbanda- lág með Þjóðverjum vildu ítalir reyna að fyrirbyggja framrás Þjóðverja á Balkanskaga og tryggja hernaðarlega nærveru ítala þar. Hjálendan Athygli ítala beindist því meir og meir að Albaníu og Júgóslavíu eftir ráðstefnuna í Miinchen. PASKA RASIN Hitler skýrði aldrei Mussolini frá fyrirætlunum sínum fyrr en þær voru orðnar að veruleika og brá ekki út af þeirri venju þegar hann innlimaði Bæheim og Mæri 15. marz 1939. Mussolini fylltist öfundsýki og heift og ákvað að fara að dæmi Hitlers og framkvæma áform um að hertaka Albaníu. Hann vildi ekki vera minni maður en Hitler: hann vildi leggja áherzlu á hagsmuni ítala austan Adríahafs og hafa taumhald á Hitler til þess að geta leikið hlutverk sáttasemjara í Evrópu. En Mussolini var „fangi stefnu sinnar" og „því meir sem hann reyndi að líkja eftir Foringjanum, því háðari honum varð hann." Albanía var ítalskt verndarríki samkvæmt samningnum í Tirana 1926 og varnarsamningi, sem var gerður einu ári síðar. Sjálfstæði landsins var ekki annað en nafnið tómt og innlimun þess yrði nánast formsatriði. En frá því 1931 hafði Zog, konungur Albaníu, reynt að takmarka áhrif ítala í landinu og verið þeim óþægur ljár í þúfu þegar þeir voru uppteknir við styrjöldina í Eþíópíu og borgara- stríðið á Spáni. Zog hafði upphaf- lega verið á bandi Júgóslava, sem studdu hann til valda og höfðu ágirnzt norðurhluta Albaníu. Kon- ungurinn taldi hættuminna sjálf- stæði landsins að treysta á aðstoð ítala og hallaði sér að þeim, en á skömmum tíma náðu ítalir alger- um undirtökum í stjórn landsins. ítalir lánuðu Zog konungi stórfé til að koma til leiðar ýmsum umbótum, sem runnu út í sandinn. Fjölmargir ítalir voru sendir til landsins, og urðu stöðugt óvin- P^1Q Hitler, Mussolini og hertaka Albaníu sælli. Fjárhagserfiðleikar landsins jukust. Zog konungur og stjórn hans urðu stöðugt háðari ítölum, óvinsældir konungs og stjórnar jukust að sama skapi og mis- heppnuð uppreisn var gerð 1935. Zog reyndi að spyrna við fótum. ítalir hótuðu að hætta fjáraustri sínum og þá reyndi Zog að vingast við Júgóslava. Þá var það orðið um seinan: hann hafði ofurselt landið ítölum og var orðinn leiksoppur Mussolinis. Konungur var neyddur til að setja albanska herinn undir raunverulegt eftirlit ítala sam- kvæmt vináttusamningi, sem var gerður 1936. í marz það ár voru gerðir samningar um fjármál, viðskipti og efnahagsmál milli landanna og ítalir fengu raun- verulegan einkarétt á allri utan- ríkisverzlun Albana 1938. ítalir héldu áfram peninga- greiðslum sínum til Zogs um sinn af því aðstaða þeirra í Albaníu byggðist á honum, en Mussolini vildi binda enda á þennan „gaman- leik." Hann sagði konu sinni að hann hefði þráfaldlega „aðvarað" Zog konung, en allt komið fyrir ekki. „Ég vildi hafa Zog konung fyrir einlægan og traustan banda- mann svo að Albanía gæti orðið virki gegn bolsévismanum handan Adríahafsins," sagði Mussolini. Að lokum kvaðst Mussolini hafa fallizt á áform Ciano greifa um innlimun Albaníu vegna undirferl- is Zogs konungs, sem þiggur fé frá ítölum um leið og hann daðrar við Belgrad og Moskvu." Sundurlimun Mussolini hafði meiri ágirnd á Júgóslavíu. Hann vann að því að lima landið í sundur „með pólitísk- um ráðum ef mögulegt væri, með hervaldi ef tækifæri gæfist" til að ná fram þeim kröfum sem ítalir færðu árangurslaust fram í fyrri heimsstyrjöldinni til Dalmatíu og annarra hluta landsins. I augum Mussolinis var Júgóslavía „franskt leppríki" til þess ætlað að halda ítölum í skefjum og „dæmigert Versala-afkvæmi". Verkfæri hans til að splundra Júgóslavíu var Ustase-hreyfing hryðjuverka- manna undir forystu Ante Pavelics, sem réðu Alexander kon- ung af dögum í Marseilles 1934 að undirlagi hans, og hann reyndi einnig að nota Króatísku sjálf- stjórnarhreyfinguna undir forystu lýðræðissinnans Vladko Maceks. En Mussolini sá 1937 eftir her- væðingu Rínarhéraðanna og hæg- fara upplausn Balkanbandalagsins að undirróðursstefna hans gegn Júgóslavíu gat orðið til þess að stjórn landsins einangraðist og hallaði sér að Þjóðverjum. Hann færði því samskiptin við Júgó- slavíu í eðlilegt horf „í von um að gera það að ítölsku leppríki og til þess að Hitler næði ekki tökum á því." Honum tókst að tryggja þægilega samvinnu í þessu skyni við hálfgerða fasistastjórn Milan Stoyadinovics, sem var „þess albú- inn að leika það hlutverk sem Mussolini ætlaði honum." I marz 1937 lagði Stoyadinovic ótvírætt blessun sína yfir drottn- unaraðstöðu ítala í Albaníu þegar Italir og Júgóslavar jgerðu með sér ítarlegan samning. I framhaldi af þessari samningagerð fór Ciano greifi til Tirana í apríl 1937 og við það tækifæri ítrekaði albanski utanríkisráðherrann, Libohova, „órjúfanlega tryggð" Albana við bandalagið við ítali. I einni af þremur bokunum, sem voru undirritaðar en ekki birtar um leið og viðamikill samningur ítala og Júgóslava 26. marz 1937, féllust ítalir og Júgóslavar á að viðhalda óbreyttu ástandi í Albaníu. Mikilvægi samningsins fólst þó helzt í þeirri yfirlýsingu Stoyadinovics við Ciano greifa að „Öxullinn Róm — Berlín mundi verja Júgóslavíu gegn kommúnist- um, en samningurinn við ítalíu mundi verja landið gegn Þýzka- landi." Síðan lögðu ítalir kapp á að tryggja liðveizlu Ungverja og Rúmena með stuðningi Júgóslava þótt þær umleitanir virtust skipta litlu máli. Þjóðverjar náðu efna- hagslegri forystu í Dónárlöndun- um og á Balkanskaga á árinu 1936 og fyrri forysta Itala í þessum löndum varð að þjóðsögu með innlimun Austurríkis og sundur- limun Tékkóslóvakíu. Þjóðverjar vildu fyrst og fremst tryggja hráefni frá þessum löndum, eink- um Júgóslavíu. Sambúð ítala við þessar þjóðir varð þó nánari og sérstaklega varð sambandið við Júgóslava vinsamlegra 1938 meðan stóð á deilunum um Tékkó- slóvakíu. Deilan um Tékkóslóvakíu fyllti ítali ugg út af ofurmætti Þjóð- verja gagnvart nágrönnum þeirra, en vakti jafnframt með þeim vonir um að þeir gætu fundið leiðir til að sniðganga Hitler og fara í kring- um hann. ítalir ætluðu að veita viðnám á Balkanskaga. Þegar Ciano fór tl Albaníu vorið 1938 til að vera viðstaddur brúðkaup Zogs kon- ungs og Geraldínu drottningar gramdist honum að konungurinn vildi í öllu apa eftir nýjustu tízku frá Vín og að nýja drottningin væri óvinveitt ítölum þótt hún væri ungversk. Honum sárnaði að fallegustu brúðkaupsgjafirnar voru frá Hitler. Óþreytandi starf þýzka sendiherrans í Tirana fór ekki fram hjá honum. „Við ættum ekki að gleyma því, að Madjarar hafa oft verið framverðir þýzkra áhrifa," sagði Ciano. Mótvægi Ciano lagði síðan til í skýrslu til Mussolinis að ítalir ítrekuðu ítök sín í Albaníu „hugsanlega þannig að þau verði óvefengjanleg og alger." Hann sagði að með þessu móti mætti mynda mótvægi á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.