Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 69 aður er silfurhlíf, sem oftast meðan á hringsóli þessu stendur, en flestir prísa sig sæla ef þeir ná að gera það einu sinni. Næst skal gengið sjö sinnum fram og til baka milli Safa og Marwah, en í árdaga voru það hólar, sem ambáttin Hagar á að hafa ráfað á milli í örvæntingar- fullri leit sinni að vatni handa Ismael syni sínum. Marwah og Safa eru nú hlutar af Fórnar- moskunni, en leiðin á milli nefnist „saj“, og liggur hún um mikil göng þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Tii marks um þetta skipu- lega helgihald má nefna að í göngunum hefur verið komið fyrir rafknúnu færibandi, til að flytja þá, sem ekki hafa þrek til að fylgjast með straumnum. Þegar hinni táknrænu vatnsleit lýkur er kominn tími til að bergja af brunninum góða, Zamzam. Arafat og Mina Sá fasti liður í Haddsj, sem næstur er, fer fram á áttunda degi þessa tólfta mánaðar ársins. Þá flykkist pílagrímahjörðin áleiðis til Arafat-sléttu, sem er við Náðarfjallið þar sem erkiengillinn Gabríel birtist Múhameð spámanni. Pílagrímar hafa nætur- stað í þorpinu Mina, en þegar á Arafa er komið er staðið þar liðlangan daginn og beðizt fyrir. „Staðan" er hápunktur helgi- göngunnar og endanlegur áfangi Haddsj. Sumir pílagrímar klífa Náðarfjall, en fáir hafa þann þrótt sem til þarf. Fjallganga er heldur ekki innifalin í helgisiðunum, enda er hún ekki metin til sérstakra Djöfullinn grýttur í Mina. verðleika, þótt miklar sögur fari af ógleymanlegri trúarreynslu píla- gríma á fjallinu. Um sólsetur snúa pílagrímarnir aftur í átt til Mekka en um nóttina er dvalizt í Muzdalifah, þar sem á að hafa verið bænastaður spámannsins. Þar safna pílagrím- ar steinvölum, sem þeir hafa með sér til Mina næsta morgun. I Mina eru þrír steinstólpar, sem tákna djöfullega slægð Satans og þau illu öfl, sem hann hefur í sinni þjón- ustu. Eru Satan og hyski hans nú grýtt frá morgni til kvöids i þrjá daga, en framkvæmd þessa grjót- kasts er nokkrum vandkvæðum bundin. Stólparnir eru sem fyrr segir ekki nema þrír, en hverjum pílagrími er gert að grýta í ófétið að minnsta kosti 49 steinum. Til hagræðis voru steyptar nokkurs konar trektir með pöllum i kring- um stólpana fyrir nokkrum árum, þannig að grjótkastið fer nú fram á tveimur hæðum. Haddsj lýkur með táknrænni fórnarathöfn, sem hefur ívið minna gildi en aðrir þættir þessa trúarhalds. Er nú liðið að lokum dvalarinnar í Mekka, en áður en pílagrímar kveðja hin helgu vé hringsóla þeir í kringum Kaba sjö sinnum enn. Sá, sem hefur lokið þessu „ritúali", hlýtur titilinn „haddsji", sem gæti verið eftirsóknarverður af veraldlegum ástæðum einum saman. Viðkomandi er settur skör hærra í sinni sveit en aðrir Múslimar, sem ekki er að undra begar þess er gætt hversu lítill 'duti þeirra fær tækifæri til að .kynja með þessum hætti nálægð Vllah. Spámannsmoskan í Medína. Þar reisti Múhammeð fyrstu moskuna. Turnar á moskum nefnast mínarettur og þaðan kalla kennimenn hina trúuðu til bæna. (Baukne cht Frystir og ktelir í einum skáp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt /S Véladeild m Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.