Morgunblaðið - 26.05.1979, Page 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979
Minning: Stefán
Jens Sigurðsson
Kammertónleikar
í Norræna húsinu
Fæddur 1. október 1%3
Dáinn 20. maí 1979
Fátækleg orð megna ekki að
lýsa tilfinningum vegna sviplegs
fráfalls skólabróður okkar,
Stefáns J. Sigurðssonar.
Við skólasystkinin glöddumst
yfir þeim áfanga sem senn var
náð, prófum að ljúka og fram
undan sumarið með gleði og
áhyggjuleysi áður en við tæki
aivara framhaldsnámsins.
En gleði okkar hvarf er fréttin
um þetta bílslys barst.
Fyrir einu og hálfu ári lést besti
vinur Stebba, Magnús Garðarsson.
í minningargrein sem um hann
var skrifuð var meðal annars sagt:
„Dauði hans minnir á að ekki eru
allir hlutir sjálfsagðir. Það veit
enginn hver er næstur, hvenær
kallið kemur."
Hvern hefði grunað að Stebbi
yrði næstur og að kallið kæmi svo
fljótt.
„En enginn veit á undan
ævi sinnar kjör.“
eins og stóð í sálmi sem sunginn
var við ferminguna okkar.
Stebbi var góður vinur vina
sinna og reyndist öllum vel ef
eitthvað bjátaði á. Alltaf var hann
í góðu skapi, stríðinn og skemmti-
legur.
Hann var ákveðinn í skoðunum
og sem dæmi um það má nefna að
hann var búinn að ákveða hvað
hann ætlaði að gera að ævistarfi.
Þó að okkur finnist við hafa
misst mikils við fráfall skólabróð-
ur og vinar er þó sorgin sárust hjá
foreldrum og bróður.
Við viljum votta þeim okkar
innilegustu samúð.
Skólasystkin.
NOKKRIR nemendur í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík halda tón-
leika í Norræna húsinu sunnu-
dagskvöld 27. maí kl. 20.30. Á
efnisskránni eru eingöngu
kammerverk, en iðkun kammer-
tónlistar hefur farið ört vaxandi í
skólanum síðustu árin. Fyrst á
SOFFÍA Þorkelsdóttir, fimmtug
bóndakona af Snæfellsnesinu,
opnar málverkasýningu í dag kl.
14.00 í Ásmundarsal við Freyju-
götu í Reykjavík. Á sýningunni
eru yfir fimmtíu myndir sem
efnisskrqá er Sonata da camera
eftir Corelli, þá Tríósónata eftir
C.P.E. Bach og að lokum Píanó-
kvintettinn í Es-dúr eftir
Schumann.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.
Soffía hefur unnið í frístundum
hin síðari ár. En hún hefur teikn-
að frá unga aldri og málað síðustu
15 árin. Sýningin verður opin alla
daga til fjórða júní milli kl. 14.00
og 22.00.
Bóndakona af Snæfellsnesi
opnar málverkasýningu
Skátar ralla á kassabílum
Ýta tólf ökutækjum yfir Hellisheiði
FYRSTA kassabflarall á
íslandi verður haldið
helKÍna 26. — 27. maí, en
það eru skátar sem
standa fyrir ralli þessu.
Með keppni þessari er
vakin athygli á fjársöfn-
uninni Gleymt, —
Gleymdara — Gleymdast,
en hún er haldin til
styrktar
Kópavogshælinu.
Að rallinu standa öll
skátafélög á Stór-Reykja-
víkursvæðinu en keppendur
verða frá skátafélögum úr
Reykjavík og nágranna-
sveitarfélögunum. Keppt
verður á 12 kassabílum og
hefst keppnin kl. 14 í
Hveragerði en Magnús
Magnússon heilbrigðis-
málaráðherra mun setja
keppnina og „ræsa“ fyrsta
bílinn. Ekið verður sem leið
liggur frá Hveragerði, upp
Kamba, yfir Hellisheiði en
áð verður í Hveradölum í
skála Dalbúa, Dalakoti, en
þar fer fram kvöldvaka og
er hún öllum opin. Fyrsti
bíll verður síðan ræstur af
stað frá Dalakoti kl. 4 á
sunnudagsmorgun en þá
verður haldið áleiðis að
Kopavogshælinu. Á leiðinni
munu bæði bílar og menn
leysa ýmsar þrautir m.a.
fara yfir vatnsföll og ýmsar
torfærur.
Stefnt er að því að fyrsti
bíll komi að Kópavogshæli-
nu um kl. 14 á sunnudag, en
þar verður kaffisala, hlað-
borð og ýmis skemmtiatriði
og eru allir velkomnir.
Öllu fé sem safnast í
keppninni, en seldir verða
styrktarmiðar á öllum
tímastöðvum og einnig
verður tekið á móti frjáls-
um framlögum, verður var-
ið til styrktar Kópavogs-
hælinu. Ætlunin er sú að
kaupa fólksflutningabíl
fyrir hælið en honum er
ætlað að sinna brýnustu
þörfum sjúklinganna, svo
sem ferðum milli staða og
þ.h. Skátarnir hafa reynt
að fá fellda niður tolla af
bifreiðinni og hafa þeir von
um að sú ívilun nái fram að
ganga. Er það ósk þeirra að
sem flestir leggi leið sína
upp á Hellisheiði og fylgist
með keppninni.
Fjársöfnun verður í
gangi báða keppnisdagana,
seldir verða styrktarmiðar
sem jafnframt eru happ-
drættismiðar en vinningur
er fjallaferð.
Kappasktur á kassabflum.
Styrktarmiðarnir verða
seldir á Stór-Reykjavíkur-
svæðinir, svo og í Borgar-
nesi, á Akranesi og í
Hveragerði og að sjálf-
sögðu við Kópavogshælið.
Tekið verður á móti frjáls-
um framlögum á gíróreikn-
ing 63336-4, kassabílarall.
Söfnunin stendur til 1. júní,
en þá verður dregið í happ-
drætti keppninnar.
Ljó»m. KrÍHtjín.
Veg og vanda af undir-
búningi rallsins á nefnd
skipuð fimm drottskátum
en að hennar sögn munu
u.þ.b. 150 manns taka þátt í
keppninni, ýmist sem öku-
menn eða vélarafl.
Skátarnir hafa sjálfir
smíðað bílana að mestu
leyti, en þeir eru hin verk-
legasta smíð og líklegir til
stórræða.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Frá Sjómannafélagi Reykjavíkur
Styrkveiting
Stjórn styrktar og sjúkrasjóös Sjómannafé-
lags Reykjavíkur mun á þessu ári veita styrk
til barnasjómannsekkna og annarra félags-
manna S.R. er viö erfiöar heimilisaöstæður
búa og hug hafa á aö láta börn sín til
sumardvalar á barnaheimili Sjómannadags-
ráös að Hrauni í Grímsnesi. Skriflegar
umsóknir meö upplýsingum um heimilisað-
stæöur þurfa aö hafa borist til skrifstofu
félagsins eigi síöar en 31. maí.
Sumarbúðir
Hlíðardalsskóla
Hinar vinsælu sumarbúöir hefjast 19. júní og
eru fyrir börn á aldrinum 8—12 ára drengi og
stúlkur samtímis.
Fjölbreytt dagskrá dag hvern. Sund, föndur,
leikir og íþróttir er á meöal þess sem
sumarbúðirnar bjóöa uppá.
Innritun er hafin í Ingólfsstræti 19—21 í
Reykjavík. Upplýsingar eru gefnar í síma
13899 og 19442.
Hestamannafélagið
Andvari Garðabæ
Firma- og gæöingakeppni félagsins veröur
haldin laugardaginn 26. maí 1979 á hringvelli
Gusts í Kópavogi. Firmakeppnin hefst kl. 10
árdegis og gæðingakeppnin kl. 14.30 síðd.
Stjórnin.
Arður til hluthafa
Á aðalfundi H.F. Eimskipafélags íslands, 23.
maí 1979 var samþykkt aö greiöa 10% — tíu
af hundraði — í arð til hluthafa fyrir áriö
1978.
Arösgreiðslur fyrir árið 1978 veröa á aöal-
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 11. júní
n.k., en hluthafar, sem ekki vitja arðsins
innan þriggja mánaöa fá hann sendan í pósti.
Meö því aö lagöir eru niður arömiöar viö
arðsgreiðslur frá árinu 1978, eru hluthafar
beönir að framvísa persónuskilríkjum er þeir
vitja ársarðsins.
Hluthöfum skal bent á, aö ógreiddur arður
frá fyrri árum veröur greiddur á aöalskrif-
stofu félagsins í Reykjavík og á afgreiöslum
félagsins úti á landi gegn framvísun arömiöa,
eins og veriö hefur. Eimskipafélag íslands
F,rma’ °9
l^llo gæðingakeppni
SÖRLI Sörla, Hafnarfirði
fer fram á völlum félagsins viö Kaldárselsveg
í dag laugardaginn 26. maí kl. 10 f.h.
(gæðingakeppnin) og kl. 2 e.h.
(firmakeppnin). Komiö tímanlega og missið
ekki af góöri skemmtun.
Skráning kappreiðahrossa
í kappreiðar Sörla sem verða laugardaginn 2.
júní er í símum 50985 og 50250 til
þriðjudagskvölds 29. maí.
Keppt verður í:
150 m skeidi
250 m skeiði
250 m unghrossahlaupi
300 m stökki.
Hestamannafélagið Sörli
Hafnarfiröi.
Síminn á afgreiöslunni er
83033
2H«r0unt>!«t>ib