Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Kapellan í prestaskólanum á Dau Fung Shan-fjallinu þar sem vindurinn blæs. ÞangaÖ kom Astrid nú eftir 30 ár. Kínverskan virtist liggjatilreiðuá tungunni í 30 ár má sjá það, sem er svo sér- kennandi fyrir Kínverja, bambus- stengur er standa út frá svölunum með þvotti á. Þeir eru svo ákaflega hreinlegir, alltaf að þvo. Raunar er ákaflega hreinlegt í þessari borg. Aldrei bréfsneplar á götunum, engin óhreinindi og fólkið vel til fara. — Þetta eðlislæga hreinlæti, sem er miklu meira en okkar, virðist fylgja Austur-Asíuþjóðun- um. Er ekki þetta eins f Kina? — Jú, hreinlæti er þjóðarein- kenni á Kínverjum, svarar Astrid. Og mér þótti svo gaman að sjá hve öllu er vel við haldið, þrátt fyrir erfiðleikana, sem þetta fólk á við að búa. Nú opnað fyrir Kóka kóla — svo fyrir Jesú — Þú hefur ekki farið inn í Kína núna? Hittirðu einhverja, sem höfðu verið á þeim slóðum, þar sem þið voruð? — Kristniboð hefur ekki verið leyft í Kína síðan við vorum þar. Það er fyrst nú, að Jesúítar fá að koma inn í landið. Það gerir breytt viðhorf til Bandaríkjamanna. Nú er fyrst opnað fyrir Kóka kóla, svo Hér tyllir Astrid sér á kfnverska, útskorna kistu, sem þau hjónin höfðu með sér trá Kína. eftir ELÍNU PALMADOTTUR fyrir Jesú, segir Astrid og brosir. — Ég fór bara upp að landa- mærunum núna, hélt hún áfram. Þaðan getur maður séð varðturn- ana hinum megin við fljótið. Þar hafa margir flóttamenn reynt að synda yfir, en drukknað eða verið skotnir. En þarna hafa menn líka synt yfir, eftir að hafa þjálfað sig í kafs>’*’'í:, keypt biblíur og synt til Unca með þær í plastumbúðum. Sumir fóru margar ferðir. Þetta kalla ég raunverulegt kristniboð — að vera reiðubúinn til að láta fyrir það lífið. Og það sýnir manni, að kristin kirkja lifir enn neðanjarðar, þótt ekki sé hún leyfð. Dóttir prestsins okkar í Huna giftist til Ameríku, þar sem hún hefur búið síðan. Hún fékk nú vegabréfsáritun og leyfi til að fara á sínar heimaslóðir, og hitta fólkið sitt. Hún hafði komist til Sinhava. Var fyrsti ferðamaðurinn sem þangað kom, og hitti þar móður sína. En faðirinn hafði látist nýlega. Gamli presturinn hafði ekki haldið guðsþjónustur síðan enda kirkjur rifnar eða notaðar sem vörugeymslur. Hann fékk aldrei neitt starf, en synir hans sáu um þau gömlu hjónin. Fjöl- skylduböndin eru svo sterk í Kína. Kínverjar hafa þá eldri í heiðri. Það er svo ríkt í þeim, að ég hefi ekki trú á að það hafi breyst. En ef fólk játar kristna trú, þá fær það ekki vinnu. Og því þegja menn og láta það ekki uppi. En það mun vera misjafnt eftir fylkjum, hve þetta fólk á erfitt uppdráttar. Sumir fylkisstjórar eru umburðar- lyndari en aðrir. Ég hafði spurnir af kristnu fólki í Shanghai, sem kemur saman á heimilum eða úti í skógi. Það verður að hvísla bænir sínar og hvísla sálmana. En kannski þetta fari nú líka að breytast í Kína. — Langar þig til að koma sjálf á fornar slóðir og sjá hvað heíur breyst? — Já, ég vildi gjarnan komast til Hunanhéraðs. Nú mun vera að verða miklu auðveldara að ferðast til Kína. Meira að segja hægt að fara með Globetrotterferðum hefi ég heyrt. Ég frétti að húsið sem við bjuggum í sé þarna ennþá. Spítali trúboðsstöðvarinnar er þar líka, en búið að byggja við hann, og svefnskálarnir eru notaðir fyrir skrifstofur. En garðurinn mun nú allur hellulagður og ekki grænt strá þar. Ég er orðin gömul og það er dýrt að ferðast svo langt, en gaman væri að fá að tala kín- versku aftur. — Er það ekki erfitt mál fyrir útlendinga? — Jú, það er erfitt að læra kínversku. Líklega situr hún svona föst í manni, af því að svo mikið var fyrir henni haft. Til að ná henni verður maður að vera svo- lítið músikalskur, því tónfallið skiptir svo miklu máli. Sama orðið hefur mismunandi merkingu eftir því hvaða tónhæð er notuð. Talið berst að kristniboðinu, sem að sjálfsögðu var þungamiðj- an í lífi þeirra Jóhanns í Kína. Astrid segir, að ef húrrværi 30 árum yngri og mætti byrja að nýju, þá mundi hún vilja fara til Kína og boða kristni. Þegar kristniboðið hefur einu sinni tekið mann, þá sleppir það manni ekki aftur, segir hún. Ekki síst eftir að hafa séð hváða breyting verður á fólki við að taka kristna trú. Þegar maður fer að kynnast daglegu lífi þessa fólks, þá sést hve öryggis- leysið er mikið. Það er síhrætt við að gleyma einhverjum, forfeðrum eða öndum. Óttast ávallt að hver fái ekki sitt, og það komi svo niður á þeim. Það var því oft mjög áhrifaríkt að sjá, þegar fólk tók alla sína húsguði ofan af hillu og brenndi þá, án þess að óttast. Þetta fólk hafði t.d. séð við jarðar- farir okkar að ekki var svo nauðsynlegt að friða andann og senda hann í hinstu ferðina með alls kyns farangur. Okkur var ekki hegnt, þótt við létum það undir höfuð leggjast. Það sá að þetta kom ekki niður á okkur — ekkert gerðist. En þess háttar er erfitt að skilja hér í okkar velmegunar- heimi. Og ég á raunar erfitt með að skilja að þetta sé allt horfið í Kína. Sjálfsagt er það hverfandi í borgunum, þar sem innrætingin er sterkust. En þetta er fjölmenn þjóð, og upp til fjalla og úti um sveitir breytast fornir siðir ekki auðveldlega. Austrið og vestrið eiga ítök Þegar Kína lokaðist trúboðum keypti Lúterska trúboðið rústir priggja húsa, sem Japanir höfðu varpað á sprengjum á eyjunni Chung Chau. Þar komu þau Jóhann og Astrid sér tyrir. Útsýnið frá húsinu þeirra. Þegar rætt er við Astrid S. Hannesson er auðheyrt, að bæði austrið og vestrið eiga í henni mikil ítök. Því er talinu vikið að því hvaða þjóð henni finnist hún sjálf mest tilheyra: — Þó ég tali málið ekki nægilegal vel, finnst mér ég vera íslending- ur, svarar hún. Mér þykir vænt um 1 Island, Til dæmis voru árin okkar sex á Þingvölium, þegar Jóhann var þar þjóðgarðsvörður, dásam- legur tími. Þar bar aldrei skugga á. Þegar ég kom svo núna til Austurlanda, þá fann ég hve tengslin við Kína eru í rauninni sterk. Guð hafði gefið okkur þar annað föðurland. Nú, og þegar ég kem til ættlands míns, Noregs, þá finn ég að ég á þar heima. Ég er svo heppin að kunna alltaf best við mig þar sem ég er. Hér á íslandi hefur Astrid S. Hannesson líka átt langa starfs- ævi. Síðast var hún í 15 ár for- stöðukona dvalarheimilis aldraðra á Hrafnistu, en hætti þar áður en Jóhann dó. Hún kvaðst hafa notið mjög heimsóknarinnar á fornar slóðir í Hong Kong. — Það er gaman að finna að maður er ekki orðinn svo gamall, að maður getur enn tekið á móti og tileinkað sér það sem fyrir ber, segir hún. — Það hlýtur að vera dapurlegt þegar fer að slaka á því. Það er gott að eldast, þegar maður finnur að enn er talað við á hverjum degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.