Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 tengdar landbúnaðinum að hvor- ugt geti án hins verið. Sé nú nauðsynlegt að leggja járnbrautir um landið þvert og endilangt í landbúnaðarins þágu og í öllum þessum málum verði að hefjast upp ný stefna. Pétur kraft- söngvari í Bárubúð í byrjun júlí er gengi dollara 4.32 kr og 100 þýzk mörk eru 30.85 kr. sterlingspundið stendur í 19.57 og sænska krónan samsvarar 1.10. Þessa daga er verið að sýna í Nýja Bíói, „sérlega skemmtilegan ást- arsjónleik í 4 þáttum, tekinn af Trianglefélaginu og útbúinn af snillingnum Griffith." Myndin heitir „Hvor er það“ og ameríska kvennagullið Douglas Fairbanks fer með aðalhlutverkið. „Yfir myndinni allri er svo léttur og skemmtilegur blær að sönn ánægja er á að horfa.“ Ekki er síður fýsilegt það sem Gamla Bíó býður upp á „sjónleik í 3 þáttum, Járnbrautarslys í jarðgöngunum, eftir J. Gerstenberg Möller. Þessi sjónleikur fjallar um ungan lækni, sem á skemmtiferð hittir ókunnan undarlegan mann og eftir hræði- legt járnbrautarslys lendir í mikl- um æfintýrum, sem áhorfenduc munu verða hrifnir af.“ Af öllu má líka marka að áhugi fer um þessar mundir mjög vax- andi á kvikmyndagerð. Um mán- aðamótin júlí-ágúst þyrpist hingað sægur þekktra danskra leikara að vinna við að taka myndina „Saga BorgarættaHnnar" og þótti mönn- um mikið til um það og fylgzt er með gaumgæfilega og oft sagt frá því í dagbók hvar leikarahópurinn sé nú á vegi staddur. Einnig er þess getið að höfundur, Gunnar Gunnarsson, sem kom með til íslands, gæti þess vandlega að sem gleggst sé fylgt sögunni, svo að allt verði nú í lagi. Um þessar mundir er skrifað um það hve allri tækni við kvikmynda- gerð fleygi feiknamikið fram og að myndir sem fyrir fimmtán árum hefðu þótt harla góðar séu naum- ast boðlegar lengur. Framan af hafi verið meginmálið að myndirn- ar vektu hlátur, en nú sé farið að gera strangari listrænar kröfur. Vikið er að stofnun félags áhuga- manna um íslenzka kvikmynda- gerð og í nefnd sem vinna á að því sitja m.a. Matthías fornminja- Fyrsta flugvélin. vörður Þórðarson, Jakob Möller, Jens Waage og fleiri mætir borg- arar. í hugleiðingu um kvikmyndir og framtíð þeirra á Islandi er spáð að innan tíðar verði farið að kvikmynda vel flestar Islendinga- sögur og þykir sjálfsagt að stefna að því. Einna hæst ber þó í menning- unni þessa tvo mánuði komu Péturs söngvara Jónssonar og Idu konu hans. Kvöld eftir kvöld fyllir Pétur Bárubúð við feiknalegan fögnuð og aðdáun áheyrenda og Mbl. birtir viðtal við Pétur um það bil er hann stígur á land úr Botníu og fregnar af afrekum hans úti í hinum stóra heimi. Aðspurður um hlutverk sem hann hafi verið að syngja upp á síðkastið segir hann: „Eg hef sungiö margt og haft mjög mikið að gera. Aðallega hefur það verið Wagner, sem ég hef sungið, en einnig í óperum eftir Verdi, t.d. Rigoletto og Aida, Carmen Bizet’s Vilhjálmur Finsen ritstjóri Auglýsingar voru stundum á forsíðu o.fl. o.fl. I óperunni „Sonnen- flammen“ sem er alveg nýr söng- leikur eftir Siegfried Wagner söng ég aðalhlutverkið. Var mikið vand- að til sýningarinnar. Eg hef líka sungið dálítið í öðrum leikhúsum, þar á meðal í Stuttgart og held ég að fólkið hafi verið vel ánægt.“ „Pétur fer ósköp hægt í sakirn- ar, þegar hann er að tala um sjálfan sig,“ segir blm. snortinn af hógværð söngvarans. „Þegar hann segir að „það hafi gengið vel“ eða að fólkið hafi verið „vel ánægt“ þýðir það að fólkið hafi sleppt sér af hrifningu og að Pétur hafi uppfylt kröfur allra vandlátustu gagnrýnenda. Blöðin sem hafa getið Péturs bera það ljóslega með sér.“ Á öllum þessum hljómleikum lék undir Páll Isólfsson og er farið um hann fögrum orðum og lof- samlega. Ekki verður látið hjá líða að minnast á annan menningar- viðburð þar sem er sýning Jóhann- esar Kjarvals í húsi KFUM. Mbl. hvetur lesendur til að láta ekki þetta fram hjá sér fara. í blaðinu 27. ágúst segir: „Kjarval málar íslenzka náttúru nokkuð á annan veg en aðrir málarar vorir og er óvíst að allar myndir hans falli mönnum í geð. En því má ekki gleyma að málarinn er ekki ljós- myndari, mark hans er ekki alltaf að sýna náttúruna nákvæmlega eins og hún er. Lífið er yrkisefni skáldsins og á sama hátt er náttúran yrkisefni landslagsmál- arans — báðir krefjast nokkurs frjálsræðis um meðferð yrkisefnis ... Kjarval ætlar sköpunargáfu sinni meira svigrúm en hinir, gengur skrefi lengra en þeir í því að skapa af anda sínum, lætur náttúruna frjóvga hugmyndalíf sitt, en varast að láta hana kúga það. Allir sem unna djörfum dráttum og ljúfum litum eiga að sjá sýningu Kjarvals." íðilsnjallar athugasemdir blaðamanns ' Athugasemdir blaðamanna frá eigin brjósti eru á stundum íð- ilsnjallar. í dagbók 18. júlí segir: „Fátækur og sjúkur maður Eyjólf- ur Kráksson að nafni sótti til bæjarstjórnar um eftirgjöf á 40 króna útsvari sem lagt hafði verið á hann. Bæjarstjórn samþykti á fundi í gær að lækka útsvarið niður — í 5 krónur!! Það var rausnarlega gert.“ Önnur bráðgóð frétt af slíku tagi er 26. júlí undir fyrirsögninni: „Eignalaus konungur” Þær fréttir bárust frá Sviss að Konstantín sem var fyrrum kon'- ungur Grikkja sé í mjög mikilli fjárþröng. Meðan Vilhjálmur Þýzkalandskeisari, mágur hans, hélt tigninni, lagði hann honum fé til lífsviðurværis, en nú er fokið í það skjól. Hefir Konstantín orðið að selja dýrgripi sína og drottn- ingar en buddan er orðin tóm jafn harðan og að öðru leyti hefir hann lifað á lánum. Gerir hann sér nú mikið far um að ná vinfengi grísku stjórnarinnar á ný og eru fjár- hagsvandræði hans talin aðal- ástæðan til þess. Hvers vegna fer hann ekki í síld eða kaupavinnu og Sagt frá komu dönsku leikaranna í ágústbyrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.