Morgunblaðið - 26.05.1979, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979
33
fclk í
fréttum
Reif í eyru Fanfani
+ EINSTAKUR atburður átti sér stað íyrir skömmu í
kirkju einni í Rómaborg. er haidin var
minningarathöfn um Aldo Moro. — Við athöfnina
voru ýmsir stjórnmálamenn. Meðal þeirra var
senatorinn Amintore Fanfani. — Fyrirvaralaust
hafði maður nokkur komið aftan að senatornum og
ífreip í bæði eyru hans og reif ómildilega í þau. —
Borgaralega klæddur öryggisvörður þusti þegar
senatornum til hjálpar. — A myndinni til vinstri má
sjá á andiit Fanfanis undir handlegg lögreglu-
mannsins. Til hægri, en sú mynd var tekin eftir
þessa leifturárás. má sjá vini og samstarfsmenn
Fanfanis þyrpast að honum. Hann hafði sloppið
ómeiddur.
44. forseti Ecuador
+ Jaime Roldos Aquilera forseti S-Ameríkuríkisins
Equador, sem kosinn var fyrir nokkru, er 44. forseti
ríkisins, aðeins 38 ára gamall. Kosningasigur hans
var mikill. Núverandi herforingjastjórn landsins
hefur lýst því yfir, að hinn ungi forseti muni taka við
stjórnartaumunum hinn 10. ágúst næstkomandi. Sagt
er, að Roldos forseti muni eiga fyrir höndum að
takast á við landbaróna, iðnrekendur, sem eru mjög
vaxandi miðstéttarhópur í landinu og loks sjálfa
herforingjana. Roldos er vinstrimaður. Aðeins tvö
ríki Suður-Ameríku búa nú við borgaralega stjórn:
Venezuela og Colombía.
Hin nýja
framtíð
+ Þessi mynd er tekin á
götu í miðborg Teheran.
Konan á myndinni með
barnið sitt horfir til
hinnar nýju framtíðar
undir handlciðslu trúar-
leíðtogans herskáa,
Khomeinis. Fátækt og
umkomuleysi er hennar
hlutskipti. Með barnið í
fanginu reyndi hún að
betla fyrir daglegu
brauði sínu í þessu olíu-
ríka landi. Það er eina
leiðin fyrir hana. í
ofanálag er vöruskortur
í Teheranborg.
Bridge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Kópavogs
S.l. fimmtudag var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Spilað
var í tveimur 14 para riðlum.
Bestum árangri náðu:
A-riðill:
Runólfur Pálsson —
Sigurður Vilhjálmsson 184
Jón Andrésson —
Garðar Þórðarson 183
Jón Páll Sigurjónsson —
Guðbrandur Sigurbergssonl77
Ragnar Magnússon —
Arni Alexandersson 175
B-riðill:
Vigfús Pálsson —
Hrólfur Hjaltason 201
Jón Gíslason —
Þórir Sigursteinsson 190
Ómar Jónsson —
Jón Þorvarðarson 189
Grímur Thorarensen —
Guðmundur Pálsson 175
Næsta fimmtudag verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur.
Spilað er að Hamraborg 11 og
hefst spilamennskan kl. 20.00.
Skráning fer fram á staðnum og
er fólk beðið að mæta tímanlega.
Bridgefélag
kvenna
Aðeins er ólokið 1. umferð í
Parakeppni félagsins. Baráttan
stendur enn á milli tveggja efstu
paranna, en næst er raðað þann-
ig að 16 efstu fara í A-riðil, 16
næstu í B o.s.frv.
Staða efstu para er þessi:
1. Halla Bergþórsdóttir —
Jóhann Jónsson 1015
2. Kristjana Steingrímsdóttir
Guðjón Tómasson 992
3. Svafa Ásgeirsdóttir —
Þorvaldur Matthíasson 937
4. Sigrún Ólafsdóttir —
Magnús Oddsson 927
5. Aðalheiður Magnúsdóttir —
Brandur Brynjólfsson 910
6. Gerður ísberg —
Sigurþór Halldórsson 903
7. Esther Jakobsdóttir —
Guðmundur Pétursson 902
8. Árnína Guðlaugsdóttir—
Bragi Erlendsson 890
9. Ólafía Jónsdóttir —
Baldur Ásgeirsson 886
10. Sigríður Ingibergsdóttir —
Jóhann Guðlaugsson 884
Keppni lýkur næsta mánudag.
Sumarspila-
mennska í
Reykjavík
í sumar munu 3 félög standa
að sumarspilamennsku í Reykja-
vík reglulega. Það eru: Bridge-
félag Reykjavíkur, Bridgefélag
kvenna og Bridgedeild Breiðfirð-
inga. Keppnir þessar munu fara
fram í Hreyfils-húsinu reglulega
á fimmtudögum. Bridgesamband
Reykjavíkur stendur að fram-
kvæmd þessari, en Guðmundur
Kr. Sigurðsson mun sjá um
framkvæmdir á hennar vegum
og stjórna keppnum sumarsins.
Félagar innan þessara félaga eru
hvattir til að mæta í Hreyfils-
-húsinu á fimmtudögum, en
keppnir munu hefjast næsta
fimmtudag kl. 19.30.
Landstvímenn-
ingur hjá Ásunum
næsta mánudag
Næsta mánudag mun Lands-
tvímenningur Bridgesambands-
ins vera á dagskrá hjá Ásunum.
Það er keppni sem öllum er
frjálst að vera með í. Að líkind-
um mun Jón Baldursson sjá um
stjórnun þessa kvölds. Keppni
hefst kl. 19.30. Spilað er í Félags-
heimili Kópavogs.
Úrslit þessa tvímennings
munu liggja fyrir um 24. júní
n.k. Spil eru tölvugefin og fyrir-
fram „dufleruð“, og gilda fyrstu
24 spilin til útreiknings, þó hægt
sé að spila fleiri spil.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI
RIKISSJOÐS:
Innlausnarverð
26. maí 1979. Seðlabankans
Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir-
pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi
1968 1. flokkur 3.337.74 25/1 '79 2.855.21 16.9%
1968 2. flokkur 3.138.22 25/2 ‘79 2.700.42 16.2%
1969 1. flokkur 2.333.19 20/2 ‘79 2.006.26 16.3%
1970 1. flokkur 2.142.27 15/9 '78 1.509.83 41.9%
1970 2. flokkur 1.549.50 5/2 '79 1.331.38 16.4%
1971 1. flokkur 1.452.64 15/9 ‘78 1.032.28 40.1%
1972 1. flokkur 1.266.15 25/1 '79 1.087.25 16.5%
1972 2. flokkur 1.083.61 15/9 '78 770.03 40.1%
1973 1. flokkur A 821.48 15/9 ‘78 586.70 40.0%
1973 2. flokkur 756.50 25/1 '79 650.72 16.3%
1974 1. flokkur 524.49
1975 1. flokkur 425.45
1975 2. flokkur 324.69
1976 1. flokkur 308.53
1976 2. flokkur 250.58
1977 1. flokkur 232.71
1977 2. flokkur 194.95
1978 1. flokkur 158.85
1978 2. flokkur ‘ 125.40
VEÐSKULDABRÉF:*
Kaupgengi
pr. kr. 100,-
1 ar Nafnvextir: 26% 78—79
2 ár Nafnvextir: 26% 69 — 70
3 ár Nafnvextir: 26% 63—64
*) Miðað er viö auöseljanlega fasteign
Tökum ennfremur í umboðssölu veðskulda-
bref til 1—7 ára med 12—26% nafnvnvtum
HLUTABRÉF
Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Sölutiiboö óskast
Hampiöjan h.f. Sölutilboð óskast
Eimskipaf. ísl. h.f. Sölutilboð óskast
Flugleiöir h.f. Sölutilboð óskast
Hafskip h.f. Kauptilboð óskast
MÍRrannsMiréiM íiuumm hp.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16