Morgunblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 + Litla dóttir okkar, HELEN INGA, lést í Kaupmannahötn 19. apríl s.l. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Elísabet Pétursdóttir, Sigurður Björgúlfsson. Stóragerði 7. + Móöir mín, tengdamóöir og amma. SOFFÍA H. ÓLAFSDÓTTIR, lést aö kvöldi 27. apríl. F.h. vandamanna. Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Strand. Erla Strand, Faðir okkar, + ORMUR GRÍMSSON, Vífilsgötu 12, Reykjavík, andaöist 27. þ.m. Börnin. Maöurinn minn og faöir okkar HARRY M. KENDALL, andaöist þann 29. apríl í New York. Unnur E. Kendall og synir. + Maðurinn minn og faöir okkar, ÁSGEIR BERGMANN JÓNSSON, Sólheimum 23, andaöist að Hjartadeild Landspítalans aö morgni 30. apríl. Aðalbjörg Pálsdóttir, Már Asgeirsson, Dagný Asgeirsdóttir. + Hjartkær dóttir mín og móöir okkar. HALLDÓRA JENSDÓTTIR, Melabraut 2, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. maí kl. 13.30 Guðrún Halldórsdóttir, Sjöfn Friðriksdóttir, Jens Friðriksson. + Samúö og hjálpsemi og vináttuþel sýnt okkur vegna andláts og útfarar HILMIS BJARNASONAR stýrimanns Hlíöarvegi 46. sem lézt af slysförum 6. apríl, þökkum við heils hugar og biðjum guð að geyma ykkur öll. Aðalbjörg S. Guömundsdóttir, Bjarni Sigurösson. Þórunn Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Bjarki Bjarnason, Rannveig Óskarsdóttir, Sif Bjarnadóttir, Ýr Þórðardóttir, + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORBERGUR KJARTANSSON, kaupmaður Bollagötu 14, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 2. maí kl. 3. síðdegis. Guðríður S. Kjartansson, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kjartan O. Þorbergsson, Oddný Björgvinsdóttir, og barnabörn. Síðbúin kveðja: MargrétAmadóttir Þegar góðir vinir hverfa af sjónarsviðinu, þá leitar hugurinn til baka, liðnir atburðir líða um hugann eins og svipleiftur. Örlaganornirnar höguðu því svo, að ég og kona mín vorum á ferðalagi erlendis, er andlát Margrétar Árnadóttur bar að. Við höfðum rætt við hana deginum áður en við fórum og miðað við öll hennar veikindi undanfarna áratugi, þá gerðum við okkur vonir um að njóta saihfylgdar hennar nokkru lengur en raun varð á. Margrét Árnadóttir var fædd að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 3/10 1890. Voru foreldrar hennar séra Árni Þorsteinsson (frá Úthlíð í Biskupstungum af skaftfellskum og eyfirskum stofnum) og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Þerney. Miðað við okkar tíma var Margrét fædd í fornöld. Og í mínum huga minnti hún oft í framgöngu á ýmsa kvenskörunga í fornsögum okkar. Dugnaður, at- orka, skörungsskapur og harðfylgi í orðum og athöfnum voru ein- kennandi fyrir hana. Þegar Margrét var að alast upp á prestsetrinu á Kálfatjörn — yngst sinna systkina — um og upp úr síðustu aldamótum, þá var oftast af íbúum í hennar nágrenni farin sjóleiðin til Reykjavíkur á þeim frumstæðu farkostum, er þá tíðkuðust. Er mér minnisstætt, er hún lýsti slíku ferðalagi fyrir mér, þótt hér verði ekki tíundað. Hins vegar gefur þetta innsýn í bylting- una, sem hér hefir orðið í sam- göngum og öllu öðru frá hennar bernskudögum. Hún sagði mér ýmislegt um foreldra sína, sem hún bar mikla virðingu fyrir. Er mér minnisstætt, er hún lýsti harðfylgi móður sinnar um hrein- læti. Gólf og stigar munu hafa verið sandskúruð á þeim tíma og skyldu þá ekki gleymast fletir, sem minna bar á. Hreinlætisþörfin og kunnáttusemi í matargerð virðast víða ættarfylgja þessarar formóð- ur og er það vel. Mér var ungum sagt að mikið orð hafi farið af fríðleik þeirra Kálfatjarnarsystra í æsku og mun á engan hallað, þótt sagt sé að Margrét hafi verið ein allra glæsi- legasta blómarós sinnar samtíðar. Bera myndir af henni þess glögg- lega vitni. Skiptum nú um svið. Vorið 1923 kemur að Þorbergs- stöðum í Dölum hin unga, glæsi- lega og lundlétta prestdóttir. Munu fljótt hafa tekist ástir með henni og Agli Benediktssyni, sem var sonur bóndans Kristjánssonar dbr.manns Tómassonar og konu hans Margrétar Steinunnar Guð- mundsd. Voru þau gefin saman i hjóna- band 3. okt. sama ár. Egill hafði þá lokið búfræðinámi við Hólaskóla. Bjuggu þau í fyrstu á hluta af föðurleifð Egils en flytjast síðan að Vatnsholti í Laugardal og búa þar fram til ársins 1929. Áttu þau hamingju og velgengni að fagna þar eystra, er skyndilega ágerðist + Systir mín, SIGRÚN GUOMUNDSDÓTTIR, Karlagötu 17, Raykjavfk, andaöist aö Borgarspftalanum 27. apríl s.l. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Björn Guðmundason. + Útför móöur okkar, HELGU ÞÓRUNNAR JAKOBSDÓTTUR, fer fram frá fsafjaröarkirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 2. Böövar Sveinbjarnaraon og systkini. + Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturföður, tengdafööur og afa, SÉRA GARÐARS ÞORSTEINSSONAR, Sveinbjörg Helgadóttir, Aöalbjörg Garöarsdóttir, Bergur Hjartarson, Þorsteinn Garöarsson, Áslaug Slguröardóttir, Frlörik Garöarsson, Ásthildur Flygenring, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sævaldsson, og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför KRISTBJARGAR J. ÍSFELD, Bragagötu 31 B. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks aö Hátúni 10 B. Kjartan P. Kjartansson, börn, tengdabörn og barnabörn. veila í baki Egils, svo þau urðu tilneydd að bregða búi. Fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur og áttu nú á brattann að sækja. Kom sér nú vel að Margrét hafði numið matreiðslu og hússtjórn. Reyndi nú mjög á dugnað hennar og forsjálni. Kom þar strax árið 1930 að þau hjónin tóku að sér rekstur K.R.-hússins, sem þá stóð við tjörnina. Og árið 1935 taka þau við rekstri á Oddfellowhúsinu. Margrét hafði nokkru áður farið utan til frekara náms og fræðslu um veitingastarfsemi. Á þessum árum voru hér krepputímar — eins konar svart- nætti í atvinnumálum — en þau hjónin létu engan bilbug á sér finna og færðust æ meir í fang. Bættu á tímabili við sig veitinga- starfsemi á Stúdentagarðinum gamla að sumri til. Virtust þeim flestir vegir færir, þegar ýmsir aðrir gáfust upp. Miskunnarlaus vinna og ósérplægni virtist Margréti eins konar lífsnautn. Þannig voru eðlis- kostir hennar. Ég kynntist Margréti og Agli árið 1937 — fyrir 42 árum — og er það harla minnisstætt. Var það í sambandi við skemmtanahald, er F.U.S. Heimdallur gekkst fyrir. Stóðu þau viðskipti árum saman. Ég var gjaldkeri félagsins og komu því reikningsuppgjörin í minn hlut. Egill var dagfarsprúður maður og bjó yfir miklu jafnaðargeði. Ég kynntist því einnig strax í upphafi, að Margrét gat verið nokkuð hörð í horn að taka og fylgdist vel með öllu. En hún hafði vissulega mik- inn metnað fyrir sinn veitingastað. Var hún alltaf tilbúin að leggja nótt við dag, þegar mikið lá við. Þótt aldursmunur væri mikill, þá tókst brátt ágæt vinátta með mér og þessum hjónum. Hún átti eftir að verða enn ánægjulegri, aukast og endurnýjast, nokkrum árum eftir að framangreindum viðskiptum lauk, þegar ég kvænt- ist systurdóttur Margrétar. Egill og Margrét bjuggu um langt skeið að Tjarnargötu 26. Það er táknrænt, að tjörnin með sinni notalegu fegurð og fuglalífi, er alltaf þeirra næsti nágranni. KR-húsið gamla, Stúdentagarður- inn, Oddfellowhúsið og svo gamla biskupshúsið við Tjarnargötu. Dvölin þar kom eins og glæsilegur endapunktur á alla þeirra starfsemi í nágrenni tjarnarinnar. Og nú koma mér í hug veislurn- ar góðu af ýmsum tilefnum, sem fjölskyldur þessara ágætu hjóna urðu aðnjótandi í þessum gömlu og menningarlegu húsakynnum. Er minnisstætt með hvílíkum glæsibrag Margrét dúkaði borð sitt — hinn fagri borðbúnaður, er hún átti og kunni vel að hagnýta. Þá geislaði gestrisnin á andlitum beggja. Að jólum söfnuðu þau um mörg ár saman frændliði sínu — bæði tvö — og yngri kynslóðinni var þá einnig mætt. Einnig þá var vel að öllu hugað. Þess var ekki aðeins gætt að veitingar allar væru eins og best var á kosið, heldur var og kappkostað að fá alla til að vera þátttakendur í skemmtilegum jólaleikjum og unað lengi kvölds við söng og gleði. Þá voru þau hjónin samstillt og glöð á góðri stund. Þessari hátíða á heimili þeirra er gott að minnast. Þær gleymast ekki. Þau hjónin höfðu mikla ánægju af að setjast við spilaborð að kvöldi með góðum vinum. Mörg slík kvöld eru eftirminnileg og urðu til þess, að við hittumst oftar en ella hefði verið. Margrét spilaði af lífi og sál, ef svo má segja, hafði gaman af að tefla á tæpasta vaðið í sögnum og beita síðan klókindum við að bjarga sögninni fram hjá blindskerjunum. Þau fóru oft á kostum við spilaborðið hún og Sigurður Ágústsson í Stykkis- hólmi, sem giftur var Ingibjörgu, systurdóttur Margrétar. Dáði Margrét Sigurð mjög. Á slíkum kvöldum var oft kátt og hlegið dátt. Það er ekki vani, þegar við erum flutt í sumarbústað okkar að hreyfa spil, nema til að leggja kapal. Þegar Margrét birtist nokkrum sinnum á sumri hverju,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.