Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979
15
rar
/
fljótir að læra söngva og leiki
barnanna.
Snemma kom það Upp hjá fram-
kvæmdanefndinni að enda þessa
hörpugleði myndarlega með því að
fara út fyrir Reykjavík og leika
sér þar. Og á laugardaginn var svo
haldið af stað í 10 rútubílum, 540
manns, börn og aðstandendur
þeirra. Sjálfsagt þótti að bjóða
upp á pylsur og aðstaða fengin í
Víkingsskálanum til að hita þær.
Síðan afgreiddu foreldrar úr
framkvæmdanefndinni og aðrir
pylsur með öllu handa öllum í hléi
milli leikja.
Það var kátur og ærslafullur
hópur sem hljóp og skemmti sér á
Kolviðarhólstúninu. Þar fóru for-
eldrar og börn í boltaleik, snú,
snú, naglaboðhlaup, pokaboð-
hlaup, reiptog, fótkrók o. fl. Síðan
var haldið að Víkingsskálanum í
pylsurnar og á eftir farið í ýmiss-
konar keppni og sungið saman.
Heim var komið um sexleytið. Það
var glaður hópur, sem hélt heim
til Reykjavíkur.
En hvað svo? spyrjum við Inga.
Þetta var tilraun, sagði Ingi, nú
þarf að setjast niður og athuga vel
framhaldið. Mér er ljóst, að svona
starf dregur dám af árstímanum.
Að haustinu þarf þetta að hafa
annan blæ. Framkvæmdanefndin
er ekki búin að gera úttekt á
tilrauninni, en allir eru þó sam-
mála um að þráðinn verði að taka
upp aftur. Það var einstaklega
gott og duglegt fólk sem valdist til
framkvæmdanna og auðvitað er
Mömmu og dóttur miðar vel
áfram í þrífótahlaupi (fætur
þeirra bundnir saman) f
keppni við feðga. Þarna er
bóra Kristjánsdóttir á ferð
með dóttur sinni.
það því að þakka, hversu vel tókst
til. En þetta átak hefur sýnt að
ýmislegt er hægt að gera, ef vilji
er fyrir hendi, þótt ekki kosti það
mikla peninga. (í ferðinni greiddi
hver 1000 kr.) En það útheimtir að
vísu heilmikla fyrirhöfn. Það er
mjög skemmtilegt að finna við-
brögðin við þessu, og sjá hve fólkið
skemmtir sér vel. En það verður
vandi að skipuleggja þetta áfram.
En ég held að þetta hafi spírað hjá
okkur og sé góður vísir að áfram-
haldandi starfi.
- E.Pá.
Skólastjórinn og framkvœmdanefndir í pylsuafgreiðslunni: Ingi
Kristinsson. Gerður Pálmadóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Arason og Guðrún
Norberg. Fyrir framan þau standa tveir neytendur.
Beethoven tónleíkar
Efnisskrá:
Beethoven Leonore-forleikur nr. 3.
Píanókonsert nr. 1.
Sinfónía nr. 4.
Stjórnandi: John Steer.
Einleikari: Leonidas Lipovetsky.
Leonora-forleikurinn var mjög
vel leikinn af sinfónikkerunum
okkar, enda er verkið magnaður
galdur og stjórnandinn var góð-
ur. John Steer er kvikur og
lifandi i stjórn sinni og fékk
ýmislegt skemmtilegt út úr
hljómsveitinni. Um það leyti,
sem Beethoven var að gefa út tvo
fyrstu konsertana sína, hefur
hann þegar lokið við þann
þriðja, en bíður eftir tækifæri til
að flytja verkið. í bréfi rituðu í
Vín 15. desember árið 1800, til
Hofmeister í Leipzig, býður
Beethoven fjögur verk til útgáfu
og þar á meðal „píanókonsert,
sem ég raunverulega get ekki
sagt að sé með beztu mínum. og
raunar gildir einnig fyrir ann-
an, sem verður gefinn út hér af
Mollo, vegna þess að ég vildi
halda þeim betri fyrir sjálfan
mig í næstu hljómleikaferð.** í
næsta bréfi verðleggur Beethov-
en verkin til útgáfu og vill fá 20
dúkata fyrir 1. sinfóniuna op. 21,
sömu upphæð fyrir píanósónöt-
una í B-dúr, ópus 22 og aftur 20
dúkata fyrir septettinn, ópus 20,
en aðeins 10 dúkata fyrir píanó-
konsertinn, ópus 19. í bréfi til
Breitkopf og Haertel, dagsettu
22. april 1801, kemur fram að
annar konsertinn, ópus 19, er
saminn fyrr og útgáfa hans ekki
verið ætluð fyrr en Beethoven
hafði haft tækifæri til að leika
hann og fullgera. píanóröddina
eins og kemur fram í bréfi til
Hofmeister, dagsettu sama dag
og bréfið til Breitkopf: „T.d. átti
ég eftir að rita pfanóröddina í
raddskrána. sem ég venjulega
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
geri síðast, en hef nú lokið við
og til að koma í veg fyrir
frekari tafir, sendi ég yður
verkið í eigin handriti (þ.e. 09)
þó illlæsilegt sé.“ Beethoven
hafði eftir því sem vitað er af
heimildum, mjög sérkennilegan
leikstíl og vakti leikur hans því
ekki aðeins athygli fyrir yfir-
burða tækni, heldur og sérstæða
og magnaða túlkun, sem stakk
nokkuð í stúf við mjósleginn
píanóstil samtímans. A meðan
Beethoven kom fram sem píanó-
leikari, voru konsertarnir því
nokkurs konar aukanúmer.
Flutningur á 1. konsertinum
var kraftmikill hjá Leonidas
Lipovetsky, en ekki hnökralaus.
Eitt af því sem gefur tónlist
Leontd&K LipovptNky John St«r
kraft er stundvísi í tóntakinu. Ef
tónninn er vakinn eins framar-
lega og unnt er, gefur það honum
blæ, sem útskýra mætti sem
ákafa. Þessi ákafi eða ætlun þarf
ekki að ganga á háttbundið
hljóðfallið en magnar það aftur
á móti spennu og krafti. And-
stæða stundvísinnar er tóndvöl-
in, sem verður mjög áhrifarík í
hægferðugri tónlist en þar er
hrynmögnunin biðin. Þessar
andstæður, hvetjandi hrynkraft-
ur og hraðri tónlist og þung
biðin í hægri tónlist, eru oft
undarlega öfugmæltar í flutn-
ingi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Þetta kom glögglega fram
í samleik hljómsveitarinnar og
Lipovetsky, sem var mjög hryn-
hvass í leik sínum. Á hlustand-
ann orkar slík linmælgi hljóm-
sveitarinnar eins og leti eða
áhugaleysi. Þeir grimmustu í
gagnrýni sinni telja slíkan sila-
hátt stafa af listrænu getuleysi.
Það mátti þó heyra góða spretti í
samspili, þar sem einleikari og
stjórnandi bókstaflega rifu
hljómsveitina með sér. Fjórða
sinfónían var hressilega leikin
og tónleikarnir í heild skemmti-
legir, sem vel má þakka sér-
kennilegri og lifandi stjórn John
Steer.
Jón Ásgeirsson.
Karlakór frá Wales í heimsókn
Laugardaginn 26. maí kemur
hingað til lands karlakórinn „The
Moelwyn M. V. Choir“ frá Wales.
Kemur kórinn í heimsókn til
Kirkjukórs Vestmannaeyja, en
meðlimir þessara kóra hittust í
Englandi s.l. sumar þegar Kirkju-
kór Vestmannaeyja tók þátt í
söngvahátíð í Llangholen í Wales.
I Reykjavík mun Karladórinn
Fóstbræður taka á móti
Waleskórnum. Fyrstu tónleikar
kórsins verða í Aratungu
sunnudaginn 27. maí kl. 16.00.
Mánudaginn 28. syngur kórinn í
hátíðarsal Menntaskólans í
Hamrahlíð kl. 20.30. Þriðjudaginn
29, maí fer kórinn síðan til Vest-
mannaeyja, þar sem kórfélagar
dvelja á einkaheimilum og halda
tónleika í Félagsheimilinu við
Heiðarveg miðvikudaginn 30. maí
kl. 20.00. Fimmtudaginn 31. maí
fara þeir síðan til Selfoss og
syngja í Selfossbíói kl. 20.30, en
gestgjafar þeirra þar eru Karla-
kór Selfoss. Kórinn heldur síðan
utan laugardaginn 2. júní.
Moelwyn-kórinn er mjög þekkt-
ur og gamalgróinn karlakór, og
má því búast við góðri skemmtun,
enda Wales-búar þekktir fyrir
mikla tónlistarmenningu og söng-
gleði.
Er það von gestgjafanna, að fólk
lyfti sér upp úr vorharðindunum
og hversdagsleikanum og sjái af
einni kvöldstund með
Wales-búunum.