Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 31
Faxakeppn- in um helgina Faxakeppnin í golfi fer fram á laugardaginn og sunnudaginn á golfveilinum í Vestmannaeyjum. Auka- ferðir verða farnar til Eyja keppnisdaganna báða, svo og föstudaginn. Leiknar verða 36 hoiur og verður landsliðskjarnin í golfi val- inn eftir mót þetta. Mótið gefur stig til landsliðs. Ársþing HSÍ Ársþing HSÍ 1979 verður haldið ( félagsheimilinu á Seltjarnarnesi dagana 8. og 9. júní n.k., en það verður sett klukkan 19.00 á föstu- daginn 8. júnf. Handknatt- leíks- dómarar Dómaranefnd HSÍ hvetur alla landsdómara til þess að senda inn til skrifstofu HSÍ nú þegar svör við spurninga- listanum sem þeim hefur verið sendur. Hafi einhver ekki fengið listann þá vin- samlegast hafið samband við Gunnlaug Hjálmarsson í síma 40723 strax. Dómaranefnd HSI. íprótta- námskeiö í Hafnar- firði Innritun á íþrótta- námskeið Hafnarfjarðar fer fram í dag á Ilörðuvellinum og í Víðistaðaskóla. 5—6 ára drengir og stúlkur eru frá klukkan 9—10.30, 7—8 ára drengir og stúlkur eru frá kl. 10.30-12.00, 9-10 ára frá 13.30 — 15.00 og loks 11 — 14 ára frá klukkan 15.00-16.30. Þátttökugjald er 400 krónur. íþrótta- námskeið í Garöa- bænum Leik og íþróttanámskeið verða starfrækt f sumar á vegum æskulýðsráðs bæjar- ins fyrir börn á aldrinum 6 — 13 ára. Námskeiðin verða tvö annað í júní. og hitt í júlí. Starfsemin verður við Iþróttahúsið Ásgarði fyrir íbúa Flata, Fitja, Ása, Grunda og Arnarness. Við Hofstaðaskóla iyrir íbúa Lunda, Búða, Byggða, Móa og Silíurtúns. Innritun fer fram í Ásgarði eða í sfma 53066 dagana 30, 31 maf og 1 júnf frá kl 9.00 - 12.00. Þátt- tökugjald er kr. 1000. 6,7,8 og 9 ára verða frá kl. 13.30-15.30 10,11,12 og 13 ára verða frá kl. 9.30 - 12.00 Kynntar verða flestar greinar íþrótta svo að börn- in finni eitthvað við sitt hæfi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 31 ’M Þokkalegur árangur á EOP-mótinu EÓP-mótið í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Frekar var dauft yfir mótinu enda óhagstætt veður til keppni. Ágætisárangur náðist þó í nokkrum greinum. Oddur Sigurðsson KA sigraði í 100 og 200 metra hlaupum á ágætis tíma. Þá stökk Stefán Stefánsson ÍR 1.98 metra í hástökki og var mjög nærri því að fara yfir 2.01 m. Er Stefán mikið efni og á eftir að bæta sig í sumar til muna. Valbjörn Þorláksson sigraði í stangarstökkinu, stökk 4.20 m, og reyndi því næst við nýtt íslandsmet, 4.55 m. Ekki tókst að setja met að þessu sinni. En Valbjörn lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera orðinn 45 ára gamall. Valbjörn Þorláksson reyn- ir við nýtt íslandsmet í stangarstökki 4,55. Val- björn átti ágætar tilraunir við þá hæð. sek. 10.6 10.8 10.8 Kúluvarp karla: m Elías Sveinsson FR 14.11 Pétur Pétursson ÚÍA 13.67 100 m hlaup kvcnna: Sek. Lára Sveinsdóttir Á 12.0 Helga Halldórsdóttir KR 12.3 Stangar.stiikk: m Valbjörn Þorláksson KR 4.20 800 m karla: sek. Langstökk kvenna: m Aðalsteinn Bernarðsson KA 2.00 Lára Sveinsdóttir Á 5.66 200 m hlaup karla sek. Steindór Tryggvason KA 2.00.4 Helga Halldórsdóttir 5.50 Oddur Sigurðsson KA 22.0 Jónas Antonsson, KA 2.03.5 Br.vndís Hólm 5.12 Aðalsteinn Bernharðss. 22.5 Guöni Tómasson A 22.9 Kringlukast kvenna: m 400 m hlaup kvenna: sek. Guðrún Ingólfsdóttir Á 45.58 Hástökk karla: m Thelma Björnsdóttir UBK 61.2 Kristjana Þorsteinsd. Víði 33.38 Stefán Stefansson ÍR 1.98 Linda Jónsdóttir KA 62.0 Katrin Einarsd. ÍR 28.78 Karl West UBK 1.91 Helga Halldórsdóttir KR 62.7 - þr. Skarðsmótið slær botninn í vertíðina Helstu úrslit í mótinu urðu þessi: 100 m hlaup karla: Oddur Sigurösson KA Guðni Tómasson A Aöalsteinn Bernharðss. 110 m grindahlaup karla: sek Elías Sveinsson FH 15.4 Þorsteinn Þórsson UMSS 16.2 Þreföld vítakeppni! ÍSFIRÐINGAR lentu í kröppum dansi gegn Bolungarvfk í 1. umferð bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu f Bolungarvfk f fyrrakvöld. Eftir venjulegan leiktfma, auk framlengingar, var staðan 1 — 1. Hjörleifur Guð- finnsson skoraði fyrir heima- menn, en Ilaraldur Stefánsson jafnaði fyrir ÍBÍ: Vftakeppni til úrslita þurfti sfðan að halda þrívegis því ávallt var staðan jöfn. IBÍ vann loks og var staðan þá orðin 12—9. í blaðinu í gær voru birt úrslit nokkurra leikja f bikarkeppn- inni. Ilér fara á eftir úrslit þeirra leikja sem ekki var getið um. Tindastóll — Völsungur 4—1 Súlan — Sindri 2—1 Selfoss — UMFA 3—0 Þór Þorlákshöfn — Ármann Þór gaf Reynir — Stjarnan 0—1 ÍK'— Grindavík 2—4 Af þessum úrslitum koma á óvart sigrar 3. deildar liða Tinda- stóls og Stjörnunnar gegn Völs- ungi og Reyni. Völsungar eru reyndar í 3. deild, en voru slakari en reiknað hafði verið með. Reynir leikur hins vegar í 2. deild og er því árangur Stjörnunnar athyglis- verður. Þess má geta, að það voru þeir Sigurbjörn Marinósson og Sigurjón Kristjánsson sem skorðu mörk Austra gegn Hrafnkeli Freysgoða, en Austri vann 2—0. A rS NINM5TVAL IslrntsnSorjíI t • Þetta eru bikararnir sem keppt verður um á Skarðsmót- inu. Nú um hvítasunnuhalgina lýkur keppnistfmabili fslenskra skfðamanna í alpagreinum með keppni í stórsvigi og svigi á Skarðsmótinu svokallaða í Siglufirði. Á punktamótum Skíðasam- bands lslands, en Skarðsmótið er eitt þeirra, sem héðan í frá munu verða kölluð bikarmót, er m.a. keppt um stig sem keppendum eru gefin eftir árangri í einstök- um greinum, 25 stig fyrir 1. sæti, 20 fyrir 2., 15 fyrir 3. o.s.frv. Sá keppandi, en keppt er bæði í karla og kvennaflokki, sem flest stig hlýtur, hreppir titilinn Bikarmeistari Skfðasambands íslands. Kcppni þessi er að nokkru sniðin eftir heimsbikarkeppninni á skfðum, en í henni hefur Svíinn Ingemar Stenmark verið fremstur f flokki undanfarin ár. Verslunin SPORTVAL hefur að þessu sinni gefið mjög veglega bikara til að keppa um, bæði farandbikara og eignarbikara. Um farandbikarana, en þeir eru 3, þ.e. fyrir göngu karla, alpagreinar kvenna og alpagreinar karla, mun verða keppt í 5 ár en þeim síöan komiö fyrir í bikarsafni SKÍ. Þessi verðlaun veröa afhent viö athöfn að móti loknu í Siglufirði. Staöan í Bikarkeppni SKÍ er nú þannig: Konur: stig 1. Steinunn Sæmundsd. R. 150 2. Nanna Leifsd. A. 130 3. Ása H. Sæmundsd. R. 115 4. Hrefna Magnúsd. R. 59 5. Halldóra Björnsd. R. 58 Hér eru úrslitin um fyrsta sætiö þegar ráöin. Steinunn Sæmunda- dóttir, R., hefur tryggt sér sigurinn meö „fullu húsi“ stiga og þar meö titilinn Bikarmeistari SKÍ í kvenna- flokki 1979. Yfirburðir Steinunnar eru mun meiri en stigin gefa til kynna þar sem hún hefur unniö flest mót vetrarins meö miklum yfirburðum. í öðru sæti er Nanna Leifsdóttir A. meö 130 stig, en hún hefur sigraö í 3 keppnum í vetur. Nanna er ekki örugg með annað sætið í keppninni nema henni takist nú aö veröa a.m.k. í 2. sæti í annari greininni, svigi eöa stórsvigi, þar sem Ása Hrönn Sæmundsdóttir getur náö Nönnu aö stigum meö því aö vinna bæöi svigiö og stórsvigið og ná þannig sama stigafjölda og Nanna er meö nú. Aðrar stúlkur koma ekki til greina í bárattuna á milli Nönnu og Ásu um 2. sætiö. Karlar: í karlaflokki er keppnin mun tvísýnni, en staða efstu manna er nú þannig: Stig 1. Björn Olgeirss. Hu. 135 2. Karl Frímannss. AK. 111 3. Haukur Jóhannss. AK 101 4. Tómas Leifss. AK. 86 5. Sigurður H. Jónss. í. 78 Björn Olgeirsson, Húsavík, hefur forystuna sem hann tryggöi sér meö glæsilegum sigrum á Þorramótinu á Isafiröi í marz svo og á íslandsmótinu og punktamóti á Húsavík. Karl Frímannsson er sá eini sem hefur fræöilega möguleika til aö ná Birni aö stigum, þ.e. meö því að vinna bæöi svigið og stórsvigið, en því aöeins að Björn verði aftar en í 2. sæti í báöum greinum. Hinsvegar verður Karl að vinna báöar greinar ef hann vill tryggja sér 2. sætiö því jafnvel 5. maður, Sigurður H. Jónsson, hefur möguleika á að ná 128 stigum meö sigrum í báöum greinum og þar meö næöi Karl hugsanlega aðeins 125 stigum með því aö veröa næstur á eftir Sigurði. Haukur Jóhannsson sem nú er meö 101 stig og þriöji hefur einnig möguleika á aö ná 125 stigum með því að sigra svigið og stórsvigiö. Úrslit í bikarkeppni í göngu hafa þegar verið birt. Bikarmeistari varö Haukur Sigurösson. Ólafsfirði. Fljótlega upp úr helginni mun stjórn SKÍ velja landslið íslands á skíöum fyrir næsta vetur og undir- búningur og þjálfun liðsins mun síöan hefjast upp úr miðjum júní. Leiðrétting VEGNA mistaka féll niöur einkunnagjöf nokkurra Eyjaskeggja úr leik þeirra gegn ÍBK. Birtist hér því einkunnagjöf Eyjamanna í heild. Ársæll Sveinsson 3, Snorri Rútsson 2, Viðar Elíasson 2, Þóröur Hallgrímsson 2, Friöfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 3, Örn Óskarsson 2, Óskar Valtýsson 2, Ómar Jóhannsson 2, Tómas Pálsson 3, Gústaf Baldvinsson 2. Þá voru dálítil mistök í einkunnagjöf frá leik ÍA og KA. Þar stóö aö Eyjólfur Ágústsson hafi fengiö 2. Eyjólfur var ekki meö, þar átti að standa Ólafur Haraldsson. Þá féll og niður nafn varamanns KA, Ásbjörns Björnssonar, sem hlaut einkunnina 1, enda lítið með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.