Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 l.....\ Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Gúrku- tíminn Fyrr í vikunni auglýstu garð- yrkjubændur, að nú væru gúrk- urnar á sumarverði, sem þýðir gott verð. Þá er tilvalið að grípa gúrkuna meðan hún gefst og elda nú eitthvað gott úr henni. Þar með er fyrsta grænmetis- uppskera sumarsins komin, svo óhætt er að segja að sumarið er snemma á ferðinni hjá græn- metisbændum og er það vel. Gúrkan og ættgúrkur hennar virðast vera upprunnar á Ind- landi. Rómverjar kynntu Evrópubúum hana, eins og svo margt annað austan að. Hún féll þó að mestu í gleymsku á mið- öldum, en á 16. öld fór vegur hennar vaxandi og hefur svo verið síðan. Gúrkur eru auðugar af C-vítamíni og innihalda einn- ig nokkuð af A-vítamíni. Sagt er, að það eigi alltaf að byrja að skera mjóa endann af gúrkun- um, því annars verði þær beizk- ar á bragðið, en ekki sel ég það dýrara en ég keypti. Einnig er oft mælt með því að strá salti á gúrkur, áður en þær eru mat- reiddar, svo að mesti safinn fari úr þeim, líkt og gert var við eggaldin, en það getur hver átt við sig. Hráar agúrkur hafa lengi verið vinsælar í hvers kyns salöt, en það má einnig útbúa heita gúrkurétti með góðum arangri. Góða skemmtun! Gúrkusalat (handa fjórum) Gúrkusalat hefur löngum þótt gott með fiski, ekki sízt með soðnum laxi. Við verðum að bíða með laxinn þar til hans tími kemur, en þangað til getum við borðað það með öðrum fiski og reyndar einnig með glóðar- steiktu lambakjöti. 1 væn gúrka 3 msk ýmir eða sýrður rjómi. en ýmirinn er mun fituminni 2 msk sítrónusafi ‘/2 tsk salt, helzt sjósalt nýmalaður pipar eða pipar- duft, svona eins og ykkur lfzt (V2 knippi graslaukur, þegar hann stingur upp kollinum) Afhýðið gúrkuna og skerið hana í þunnar sneiðar. Þetta tvennt er bezt að gera með góðum ostahníf. Stráið saltinu á, blandið vel og látið standa í 15 mín. Hrærið rjómanum og sítrónu- safanum saman og hellið yfir gúrkusneiðarnar. Piprið eftir smekk og stráið fínsöxuðum graslauk yfir, ef og þegar hann fæst, eða þið getið tínt hann úti í garði. Kælið vel, t.d. í 30 mín eða lengur í kæliskáp. Spaghetti með gúrku (Handa fjórum) Það er einföld kúnst að sjóða spaghetti og hún felst í því að sjóða það þar til það er „al dente" eins og ítalir segja sjálf- ir, þ.e. að það veiti tönnunum viðnám. Ofsoðið spaghetti er vægast sagt lítt lystugur matur. Vi væn gúrka 1 msk salt, helzt sjósalt 400 gr spaghetti 25 gr smjör eða 2 msk matarolía 200 gr reykt skinka, hamborg- arhryggur, reykt tunga eða venjulega söltuð skinka 200 gr rifinn ostur, gjarnan <)ðalsostur 1. Afhýðið gúrkuna og sneiðið hana í 1 cm þykkar sneiðar og skerið sneiðarnar síðan í tvennt. Stráið saltinu á þær og látið standa í 15—30 mín. 2. Setjið ofninn á 200°. 3. Sjóðið nú spaghettíið. Það gerir þið með því að hita nóg af vatni, gjarnan 3 1 og setja svo spaghettíið út í sjóðandi vatnið. Eftir 8 mín. skulið þið bragða á því og athuga, hvort það er soðið. Ef enginn fastur kjarni er i því, er það soðið, annrs ekki. Athugið aftur eftir 2 mín. Þegar það er soðið hafið þið snör handtök og hellið því í sigti og hristið vatnið úr. Setjið feitina út á, svo það límist ekki eins saman. 4. Skolið saltið af gúrkubitun- um og þerrið þá eftir megni. Skerið kjötið í teninga eða litla bita. Rífið ostinn. 5. Setjið spaghettíið í smurt, ofnfast mót og blandið öllu hinu saman við það. Bakið þetta nú í um 30 mínútur i miðjum ofni. Það er ágætt að setja álpappír yfir, eða lok, svo spaghettíið stikni ekki um of og harðni. Fyllt gúrka (Handa fjórum) Það er hægt að fylla gúrkur, rétt eins og t.d. tómata, lauk, papriku og eggaldin, með krydd- uðum hrísgrjónum. Fyllingin hér á eftir er eingöngu úr grænmeti, en ekki er lakara að setja t.d. rækjur, sama kjöt og í spaghettiréttinn, kjúklingabita eða aðra kjötafganga í. Eins er M£tí 56H nAC&'r riA vi-0( os- OO"M- \ ftte' Ty\ 06- 4Í/KÍH ejé-rr). gott að hella tómatsósu yfir, en ég hef áður gefið uppskrift af einni slíkri. Ég nefni 3 græn- metistegundir, svo þið getið tekið það sem fæst. Ég mæli eindregið með því að þið notið hýðishrísgrjón, fremur en hvít hrísgrjón, vegna þess að þau eru bæði bragðmeiri og hollari. Það er ekki sama, hvernig þau eru soðin. Vatnið á að vera tvöfalt hrísgrjónamagnið, svo þau nái að sjúga það allt í sig og verði þurr þegar þau eru fullsoðin. Potturinn má ekki vera of þröngur, því þá verður hrís- grjónalagið of þykkt og þau sjóðast ójafnt. En auðvitað getið þið notað þau hrísgrjón, sem ykkur líkar bezt. Eg sýð hrís- grjónin í kjúklingasoði. Ef þið notið teninga eða duft, skulið þið aðeins nota skammt, sem dugir í 5 dl., því annars verður bragðið of sterkt. 1 væn gúrka 1 msk gróft salt, helzt sjósalt 2 msk matarolía eða 25 gr smör 1 stór laukur 4 dl hýðishrísgrjón 3 negulnaglar, eða Vt tsk duft 3 allrahandakorn, eða V\ tsk duft 8 dl kjúklingasoð 100 gr sveppir eða 3 sellerí- stönglar eða 1 vænn blaðlaukur 5 nýir tómatar eða 1 lítil dós niðursoðnir tómatar 1. Afhýðið gúrkuna og skerið hana í tvennt að endilöngu. Holið hana úr með skeið án þess að gera gat á hana. „Veggurinn" á að vera um cm á þykkt. Geymið innmatinn og notið hann í salat, eða setjið hann saman við fyllinguna. Hitið feit- ina í pottinum, sem þið ætlið að sjóða hrísgrjónin í. Sneiðið laukinn i þunnar sneiðar og látið hann verða glæran og mjúkan í feitinni undir loki á vægum hita. Bætið síðan hrís- grjónunum út í og hrærið vand- lega í. 2. Hellið soðinu/ vatninu + soðduftinu yfir ásamt kryddinu, heilu eða í dufti. Setjið hitann á 4 (þar sem hæsta stillingin er 6, en 2 ef hæsta stillingin er 3), og látið suðuna koma upp. Setjið þá lokið á pottinn og lækkið hitann á 2 (eða 1). Nú eiga hrísgrjónin að sjóða þar til vatnið er allt gufað upp og þau orðin þurr. Hrærið ekki í á meðan. Þetta tekur um 30 mín. Grjónin mega gjarnan jafna sig í pottinum eftir suðuna í 5—10 mín., en auðvitað ekki á sjóðandi heitri plötunni, því þá brenna þau við. 3. Setjið ofninn á 200°C. Skol- ið saltið af gúrkunni og þerrið. 4. Bakið gúrkuna í heitum ofninum í 15—20 mín., þar til hún er farin að mýkjast svolítið. 5. Hreinsið það grænmeti sem þið notið, skerið sveppina í 2—4 bita eftir stærð, en sneiðið selleríið og blaðlaukinn. Afhýðið tómatana, ef þið notið nýja, en látið renna vel af þeim niður- soðnu. Safann getið þið notað í súpur, sósur eða eitthvað annað eða fryst hann til betri tíma. Bætið grænmetinu út í hrís- grjónin, þegar þau hafa soðið í 15 mín., ásamt innmatnum úr gúrkunni, ef þið notið hann. 6. Þegar hrísgrjónin eru soð- in, getið þið saltað þau, en einkum piprað. Hellið þeim yfir gúrkuhelmingana. Vegna þess hve gúrkur eru oft mjoar, skulið þið ekki örvænta þótt hrísgrjón- in færi gúrkuna á kaf. Bragðið versnar ekki við það. Nú á gúrkan að bakast í um 30 mín. í5 miðjum ofni. Margrét Ingimars- dóttir—Kveðjuorð Föðursystir mín Margrét Ingi- marsdóttir lézt í Borgarspítalan- um síðla kvölds hinn 21. apríl eftir stutta legu. Hún var elst þriggja barna, en foreldrar hennar voru sæmdar- hjónin Marsibil Gestsdóttir og Ingimar Jónsson. Fæddist hún að Kirkjuhvammi í Vestur-Húna- vatnssýslu hinn 25. apríl 1914, en óst upp að Hvammstanga ásamt systkinum sínum þeim Vigdísi og Ólafi. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem hirtast á í mið- vikudagshlaði, að berast í síð- asta jagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstaítt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í scndibréfsformi eða hundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili. Hugur Margrétar hneigðist fljótt að verslunarstöfum og ung að árum byrjaði hún að vinna við verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Seinna lá leið hennar suður til Reykjavíkur, eins og svo margra annarra á þeim tímum, og þar lagði hún grund- völlinn að ævistrfi sínu. Eignaðist hún hluta í versluninni Gullbrá og síðan hluta í versluninni Vestu að Laugavegi 40. Seinna stofnaði hún Prjónastofuna Snælduna. Ekki átti Margrét kost á langri skólagöngu en þeirrar bókhalds- og vélritunarkunnáttu sem henni ver nauðsynleg aflaði hún sér á námskeiðum. Hún var bæði kraft- mikil og framsækin kona, og hafði til að bera það þor og þann vilja sem þurfti til að reka fyrirtæki sitt farsællega. Lán hennar var ekki síst fólgið í því, að margar úrvalskonur unnu hjá henni svo árum skipti. Margrét hafði yndi af ferðalög- um og á sínum yngri árum brá hún sér nokkrum sinnum til útlanda. Myndir úr þeim ferðum bera þess glöggt vitni hvað hún hefur verið glæsileg kona. Hérna heima voru ferðalögin oft í tengslum við verslunarreksturinn, en þær voru ófáar söluferðirnar sem hún fór vítt og breitt um landið. Margrét var listaskrifari og öll pappírsvinna fór henni mjög vel úr hendi. Fyrir nokkrum árum þegar kraftarnir tóku að þverra, seldi hún prjónastofuna og freistaði þess að fá sér umfangsminni vinnu. Það gekk bagalega, því það var ekki hlaupið að því fyrir konu á hennar aldri að fá vinnu sem henni hæfði. Skömmu seinna missti hún heilsuna, og þá var eins og grá móða legðist yfir líf þessarar miklu athafnakonu. Þó hún flíkaði ekki tilfinningum sín- um þá var athafnaleysið henni oft erfitt. Um kynni mín af Margréti vil ég það segja, að á fyrstu búskapar- árum foreldra minna veit ég að hún var þeim mikil stoð og oft gladdi hún okkur systkinin með glæsilegum gjöfum. Ekki máttum við heldur koma svo niður á prjónastofu að við færum ekki úttroðin tii baka eða klædd í glænýjar peysur. Um helgar lá leið okkar oft austur fyrir fjall eða út í Skerjafjörð. Stundum brugðum við okkur upp í sumarbústaðinn hennar við Elliðavatn og þar var ýmist gripið í spil, sungið eða leikið. Að síðustu langar mig fyrir hönd móður minnar og systkina að biðja Margréti blesunar og þakka henni fyrir allar samverustundirnar Marsibil Ólafsdóttir BARNIÐ ÞITT Bamið þitt Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bók sem nefnist Barnið þitt. Hún er ætluð foreldrum sem vilja halda til haga ýmsum fróð- leik um þroskaferil barna sinna fyrstu árin. Er til þess ætlast að upplýsingar um ýmislegt sem slíkt varðar séu færðar inn í bókina: Fæðingin (þyngd og lengd barns við fæðingu o.s.frv.), skírnin, fjöl- skylda barnsins, vöxtur þess, þroski, heilsufar, samskipti við umhverfið, leikir og fyrstu spor á skólagöngu. — Bókin er prýdd teikningum eftir Jacqui Ward. Margrét Jónsdóttir þýddi bókina, sem prentuð er í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.