Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 51 Spil lyftingamannsins Markmið spilsins er að komast upp í reitinn með tölunni 60. Þátttakendur hafi tening, sem þeir varpa eftir röð. Talan sem kemur upp er margvölduð með 10. Komi t.d. upp 2 er það margfaldað með 10: 20. Eitt ber þó að athuga. Nauðsynlegt er að fá í næsta skipti hærri tölu en áður, annars er allt árangurslaust og næsti þátttakandi fær að varpa teningnum. Eva Sigvaldadóttir, 5 ára, Espigerði 16, Reykjavík. — Pabbi, eru fiskarnir alltaf svangir? — Já, oftast, drengur minn. En þó ekki, þegar ég er í veiðiferð. „Ættuð þér ekki að setja upp fuglahræðu í garðin- um yðar, frú Hansen?“ „Ætli það sé nauðsyn- legt, ég er þar svo mikið sjálf.“ Einu sinni var hús, sem var alveg veggjalaust, í því var ekkert gólf, ekkert þak, engir gluggar og eng- ar hurðir. * Púff, hvað var kalt í því húsi! 1. Hvers vegna éta grísir svo mikið? 2. Veistu um eitthvað, sem er verra en gíraffi með hálsverk? 3. Með hvorum endanum geltir hundurinn? 4. Hvenær stækkar laxinn mest? 5. Veistu, hvað stóratáin sagði við litlutá? Svör við gátum: 1. Til þess að verða stórir! 2. Þúsundfætlu, sem er illt í fótunum! 3. Báðum! 4. Þegar laxveiðimaðurinn hefur veitt hann og ætlar að segja frá stærð hans! 5. Það er hæll á eftir okk- ur! Vorið er á leiðinni Varla eru blómin farin að gægjast upp í garðinum heima hjá þér? Sennilegra er, að enn séu skaflar eftir þar og allur gróður sofandi ennþá eftir veturinn. Þú getur látið grænka dálítið inni með litlum tilkostn- aði. Árangurinn kemur fljótt í ljós og það er spennandi að fylgjast með vextinum. Framkvæmdin: Stór kartafla er skorin til, svo að hún standi stöðug. Síðan skefur þú dálítið innan úr henni með skeið. Ofan í holuna setur þú bómull og vökvar hana vel. Þá sáir þú karsa-fræi ofan á bómullina nokkuð þétt. Kartöfluna lætur þú loks í undirskál og setur hana í sólríkan glugga. Andlit má gera á kartöfluna með títuprjónum og smánöglum. Þegar karsinn spírar og vex, verður hann, fallegt grænt hár á brúnu höfði, og þú getur smátt og smátt klippt af því og borðað! Þú getur fullt eins vel notað grasfræ, en þá borðar b' tæplega hárið. Efni: Servíettuhringur úr pappa eða tré (fæst í sumum ritfangaverslun- um). Hnappamót (t.þ.a. láta hringinn standa á), 30 mm. Trékúla, 25 mm. Litir og rautt filt. Lím og sandpappír. Pússið hringinn og hnappamótið þannig, að fletirnir grípi vel og gott sé að líma hringinn á stallinn. Ilöfuðið og hringinn að utanverðu getið þið máiað með gulum lit. en stallinn og hringinn að innanverðu með öðrum lit. Klippið lítið nef úr filtinu (rauðu). Límið það fast og málið augun svört. Hringur fyrir páskaservíettur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.