Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979
Skip Sambandsins
stöðvast eitt af öðru
SAMKVÆMT upplýsingum
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands eru leiguskip sölu-
fyrirtœkja Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, sem nú eru að
iesta fisk úti á landi ekki fyrstu
leÍKuskipin. sem hintfað hafa kom-
ið til þess að ná í vörur. Á
mánudaK <>g þriðjudaK var statt
crlent leÍKuskip á Ifúsavík, scm
iestaði kfsiÍKÚr fyrir Johns
Manville frá Kfsiliðjunni við
Mývatn.
Ekkert var af sáttaumleitunum í
farmannadeilunni að frétta og ekki
boðaður sáttafundur. Páll
Hermannsson sem sæti á í samn-
inganefnd farmanna kvað farmenn
nú mikið spyrjast fyrir um atvinnu-
möguleika erlendis, en einnig kvaðst
hann vita til þess að farmenn hefðu
ráðið sig í aðra vinnu hér innan-
lands.
Páll kvað farmenn nú fara að
draga að sér höndina í sambandi við
undanþágur, þar sem lítið sem
ekkert væri við þá rætt við samn-
ingaborðið. í fyrradag stöðvaðist
Hvassafell í fyrsta sinn, annað skip
stöðvaðist í gærkveldi, Helgafell
eldra, Jökulfell stöðvast á laugar-
dag.
Niðurgreiðslumar
áttu að minnka um
rúman milljarð kr.
EINS og fram hefur komið ákvað
ríkisstjórnin að minnka ekki
grciðslur ríkissjóðs til landbún-
aðarvara, en samkvæmt fjárlög-
um á að minnka niðurgreiðslur
um 3.1 milljarð króna á þessu ári.
Vegna þess að hlutfall niður-
greiðslna eykst ekki í sama hlut-
falli og varan hækkar um, kemur
fram hin mikla hækkun, sem frá
var skýrt í Morgunblaðinu í gær.
króna, þarf að draga úr þeim sem
nemur 1.550 milljónum 1. septem-
ber og um sömu upphæð 1. desem-
ber. Mun það valda gífurlegri
hækkun landbúnaðarvara þá og
hrikalegri hækkun, ef stjórnvöld
ákveða að fresta enn hinn 1.
september að minnka niður-
greiðslur. Kemur þá öll hin lög-
boðna minnkun niðurgreiðslna
niður á síðasta mánuði ársins.
Sauðburðurinn hefur verið óvenju erfiður víðast hvar á landinu en tíðarfar er nú heldur hlýnandi
sunnanlands. Fénaður er þó á fullri gjöf þar sem enn hefur ekki verið hægt að sleppa honum á afrótt.
Ljósm. Sig. Sigm.
60 mílljóna króna tjón
í eldsvoða í Straumsvík
MIKIÐ tjón varð í Álverinu í
Straumsvík í gær þegar eldur
kom upp í mótum, sem verið var
á slá upp milli kerskáianna.
þau. Þarna var unnið með log-
suðutæki og hljóp neisti í þurrt
mótatimbrið og fuðraði það upp.
Slökkviliðið í Straumsvík var
strax kallað til og gekk það vask-
lega fram við slökkvistörfin og
sömuleiðis slökkviliðið í Hafnar-
firði.
Næst verður verð landbúnaðar-
vara reiknað út 1. september og
þar næst 1. desember. Miðað við
það að ekki er dregið úr niður-
greiðslum nú um einn milljarð
Heildarniðurgreiðslur ríkissjóðs
samkvæmt fjárlögum eiga nú að
vera 18,9 milljarðar króna í stað
22ja milljarða, sem þær myndu
vera ef ekki ætti samkvæmt fjár-
lögum að minnka þær.
Tropicana:
Gætum selt mun meira
en hráefnið vantar
— VIÐ gætum án efa sclt ógrynni
af Tropieana-appelsínusafa og
greip cf við hefðum nægilegt
hráefni, sagði Árni Ferdinandsson
hjá Sól hf. en Mbl. spurði hann
hvort mikil söluaukning hcfði
orðið á Tropicana þá daga sem
mjólk hefði skort á höfuðborgar-
svæðinu.
Árni sagði að fyrirtækið ætti nóg
hráefni um borð í Selfossi sem nú
lægi við bryggju, og ekki fengist að
skipa upp en fluttir hefðu verið inn
nokkrir farmar með flugi, en það
væri svo dýrt að fyrirtækið yrði að
borga með sölu framleiðslunnar við
slíkar aðstæður. Væru verðlags-
ákvæði á framleiðslunni og fengju
þeir ekki að hækka vöruna þrátt
fyrir meiri flutningskostnað. Væri
þar ólíku saman að jafna við t.d.
ávaxtainnflytjendur, sem bæði
slyppu við 20% toll og 18%
vörugjald, þeir leggja hinn aukna
flutningskostnað ofan á útsölu-
verðið. Árni Ferdinandsson sagði að
fyrir sama flutningskostnað mætti
flytja 65 tunnur af hráefni með
skipi og 10 tunnur með flugvél.
Hraðfrystihús Stokkseyrar:
Stefna að vinnslu
— VIÐ ætlum að vinna að því
eins hratt og kostur er að
vinnsla heíjist að einhverju
marki í frystihúsinu og ég
geri jaínvel ráð fyrir að eftir
um það bii fjórar vikur geti
vinnsla hafist í bráðabirgða-
húsnæði og jafnvel fyrr, sagði
Ásgrímur Pálsson fram-
kvæmdastjóri Ilraðfrystihúss
Stokkseyrar, sem skcmmdist
af eldi á miðvikudag.
Milli 40 og 50 manns unnu
að því að hreinsa rústirnar,
sem er mikil vinna og sagði
Ásgrímur að jafnframt væri
unnið að því að koma upp
bráðabirgðaaðstöðu í öðru
húsnæði frystihússins, og ætti
þar vonandi að geta farið fram
alhliða vinnsla. Þegar búið
væri að koma henni í gang
yrði síðan hugað að framtíðar-
uppbyggingu frystihússins.
Átta bátar stunda nú humar-
veiðar frá Stokkseyri og hefur
afli þeirra verið sæmilegur og
var t.d. í gær ekið með afla
þeirra til Eyrarbakka og
Keflavíkur.
Ásgrímur sagði að tjónið
væri enn ekki fullkannað, en
húsið hefði verið vel tryggt og
væri enn unnið að rannsókn á
eldsupptökum.
Læsti eldurinn sig ( kiæðningu
og þak kerskála eitt og urðu þar
nokkrar skcmmdir auk þess sem
mótin eru stórskemmd. Er tjónið
metið á um 60 milljónir króna, að
sögn Ragnars Halldórssonar for-
stjóra. Taka varð rafmagn af
kerskála eitt í rúma klukkustund
og stöðvaðist álframleiðsla þar á
meðan.
Það var laust eftir klukkan 14
að eldurinn varð laus. Mótum
hafði verið slegið upp milli skál-
anna og var verið að járnbinda
Bætur almannatrygg-
inga hækka um 11,4%
FRÁ og með 1. júní n.k. hækka
bætur almannatrygginga um
11,40% frá því sem þær voru i marz
s.l.
Þannig hækkar t.d. cllilífeyrir 67
ára lífcyrisþcga í 60.599 kr. og
hjónalífcyrir í 109.078 kr. á mán-
uði. Njóti þessir aðilar fullrar
tekjutryggingar hækka bætur
Ellefu lömb á
þremurárum
Fyrirspurn íbæjarstjórn Hafnarfjarðar:
Hvenær fá íbúar Set-
bergslands hitaveitu?
Einar Þ. Mathiesen bæjarfulltrúi Sjálfstæðisílokksins í
Ilafnarfirði kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á bæjarstjórnarfundi
í gær og vakti máls á sífellt hækkandi kyndingarkostnaði með
olíu. Spurðist hann fyrir um hverjir möguleikar íbúa í
Setbergslandi væru til að fá hitaveitu á næstunni, en þar eru nú
milli 20 og 30 hús, öll olíukynt.
fermetra einbýlishús noti 7—8
þúsund lítra af olíu og kostar
það milli 8 og 9000 þúsund kr. á
ári og hækkar jafnvel í 11—1200
þúsund ef lítrinn fer í 150
krónur. Hins vegar kostar hita-
veitukynding ekki nema um 150
þúsund kr. á ári og mér fannst
því eðlilegt að vekja máls á
þessu og spyrjast fyrir um það á
fundinum hvenær megi vænta
hitaveitu í þetta hverfi, en
þarna mun koma mikil byggð á
næstu árum. Mun bæjarstjóri
leggja fram skýrslu um málið á
næsta fundi, hinn 12. júní, og
verður málið þá á dagskrá.
— Mér finnst sanngjarnt að
allir íbúar Hafnarfjarðar njóti
sömu aðstöðu hvað varðar hús-
hitun og nú er að heita má lokið
lagningu hitaveitu í kaupstað-
inn nema í Setbergslandi, en það
heyrir nú undir Hafnarfjörð
eftir makaskipti við Garðabæ
sem urðu við lok síðasta kjör-
tímabils, sagði Einar í samtali
við Mbl. Talið er að t.d. 140
Á tilraunastöðinni að Skriðu-
klaustri í Fljótsdal er unnið að
tilraunum á sauðfé sem miða að
því að rækta upp óvenjumikla
frjósemi í fénu. Hefur þannig
ein ærin borið 11 lömbum á
þremur árum. Sem gemlingur
bar hún 3 lömbum og fjórum
lömbum nú í vor og í fyrra. Að
sögn dr. Stefáns Aðalsteinsson-
ar deildarstjóra við búfjárdeild
Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins, sem sér um tilraunir
þessar, er þetta líklega
landsmet.
Nú eru bornar 13 ær úr þess-
um tilraunahópi og eru 9 þeirra
tvílembur, 3 þrílembur og 1
borið 4 lömbum, eða samtals 31
lamb sem þýðir 2,4 lömb á
hverja á. Stefán sagði að þessar
tilraunir sýndu þegar hvað hægt
væri að gera með íslenzka sauð-
féð. Hann var spurður hvernig
ærin gæti séð um svona mörg
lömb og svaraði hann því til að
samtímis þessu væri verið að
gera tilraunir með að ala lömb
upp á gervimjólkurdufti sem
hrært væri út í vatni og væri
blandan gefin úr plastfötu með
margar „túttur“ niður við botn.
Stefán sagði að tilraunir þessar
færu einnig fram að Reykhólum
og væri mjólkurduftið flutt sér-
staklega inn í þessu skyni.
©
INNLENT
þeirra í 116.261 kr. og 203.176 kr. á
mánuði.
Barnalífeyrir, sem meölaga-
greiðslur eru miðaðar við, hækkar í
31.000 kr. fyrir hvert barn og
mæðra/feðralaun hækka í 26.993 kr.
á mánuði, ef t.d. tvö börn eru í
fjölskyldunni.
Frá og með 1. júlí n.k. verður
frítekjumark þeirra lífeyrisþega er
njóta óskertrar tekjutryggingar
hækkað í 455.000 kr. fyrir einstakl-
ing og 637.000 kr. fyrir hjón. Fari
árstekjur tekjutryggingarþega aðrar
en lífeyrir almannatrygginga, svo og
reiknaðrar leigu af eigin húsnæði og
tekna barna, fram úr ofangreindum
upphæðum, þá er tekjutrygging
skert um 55% þeirra tekna, sem
umfram eru. Þetta er í samræmi við
þær reglur, er hingað til gilt hafa.
Abl. á Akureyri;
Stjórnar-
samstarfi
sé slitið
án taf ar
AÐALFUNDUR Alþýðubanda-
lagsfélagsins á Akureyri var
haldinn á þriðjudagskvöld,
samkvæmt frétt í Þjóðviljanum
í gær. í ályktun fundarins, scm
var fjölsóttur, segir m.a., að
stjórnarsamstarfið hafi valdið
vonbrigðum og nóg sé komið af
tilslökunum og málamiðlunum.
Fundurinn lýsir stuðningi við
tillögur Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn, en ályktuninni lýkur
með þessum orðum: „Það er
skoðun fundarins, að nái þessar
tillögur Alþýðubandalagsins ekki
fram að ganga sé mælirinn
orðinn fullur og beri því að slíta
stjórnarsamstarfinu án tafar."
Gudmundur og Huebner efstir
TÍUNDA umferð svæðamótsins í
Luzern fór fram í gær. Guðmundur
Sigurjónsson og Iluebner eru efstir
og jafnir í a-riðli með 6V2 vinning,
en Huebner á unna biðskák. Kagan
hefur 5V4 vinning og Wedberg 5 og
betri stöðu í biðskák og komast
þessir í úrslit. Skák Margcirs og
Soos fór í bið og er staðan flókin, en
Margeir skiptamun undir.
í b-riðli tefldi Helgi og Helmers
frá Noregi og sömdu þeir snemma
um jafntefli, og á Helgi enn óteflda
biðskák við Pachmann og hefur
svart. Þá á hann eftir að tefla vií
Dueckstein og þarf '/2 vinning úi
báðum þessum skákum til að komasl
í úrslit, og er staðan í b-riðli nokkuf
óljós vegna margra biðskáka, er
Karlsson, sem vann Lieberzon, og
Gruenfeld hafa tryggt sér sæti
úrslitum með 6 og 7 vinninga.