Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 25 fclk í fréttum FÚTBOL TASTJA RNA N brazilíska, Pele, er oft í slagtogi við fagrar konur. — Myndin er tekin af honum á diskóskemmtistaðnum Xenon í New York. — Með kappanum, sem nú leikur með bandaríska knattspyrnuliðinu Cosmos, eru ítalska leikkonan Elsa Martineli og ekkja glaumgosans Profirio Rubirosa, en hún heitir Odile. ARABÍSK EGGJARN, gimstcinum prýdd, gull- rekið sverð og dolkur, sem eitt sinn voru í eigu Ibn Saud. konungs af Saudi-Arabíu, voru seld á opinberu uppboði í Zurich í Svisslandi fyrir skömmu. Gimsteina- skreyting svcrðsins myndaði pálmatré í 18 karata gullhjöltum. Þeesi vopn hins látna konungs voru slegin á alls 64000 dali, eða um 21.4 milljónir ísl. króna. ROKK ’N ROL- drottningin Tina Turner var nýleg á ferð suður í Rómaborg og var þessi mynd tekin af henni þar. Ilún rokkaði þar á skemmtistöðum í hinni ítölsku höfuðborg. „ UNGFRÚ PORTÚGAL“ var kjörin á baðstaðnum fræga Estoril í nánd við Lissabon. Er þetta í fyrsta skipti í 6 ár sem slíkt kjör fer fram. Fegurðardrottningin, Marta Mendonca, er 17 ára gömul og stundar háskólanám í Venezuela. Plymouth Volaré Premier 4dr er glæsilegur fjöl- skylduvagn, í honum er m.a. 6 cyl. 225 cu. in sparneytin vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, vinyl-þak, “premier deluxe“ frágangur að utan og innan, rafhituð afturrúða, lituð framrúða, stólar að framan, plussáklæði á sætum og m.fl. Við fáum einnig fáeina Plymouth Volaré Premier 2ja dyra með mjög svipuðum búnaði. Simca 1100 Simca 1100ereinn vinsælasti fólksbíllinn hérálandi, enda margsannað ágæti sitt. Viðeigum til nokkra bíla af Simca 1100 en þeir kosta frá ca. kr. 3.300.000. Simca er eini bíllinn sem hefur fjórum sinnum sigrað i rallkeþpnum á íslandi, svo dæmi séu nefnd, auk þess eyðir hann hreint ekki neinu. Ef þú ætlar að eignast nýjan fólksbíl í sumar, þá er nauðsyniegt að velja lit og gerð nú og staðfesta pöntun, á morgun getur það verið of seint. CHRYSLER öiníi SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 I Dodge Aspen Co'upé 2dr er 6 cyl. 225 cu. in. spar- neytin vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, vinyl- þak, rafhituð afturrúða, lituð framrúða, deluxe frá- gangur að utan og innan. Við eigum einnig von á Dodge Aspen Custom 4dr. /i _ VlymouHi 1979 BÍLAR FRÁ CHRYSLER Hjá okkur færð þu eitthvað mesta bilaurval, sem völ er á hér á landi. Eftirtaldar gerðir Chrysler-bíla eru til afgreiðslu á næstu vikum ef gengið er frá pöntun strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.