Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Mussolini vildi líka fresta innrásinni til að koma í gegn samningnum við þýzku stjórnina um breytingu Andkomintern- bandalagsins í hernaðarbandalag, er Japanir drógu á langinn, áður en hann tæki Albaníu. Arás á Albaníu hafði verið rædd mánuðum saman og ákveðin í febrúarbyrjun en Mussolini tvísteig. Hann „lofaði fyrirmælum sem aldrei komu, hótaði höggum sem voru aldrei greidd. „Eins og jafnan þegar Mussolini var ekki viss um hvað hann átti að gera“ skiptust á hjá honum sefasjúkur æsingur og þegjandalegt þung- lyndi. Einn daginn talaði hann með miklum þunga um nauðsynlega eflingu ítalska heims- veldisins. Daginn eftir neitaði hann að tala um nokkuð sem skipti máli. Yfirmaður ítölsku leynilög- reglunnar, Arturo Bocchini, sagði að stöðugt eirðarleysi Mussolinis væri orðið öllum ljóst og tjáði Ciano að hann yrði að fá víðtæka aðgerð gegn sýfilis. Allt í einu bárust til Rómar furðulegar fréttir um að Þjóðverj- ar ágirntust sjálfir olíulindir sem Italir höfðu hagnýtt í Albaníu Þýzki sendiherrann í Róm, Hans Georg von Mackensen, fékk þá viðvörun fra Ciano að ítalir litu á Albaníu sem hluta ítaliu nema aðeins að nafninu til. Þjóðverjar flýttu sér að bera til baka þennan orðróm „sem enginn fótur væri fyrir." Það skipti Þjóðverja miklu að hafa Itali góða þar sem innlim- un Bæheims stóð fyrir dyrum og að lokum var ákveðið að ítalska og þýzka herráðið komu saman innan skamms og frá því yrði skýrt í blöðum. Þegar Þjóðverjar hertóku Tékkóslóvakíu 15. marz gekk sendimaður Hitlers, Filippus prins af Hessen, á fund Mussolinis til að þakka honum „óbifandi stuðning" Itala. Koma Filippusar hafði lítil áhrif á Mussolini. „Italir munu hlæja að mér,“ sagði hann við Ciano. „I hvert sinn sem Hitler hertekur land sendir hann mér skeyti.“ Mussolini ákvað nú að láta til skarar skríða í Albaníu. Efa- semdum hans var þó ekki lokið. Daginn eftir hernám Tékkó- slóvakíu kvaðst hann efast um að hertaka eins lítils og fátæks lands og Albaníu, sem væri hvort sem er nánast orðið ítalskt leppríki, gæti „vegið upp á móti innlimun Bæheims, eins auðugasta svæðis heims", í þýzka ríkið í augum almennings í heiminum. Mussolini þóttist sjá fram á að þýzk áhrif þendust út niður eftir Dóná og inn á Balkanskaga og var „þungbúinn og áhyggjufullur." Þýzka stjórnin kynni að nota Króata til að sundurlima Júgóslavíu og sækja til Adríahafs á sama hátt og hún hafði notað Slóvaka í Tekkóslóvakíu. Það varð enn brýnna að styggja ekki stjórn- ina í Belgrad. Mussolini gaf engin fyrirmæli á stundinni, Ciano til gremju, en sendi viðvörun til Berlínar 16. marz og sagði að Þjóðverjar yrðu að láta Króata í friði. Ciano kvaddi jafnframt von Mackensen sendiherra á sinn fund óg minnti hann á að forsenda Öxulbanda- lagsins væri viðurkenning Þjóðverja á því að Miðjarðarhafið væri ítalskt áhrifasvæði og þar með Adríahaf og Króatía. Ciano hafði aldrei séð Mussolini eins illa á sig kominn og þessa dagana varð í fyrsta skipti vart alvarlegs ágreinings milli þeirra. Mussolini samþykkti 19. marz að Italir hættu við þátttöku sína í Öxulbandalaginu, en tveimur dögum síðar hvatti hann til þess í Stórráðinu að Italir stæðu dyggan vörð um Öxulbandalagið. Italo Balbo marskálki varð þá að orði: „Þú sleikir stígvél Þjóðverja". Ulrich von Hassel, fyrrverandi sendiherra Þjóðverja í Róm, kvaðst hafa heyrt frá vinum sínum á Ítalíu að „andúðin í okkar garð þar væri hér um bil eins mikil og 1934.“ Sjálfur skrifaði Ciano í dagbók sína: „Það er nauðsynlegt að veita Itölum fullnægingu og sárabót: Albaníu." Þjóðverjar fullvissuðu ítali um að Miðjarðarhaf og Adríahaf væru „ítölsk höf“ sem þeir hefðu engan áhuga á og lofuðu að hafa engin afskipti í frammi á þessu svæði. Mussolini tók fullvissuninni með viðeigandi efasemdum og sagði Ciano að þessi boðskapur væri mjög áhugaverður „svo framar- lega sem við getum trúað honum." En að kvöldi sama dags snerist Mussolini aftur á sveif með Þjóðverjum og lét í ljós mikla óþolinmæði í garð vestrænna ríkja: „Við getur ekki breytt stefnu okkar núna. Þegar öllu er á botn- inn hvolft erum við ekki pólitískar skækjur." Hann sagði að Italir yrðu að standa við Öxulbandalagið og ákvað að hefjast handa um hertöku Albaníu „um leið og Spáni |yki.“ Hitler bætti ástandið með einkabréfi til Mussolini á 20 ára afmæli fasistahreyfingarinnar. Mussolini fannst mikið til um slepjulegt bréf Foringjans og það hafði græðandi áhrif á sært stolt hans. Uppörvandi fréttir bárust frá vígstöðvunum á Spáni og Mussolini ákvað 23. marz að láta verða af aðgerðunum gegn Albaníu. I ræðu sem II Duce hélt 26. marz kom síðan fram herská hollusta við Öxulbandalagið. Endanleg ákvörðun var tekin þegar Madrid féll 28. marz. Um tíma hafði Mussolini efazt um að Franco gæti unnið stríðið. Nú var því lokið og heimurinn fékk Mussolini og Ciano, Chamberlain og Halifax í Róm í janúar 1939 sönnun um „nýjan og glæsilegan sigur fasismans. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Piazzo Venezia og Mussolini kom fram á svalirnar fyrir ofan, benti á kortabók, sem stóð opin þar sem uppdráttur var af Spáni, og sagði með áherzlu: „Svona hefur hún staðið opin í þæstum þrjú ár. Og það er nóg. En nú veit ég hvenær ég verð að opna hana á nýjum stað.“ Teningunum kastað Teningunum var kastað. Fyrstu viku aprílmánaðar var almennt búizt við í Róm að Mussolini mundi þá og þegar taka Albaníu á sama hátt og Hitler fór að í Bæheimi og Mæri. Fréttir hermdu að 35.000 manna herlið, herskip og herflutningaskip væru til taks í Brindisi og þess albúið að sigla yfir Otrantosund til Albaníu. Floti og her var líka dreginn saman í Bari. Zog konungi höfðu verið sendir úrslitakostir 25. marz og á meðan ítalir unnu óslitið að undirbúningi innrásarinnar var stöðugt rætt viö albönsku stjórnina og fulltrúa hennar í Róm um framlengingu á vináttusamningnum frá 1936 er veitti ítölum rétt til að hafa víðtækt eftirlit með fjármálum og hermálum Albana. Sú opinbera skýring var gefin að sú hreyfing sem væri komin á málefni Albana stæði í sambandi við samningaum- leitanir Breta við ríkisstjórnir Grikklands og Júgóslavíu um fyrirhugað varnarbandalag. Kröfurnar sem ítalir gerðu um breytingar á samningnum voru þessar: ítölum yrði fenginn réttur til að setja herlið á land í Albaníu hvenær sem þeim sýndist — ítöl- um yrði fenginn umsjón með öllum víggirðingum, vegum, brúm og höfnum í landinu — ítölum búsettum í landinu væri í öllu veittur sami réttur og Albönum, m.a. réttur til ráðherrastöðu — Utanríkisráðuneyti Albaníu yrði lagt niður — Italskir fulltrúar yrðu teknir í öll ráðuneyti landsins — Tekið yrði tilboði um að sendi- herra ítala í Albaníu skyldi vera ráðherra í ríkisstjórn Albaníu og sendiherra Albaníu í Róm yrði ráðherra í ítölsku stjórninni. Ríkisstjórn Albaníu hafnaði þessum kröfum, sem hún taldi „ósamrýmanlegar sjálfstæði landsins." í Tirana var því lýst yfir 4. apríl að Albanir mundu aldrei gefa upp sjálfstæði sitt. ítalska útvarpsstöðin í Bari svaraði því til samdægurs að Itölum kæmi aldrei til hugar að ráðast á sjálfstæði Albaníu og sagði að liðssamdrátt- ur ítala í Brindisi stæði í sam- bandi við viðræðurnar í Róm. Ciano fullvissaði brezka sendi- herrann í Róm, Perth lávarð, um að engin árás væri í undirbúningi og tjáði honum 5. apríl að Zog konungur hefði beðið ítali um aðstoð til að ráðast á Júgóslavíu. Brezki sendiherrann var orðlagður fyrir barnaskap í Róm og ítalir komust að því að hann var vinur í raun. Forsetar þýzka og ítalska her- ráðsins, Wilhelm Keitel hershöfð- ingi og Pariani hershöfðingi, komu til boðaðs fundar í Brenner-skarði 5. apríl ásamt herráðsforsetum sínum. Hertaka Albaníu hafði þegar verið ákveðin og fundurinn fjallaði ekki um hana. Á eftir var fundurinn talinn sýna að Hitler hefði stutt innrásina. Þýzk blöð sögðu um fundinn að hann væri fyrsta svar Þjóðverja og ítala við tilraunum Breta til að einangra þá. I Róm kom Mackensen sendi- herra að máli við Ciano 6. apríl og sagði honum að í hverju einasta kaffihúsi í borginni væri talað um yfirvofandi árás ítala á Albaníu. Ciano hafði barnalega gaman af að lúra á upplýsingum um innrásina gagnvart Þjóðverjum og svaraði aðeins með útjöskuðum orðum um nauðsyn þess að halda uppi „lögum og reglu". Þessu var komið áleiðis til Berlínar, en þar hafði Attolici sendiherra sagt Ribbentrop frá fyrirhuguðum aðgerðum 5. apríl og Ribbentrop lýsti sig samþykkan þeim. í London var fullvissun Itala um að árás væri ekki yfirvofandi greinilega trúað. Heimsblöðin höfðu verið uppfull af fréttum í marga daga um liðsafnað Itala við Otrantosund, en Bretar gerðu eng- ar ráðstafanir þótt í samningi þeirra og ítala frá því í maí 1938 væri ákvæði um „óbreytt ástand" á Miðjarðarhafi og þar með Adría- hafi. I London töldu stjórnmála- menn „næsta ótrúlegt" að Italir færu nú að skerða sjálfstæði Albaníu, bæði vegna ákvæðisins í ensk-ítalska samningnum og vinsamlegra ummæla Viktors Emmanúels konungs skömmu áð- ur um afstöðu Itala til Albaníu („Samskipti mín við Albaníu eru sérstaklega vinsamleg."). Andvaraleysi Breta var svo mik- ið að 6. apríl, sem var skírdagur, voru þingmenn sendir í páskaleyfi þótt það lægi í loftinu að eitthvað mundi gerast. Þetta vissu ítalir og þeir vissu líka að floti Breta yrði dreifður um allt Miðjarðarhaf samkvæmt áætlun brezka flota- málaráðuneytisins sem hafði verið birt í febrúar. Á sama tíma voru hafðar uppi geysistraijgar öryggis- ráðstafanir í Portsmouth og Heimaflotanum skipað að vera í höfn. Nú þurftu Italir aðeins að tryggja sig betur gegn Júgóslövum og fá betri átyllu til innrásarinnar. Ciano tryggði að Horthy ríkis- stjóri fyrirskipaði takmarkaða hervæðingu Ungverja á júgóslavn- esku landamærunum til að fá Júgóslava ofan af hvers konar hugmyndum, sem þeir kynnu að fá á síðustu stundu um einhvers konar íhlutun. Jafnframt bættu ítalir við fyrri kröfur á hendur Albönum kröfu um að þeir fengju að leggja undir sig alla strand- lengju Albaníu ef stríð skylli á. Zog konungur neitaði að fallast á þetta og þá settu ítalir honum nýja úrslitakosti. Zog vísaði þeim lílcá á bug og samtímis hófu Albanir mótmælagöngu og létu í ljós andúð á ítölum. Þetta gaf Mussolini átyllu til að láta til skarar skríða. Hann sendi herlið af stað undir því sígilda yfirskini að nauðsyn bæri til að „koma aftur á lögum og reglu.“ Ójafn leikur Aðfararnótt 7. apríl, föstudags- ins langa, var ítalska herliðið flutt yfir Adríahaf. Mikill fjöldi ítalskra herskipa og flutninga- skipa kastaði akkerum fyrir utan einu hafnirnar þar sem hægt var að leggja skipum, aðalhafnirnar Durazzo og Valona, og tvær smærri hafnir, Santa Quaranta og San Giovanni di Medua. Alls héldu 170 herskip uppi skothríð á hafnarbæina og 400 sprengjuflug- vélar létu rigna yfir þær sprengj- um meðan herliðið var sett á land í höfnunum í dögun. Einn bærinn, San Giovanni di Medua, var skot- inn í rúst. Innrásin gaf ekki tilefni til hernaðarafreka þar sem landið var að heita mátti varnarlaust. Alban- ir voru engan veginn viðbúnir innrásinni og ekki verðugir mót- herjar, aðeins vopnlaus smáþjóð. Albanski herinn stóð saman af aðeins örfáum fótgönguliðssveit- um, alls um 13.000 mönnum á friðartímum, og hann var aðeins búinn léttur vopnum. Herinn var miklu fremur vopnuð herlögregla en varnarlið. Albanir áttu enga flugvél og höfðu aðeins á að skipa sex fallbyssubátum gegn herliðinu sem Italir sendu til Albaníu og var skipað að minnsta kosti 35.000 mönnum. Þrjátíu ítalskar herflugvélar gerðu tvær loftárásir á Durazzo og ítölsku hersveitirnar skutu einnig af fallbyssum á borgina til að opna landgönguliðinu leið inn í landið til höfuðborgarinnar Tirana. Zog konungur flutti strax ávarp til þjóðarinnar og skoraði á hann að veita viðnám unz yfir lyki. Brezka blaðið Daíly Telegraph sagði: „Eftir að herliðið var komið á land virðist eins og mótstaða hafi orðið lítil og segja ítalir að sundraðir hópar glæpamanna, sem Zog kon- ungur hafi sleppt úr haldi á síðustu stundu, hafi reynt að hefta för þess.“ Þótt Albanir gætu lítilli sem engri vörn við komið hélt þó setulið Albana og almenningur uppi harðri mótspyrnu að minnsta kosti í Durrazzo og í nokkrum mæli í Valona. Yfirmaður setuliðs- ins í Durrazzo var Abas Aghi Kupi majór, fyrrverandi skæruliðafor- ingi, sem hafði orðið frægur fyrir baráttu gegn Zog konungi, en seinna gengið honum á hönd og orðið einn fremsti herforingi hans. Kupi stjórnaði að heita má einu árangursríku mótspyrnunni, sem innrásarliðið mætti, og tafði inn- rásina um 36 klukkustundir. Fyrir þetta varð hann þjóðhetja og þar með gerði hann Zog konungi kleift að komast undan. Seint að kvöldi innrásardagsins viðurkenndi stjórnin í Tirana að hersveitir hennar hefðu hörfað frá Durrazzo og Valona og landgöngu- liðið væri á leið til Tirana. ítalir sögðu að 12 Italir hefðu fallið og 50 særzt í bardögum fyrsta daginn. Eftir þessa atburði flutti Zog konungur ávarp til þjóðarinnar og skoraði á hana að „verjast ódrengilegri og ástæðulausri árás italska landgönguliðsins til síðasta blóðdropa." Að morgni 8. apríl voru ítölsku hersveitirnar komnar til höfuðborgarinnar. Italska herliðið sótti inn í Tirana, en skömmu áður hafði Zog kon- ungur flúið til bæjarins Elbasan. Samtímis brutust út óeirðir í höfuðborginni. „Réðst múgurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.