Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979
. HLAÐVARPINN ,
hœttanhluti
afánœgjunni”
• ÁhuKamál fólk.s cru misjöfn og mör){. Sumir
eyða frístundum í söfnun cða nostur hvcrs konar,
aðrir stunda útilciki. Flestir reyna að iétta af sér
far^i hvunndaKs ok lina lfkamsstreytu. Sjaldgæf-
ara cr að menn íckkí á sig harðindi og sæki í
lífsháska. I>ar á móti kcmur þó spenna
æfintýralönKun. Einn klúbhur slfkra æfintýra-
manna cr íslcnzki Alpaklúbburinn, hópur manna
scm hvorki berst við tófu eða lax, lóð eða að koma
hnctti í mark. en hcfur aftur á móti yndi af að
kljást við fjalltinda.
Nafnsins vegna mætti halda að um væri að ræða
aðdáendaklúbb náttúruskoðara í Ölpum Mið-Ev-
rópu. „Þetta er alþjóðlegt orð, Alpar, og á ekkert
skylt við útlönd sérstaklega" sagði einn stofnenda,
Sighvatur Blöndahl. „Markmið okkar er aðallega að
klífa fjöll erlendis en við göngum einnig á fjöll
innanlands."
Hvaða fjöll hafið þig sigrað utanlands?
„Þau eru orðin allmörg, en nafnkunnust þeirra eru
eflaust Matterhorn, Eigertindur og Breithorn í
Sviss. Einnig Mont Blanc í Frakklandi. í júní
næstkomandi er hugmyndin að fara til Alaska og
klífa McKinley, hæsta fjall Norður-Ameríku og
sennilega kaldasta fjall heims."
Hvernig standið þið straum af þessum ferðum?
„Kostnaðinn greiðum við úr eigin vasa. Það hefur
á hinn bóginn hjálpað okkur að Morgunblaðið hefur
keypt einkarétt af frásögum og myndum úr mörgum
ferða okkar."
Sighvatur sagði félagsmenn klúbbsins um hundr-
að og tuttugu manns, þótt yfirleitt væri það mjög
smár hópur manna, sem tæki þátt í ferðum
utanlands, t.d. færu einungis fjórir nú til Alaska.
Félagsfundir sagði hann að væru haldnir einu sinni í
mánuði og sömuleiðis væru að jafnaði æfingar einu
sinni í mánuði á ólíkum stöðum út um land.
Eru fjallgöngur dýr íþrótt?
„Það er mismunandi" sagði Sighvatur" en þó
áætla ég að fullkominn útbúnaður til fjallgangna
utanlands kosti ekki minna en eina milljón.“
Að lokum var Sighvatur spurður hvort Islenzki
Alpaklúbburinn væri samtök glæframanna.
„Engann veginn. Áhættan er að vísu hluti af
ánægjunni. Varkárni er engu að síður fyrsta boðorð
fjallgöngumanns. Ef hann gætir þess að viðhafa
fulla aðgát og hefur allan þann búnað sem til þarf er
hann nokkuð öruggur. Sá möguleiki er ætíð fyrir
hendi að illa fari, en það á auðvitað einnig við í
öðrum íþróttagreinum. Það er hlutur sem menn
verða að læra að leiða hjá sér.“
FJALLGÖNGUR
v
MATTERHORN FRÁ ÓVENJULEGU SJÓHARHORNI — Flmm félagar íslenzka Alpaklúbbsins klifu tindinn
sumarið 1976.
STÆLT & STOLIЗSTÆLT & STOLIЗST
Noregspistill
• Bréfritari Austurlands í Bergen
skrifaði ekki alls fyrir löngu bréf í
málgagnið þar sem hann
hneykslast á frásögnum frétta-
ritara Morgunblaðsins í Neskaup-
stað. Segir hann að svona lýsingar
eigi „að eyðileggja álit
kommúnistameirihlutans út á við“
og séu þær „óravegu frá því að
gefa raunhæfa heildarmynd af
ástandi mála í kaupstaðnum.”
Er það mikill styrkur litlu
landsmálablaði að eiga í bak-
höndinni pistlaritara sem ritað
getur um fréttaskrif í Morgun-
blaðinu frá Noregi.
Nýyrði
Gíf lpnr ur-
hai ync •ð- li
• Með /lgjandi fyrirsögn fylgdi
fréttabréfi utan af landi í Morgun-
blaðinu og er ekki að efa að orðið
harðyndi kom mörgum lesenda
nýstárlega fyrir sjónir. „Harðyndi"
er ekki útskýrt í orðabókum og vekur
enn fremur athygli að ekki er talað
um gífurlegt harðyndi heldur notuð
fleirtala. Hér hefur prentvillupúkinn
með sanni farið á kostum.
Ngr Iggamœlir
• Ný armbandsúr eru væntanleg
á markað fljótlega sem eru með
þeim kostum gerð að taki eigand-
inn eða nærstaddur viðmælandi
upp á því að skrökva blikkar ljós á
úrskífunni. Bandaríska tímaritið
Newsweek skýrði frá þessum
kynjagrip nýlega og kvað galdur-
inn fólginn í einkar næmum radd-
nema í úrinu er greint gæti streitu
í rödd lygalaupsins. Þessi uppfinn-
ing er stórmerk og verður vonandi
í lög leitt að þeir er ábyrgðar-
stöðum gegna beri lygamælinn að
staðaldri, þótt hætt sé við full-
mikilli ljósadýrð í einstökum
sölum ef úr yrði. Myndin sýnir
lygamæli með gamla laginu.
Stgrkjum Dani
• Tekjur Dana af ferðalögum
íslcndinga 1978 voru meira en
sjö hundruð milljónir íslenzkra
króna segir í fréttablaði frá
Ferðamálaráði. Upphæðin var
fimm af hundraði minni en árið
áður.
Beinar og óbcinar,
gjald eyristekjur
Islendinga
af erlcndum ^
ferðamönnum voru*
um 10,3 milljarðar
ísl. kr. 1978.
GrandPrixog
• Þegar landinn hlýtur frama
erlendis er Þaó frétt. Sætir furðu
er afburðamenn búsettir hérlend-
is geta sér oröstír með milljóna-
Þjóðum en er að engu getið í
íslenzkum fjölmiðlum. Á fjörur
Hlaðvarpans rak nýlega eintak af
norska tímaritinu „Frimerker som
Hoppy“ par sem skýrt er fré Því
að islendingurinn Sigurður H.
Þorsteinsson A.I.J.P. — S.O.P.
hafi réðist til tímaritsins sem
aðstoðarritstjóri. Út af fyrir sig
telst Það ekki sómastrik á heims-
mœlikvarða, en miklu forvitnilegri
afrekaskrá Sigurðar H. Þorsteins-
sonar, rakin í svipmynd tímarits-
ins. Þar er meðal annars vitnað í
heimildina „The International
Who is Who of Intellectuals" sem
gefin er út i Cambridge.
NAFNBÆ TURHBi
I svipmyndinni segir að Siguröur
hafi verið rektor bæði grunnskól-
ans og framhaldsskólans á
Hvammstanga frá 1975. Sem kenn-
ari hefi hann komið víða viö sögu
en á árunum 1955 til 1962 hélt
hann erindi í íslenzka ríkisútvarpinu
um margvísleg málefni. Síðan 1976
hefur hann m.a. átt sæti í nefnd
sem endurskipuleggja á skólakerf-
ið í norðvesturhluta landsins.
Siguröur gengdi trúnaöarstööu
fyrir Landsbanka islands
1953—1962 og hefur verið félagi í
ráðgjafarnefnd íslenzkra póstyfir-
valda síðan 1972, einnig formaður
nefndar sama aöila i tengslum viö
hundraðáraafmæli íslenzka frí-
merkisins. Frá 1976 segir blaöiö
hann hafa verið forseta í menning-
arnefnd Lions International.
Sigurður H. Þorateinsaon.
fjögurgullverðlaun
„Frimerker som Hoppy“ segir hann
einnig hafa skipulagt og lagt grunn
að frímerkjaklúbbum um ísland vítt
og breitt og rhyndaö „íslenzka
frímerkjafræöingasambandið".
Hann var forseti þess til 1976 er
hann varð heiöursforseti. Frá 1965
hefur hann verið „kommissjóner"
alþjóðlegra frímerkjasýninga á ís-
landi og forseti íslenzka frímerkja-
fræöiþingsins síöan þaö hófst. Sem
sérfræðingur hefur hann verið
fenginn til aö staöfesta hvort nýút-
gefin frímerki eru fölsuö eöa ekki
frá 1970. Á páskum skipulagði
hann menningarviku á Hvamms-
tanga, meö list, skáldskap, alþýðu-
fróðleik og tónmennt.
„Þessi mikli hæfileikamaöur hef-
ur einnig tekið þátt í ótal útgáfum
„segir tímaritið," og var kvikmynda
og listagagnrýnandi Alþýöublaös-
ins frá 1954 til 1960. Hann hefur
gefið út mörg tímarit, meðal annars
um stjórnmál og frímerki og hefur
birt meira en tvö þúsund greinar í
íslenzkum og erlendum tímaritum."
Þá eru nefnd nokkur rit og
bækur sem liggja eftir Sigurö og
einnig kemur fram aö hann skrifaði
fyrstu vísindaskáldsöguna sem út
kom á íslenzku og flutt var í útvarpi;
„Milljón mílur heim“ (1959). „Hann
vann Alþjóölegu Grand Prix verð-
launin fyrir frímerkjafræöiskriftir í
Kaupmannahöfn 1976 og hefur
hlotiö fjögur gullverölaun á þjóö-
legum frímerkjasýningum auk þess
að hafa tekið á móti nokkrum
silfur- og bronspeningum og marg-
víslegum öörum heiöursviöurkenn-
ingum.”
Hér lýkur tilvitnun. Hlýtur þaö að
teljast fámennri eyþjóö heiður er
landinn fær slíkan uppslátt í blöö-
um erlendis.