Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRlL 1979 Fáir íslendingar hafa getið sér meira frægðarorð með framandi þjóðum en Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuð- ur. Sem landkönnuður stendur hann að mati sérfróðra manna síst að baki mönnum eins og Friðþjófi Nansen, Roald Amundsen, Robert Scott og Schackleton. Vilhjálm- ur dvaldi árum saman meðal Eskimóa í nyrztu héruðum Kanada. Þegar hann skýrði frá samfundum sinum við hina svokölluðu „ljóshærðu Eskimóa'4 ætlaði allt af göflunum að ganga beggja vegna Atlantshafs. Eitt af því, sem Vilhjálmur lagði áherzlu á að sanna, var að landkönnuðir gætu lifað úti á ísbreiðum Norður-íshafs- ins með því að stunda selveiðar og skjóta hvítabirni, án þess að dragast með miklar birgðir að heiman. Hann fór því ævintýralegar ferðir með Eskimóum út á auðnir íshafsins til að sanna mál sitt. Sem unglingur var Vilhjálmur glettinn og gamansamur, og eitt sinn varð gamanið svo grátt, að hann var rekinn úr skóla. Síðar í lífinu varð hann heiðursdoktor við sjö víðkunna háskóla, og auk þess heiðursfélagi í öllum helztu landfræðifélög- um heimsins. Hann gerði ítarlegar rannsóknir á mataræði Eskimóa og íslendinga, en hér á landi stjórnaði hann tveimur rannsóknarleiðangrum í byrjun aldarinnar. 0 í ár eru liðin hundrað ár síðan Vilhjálmur landkönnuður Stefánsson fædd ist í Manitoba Vilhjálmur Steíánsson skömmu fyrir dauða sinn. „Sem Umdkörmuður stóð hann sízt að baki mönnum eins og Nansen, Amundsen og Scott” Miklir náms- hæfileikar SIGHVATUR BLÖNDHAL tók saman Af íslenzku bergi brotinn Vilhjálmur fæddist í Hulduár- hvammi í Árnesbyggð í Nýja-íslandi, Manitoba, í Kanada hinn 3. nóvember 1879. Það eru því eitthundrað ár frá fæðingu hans seinna á þessu ári. Faðir hans var Jóhann Stefánsson, fæddur í Tungu á Svalbarðsströnd, og móð- ir hans var Ingibjörg Jóhannes- dóttir. Foreldrar Vilhjálms höfðu ftutzt vestur um haf um þremur árum fyrir fæðingu hans. Þegar Vilhjálmur var tveggja ára fluttist hann til Norður-Dakóta í Banda- ríkjunum og settist þar að í Víkur- byggð ásamt foreldrum sínum. Á þessum slóðum ólst Vilhjálm- ur upp. Sagt er að hann hafi verið rólynt barn og nokkuð einrænn í leikjum, en snemma fór að bera á sérstökum námshæfileikum hans. Gekk hann fyrst í barnaskólann í Mountain. Á árunum 1893—1896 var hann við kúarekstur og önnur sveitastörf. Síðar stundaði hann nám vi-ð ríkisháskólann Grand Forks í Norður-Dakóta og síðar í ríkisháskólanum í Iowa. I síðar- nefnda skólanum fékk hann leyfi til að ganga undir hvert próf jafnskjótt og hann taldi sig undir það búinn, burtséð frá því hver lágmarks- eða hámarkstími var. Vilhjálmur lauk öllum prófum í fjögurra ára námsefni á aðeins níu mánuðum og brautskráðist frá skólanum árið 1903. Síðar sæmdi skólinn Vilhjálm dotktorsnafnbót í heiðursskyni og sama sóma sýndi Michiganháskóli honum. Árin 1903—1906 stundaði Vil- Frá heimsókn Vilhjálms til íslands 1949, f.v. Vilhjálmur Stefánsson, Guðmundur Grímsson og Steingrímur Jónsson. Vilhjálmur með félögum sínum á þrepum Harvard-háskóla. hjáimur nám við Harvard-háskóla. Lauk hann þar meistaraprófi og varð aðstoðar- kennari í mannfræði. Hneigðist hugur hans fyrst að bókmenntum. Orti hann þá m.a. allnokkuð. Þá brá Vilhjálmur sér í gervi blaða- manns um skeið og og reit þá greinar í dagblöðin í Boston. Fyrsti leiðangurinn Vilhjálmur lagði upp í sinn fyrsta leiðangur árið 1906 á norðurslóðir og átti fyrir honum að liggja að dveljast norðan heimskautsbaugs í hvorki meira né minna en 10 vetur og 13 sumur. Allan þennan tíma lifði hann eingöngu á kjöti, fisk og vatni. Hann var fyrsti landkönnuðurinn, sem lagði í þá raun að gista auðnir Ishafsins án þess að hafa vistir eða eldsneyti meðferðis. Mánuðum saman hafðist hann við á ísnum ásamt tveimur félögum sínum og höfðu ekki annað til matar en seli og ísbirni sem þeir skutu. Til að verða sér úti úm neyzluvatn, brenndu þeir selspiki og bræddu þannig ísinn. Þá skorti aldrei mat, voru þvert á móti vel birgir af kjöti. Þegar brigður voru bornar á sannleiksgildi þess, að hægt væri að lifa af kjöti einu saman svo lengi, gerði Vilhjálmur sér lítið fyrir og bauðst til að endurtaka þetta undir vísindalegu eftirliti. Neytti hann síðar einskis nema kjöts og vatns í heilt ár, en læknadeild Cornellháskóla og Russelstofnunin fylgdust nákvæmlega með líðan hans. Vilhjálmur lagði mikla áherzlu á að ekki mætti neyta eingöngu magurs kjöts heldur yrði spikið að fylgja með. Landkönnuðurinn frægi, Peary, sagði einhverju sinni um Vilhjálm: „Hann hefur þá aðferðina að halda á norðurslóðir með vit og þor hins Fyrsti landkönnuðurinn sem lagði í þá raun að gista auðnir íshafsins án vista og eldsneytis — „Lauk 4 ára háskólanámi á 9 mánuðum”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.