Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 Páskar eftir RANNVEIGU MARÍU NÍELS- DÓTTUR Líkt og jólin eru orðin hátíð gjafa og matar eru páskar orðnir hátíð skíða- og sólarlandaferða, auk þess sem fólk borðar kynstr- in öll hæði af súkkulaði og öðrum mat. Fáir hugsa um það hvers vegna hátiðin er haldin nema ef vera kynni þegar útvarps- eða sjónvarpsmessan er send út. Þá er ef til vill þurrkað rykið af Hátíð skíða- ferða og súkkulaði- áts? heilabúinu og atburðum þeim sem urðu upphaf páskanna gef- inn örlítill gaumur. Orðið páskar er hebreskt að uppruna, af „passach", sem merk- ir að ganga fram hjá og er þessi uppruni orðsins rakinn til þess er Drottinn gekk fram hjá húsum ísraelsmanna þegar hann laust frumburði Egypta. í yfirfærðri merkingu tekur orðið þá til þess að Drottinn gangi hjá til að veita fólki sínu vernd og frelsun sem burtförin frá Egyptalandi er ævarandi tákn um. Gyðingar halda páska í minn- ingu þess atburðar er Drottinn frelsaði Israelsmenn úr þrælahús- inu á Egyptalandi. Hátíðin er haldin við sólsetur hinn 14. dag nisanmánaðar sem er fyrsti mánuður ársins og fellur dagurinn í lok mars eða í byrjun apríl. Uppistaða hátíðarinnar er páskamáltíðin sem fer fram með viðhöfn í heimahúsum. Þá eru lesnar frásögur af frelsuninni frá Egyptalandi með ákveðinni við- höfn og er höfuðinntak þess sem fram fer þakkargjörð fyrir fengna frelsun og stöðuga vernd. Kristnir páskar eiga rót sína að rekja til páskahalds Gyðinga. Jesús var staddur í Jerúsalem til að eiga páskamáltíð með læri- sveinum sínum. Meðan á máltíð- inni stóð boðaði hann að ný frelsun væri í vændum og sýndi með atferli sínu með hvaða hætti sú frelsun yrði, þegar hann braut brauðið og útdeildi bikar með víni. Þannig verður líkami minn brot- inn niður í dauðann, sagði hann, og blóði mínu úthellt, það mun verða til fyrirgefningar syndanna. Þar með stofnsetti hann nýja páskamáltíð í minningu sína og er sú máltíð altarisgangan sem fram fer innan kristins safnaðar. Kristnir menn halda páska ár- lega í minningu þess atburðar er Jesús reis upp frá dauðum. Hátíð- ina halda þeir fyrsta sunnudaginn eftir fyrsta fullt tungl eftir jafn- dægur á vori. Vikuna á undan minnast kristnir menn þess sem gerðist í Jerúsalem síðustu vik- una, sem Jesús lifði en þeir at- burðir eru í kristnum skilningi afgerandi fyrir hag manna og heims. Kall þeirra er þetta: Guð hefur gengið hjá og veitt mann- kyni frelsun og fyrirgefningu með því að láta dóminn yfir ranglæti, misrétti og hvers konar harðýðgi bitna á syni sínum. Tæplega 2 þúsund ár eru nú liðin síðan Kristur var krossfestur og enn minnast menn þess atburð- ar. Þess er einnig minnst er Kristur reis upp frá dauðum en það eru hins vegar ekki allir menn sem teljast kristnir sem meðtaka þann boðskap. Eins og greint var frá í upphafi hefur páskahald nútímans tekið á sig aðra mynd en Kristur lagði fyrir áður en hann var negldur á krossinn. Hann sagði ekki að við ættum að borða súkkulaði og fara á skíði — við áttum að minnast brotningar líkama hans í dauðan- um. Hvers vegna heldur þú páska? Yrsa Þórðardóttir nemi í M.R: „Ég held páska til að minn- ast upprisu frelsara míns, Jesú Krists. Þetta er aðal- gleðiefni kristinna manna, að á páskadagsmorgun var gröf- in tóm, Jesús var upprisinn. Páll postuli segir í 15. kafla bréfs síns til Korintumanna: „Ef Kristur er ekki upprisinn er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar.“ Ólafur Guðmundsson nemi í M.R: „Ég held ekki páska. Ég sé enga ástæðu til þess þar sem ég trúi því ekki sem sagt er að hafi gerst á páskunum. Ég sé heldur ekki neina ástæðu til að styðja súkkulaðifram- leiðendur. Samt sem áður er ágætt að fá frí á þessum árstíma. Tveir leiðinlegustu dagar ársins eru á páskahátíðinni. Það er föstudagurinn sem menn kalla langan og páska- dagur. Eina góða við páskana er að þorskurinn fær frið fyrir okkur mönnunum. Fólk ætti að hugsa sig um núna, öll hræsnin sem ríkir í kringum páskana er yfir- þyrmandi. Hér á landi er fólk að éta yfir sig en viða erlend- is fellur fólk úr hor á sama tíma.“ Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður: „Páska held ég af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að þjóðfélagið ætlast til þess af mér og öðrum: okkur eru gefnir fimm frídagar og það eru skipulögð handa okkur ferða- lög og búin til handa okkur páskaegg og það er tæknilega óframkvæmanlegt að láta eins og maður taki ekki eftir þessu. Fríið um páskana er mér kærkomið til hvíldar og afþreyingar og meiri sam- vista fjölskyldu. Auk þess er ég að upplagi trúhneigð og því hugnast mér hinn kristi- legi boðskapur hátíðarinnar mæta vel.“ Kristján Hansson nemi í M.R: „Ég held páska fyrst og fremst vegna þess, að það er gömul og góð hefð. Tilbreyt- ing frá daglegu lífi er kær- komin á þessum árstíma. Ég sæki ekki kirkjur um páska en þó hugleiði ég trúmál fneira en að öllu jöfnu.“ Björg Kristjánsdóttir, húsmóðir: „Það er gamall siður frá minni heimabyggð, ísafirði, að halda páska og fara í kirkju um hátíðina. Það voru mjög mikil hátíðahöld í kringum páskana þegar ég var ung kona.“ Magnús Sverrisson: „Er það ekki bara gömul hefð? Páskarnir eru, eins og flestar aðrar hátíðir, fyrst og fremst hátíð barnanna. Pásk- arnir eru trúarhátíð og eigin- lega ætti maður að hugsa meira um hvað þá gerðist og sækja kirkjur meira. Ég býst hins vegar við því, að ég sleppti því að halda páska ef það væri ekki gömul hefð. Þetta snertir mann ekki svo mikið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.