Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979
Þjónn, gerðu eitthvað! Komdu með kóralrif og
handklæði!
Það var hroðalegt að sjá
fullorðinn manninn gráta.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Stöku sinnum, en því miður
leiðinlega sjaldan, lendir einhver
heppinn maður í því að taka upp
jafn sterk spil og suður í spili
dagsins. Hann gaf sjálfur, var á
hættu og varð að velja opnun?
Norður
S. D1083
H. 6543
T. D6
L. 974
Vestur
S. 54
H. DG1098
T. 972
L. Ð62
Austur
S. G972
H. 2
T. 10853
L. G1085
Suður
S. ÁK6
H. ÁK7
T. ÁKG4
L. ÁK3
COSPER
Þetta er meiri vítahringurinn, sem þessi öldrykkja
þín öll er orðin?
Bensín, bílar
og brennivín
íslenska ríkið hefur nú mikinn
hluta sinna tekna af innflutningi
bensíns og brennivíns. Líklega
tekur ekki nokkurt ríki heims jafn
mikinn hluta tekna sinna af
þessum vörutegundum. Það er
engu líkara en að stór hluti
almennings geri sér alls ekki grein
fyrir því, bara vilji ekki horfast í
augu við þá staðreynd, að þrátt
fyrir gífurlega skattpíningu á
öllum hugsanlegum sviðum verður
íslenska ríkið stöðugt að hafa í
gangi erlendar lántökur sem tald-
ar eru jafngilda því að teknar
væru 10 milljónir á klukkutíma
allt árið og svo er ekki hikað við að
Ijúga því að þjóðinni að gjald-
eyrisstaðan sé nú mun betri en
áður.
Ég held að það sé eins víst eins
og dagur fylgir nóttu, og það fyrr
en seinna, að ef ekki breytist til
batnaðar í gjaldeyrismálum og
óhófseyðslu í hina óbotnandi
ríkishít segi erlendir lánardrottn-
ar við okkur: „Síðasti biti í háls“,
og hvar stöndum við þá? Ég er
löngu orðinn mjög undrandi á að
íslensk stjórnvöld virðast ekki
þurfa annað en „hringja bara og
þá kemur það“.
Ekkert er við því að segja þótt
erlend lán séu tekin til nauðsyn-
legra gjaldeyris- og vinnuskap-
andi framkvæmda. En það er nú
öðru nær. Mest af erlendu lánsfé,
ásamt hinni svimháu skattheimtu,
sem nú er dembt yfir þjóðina, fer í
hina gífurlegu aukningu ríkis-
báknsins sem ríkisstjórnin vinnur
nú að af miklu kappi og fullu
samkomulagi stjórnarflokkanna
og þeir virðast nú hugsa um það
eitt að sitja meðan sætt er eða þar
til hin heilbrigðu framfaraöfl
þjóðarinnar birta þeim stefnuna
eins og gerðist í hinum frægu
Fróðárundrum.
• Félagsmála-
pakkinn.
Ríkisstjórnin reynir nú að
klóra í bakkann með því að þykj-
ast vera önnum kafin á Alþingi
við að ganga sem best frá þeim
margnefnda pakka áður en hann
Ekki var hann í vandræðum.
Opnaði bara á fjórum gröndum,
einfaldlega af því að hann var með
of góð spil til að þrjú nægðu.
Norður, með sínar tvær drottn-
ingar, hækkaði í fimm grönd og
suður skellti sér í slemmuna, sagði
sex grönd.
Út kom hjartadrottning og suð-
ur sá, að fengjust ekki fjórir slagir
á spaða yrði tólfti slagurinn að
fást með kastþröng. Eins gott var,
að undirbúa hana strax og gefa
fyrsta slaginn. Hverju átti vestur
að spila þá?
Hann spilaði aftur hjarta eins
og flestir hefðu gert í hans spor-
um. Suður tók þá báða hjartaslag-
ina og síðan á tíglana. Austur varð
að gæta spaðans, lét því tvö lauf
og vestur lét hjarta í fjórða
tigulinn en frá borðinu lét sagn-
hafi tvö lauf. Þá fylgdu ás, kóngur
og drottning í spaða og vestur
varð að finna eitt afkast. Ekki
mátti láta annað hjarta, þá yrði
fjórða hjartað í borði tólfti slagur-
inn svo lauf varð að fara. Vissu-
lega blóðugt, þar sem þá höfðu
báðir varnarspilararnir misst vald
sitt á litnum og laufin á hendi
suðurs sáu um þrjá síðustu slag-
ina.
Ertu búinn að sjá hvaða spili
vestur hefði betur spilað eftir
hjartadrottninguna? Aðeins lágt
lauf hnekkir þá spilinu. Hér látum
við nægja þessa fullyrðingu, sem
lesendur gætu sannreynt sjálfir.
Hverfi skelfingarinnar
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á islenzku.
52
Caja vætti varir sínar og var
hugsi.
— Það var vasaklútur.
naglaþjöl. sígarettuveski úr
leðri og einn pakki aí Prins-
sígarettum, eldspýtur, eintak af
Ástarsögublaðinu og nokkrar
kvittanir. Ég man ekki eftir
fleiru.
— Einhverjir lyklar? spurði
Mortensen.
— Já, þrír lyklar f iftilli
keðju með plastskrauti — fíl
eða einhverju svoleiðis.
— Peningar?
— Já, smápeningar í kringl-
óttri pyngju.
— Munið þér ekki eftir
fleiru.
— Nei, í fljótu bragði man ég
það ekki.
— Hvað þá með þennan
hérna?
Mortensen hafði opnað efstu
skrifborðsskúffuna og með
snöggri handarhreyfingu dró
hann langan beittan hnff með
rauðu skafti upp úr skúffunni.
Caja veik undan og starði
uppglenntum augum á hnffinn.
— Þér kannist við hann, er
það ekki? Mortensen hafði ekki
augun af andliti hennar.
Hún hristi höfuðfð ofsalega.
— Hann var í töskunni yðar
þegar frú Frederiksen íann
hana, upplýsti hann. — Það var
þess vegna sem hún taldi að
vissara væri aö afhenda lögregl-
unni töskuna. Gangið þér
venjulega með svona gripi á
yður?
Varir Caju titruðu.
— Ég hef aldrci séð þennan
hníf, hvfslaði hún hálfkæfðri
röddu. — Það er að segja,
auðvitað getur verið að ég hafi
séð svona hnff, en ég hcí vitan-
lega aldrei borið hann f vcskinu
mfnu.
— Eigið þér svona hníf?
- Nei.
— Hvað eigið þér við þá —
með þvf að segja að kannski
hafið þér séð hann áður? Er
svona hnffur til heima hjá yð-
ur?
— Nei í búðinni. Við höfum
hnffa þar á boðstólum.
Caja hafði sýnilega náð valdi
á sér á ný. — Þeir eru mjög
beittir, bætti hún við.
— Já, mér er nær að halda
það, sagði Mortensen þurrlega.
— Þessi hnffur er verulcga
hættulegur gripur. Hreinasta
morðtól.
— Já, sagði hún hljóðlega.
— En þér fullyrðið að þér
eigið hann ekki og hafið aldrei
borið hann í töskunni yðar.
Hvernig viljið þér þá reyna að
skýra að hann fannst þar?
— Einhver hlýtur að hafa
sett hann í töskuna. — Kannski
til að reyna að gera mig tor-
tryggilega. sagði hún varfærn-
islega.
— Ég verð nú samt að leyfa
mér að biðja um fingraför yðar,
sagði lögreglumaðurinn og reis
úr sæti.
14. kafli
Meðal viðskiptavinanna f
verzlun Davids Petersens var
hár og digur og andfúll maður.
Það var kannski fullmikið sagt
að taia um hann sem viðskipta-
vin því að hann kcypti ekkert.
Hann gekk bara um og lét
forvitnislegt augnaráð við-
staddra ekki á sig fá. Allir
vissu hver hann var þar sem
flestir fbúar hverfisins höfðu
einhvern tfma setið andspænis
honum og svarað spurningum
hans. Jacobsen nam staðar við
hilluna þar sem eldhúsdót var
geymt og hvarflaði augum yfir
saltstauka, cggjahikara, plast-
skálar og korktrekkjara og
sfðan rétti hann fram höndina
og tók kassann með hnffunum f
— hnffum með rauðu skafti.
Hugsi skoðaði hann þá og þreif-
aði á bitinu og kom hnffunum
svo fyrir aftur. Svo sneri hann
sér frá og gaf kaupmanninum
bendingu. Hann hafði staðið við
tóhaksvörudeildina og horft á
hann.
— Hvað hafið þér haft þessa
hnffa til sölu iengi? spurði