Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Sjónvarpiö sýnir í kvöld myndina „Þúsund dagar Önnu Boleyn“, sem fjallar væntanlega tímabilið frá júní 1533, þegar Anna var krýnd drotthing Englands, þar til í maí 1536 þegar hún var leidd á höggstokkinn. Þetta voru tímar mikils umróts og umbyltinga. Rúm 40 ár voru fiðin frá því Kólumbus „fann“ Ameríku, og voru Spánverjar óðum að leggja Mið- og Suður-Ameríku undir sig. Landkönnuðurinn Ferdinand Magellan hafði rúmum áratug áður siglt fyrir suðurodda Ameríku, og áhöfn hans siglt áfram alla leið umhverfis hnöttinn eftir að Magellan var sjálfur drepinn á Filipseyjum, og þar með sýnt fram á að jörðin væri ekki flöt, heldur hnöttur. í október 1517 hafði Marteinn Lúter kynnt trúarkenningar sínar í Wittenberg, og mikil trúarbylting var hafin gegn veldi páfastóls. Anna Hinrik 8. María dóttir Hinriks 8. og Katrínar af Aragon. ogstöUur hennar Elísabet dóttir Önnu Boleyn og Hinriks 8. Hún ríkti á Englandi árin 1558—1603. Anna Boleyn var önnur eigin- kona Hinriks konungs 8., en alls urðu eiginkonur hans sex. Til að segja sögu Önnu Boleyn verður að rekja að nokkru ferli Hinriks frá þvi áður en hann tók við ríkjum að föður sínum látnum í apríl 1509, þá 18 ára að aldri. Hinrik var yngri sonur Hinriks konungs 7., en eldri sonurinn hét Arthur. Þegar Arthur var þriggja ára, samdi faðir hans við konungshjón Spánar, þau Ferdinand 2. og ísabellu, um að hann skyldi ganga að eiga dóttur þeirra Katrínu af Aragon, þegar hún yrði gjafvaxta, en hún var þá fjögurra ára. Fimmtán ára gömul var Katrín svo send til Englands, og haustið 1501 var haldið brúðkaup hennar og Arthurs, sem þá var 14 ára. Arthur var heilsuveill, og lézt hann vorið eftir. Árið 1503, þegar Hinrik þáver- andi prins var tólf ára, voru þau heitbundin Katrín af Aragon, ekkja bróður hans, og Hinrik. En þá slettist upp á vinskapinn milli Hinriks 7. og Ferdinands 2., og ekkert varð úr hjónabandi í bili. Hinrik 7. lézt í apríl 1509, og Hinrik prins varð Hinrik 8. Tók hann upp gjörbreytta stefnu gagnvart Spáni, og kvæntist Katrínu fyrrum mágkonu sinni í júní þþað ár. Segir sagan að þau hjónin hafi átt mörg sameigin- leg áhugamál, og miðað við ríkjandi hirðsiði þeirra tíma hafi Hinrik ekki verið Katrínu ótrúr. Eitt af áhugamálum þeirra hjóna var sameiginleg óvild í garð Frakka, og hvatti Katrín bónda sinn til að gera bandalag við Spán og hefja styrjöldina gegn Frökkum, sem stóð 1511 — 1514. Á meðan Hinrik 8. var í hernaði í Frakk- landi, hélt Katrín af Aragon um stjórntaumana heima fyrir, og hafði þá meðal annars forgöngu um varnaraðgerðir gegn innrás Skota í England árið 1513, en skozki innrásarherinn var gjör- sigraður í orustunni við Flodden í september það ár. Vonbrigði Á einu sviði olii Katrín Hinrik konungi miklum vonbrigðum. Hinrik hafði einlægan áhuga á því að eignast son, er gæti tekið við konungdómi þegar þar að kæmi. Á fyrstu níu árum hjóna- bandsins ól Katrín honum að vísu sex börn, þar af tvo syni, en þau ýmist fæddust andvana eða dóu í bernsku, öll nema dóttirin Mary, sem síðar varð Englands- drottning og hlaut þá viður- nefnið „Blóð-María“ (Bloody Mary) vegna trúarofsókna. Hinrik þótti lítil sárabót að dótturinni, og tók nú hugur hans að hvarfla að hjónaskilnaði og nýjum tækifærum til að eignast erfingja. Þá eygði Katrín undan- komuleið. Svo vildi til að systur- sonur hennar var Karl keisari 5., sem hafði erft konungstign á Spáni eftir Ferdinand 2. afa sinn, og keisaratign í þýzk-austurríska keisaradæm- inju eftir hinn afa sinn, Maximimillian keisara. Náðu lendur Karis 5. yfir Spán, hluta I Frakklands, Niðurlöndin, Þýzka- I land, hluta Póllands og ! Tékkóslóvakíu, Austurriki, Sviss og hluta af Júgóslavíu og Ítalíu. Þessi frændi Katrínar af Aragon sóttist eftir stuðningi Hinriks 8. árið 1522, í styrjöld gegn Frökk- um, og hét því í staðinn að ganga að eiga Mary Englandsprin- sessu, sem þá var að vísu aðeins sex ára. Þetta var freistandi tilboð, því þau Karl og Mary kæmu til með að ráða yfir „svo til öllum kristindómi" í huga Hinriks. Sleppti hann því öllum skilnaðaráformum í bili. En eftir að Karl 5. hafði sigrað Frakka við Pavia árið 1525, hætti hann við áformin um að kvænast Mary, og kvæntist þess í stað Isabellu prinsessu af Portúgal. Var þá Hinrik öllum lokið. Snúizt gegn Páía Hinrik 8. hafði fram til þessa reynzt páfastóli góður liðs- maður, og árið 1521 hafði Leo páfi 10. sæmt hann heiðursnafn- bótinni „verndari trúarinnar“ fyrir árásir hans á Martein Lúther og kenningar hans. En þetta átti eftir að breytast. Meðal ungra hirðmeyja Katrínar af Aragon var Anna Boleyn, og er hún talin hafa verið 16 árum yngri en Hinrik konungur og 22 árum yngri en Katrín. Ekki er vitað með vissu hvenær Hinrik 8. tók að líta Önnu hýru auga, en áður hafði konungur átt vingott við Mary systur hennar, sem verið hafði við hirðina um tíu ára skeið. Líklegast er talið að það hafi verið sonarleysið fremur en ást á Önnu Boleyn, sem réð mestu um þá ákvörðun Hinriks að skilja við Katrínu af Aragon, en tilfinningarnar í garð Önnu ef tii vill hjálpað til. Hinrik 8. sneri sér til páfa í maí 1527 og fór þess á leit að hjónaband þeirra Katrínar yrði lýst ógilt og hann gæti kvænzt á ný. Ekki sinnti páfi þessari málaleitan, og kom hvort tveggja til, ófriðarástand og áhrif Karls 5. Leiddist Hinrik þófið og lýsti því yfir í júlí 1531 að hann hefði skilið við Katrínu af Aragon. Vann hann síðan að því öllum árum að rjúfa sam- band ensku kirkjunnar og páfa, þannig að Thomas Carnmer þáverandi erkibiskup af Kantaraborg gat í maí 1533 lýst ógilt hjónaband Katrínar og Hinriks, en fjórum mánuðum áður hafði Hinrik kvænzt Önnu Boleyn á laun. Mary dóttir Katrínar og Hinriks gat launað Cranmer erkibiskupi greiðann rúmum þremur áratugum síðar, því þá lét hún brenna hann á báli fyrir villutrú. Enn ein dóttir Eins og fyrr segir er ekki ljóst hvenær ást Hinriks á Önnu kviknaði, því fræg ástarbréf hans til hennar eru ódagsett. En ljóst er að strax eftir skilnaðinn við Katrínu var samband Hin- riks og Önnu nánara, og fóru þau til dæmis saman í heimsókn til Frakklandskonungs á árinu | 1532. Þau voru svo gefin saman með ieynd í janúar 1533, og Anna var krýnd drottning í júní, og 7. september það ár ól Ánna konungi dóttur, sem hlaut nafn- ið Elísabet. Þessi dóttir þeirra varð síðar Elísabet 1. Englands- drottning. Hún tók við af hálf- systur sinni Mary árið 1558 og ríkti til dauðadags árið 1603. En nýja dóttirinn vakti engu meiri fögnuð föðurins en sú fyrri, því að Hinrik dreymdi sífellt um son. Fljótlega eftir að Anna Boleyn var orðin drottning tóku ýmsir vinir hennar að snúa við henni bakinu, því að þeim þótti hún þóttafull og sýna skort á virðu- leik. Meðan hún enn var ung hirðmær hafði hún átt marga aðdáendur, eins og algengt var, og virðist sem hún hafi ekki verið laus við að gefa öðrum undir fótinn eftir að hún var komin í hjónabandið. Engu að síður var hún afbrýðisöm, bæði í garð Katrínar af Aragon og dótturinnar Mary, en einnig í garð Hinriks. Kom afbrýði fram í rætni í garð Katrínar og að- finnslum við konung. \ Ástin kólnar Ást Hinriks kólnaði hins veg- ar fljótlega eftir giftinguna, og hugur hans leitaði annað. Hugsanlegt er að hjónabandið hefði haldizt hefði Anna alið konungi son, en svo varð ekki. Sagt er að Anna hafi misst fóstur árið 1534, og í janúar 1536, daginn sem Katrín af Aragon var jarðsett, ól hún andvana sveinbarn. Þegar hér var komið sögu hafði Hinrik 8. komið auga á eina af hirðmeyjum Önnu,.Jane Seymour. Þess má geta hér að bróðir Jane var Thomas Seym- our af Sudeley, sem eftir lát Hinriks 8. kvæntist ekkju hans, Katrínu Parr, eftir að hafa verið neitað um að fá að kvænast Elísabetu prinsessu, dóttur Önnu og Hinriks. Var Thomas þessi tekinn af lífi árið 1549 fyrir landráð, en Katrín Parr hafði látizt árið áður. Þótt ást Hinriks til Önnu væri kulnuð, þótti honum engan veg- inn eðlilegt að hún væri að stíga í vænginn við aðra, og 2. maí 1536 var hún færð í Tower-fang- elsið, sökuð um ástarsambönd við nokkra menn, þar á meðal við bróður sinn, Rochford lávarð. Tíu dögum síðar voru þeir sir Thomas Weston, Henry Norris, William Brereton og Mark Sme- aton allir fundnir sekir fyrir rétti um landráð, sem fólust í því að þeir höfðu átt ástarsambönd við drottninguna. 15. maí úr- skurðaði svo sérstakur réttur skipaður 26 aðalsmönnum undir forsæti hertogans af Norfolk, móðurbróður Önnu Boleyn, að bæði Anna og bróðir hennar, Rochford lávarður væru sek. 17. maí voru allir elskhugarnir líf- látnir, og sama dag úrskurðaði Cranmer erkibiskup að hjóna- band þeirra Hinriks og Önnu væri ógilt, án þess að ástæður væru gefnar fyrir ógildingunni. Jane og hinar þrjár Anna Boleyn var leidd á högg- stokkinn fyrir framan Tow- er-fangelsið í London 19. maí 1536, og allt fram í andlátið hélt hún fram sakleysi sínu. Daginn eftir skýrði Hinrik 8. frá því að hann væri heitbundinn Jane Seymour. Jane Seymour tókst það sem hinum drottningum Hinriks 8. tókst ekki, það er að ala konungi son. Þessi sonur hlaut nafnið Edward (Játvarður), og varð síðar Edward 4. Hann fæddist 12. október 1537, en tólf dögum síðar lézt Jane. Eins og áður getur urðu eigin- konur Hinriks 8. alls sex, og er aðeins þriggja þeirra getið hér að ofan. Fjórða konan var Anna af Kleve, þýzk hertogadóttir. Það hjónaband stóð aðeins hálft árjð 1540, en hlaut ógildingu í brezka þinginu. Fimmta konan var Katrín Howard, sem var af enskum hertogaættum. Hún var sögð lauslát fyrir hjónabandið og síðar ásökuð fyrir að halda uppteknum hætti eftir gifting- una. Eftir hálfs annars árs hjónaband var hún leidd upp á höggstokkinn fyrir vikið, en áður höfðu tveir elskhugar hennar veriði líflátnir. Sjötta og síðasta eiginkona Hinriks 8. var svo Katrín Parr, og lifði hún mann sinn, sem fyrr segir. Hún var 21 ári yngri en Hinrik en þó tvígift áður. Katrín Parr giftist Hinrik hálfu öðru ári eftir aftöku Katrínar How- ard, og er sagt að hún hafi haft góð áhrif á konung þau 3'á ár, sem hann átti þá ólifuð. (Aðalheimild Encyclopedia Brittannica)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.