Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Sænsk-íslenzk- ur kammerkvintett kemur til íslands Sænsk-íslenzkur kammerkvint- ett mun í næsta mánuði halda til íslands í tónleikaferð, en kvintett þessi heitir Malmö-kammarkvint- ett og starfar eins og nafnið bendir til í Málmey í Svíþjóð. Kvintett þennan skipa Janáke Larson píanóleikari, Einar Svein- björnsson fiðluleikari, Ingvar Jónasson víóluleikari, Guido Veechi sellóleikari og Kristina Mártensson kontrabassaleikari. Malmö-kammarkvintett kemur til landsins hinn 1. júní n.k. og heldur síðan í tónleikaferð út á land. Verða fyrstu tónleikarnir á Húsavík kl. 17 á laugardag 2. júní, síðan verður spilað í kirkjunni í Tveggja daga mótshald votta Jehóva Um þessa helgi halda vottar Jehóva á Islandi tveggja daga mót í safnaðarheimili sínu á Sogavegi 71 í Reykjavík. Dagskrá mótsins mun yeinkum fjalla um drottinhollustu kristins manns við skapara sinn, og boðun fagnaðarboðskaparins um ríkið sem allir vottar Jehóva taka Siglufirði kl. 15 annan dag hvíta- sjnnu 4. júní og þriðju og síðustu tónleikarnir úti á landi verða á ísafirði miðvikudaginn 6. júní kl. 21 í Alþýðuhúsinu. Síðustu tón- leikarnir eru síðan ráðgerðir í Reykjavík föstudagskvöldið 8. júní kl. 19:15 í Austurbæjarbíói. Eru þeir á vegum Tónlistarfélagsins. Á efnisskrá tónleikanna, sem er hin sama á öllum stöðunum, er sónata fyrir fiðlu, víólu, selló og kontrabassa eftir Rossini, Notturno eftir Jónas Tómasson og kvintett eftir Schubert, Silunga- kvintettinn. Verk Jónasar Tómas- sonar, Notturno, er samið sérstak- lega fyrir Malmö-kammarkvintett og verður frumflutt í þessari tónleikaferð. Þá hefur kvintettinn einnig fengið samin fyrir sig 3 önnur verk, tvö eftir Sven-Erik Johansson og eitt eftir Jónas Tómasson og verður verk Jónasar og annað verk Sven-Eriks flutt í Skálholtskirkju á tónleikum kammarkvintettsins þar til kl. 16 laugardaginn 9. júní. Malmö-kammarkvintett hefur 3—4 síðustu árin leikið víða í Svíþjóð og Noregi og leikið fyrir útvarp í þessum löndum. Malmö-kammarkvintett, frá vinstri: Einar G. Sveinbjörnsson, Janáke Larson, Ingvar Jónasson og standandi Kristina Mártensson og Guido Vecchi. þátt í. Allmargt gesta utan af landi mun sækja mótið en söfnuðir votta Jehóva á íslandi eru þrír talsins. Dagskrá verður flutt í formi erinda, viðtalsþátta og stuttra leikþátta. Aðalræðu mótsins flytur Svanberg K. Jakobsson á sunnudag kl. 14.00 og nefnist hún „Stöndumst prófraunina á hollustu kristins manns." VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK <§)_________e> Þl AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR í MORGI NIiLADIM Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra leikara í dag AÐALFIJNDUR Bandalags ís- lenskra leikfélaga verður hald- inn í Reykjavík í Iðnó uppi laugardaginn 26. maí nk. og í tengslum við hann verður haldin tæknikynning. Aðildarfélög bandalagsins eru nú 71, dreifð um allt land. Banda- lagið gengst árlega fyrir nám- skeiðum fyrir áhugaleiklistarfólk og í ágúst nú í sumar verður haldið námskeið fyrir leikmynda- gerðarfólk að Varmahlíð í Skaga- firði. Kennari verður Pekka Oja- maa frá Finnlandi. I stjórn bandalagsins eru: Jón- ína Kristjánsdóttir, Keflavík, for- maður, Magnús Guðmundsson, Neskaupstað, varaformaður, Rún- ar Lund, Dalvík, ritari, Sigríður Karlsdóttir, Selfossi, og Trausti Hermannsson, Isafirði, með- stjórnendur. Bandalagið tekur virkan þátt í norrænu samstarfi áhugaleikara NAR (NORDISK AMATÖRTEATERRAD) og munu nú í sumar fara 7 þátttakendur á norrænt námskeið áhugaleikara sem haldið verður í Finnlandi í júlímánuði næstkomandi. Einnig mun Leikfélag Húsavíkur fara í leikferð til Danmerkur og Svíþjóð- ar með styrk frá NAR. Formaður NAR er Helga Hjörvar, en fulltrúi íslands í stjórn NAR er Jónína Kristjánsdóttir. Bandalagið tekur einnig virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi áhuga- leikara IATA/AITA og situr Jón- as Árnason rithöfundur sem full- trúi þess í 12 manna ráði IATA. Á þessu ári hafa 5 íslenskir áhuga- leikarar sótt námskeið IATA. Sýndir verða: Lada 1200, Lada 1200 station de luxe. Lada 1500 Topaz, Lada 1600, Lada Sport. UAZ 452 Torfærubíll. UAZ 469B Torfærubíll. verður haldin í DAG og Á M0RGUN að Suöurlandsbraut 14, bakhúsi. Komið, skoðið og reynsluakið Lada Sport Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Seðartandsbtaiil U - Reykjavík - Simi 38800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.