Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAI 1979 Konur miklu áhuga- samari í félagsstarfi — segir Kristjana Jóhannesdóttir varafor- maður Baldurs, þar sem konur eru í meiri hluta í stjórn — Ég þori að fullyrða, að karlar sitja alls ekki að neinum störfum, sem eru sérstaklega vel borguð í frystihúsum þar sem ég þekki til. Ég veit heldur ekki til þess að yfirborganir eigi sér stað, nema aðeins í einu tilviki, en þar er um að ræða mann, sem gegnir mjög erilssömu og erfiðu starfi, og ég held ekki að hann þyki öfundsverður, sagði Kristjana Jóhannes- dóttir, varaformaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Vestfjörðum, í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkr- um dögum, en Kristjana býr í Hnifsdal og starfar í frystihúsinu þar. — Ég gæti að meira segja trúað að almennt þyki körlunum að við konurnar í frystihús- unum höfum það betra en þeir. Kristjana Jóhannesdóttir — Hvað um félagsstarfið? — I Verkalýðsfélaginu Baldri láta konur mjög að sér kveða, eins og sjá má af því að í stjórn félagsins eru fimm konur en þrír karlar. Það mætti halda að við værum að yfirtaka félagið, en þannig er það nú ekki. Konur eru bara svo miklu áhugasamari í félagsstarfinu og það kemur því af sjálfu sér að þær veljast til þessara starfa. Þetta snýst alls ekki um einhverja jafnrétt- isbaráttu kynjanna, því að við búum við jafnrétti, sem auðvit- að er svo sjálfsagt að það tekur því varla að tala um það. Það, sem máli skiptir er að gæta hagsmuna fólksins í félaginu, og um það er einhugur og gott samstarf. — Hvenær varstu kosin varaformaður félagsins? — Það var í haust. Ég var reyndar að heiman þegar fund- urinn var haldinn og mér var bara tilkynnt þetta þegar ég kom aftur. Kannski fannst mér að það hefði heldur átt að kjósa manneskju, sem er vanari en ég að standa í félagsmálavafstri, en þetta kemur allt með æfing- unni. Ég fór á félagsmálanám- skeið ASÍ í Ölfusborgum í vetur og taldi mig hafa mikiðm gagn a því. Þessi námskeið eru lofsvert framtak og þau ættu sem flestir að sækja. Því miður er fólk ekki nógu duglegt að drífa sig í þetta, en það er allt gert til að greiða fyrir því að fólk komist. Það fær borgaðar ferðir, uppihald og laun fyrir tíu tíma vinnu á meðan námskeiðið stendur, þannig að ekki ætti tilkostnað- urinn að standa neinum fyrir þrifum. Sjálfsagt eru sumir sem eiga bágt með að vera frá heimilum sínum í þennan hálfa mánuð, sem námskeiðin standa, en ég hef líka orðið vör við það að fólk er tregt til þátttöku í ræðumennskuþjálfuninni, sem er ekki léttvægasti liðurinn í þeirri þjálfun, sem fram fer á námskeiðunum. Margir treysta sér einfaldlega ekki til að koma fram fyrir stóran hóp og gera grein fyrir því í ræðu, sem þeir hafa til málanna að leggja. Þetta verður maður líka var við á fundum, og ég hef verið að láta mér detta í huga að þurfi kannski að breyta þessu venju- lega fundaformi og gera það frjálslegra til að greiða fyrir skoðanaskiptum fólks í félögun- um. — Nú fara fram listakosn- ingar í verkalýðsfélögunum. Hefur komið tii greina að hafa hlutfallskosningar hér á Vest- fjörðum og hvert er þitt viðhorf til þeirra? — Síðan ég fór að taka þátt í félagsstarfinu hefur ekki komið til tals að breyta skipulagi kosninganna,, enda tel ég ekki ástæðu til að gera það. Lista- kosningar hafa það í för með sér að stillt er upp fólki, sem talið er hæft til að gegna þeim störf- um, sem um er að ræða, og vill gefa sér tíma til að sinna þeim. Það er ekki víst að þessi sjónar- mið yrðu látin ráða í hlutfalls- kosningum. — Er ekki hætt við því að flokkspólitísk sjónarmið verði um of rfkjandi 1 listakosning- um? — Það tel ég ekki vera. Ég hef ekki orðið þess vör að flokkapólitík hafi áhrif á starfið í mínu félagi, og ég get til dæmis sagt þér, að ég hef ekki hug- mynd um hvaða flokka flest fólkið, sem ég starfa með, kýs, og ég hef heldur engan áhuga á að vita það. Flokkapólitík á ekkert erindi inn í hagsmuna- baráttu launafólks, og það hygg ég að yfirgnæfandi meirihluti sé sammála um. — Hvað um aðbúnað á vinnustöðum? — Aðbúnaðurinn hefur farið síbatnandi og er nú að mínu mati orðinn mjög góður í frysti- húsunum, enda hefur verið sam- staða um að bæta hann. Góð vinnuskilyrði hafa mikið að segja fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Ef fólk er ánægt með umhverfið þá hefur það bein áhrif á árangurinn af störfum þess. — Launakjörin? — Til þess að hafa sæmilegt kaup þurfum við að vinna mikið, en það eru fleiri stéttir í land- inu, sem þurfa að gera það. Eins og þetta hefur verið hjá okkur í vetur þá hefur vinnan verið mikil og jöfn, þannig að tekjurn- ar hafa verið góðar. Þegar mest er höfum við komizt upp í 100 þúsund á viku, en þá er líka unnið úr bezta hráefninu frá sjö á morgnana og þangað til klukk- an er að verða sex á kvöldin, auk þess sem unnið er á laugardög- um. Þetta er þó engan veginn meðalkaup, því að þegar minnst er um að vera, eins og í haust, höfum við ekkert nema tíma- kaupið, og fáum þá ekki nema 170 þúsund á mánuði. Það eru ekki margir, sem geta lifað á því, að minnsta kosti ekki barnafólk. — Finnst þér koma til greina að fél gslegar umbætur komi í stað beinna kauphækk- ana? — Já, það gæti komið réttlát- lega út fyrir þá, sem helzt þyrftu á að halda, til dæmis barnafólki. Hér í Hnífsdal er ekkert dagvistarheimili, en nú stendur það til bóta. Þótt yfir- leitt sé hægt að koma börnum í gæzlu í heimahúsum þá held ég að flestir séu sammála um að það er ekki viðunandi lausn. Það er sjaldnast, sem börn geta verið í gæzlu á sama stað til langframa, og vitanlega er það mikið hagsmunamál að eins vel verði búið að börnum og frekast fex- unnt, sagði Kristjana Jóhannesdóttir. Sambærilegt kaup fyrir hálfdagsvinnu í íshúsinu og allan daginn í verzlun — segir Signý Rósantsdóttir — ÉG HELD mér sé alveg óhætt að fullyrða, að hér riki almenn ánægja með bónuskerfið. Það kemur ágætlega út þegar á heildina er litið, og sæmilega vanar manneskjur þurfa ekki að vinna nema hálfan daginn í íshúsi til að hafa í kringum tvö hundruð þúsund á mánuði. Að visu er þá um að ræða vinnu sex daga vikunnar, en útkoman verður ámóta og kaup, sem verzlunarfólk fær fyrir heilsdagsvinnu, sagði Signý Rósantsdóttir á ísafirði í viðtali við Morgun- blaðið nýlega. — Reyndin er líka sú, að í íshúsinu Norðurtanga, þar sem ég vinn, erum við langflestar húsmæður í hálfsdagsvinnu. — Hefur komið til tals að breyta bónuskerfinu hjá ykk- ur? — Já, atvinnurekendur hafa lagt það tii. Bónusinn er reikn- aður eftir afköstum og nýtingu á hráefninu, og þegar bónussamn- ingarnir voru lausir um síðustu áramót kom til greina að breyta nýtingarkerfinu og taka upp svokallaða marknýtingu, eins og þá sem unnið hefur verið eftir á Akureyri frá því í fyrrasumar, í staðinn fyrir meðalnýtinguna, sem bónusinn hefur verið reikn- aður eftir hér á ísafirði. Okkur fannst sjálfsagt að líta á þetta, en hins vegar fannst okkur ekki koma til greina að fallast á tillögu atvinnurekenda án þess að vita nákvæmlega hvernig útkoman yrði fyrir okkur, en marknýting hefði það í för með sér að því þaki, sem er á meðal- nýtingarkerfinu, yrði lyft. Til- laga atvinnurekenda var rædd í stjórn Verkalýðsfélagsins Bald- urs og þar var ákveðið að gera út leiðangur til að afla upp- lýsinga um málið. Það var svo í febrúar að við fórum sjö konur og tveir karlmenn á vegum félagsins til Húsavíkur og til Akureyrar, ræddum þar við stéttarsystkin okkar um nýting- arkerfin, sem þau vinna eftir. Niðurstaðan varð sú, að mark- nýting hentaði ekki okkur hérna Signý Rósantsdóttir á ísafirði. Þess vegna höfnuðum við tillögu atvinnurekenda, en þeir hafa ekki svarað okkur til baka, og enn eru samningar lausir. — Eruð þið sumsé ánægð með núverandi kerfi? — — Það hefur reynzt nokk- uð vel, en það er hins vegar sjálfsagt að breyta til og reyna eitthvað annað ef sýnt þykir að það verði til bóta. Þótt okkur hafi ekki litizt á marknýting- una, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að reyna eitthvað annað, og við erum ekki frá því að bónuskerfi þeirra Húsvíkinga gæti átt ágætlega við hjá okkur. Það er svonefnt „fast kerfi", en þá er nýtingin ákveðin í eitt skipti fyrir öll. Fólkið á Húsavík var yfirleitt mjög ánægt með þá tilhögun. Um jafnrétti í verkalýðs- hreyfingunni á Vestfjörðum sagði Signý: — Jafnréttismálin eru áreið: anlega í góðu lagi hjá okkur. í trúnaðarráði verkalýðsfélagsins eru hlutföliin nokkurn veginn jöfn, það er að segja konur eru álíka margar og karlmennirnir, og í stjórn félagsins eru konur í meirihluta. Mér finnst mjög áberandi hvað konur eru miklu áhugasamari um félagsstarfið en karlmennirnir. — Heldurðu kannski að þær séu meiri félagsverur? — Það er ekki ómögulegt. Að minnsta kosti koma miklu fleiri konur á fundi í verkalýðsfé- laginu en karlar, og það segir sína sögu. Þær virðast líka fúsari til að taka að sér það, sem þarf að gera. Það er áreiðanlega liðin tíð að konur séu tregar til að taka þátt í félagsstörfum og samstarfsvilji og félagsandi eru í bezta lagi. Almenn ánægja með bónus- kerfið — segir Guðbjörg Ásgeirsdóttir verkstjóri GUÐBJÖRG Ásgeirsdóttir er verkstjóri hjá Ishúsfélagi Is- firðinga og hefur gegnt því starfi í eitt ár. — Er algengt að konur séu verkstjórar hér um slóðir? — Enn sem komið er, er ég sú eina hér á ísafirði. Á næstunni byrjar hjá okkur í íshúsfélaginu kona, sem er um það bil að ljúka námi í Fiskvinnsluskólanum, og ein er í frystihúsinu á Hnífsdal, þannig að þetta er allt í áttina. — Þú hefur reynslu af því að stjórna vinnu unglinga f fshús- inu, — hvernig gekk það? — Alveg ljómandi. Þetta var í fyrrasumar og ég fékk það verk- efni að stjórna hópi um það bil fjörutíu unglinga á aldrinum 14 til 16 ára. Þetta er eitt það skemmtilegasta, sem ég hef fengizt við. í fyrstunni þurfti að halda krökkunum býsna ákveðið að vinnunni, en þau tóku vel tilsögn og voru fljót að komast upp á lag með það, sem þau áttu að gera. Þegar þau voru svo farin að kunna til verka og búin að gera sér grein fyrir því að þau voru komin í íshúsið til að vinna en ekki til þess að leika sér, þurfti engar áhyggjur af þeim að hafa. Þau voru viljug og samvizkusöm, en aðalatriðið var auðvitað það, að þau vildu vinna. — Nú hefur þú unnið lengi í frystihúsi. Langar þig aldrei til að reyna eitthvað annað? — Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef áhuga á þessari vinnu og þykir hún skemmtileg, sem kannski er ekkert skrýtið þegar þess er gætt, að maður er búinn að lifa og hrærast í þessu frá blautu barnsbeini, og að hér á Isafirði snýst svo að segja allt athafnalíf í kringum fisk. Álagið getur auðvitað orðið mikið, þegar mestu annirnar eru, en í íshúsfélaginu er aldrei unnið á kvöldin og aldrei um helgar, sem er mikill kostur. Ég segi ekki, að stundum finnist mér ég hafa of lítinn tíma til að sinna börnunum mínum, en ég geri ráð fyrir því að flestir útivinnandi foreldrar hafi sömu sögu að segja. Fiskvinna hefur marga kosti og hún er alls ekki tilbreytingalaus eins og sumir virðast halda. Hún er heldur ekki eins bindandi og margt annað, og þeir, sem reka Ishús- félagið eru mjög liðlegir með að gefa frí þegar eitthvað sérstakt er. — Hvernig láta konurnar í fshúsinu af því að vinna eftir bónuskerfi? — Mjög vel. Bæði kemur það vel út fyrir þær fjárhagslega og það er líka eins og tíminn sé ViðtöL’ Aslaug Ragnars Myndir: Úlfar Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.