Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 7 Vegakerfiö um umferöar- skattar Fróðlegt er að glugga lítilsháttar í, hverjar eru tekjur ríkissjóðs af bif- reiðainnflutningi og ben- sínsölu annars vegar og hvað af beim tekjum rennur til vegaviðhalds og vegagerðar hins veg- ar. Áætlaö er að skatt- hlutur ríkissjóðs í bensín- verði almennings á líð- andi ári verði hvorki meira nó minna en taapir 17 milljarðar króna (tollar og söluskattur 9.500 m.kr. og bensíngjald 7.360 m.kr.) Ekki er Þó allt tíundað sem bifreiða- eigendur verða að greiða í ríkissjóð. Innflutnings- gjöld bifreiöa, sem renna í ríkissjóö, eru áaatluð skv. fjárlögum 4.300 m.kr. Þá eru ríkiaskattar á bif- reiðaeigendur vegna inn- flutningsbifreiða og í bensínverði komnir í rúmlega 21 milljarð króna. Af Þessari feikn- stóru fjárhæð rennur að- eins 1/3, eða 7.3 milljarð- ar króna, í Vegasjóö eöa til vegaframkvæmda. Þaö er einkar athyglis- vert aö tollar og sölu- skattur af bensíni eru áætlaðir skv. nýrri endur- skoðaðri áætlun Þjóð- hagsstofnunar tveimur milljörðum HÆRRI nú en á fjárlögum um áramót. Aftur á móti er bensín- gjald, sem rennur til vegagerðar, áætlað LÆGRA en í fjárlögum vegna minni sölu. Það er Því stefna núverandi rík- isstjórnar að ríkissjóður eigi að hagnast um 2 milljarða króna í auknum skattaálögum, sem leggj- ast ofan á hækkað inn- kaupsverð á bensíni og sköttum sem fyrir eru, en vegasjóöur og par meö vegaframkvæmdir á ár- inu eiga að tapa 330 m.kr. á sama tíma vegna minni sölu, er rætur á í verð- sköttun stjórnarinnar sjálfrar. Hann stendur sig vel í Þessum málum, eða hitt Þó heldur, sá nýi vega- málaráðherra, sem gum- ar af vegaáætlun til 4ra ára, felur í sór verulega rýrnun vegaframkvæmda nú, 1979, en nokkra — en ekki stórhuga aukningu síðar á ætlunartímanum, enda gerir hann sjálfsagt ráð fyrir að purfa ekki að standa við fyrirheitin, eins og heilsufari ríkis- stjórnarinnar er háttað. Framanritaðar upplýs- ingar eru sóttar t Þing- ræðu Lárusar Jónssonar um vegaáætlun, sem birt veröur á pingsíöu Mbl. innan tíðar. Bundiö slitlag á þjóövegi Nú eru í landinu 260 km af Þjóðvegum, utan Þétt- býlis, meö bundnu slit- lagi. Vegagerð ríkisins áætlar aö Það sé arð- bært, borgi sig vegna sparnaöar í viöhaldi vega og rekstri bifreiða aö leggja bundiö slitlag á 2000 til 2500 km af ís- lenzkum Þjóðvegum. Samkvæmt vegaáætlun vinstri stjórnar nú yröu 200 km lagðir bundnu slítlagi, ef fjáröflun skv. áætluninni stenzt. Með Þeim verkhraða, sem vinstri stjórnin, sú sem sífellt hækkar skatttekjur af umferð til almennrar eyðslu ríkissjóös, ráðger- ir, tekur Það 30—40 ár að leggja bundið slitlag á framangreindan hluta vegakerfisins (2000—2500 km.). Þingmenn Sjálfstæðis- flokks lögðu fram á nýliðnu Þingi tillögu um mótun stefnu í vegamál- um, sem gerði ráð fyrir 15 ára verkáætlun um varanlega vegagerð — í Þremur 5 ára fram- kvæmdatímabilum. í Þeirri tillögu er m.a. mörkuð skýr stefna um fjáröflun, gagnstætt Því sem gert er í nýrri vega- áætlun vinstri stjórnar- innar. Fjáröflun, skv. til- lögunni, var í fjórum lið- um: 1) Auknir skattar af umferð, frá Því sem var um sl. áramót, renni óskiptir til vegafram- kvæmda, 2) happdrættis- lán að fjárhæö 2000 m.kr. á ári verði tekin til pessa verkefnis, 3) framlag byggðasjóös til vega- sjóðs yrði 1000 m.kr. á ári, 4) erlend lánsfjáröfl- un til ákveðinna verk- efna, sem skila sér fljótt í sparnaði. Vegaviðhald malar- brauta, sem bera ákveð- inn umferöarpunga, er svo kostnaðarsamt, að bundið slitlag er bein sparnaðaraðgerð fyrir ríkissjóð, aö ekki sé talað um sparnað bifreiðaeig- enda í minna viðhaldi og minni bensíneyðsiu öku- tækja. Smásálarskapur stjórnvalda í varanlegri vegagerð er Því dýr, bæði Þjóðarheildinni og bif- reiöaendingu ökutækja og auknum viðhalds- kostnaði og bensíneyðslu vegna forneskjuvega okkar. Við erum langt á eftir öllum nágrönnum okkar, einnig Færeying- um, í varanlegri vega- gerð. Hér dugar ekkert 2ja mín. píp til að knýja áfram breytingar. Sá hemill á, framtak á pessu sviöi, sem í ráðherrasæt- um situr, Þarf aö víkja, svo ný sjónarmið ráði ferð. 'sumarsýnfng Laugardag og sunnudag 26. og 27. maí kl. 9—6 endurtökum viö útisýningu á eftirtöldum hlutum viö verslunina aö Laugavegi 168. Baco ál-gróöurhús. Þau fást í tveim stærðum 8x8 fet og 8x12 fet, og koma tilbúin til uppsetningar meö tilsniðnu gleri, þéttilistum og ööru sem til þarf. Auk þess fylgja hverju húsi þakgluggar, opnanlegir rimlagluggar, þakrennur o.fl. Nákvæmar teikningar og leiöbeiningar um uppsetningu fylgja. Veröið er mjög hagkvæmt. Útileiktæki fyrir börn t.d. rólur, vegasölt og rennibrautir. Ofangreindir hlutir eru fyrirliggjandi en birgöir takmarkaöar. Verslunin er opin laugardag kl. 9—12. Sjón er sögu ríkari. , II HANDID Tómstundavörur ffyrir heimili og skóla Laugavegi168, sími29595 Einbýlishús á Flötunum óskast til kaups Óska eftir aö kaupa einbýlishús á Flötunum í Garöabæ. Æskilegt er aö svefnherbergjafjöldi sé ekki færri en fjögur. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega leggi nöfn sín ásamt símanúmeri og heimilisfangi inn á auglýsingadeild Morgunblaösins merkt: „Trúnaðarmál — 3170“ fyrir 2. júní n.k. Hvítasunnukappreiðar Félagiö heldur sínar árlegu kappreiöar 2. hvíta- sunnudag á Skeiðvelli félagsins aö Víðivöllum. Keppnisgreínar Skeið 150 m og 250 m. Stökk 250 m, 350 m og 800 m. Brokk 800 m. Góðhestakeppni í A og B flokkum. Unglingakeppni í hestamennsku. Skráning hesta í allar greinar, fer fram á skrifstofu félagsins næstu daga kl. 13—18, og lýkur mánudaginn 28. maí kl. 18. Hestamannafélagiö Fákur. Söngskglinn í Reykjavík Skólaslit Söngskólans veröa í tónleikasal skólans að Hverfis- götu 44 sunnudaginn 27. maí næstkomandi kl. 15. Vortónleikar skólans eru sama dag kl. 19 í Gamla bíói. Skólastjóri. Tónlistar snillingurínn Howard Beaumont er mættur til leiks á Baldwin orgel og Skemmtara. í Eden Hveragerði í dag Uppstigningardag frákl. 15-19 og aftur á sunnudag 27.5. kl, 15-19 í Hljóðfæraverslun Pálmars Árna Grensásvegi 12 á föstudag 25.5. kl. 14-19 og laugardag 26.5. kl. 15-18 Missið ekki af þessum frábæra snillingi. Aðgangur er allstaðar ókeypis. Hljóðfæraverslun ifTP^LMÁRS 'AmhHÍ GRENSÁSVEGI 12 SÍMI 32845

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.