Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAI1979 17 „Þetta er ekki árás á hagsmuna- samtök, heldur eðlileg krafa.” Elías Halldórsson við eitt verka sinna. Mynd Emilía. Elías Halldórsson _/ sýnir í FIM-salnum Á blaðamannafundi Sjálfstæð- isflokksins sl. miðvikudag var Geir Hallgrímsson spurður, hvort ekki væri orðið erfitt fyrir stjórnmálaflokka að stjórna landinu, þegar vinnubrögð verkalýðsforystu væru höfð í huga og f þvf sambandi minnt á ummæli hans um fámenna klfku verkalýðsforingja. Hann sagði að það væri rétt, að hann væri þeirrar skoðunar, að fámenn klíka hefði misnotað verkalýðshreyfinguna gegn ríkis- stjórn hans á sl. ári. Reynslan hefur leitt í ljós, sagði Geir Hallgrímsson, að stefna þessara manna var óraunhæf, og þeir eru nú að berjast við sinn eigin upp- vakning. Það er ekki óeðlilegt, að meðlimir verkalýðsfélaganna vilji láta þá standa við stóru orðin. Það hefur ekki borið á skemmdarstarf- semi af hálfu verkalýðsfélaganna í garð núverandi ríkisstjórnar í líkingu við það sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Núverandi ríkisstjórn hefði þess vegna átt að ná betri árangri. Við hljótum að gera þá kröfu til félagasamtaka í landinu, að lýðræði ríki innan þeirra við ákvarðanatöku jafnt í verkalýðsfélögum sem félögum vinnuveitenda. Við höfum sam- þykkt löggjöf um hlutafélög og með sama hætti eigum við að samþykkja löggjöf um samvinnu- félög, félög vinnuveitenda og laun- þegafélög. Öllum þessum féiaga- samtökum er ætlað ákveðið hlut- verk í samfélagi okkar. Við sjálf- stæðismenn viljum, að völdunum sé dreift og það þarf að vera Á blaðamannafundi þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn efndi til sl. miðvikudag var Geir Hall- grímsson spurður, hvort sú stefna Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnir ættu ekki að hafa afskipti af kjarasamningum rammalöggjöf, sem tryggir rétt bæði meðlima og minnihluta í þessum félögum, eins og t.d. frum- varp, sem Gunnar Thoroddsen og fleiri hafa flutt um hlutfallskosn- ingar í verkalýðsfélögum. Þetta er ekki árás á þessi hagsmunasam- tök heldur eðlileg krafa til þeirra, alveg eins og þau gera kröfu til aukins lýðræðis í stjórnkerfinu. Ég geri hliðstæða kröfu til hags- munasamtakanna og allur al- menningur gerir til stjórnarfars og löggjafarsamkundu. væru ekki í mótsögn við þá vísitöluskerðingu, sem ríkis- stjórn hans hefði framkvæmt á sl. ári og svaraði hann, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt á það mikla áherzlu, að slík afskipti ríkisstjórnar væri al- gert neyðarúrræði. Aðgerðir síð- ustu ríkisstjórnar voru gerðar með því fororði, að þær mundu einungis gilda til 1. des. sl., sagði Geir Hallgrímsson. Við vildum, að samningar yrðu teknir upp þegar á sl. sumri. Sú hefur ekki orðið raunin. Kaup og kjör hafa verið ákveðin með einhliða ákvörðun stjórnvalda 1. sept., 1. des., 1. marz og 1. júní. Loforðin um samningana í gildi hafa verið vanefnd. Við teljum óframkvæmanlegt, að til eilífð- arnóns verði haldið áfram að ákveða kaup og kjör með stjórn- valdaúrskurði. Mín skýring á óróanum á vinnumarkaðnum nú eru þessi afskipti stjórnvalda. Er hækk- un ágrunn- kaupi möguleg? Á blaðamannafundi Sjálf- stæðisfiokksins sl. miðvikudag var vitnað til þess að í ályktun- um landsfundar Sjálfstæðis- fiokksins væri rætt um það, að daglaun nægðu til framfærslu venjulegrar fjöiskyidu og var formaður Sjálfstæðisflokksins spurður hver þessi daglaun þyrftu að vcra að hans dómi. Hann sagði, að það væri erfitt að segja til um upphæðina, en hann teldi eðlilegt, að reynt yrði að komast hjá eftirvinnu og næturvinnu eins og kostur væri. Spurt var, hvort hækkun á grunnkaupi væri möguleg að mati Sjálfstæðisflokksins og sagði Geir Hallgrímsson, að það væri ljóst, að ekki væri grund- völlur, miðað við viðskiptakjör og framleiðslu, til þess, að launakostnaður atvinnuveganna yrði aukinn. Hins vegar væri spurningin, hvort hægt væri að breyta launahlutföllum inn- byrðis eða auka framleiðni þannig, að menn fengju meira í sinn hlut. í þessu sambandi minnti hann á umræður í far- mannadeilunni um það, hvort hægt væri að fækka í skipshöfn þannig, að þeir sem væru á skipum fengju hærri laun en launakostnaður skipafélaganna yrði hinn sami. ELÍAS Halldórsson opnaði í gær málverkasýningu í FÍM-salnum Laugarnesvegi 112. Á sýningunni eru 60 myndir unnar í olíu og pastel auk grafíkmynda. Myndirn- ar eu allar unnar á síðustu tveim- ur árum. Þetta er fjórða sýning Eiíasar í Reykjavík en hann er Kiwanisklúbburinn Iiekla í Reykjavík afhenti í tilefni af barnaári, þ. 19 aprfl s.l. öskju- hlíðarskólanum í Reykjavfk flug- farseðla og farareyri fyrir 5 nemendur og 2 kennara til þátt- töku í norrænum hljómleikum í Vesterás í Svíþjóð þ. 21. aprfl sl.. en í Öskjuhlíðarskóia fer fram tónlistarkennsla undir stjórn Fjólu Ólafsdóttur tónlistarkenn- ara. Þátttakendur f þessum hljómleikum eru börn og full- orðnir með sérþarfir (þ.e. fatlað- ir. þroskaheftir o.s.frv.) en þeir voru á aldrinum 9—65 ára. Kiwanisklúbburinn í Ósló sá um undirbúning og skipulagningu hljómleikanna og veitti fjárhags- búsettur á Sauðárkróki. Elías hefur stundað myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóianum og í Stuttgart og Kaupmannahöfn. Sýning Elíasar verður opin til 4. júní frá 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. legan stuðning. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslendingar taka þátt í þessum hljómleikum, sem nú voru haldnir í þriðja skipti, en fyrst voru þeir haldnir í Helsingfors árið 1976. Að sögn Fjólu Olafs- dóttur tókst ferðin í alla staði mjög vel og var börnunum til mikillar gleði og er það von Kiwanisklúbbsins Heklu, að þessi ferð nemenda og kennara Öskju- hlíðarskóla verði nemendum skól- ans hvatning til tónlistarnáms, en það er álit kennara skólans, að við tónlistarnám eflist hjá börnunum einbeiting og eftirtekt og þau eigi betra með að tjá sig og vinna saman, enda hafa verið stofnaðir tónlistarskólar innan sérskólanna í Vesterás og Ósló. Á BLAÐAMANNAFUNDI Sjálfstæðisfiokksins sl. miðvikudag í tilefni af 50 ára afmæli flokksins var vlkið að taii Sjálfstæðismanna. Á hátíðisdögum eru menn bjartsýnir Þá var vikið að tali sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta og hann var spurður, hvort hann hefði fram að færa einhverjar dagsetningar í því sambandi og svaraði Geir á þann veg, að í þeim efnum yröi að skírskota til kjósenda, en í þessu felst bjartsýni og á hátíðsdögum eru menn bjartsýnir, sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Thorcdd- sen bætti því við, að menn hefðu nú fengið slíka reynslu af dagsetningum síðustu mánuði í stjórnmálum, að ekki væri ástæða til þess að flíka þeim mjög. Forystusveit úr yfírstétt? Þeirri fyrirspurn var beint til Geirs Hallgrímssonar, hvernig stæði á því, ef flokkurinn teldi sig flokk allra stétta, að forystusveit hans hefði jafnan verið úr röðum yfirstéttarinnar á íslandi og svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins á þann veg, að ef farið væri yfir miðstjórn flokksins eins og hún var kjörin á síðasta landsfundi, þá mundi koma í Ijós, að þar væru fulltrúar ólíkra þjóðfélagshópa og menn úr hinum ýmsu stéttum, en aöalatriðið væri að Sjálfstæðismenn gerðu þá kröfu, að forráðamenn þeirra litu til hagsmuna allra stétta, hvaða störfum, sem þeir sjálfir gegndu. Drukknar gagnrýnin í hávaða? Hann var ennfremur spurður að því, hvort gagnrýni Sjálfstæðis- flokksins á ríkisstjórnina drukknaði ekki í hávaðagagnrýni stjórnar- flokkanna hvers á annan og sagði, að svo réttmæt sem gagnrýni stjórnarflokkanna hver á annan væri, þá væri gagnrýni Sjálfstæðis- flokksins trúverðugri. Hvaða fíokk í afmælisgjöf? Þá var formaður Sjálfstæðisflokksins spurður, hvaða samstarfsflokk hann mundi kjósa sér í ríkisstjórn á hausti komanda í afmælisgjöf og sagði hann, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi helzt kjósa sér þá afmælisgjöf, að hann þyrfti ekki að fá aðra til samstarfs við sig. En að öðru leyti væri svarið þaö, að þetta færi eftir málefnum. * I sókn Geir Hallgrímsson var þessu næst spurður um stöðu Sjálfstæðis- flokksins á 50 ára afmæli hans og sagði, að sjálfstæðismenn hefðu kosið að flokkurinn stæði betur að vígi í ríkisstjórn og borgarstjórn Reykjavíkur. En Sjálfstæðisflokkurinn hefði hlotið áfall í síðustu kosningum. Hins vegar benti allt til þess, aö á 50 ára afmælinu væri Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli sókn.'Reynslan ein fær úr því skorið, hvort það er rétt mat okkar, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í sókn og eigi vaxandi fylgi að fagna, sagði Geir Hallgrímsson. Endurskodun á stefnu og starfí Þá var formaður Sjálfstæðisflokksins spurður, hvort fram hefði farið endurskoðun á stefnu og starfi flokksins eftir ósigurinn á síðasta ári. Hann sagði, að unnið hefði verið að þessum málum frá því á sl. sumri. Við höfum farið yfir skipulag flokksins, sagði Geir Hallgrímsson. Við höfum farið yfir stefnumótun flokksins í einstökum málum og þá sérstaklega í efnahagsmálum, eins og kunnugt er. Við höfum einnig skipað sérstakan starfshóp til þess að fjalla um stefnumörkun til aldamóta. Allt þetta miðar að því að vinna á ný það fyllgi, sem við töpuðum í síðustu kosningum. Afskipti ríkisstjóma er neyðarúræði Bent Bjarnason forseti Kiwanisklúbbsins Heklu les gjafabréfið tii Öskjuhlíðarskóla. Öskjuhlíðarskólinn: Nemendur og kennar- ar þátttakendur í nor- rænum hljómleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.