Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 67 sínum og þar er nú borgin Medina, sem útleggst „borg spámannsins" og gengur næst Mekka að heigi. Skömmu eftir komuna til Medina reisti Múhameð fyrstu mosku íslama og þar er hann grafinn. í Medina hefur hugur spámannsins fyrir alvöru farið að hneigjast að trúboði, og hann var búinn að fá reynslu fyrir því að skynsamlegar fortölur dugðu lítt í því efni. Vitranir hans tengdust í vaxandi mæli veraldlegum efnum, og hann útlistaði í smáatriðum hvernig menn skyldu haga sér í daglegu lífi. Auk nákvæmra fyrir- mæla um tilhögun bæna- og helgi- halds, komu nú upplýsingar um hvernig hátta skyldi fjölskyldulífi, mataræði, viðskiptum og dagleg- um störfum, svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki sízt hafði Allah ákveðnar hugmyndir um hernað, en hann hafði boðið Múhameð að fara með ófriði á hendur trúleysingjum. Frumraunin var atlaga, sem 300 manna lið, með Múhameð sjálfan í -broddi fylkingar, gerði að kauplest á leið frá Damaskus til Mekka, en í lestinni voru þúsund úlfaldar, hlaðnir gulli og gersemum. Mekkum hafði borizt njósn af áformum Múslimanna og sendu á móti þeim fjórum sinnum fjölmennara lið. Það stoðaði ekki. Allah stóð með sínum mönnum, og tókst Múhameð að reka her Mekka af höndum sér. Tímatal Múslima miðast við Hegira — eða flóttann frá Mekka árið 622 e. Kr. — en sá atburður er talinn marka upphaf hins mikla veldis íslams. Innan hundrað ára höfðu Múslimar lagt undir sig landflæmi, sem teygði sig í þrjár heimsálfur, og náði frá landamær- um Kína í austri að Pýreneafjöll- um í norðvestri. Múhameð spámanni óx smám saman fylgi meðal Bedúína, hinna herskáu hirðingja í eyðimörkinni, sem umlukti Medína, og árið 630 átta árum eftir flóttann til Medína, hélt hann innreið sína í Mekka með tíu þúsund manna her. Mekkar sáu að vörnum varð ekki við komið og gáfust upp skilyrðis- laust. Sigurvegarinn lét það verða sitt fyrsta verk að vitja Kaba og steinsins Helga. Hann ruddi 360 skurðgoðum út úr Kaba og lét mola þau mélinu smærra. Því næst lýsti hann yfir almennri sakaupp- gjöf, en borgarbúar launuðu fyrir sig með því að ganga fyrir spán^anninn, játa trú hans og vinna honum hollustueið. Sigur- förin hélt áfram, og innan tveggja ára hafði Múhameð sameinað að heita má alla Arabíu undir merki Islams. Nú var þess skammt að bíða að Múhameð spámaður hefði lokið ætlunarverki sínu. Hann hvarf aftur til Medína og þar dó hann á sóttarsæng árið 632. Greinar Islam skiptist fljótlega eftir lát Múhameðs í þrjár aðalgreinar, Sunna, Shiite og Khawarij. Lang- fjölmennastir eru Sunnítar, þá koma Shiitar, sem aðallega eru í Iran, en nú orðið eru Khawarijar örfáir. Agreiningsefnið sem upp- haflega olli klofnin’gi innan Islam, var það, að skömmu eftir lát Múhameðs hélt ákveðinn hópur því fram að spámaðurinn hefði fyrir dauða sinn afsalað kenni- valdi sínu í hendur dóttursonar síns Ali. Þeir, sem þessa skoðun höfðu, hafa síðan kallazt Shiitar, en þeir trúa því að Ali hafi síðan flutt kennivald sitt áfram til afkomenda sinna, sem voru tólf talsins, og hafi þeir verið sérstak- lega útvaldir af Allah. Sunnítar, stærsta grein íslams, töldu á hinn bóginn að kjósa bæri leiðtoga eftir að Múhameð var allur. Komu þeir á kalífadómi, en kalíf merkir staðgengill, í þessu sambandi spámannsins. Fyrsti kalífinn var tengdafaðir Múhameðs og var hann kjörinn af kjörmönnum. Næstur honum kom Ómar, einn traustasti fylgismaður Múhameðs. Öldum saman sat kalífinn í Konstantínópel, eða þar til þjóðhetja Tyrkja, Kemal Ata- túrk, sem taldi kalífadóminn úr- eltan og hindrun í vegi framfara, afnam hann á þriðja áratug þess- arar aldar. Khawarijar töldu eins og Sunnítar að kalífadómur ætti ekki að ganga að erfðum, heldur væri hver sanntrúaður maður hlutgeng- ur til þess embættis, en í ýmsum öðrum atriðum greindi þá á við Sunníta. Aragrúi undirflokka þessara þriggja aðalgreina hefur orðið til, án þess þó að þeim verði gerð frekari skil hér, nema þegar að þróun íslams á síðari tímum kemur. Sunna merkir „slóð“ og nafngift Sunníta vísar til hefðbundinnar siðfræði Múhameðs spámanns, eins og hún er skráð í næstmerk- asta trúarriti Múslima, „Hadith". Sjálfur Kóraninn hefur að geyma frásagnir af vitrunum spámanns- ins. A meðan hans naut við var ekki ágreiningur um hversu túlka skyldi boðskap Allah, eftir lát hans kom í ljós að brýn þörf var á því að túlka siðalögmál Kórans- ins og festa á bækur. Á níundu öld kom fram á sjónarsviðið Múslim Ibn Al-Hajjaj, mennta- maður, sem tók sér fyrir hendur að koma reglu á siðaboð Allah. Hann fór vítt og breitt um Mið- austurlönd, safnaði heimildum um Múhameð, sögum og frásögn- um, sem varpað gátu ljósi á kenningar spámannsins. Er með ólíkindum hvað Múslim hefur orðið ágengt, en afraksturinn varð vandað safnrit, þar sem víðast er getið heimilda, tengingar útskýrð- ar af nákvæmni og birt afbrigði m -'f Gengið kringum Kaba. íslams margra frásagna frá dögum Múhameðs. I siðabók Múslims fræðimanns eru svo margbrotnar og ýtarlegar útskýringar á boðskap um alla hugsanlega þætti mannlegs lífs, að engan þarf að undra þótt sauð- svartur almúginn þurfi á læri- meisturum að halda. Slíkir menn eru margir í löndum Islams og hafa ærinn starfa með höndum, en sem dæmi má nefna, að í íran einu hafa á undanförnum árum verið um 180 þúsund „múllar", sem eru lægst settu umsjónarmenn Shiite í trúarlegum efnum, og þjóna líkt og sóknarprestar á Vesturlöndum. Sjást þess glögg merki um þessar mundir að fjölga þurfi „múllum" verulega þar sem ætlunin er að koma á „íslömsku lýðræði“. Helztu greinar Islam, sem fram hafa komið á síðari tímum, eru Ahmadiyyar, sem fram komu í Punjab á Indlandi fyrir einni öld, og Babistar, sem fyrst létu á sér kræla í Shiraz í Iran árið 1844. Báðir þessir trúflokkar rekja rót sína til hins tólfta Imams, sonar Alis, sem á að hafa horfið sjónum manna árið 874. Shiitar trúa því að Imam Mahdi, eins og hann er nefndur, sé enn á meðal þeirra, þótt hann fari huldu höfði, en eftir að Khomeini trúarleiðtogi kom heim úr útlegðinni á dögunum eru margir, sem telja að þar sé kominn sjálfur Ihmam Mahdi, og er ekki örgrannt um að Khomeini lítist vel á þá kenningu. Sjá næstu síðu Malískur Múslem snýr sér til Mekka, Moskan hans er eins og sjá má írábrugðin þvísem gerist íMiðausturlöndum, gerð aísprekum og leir. Nú er okkur loksins óhætt að auglýsa SELKO - fataskápana SELKO — fataskáparnir uppfylla allar kröfur um góða fataskápa. Þeir eru settir saman úr einingum sem þú getur auðveldlega skeytt saman og tekið sundur aftur ög aftur. Þeir eru ódýrir. Sterklegar lamir og læsingar gera þá traustari. Allt frá því að við hófum framleiðslu á SELKO-fataskápunum, höfum við ekki haft undan. Nú höfum við aukið afköstin með bættum vélakosti og því er okkur óhætt að auglýsa þá. Með öðrum orðum, ef þú telur að SELKO gæti verið þér lausn, komdu þá og líttu nánar á SELKO-fata- skáþana. Þeir eru góð hugmynd og. heimilisprýði hvernig sem á þá er litið. SIGURÐUR ELÍASSON HE AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.