Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979
39
Dagskipuninn er
sóknarknattspyrna
íþróttaviðburður helgarinnar
er landsleikur íslands við Vest-
ur-Þýskaland í dag kl. 14.00 á
Laugardalsvellinum. Til að
grennslast fyrir um þýska liðið
og leikaðferð þess í dag spjallaði
blaðamaður Mbl. við þjálfara
liðsins, Jupp Derwali. — Eg hef
sagt mínum mönnum frá góðum
árangri íslenska liðsins. sigri á
móti Austur-bjóðverjum, aðeins
eins mark tapi á móti Hollandi;
þetta segir sfna sögu, og leiknum
er ekki lokið fyrr en 90 mfnútur
eru liðnar. Við berum virðingu
fyrir öllum liðum og vanmetum
enga andstæðinga. Við munum
gera okkar besta og reyna að
skora eins mörg mörk og hægt
er, það er lfka tilgangurinn,
sagði hinn viðmótsþýði Dewall og
brosti.
Þeir sem munu hefja leikinn í
dag fyrir okkur eru Maier í
markinu, í öftustu vörn verða þeir
Konopka, Cullmann, Karl Heinz
Foerster, og Bernd Foerster, á
miðjunni leika Groh, Zimmer-
mann, og Memmering, í framlín-
unni verða Kelsch, Hoeness og
Hansi Muller. — Svo mun ég
skipta inn á eftir því hvernig
leikurinn gengur fyrir sig. Þeir
sem verða á varamannabekknum
eru Kaitz, Hartwig, Schumacher
og Schuster. Rummenigge er
meiddur og getur ekki leikið með.
Við erum með ungt lið, meðal-
aldurinn er 22,6 ár. Þar sem ég er
að byggja upp nýtt lið hef ég gefið
mikið af ungum mönnum tækifæri
á að leika. Við töpuðum of mörg-
um reyndum leikmönnum úr
landsliði okkar á skömmum tíma,
og nú tekur það nokkur ár að
byggja upp gott lið aftur, en það á
Þróttur sótti
ÍBV skoraði
0—2
Þróttur
— ÍBV
FURÐULEGUR var leikur Þrótt-
ar og ÍBV f 1. deild á Mclavellin-
um í fyrradag. ÍBV vann 2—0 og
skoraði iiðið bæði mörkin meðan
Þróttur var mun sterkari á vell-
inum. Að sfðara markinu skor-
uðu, frekar snemma f sfðari
hálfleik, lak allt loft úr Þrótti,
ÍBV náði öllum völdum á vellin-
um, en þá bar svo við, að fleiri
mörk voru ekki skoruð. Staðan f
háifleik var 1—0, en sfðara
markið var afar slysalegt af
hálfu markvarðar Þróttar og
gerði út um leikinn. Segja má
þvf, að ÍBV hafi hafið keppnis-
tfmabilið betur en marga grun-
aði, þó að ljóst sé að liðið verði að
ieika betur ef bæta á einhverju
við af stigum að ráði.
Allir hafa fyrir löngu fengið sig
fuilsadda af malarleikjunum í vor
og því miður var leikur ÍBV og
Þróttar alger malarleikur. Þeir
hafa þó margir verið verri og
Þróttur lék framan af leik með því
besta sem sést hefur til liðsins í
vor, sæmilegar leikfléttur annað
slagið. Eyjamenn voru að sama
skapi slakir framan af og virtist
allt stefna í góða byrjun Þróttar í
íslandsmótinu. Þorvaldur í. Þor-
valdsson skoraði á 14. mínútu með
góðu skoti, en dómarinn, Arnþór
Oskarsson, dæmdi það af vegna
rangstöðu. Voru skiptar skoðanir
um það. Þar fyrir utan sköpuðu
Þróttarar sér fá færi þrátt fyrir
betri ieik og það kom mjög á óvart
þegar Sveinn Sveinsson skoraði
fyrsta löglega mark leiksins.
Undirritaður er ekki alveg viss um
hvort hér hafi verið um glæsimark
að ræða, eða hundaheppni að
nokkru leyti með markvörð Þrótt-
ar stórsökóttan, en Sveinn skaut
bogaskoti af nokkuð löngu færi,
sem datt inn í netið í horninu
fjær, 1—0.
eftir að koma, það er mikið af
efnilegum leikmönnum í þýskri
knattspyrnu í dag.
— Knattspyrnan í heiminum
hefur aldrei verð betri en í dag.
Líkamsæfing leikmanna er meiri
en nokkru sinni fyrr. Leikskipulag
er allt betra og hraðinn meiri. I
Evrópu er ekkert eitt land sem
sker sig úr, knattspyrnan er orðin
mjög jöfn að gæðum.
Því hefur verið haldið fram að
of mikil áhersla sé lögð á varnar-
leik í knattspyrnu í dag, það er
ekki rétt. Og dagskipun mín í dag
verður sóknarknattspyrna.
Hans Muiler, einn yngsti leik-
maður liðsins, sagðist lítið vita um
íslenska knattspyrnu. Þó hefði
Hansi Miiller.
hann heyrt getið um íslendingana
í atvinnuliðunum í Belgíu og
Holllandi. Hann sagði að sér litist
vel á völlinn og vonaðist til að
leikurinn yrði skemmtilegur og að
góð knattspyrna yrði leikin. —þr.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
fjörugur til að byrja með, Tómas
Pálsson skallaði naumlega fram
hjá marki Þróttar eftir horn-
spyrnu og á hinum enda vallarins
varði Ársæll af snilld þrumuskot
Ágústs Haukssonar. En það voru
Þróttarar sem fyrr, sem höfðu
betri tök á leiknum og það kom því
enn á óvart þegar það voru Eyja-
menn sem þættu marki við. Og
annað eins slysamark á varla eftir
að sjást í langan tíma. Markið
kom á 16. mínútu síðari hálfleiks,
Gústaf Baldvinsson skaut þá
máttlausu og með öllu hættulausu
skoti að marki, Ólafi markverði
tókst á einhvern undarlegan hátt
að þvæla knettinum úr höndum
sér og beint á tærnar á Ómari
Jóhannssyni, sem hafði lítið fyrir
því að renna knettinum í opið
netið, 2—0.
Nú brá svo við, að lið Þróttar
varð hvorki fugl né fiskur og það
mætti næstum segja, að Eyja-
menn hafi slegið tjöldum í vítateig
Þróttar og nokkrum sinnum
þrumuðu varnarmenn Reykjavík-
urliðsins knettinum sem lengst í
burtu á síðustu stundu. En fleiri
urðu mörkin ekki, því tvö dýrmæt
stig til Eyja.
Sem fyrr segir, var knattspyrn-
an yfirleitt ekki burðug að þessu
sinni, en sem betur fer virðist
vorið vera að ríða í hlað og
hugsanlega stutt í grasið. Leik-
menn eins og Baldur Hannesson,
Páll Ólafsson og Þorvaldur Þor-
valdsson áttu allir góða spretti,
einkum í fyrri hálfleik fyrir Þrótt,
Tómas Pálsson og Sveinn Sveins-
son voru góðir svo og markvörður-
inn Ársæll Sveinsson.
í STIITTU MÁLI:
ÍNland»mótlA 1. delld. Melavbllur: Þróttur —
ÍBV: 0—2 (0—1).
Mörk ÍBV: Svelnn SveinsNon og ómar
JóhannHHon.
ÁminninKar: Enicin.
Dómari: Arnþór ónkarHHon. gg
• Jupp Derwall, þjáifari vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu.
Islandsmet
hjá Guðrúnu
Þróttur: Ólafur Guömundsson 1, Rúnar Sverrisson 2, Úlfar Hróarsson 2,
Sverrir Einarsson 2, Egill Steindórsson 1, Þorvaldur Þórvaldsson 2, Baldur
Hannesson 2, Ágúst Hauksson 2, Páll Ólafsson 2, Ársæll Kristjánsson 1,
Halldór Arason 1, Sverrir Brynjólfsson (vm) 1.
ÍBV: Ársæll Sveinsson 3, Snorri Rútsson 2, Viöar Elíasson 2, Þórður
Hallgrímsson 2, Friöfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 2, Örn
Óskarsson 2, Óskar Valtýsson 2, Ómar Jóhannsson 2, Tómas Pálsson 3,
Gústaf Baldvinsson 2.
GUÐRÚN Ingólfsdóttir setti í
fyrradag nýtt íslandsmet í
kringlukasti kvenna á frjáls-
íþróttamóti á Selfossi. Kastaði
Guðrún 46,60 metra. Gamla
metið átti hún sjálf en það var
42,84 metrar. Guðrún virðist vera
í mjög góðri æfingu um þessar
mundir. öll köst hennar voru vel
yíir gamla metinu. Með meti
þessu skipar Guðrún sér á bekk
með bestu kringlukösturum
kvenna á Norðurlöndum. — ÞR.
2 leikir í
2. deild
RÓLEGT verður yfir ís-
landsmótinu í knattspyrnu
um helgina, aðeins tveir
leikir í 2. deild, báðir á
laugardaginn. Reynir mætir
Þrótti frá Norðfirði á Sand-
gerðisvelli klukkan 18.00 og
Selfoss mætir Austra á Sel-
fossi klukkan 18.30.
Fimleika-
sýning
í tilefni 70 ára afmælis
Aftureldingar efnir félagið
til mikillar fimleikasýning-
ar að Varmá f Mosfellssveit í
dag kl. 15.00. Mun fimleika-
fólk úr Gerplu, Ármanni og
Björk sýna listir sýnar.
Miðaverð er kr. 1000.
Úrslitakeppni
FRÍ í prípraut
ÚRSLITAKEPPNI í
þríþraut FRÍ og Æskunnar
fer fram sunnudaginn 27.
maf og hefst hún kl. 14.00.
Keppnin íer fram á Laugar-
dalsvelli f Reykjavík um ieið
og keppnin f 1. hluta
Meistaramóts íslands.
Meistaramót
í tugþraut
MEISTARAMÓT íslands í
tugþraut fer fram á Laugar-
dalsvellinum á súnnudag og
hefst kl. 14.00, einnig verður
keppt f 3000 metra hlaupi
kvenna og 4x800 metra boð-
hlaupi. Keppninni verður
svo fram haldið á mánudag
kl. 18.00 og verður þá
fimmtarþraut á dagskrá og
10.000 metra hlaup.
Landsliðs-
treflar
FÉLAG einstæðra foreldra mun
vera með sölu á landsliðstreflum
á Laugardalsvellinum í dag. Verð
treflanna er aðeins kr. 2000 og
ætti fólk ekki láta sér muna um
að styrkja gott málefni og kaupa
trefil um leið og það ætti að
tryggja að viðkomandi fengi ckki
kvef á vellinum í þeirri kulda-
nepju sem nú er.
Þór
vann
ÞÓR Akureyri sigraði Fýlki í 2.
deildinni fknattspyrnu f gær-
kvöldi 3—2 í hörkuleik. Leikur-
inn fór fram á Akureyri í frekar
óhagstæðu veðri. Staðan í hálf-
leik var 2—1 Þór í hag. Þórsarar
tóku forystuna f leiknum strax á
9. mfnútu með marki Guðmundar
Skarphéðinssonar. en hann skor-
aði öll þrjú mörk Þórsara í
leiknum. Fylkismenn jafna sfðan
metin með marki Hilmars Sig-
hvatssonar beint úr aukaspyrnu.
Guðmundi tókst að bæta einu
marki við fyrir lok hálfleiksins.
Fylkismenn urðu fyrir því að
missa mann útaf. Hilmari Sig-
hvatssyni var vísað útaf fyrir að
sparka f liggjandi leikmann. og
léku Fylkismenn því einum færri
það scm eftir var af leiknum.
Einar Ilafsteinsson skoraði sfð-
ara mark Fylkis en Guðmundur
náði að skora þrennu og innsigla
sigur Þórs. SB/þr.