Morgunblaðið - 01.06.1979, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979
Guðni Guðmundsson afhendir nýstúdentum prófskírteini sín.
Ljósm. Mbl. RAX.
130 stúdentar út-
skrifast frá MR
MENNTASKÓLANUM í
Reykjavík, elsta menntasetri
landsins, var slitið með hátíð-
legri athöfn í Háskólabíói í
gær. Rektor skólans Guðni
Guðmundsson, flutti yfirlit síð-
asta skólaárs og brautskráði
nýstúdenta.
Skólinn var settur í Dóm-
kirkjunni hinn 4. sept. sl. en
kennsla hófst 6. sept. Kennslu-
vikur hvors misseris skólaárs-
ins voru 13, en kennslu lauk
fyrir páska. 736 nemendur alls
hófu nám við skólann síðasta
haust, þar af 133 í 6. bekk, en
undir vorpróf gengu 669, þar af
gekk 131 nemendi undir stúd-
entspróf. í vetur voru alls 37
bekkjardeildir við skólann, en í
8 þeirra var kennt til stúdents-
prófs. Deildaskiptingu innan 6.
bekkjar var þannig háttað að
tveir bekkir voru innan forn-
máladeildar, tveir innan ný-
máládeildar, tveir innan eðlis-
fræðideildar og tveir innan
náttúrufræðideildar. 65 kenn-
arar alls kenndu við skólann í
vetur, þó aldrei fleiri en 61 í
senn.
Stúdentsprófin hófust 18.
apríl en þeim lauk 28. maí. 131
nemandi gekk undir prófið en
af þeim stóðust 130 en einn á
þess kost að endurtaka það. Því
brautskráðust 130 stúdentar,
en það er minnsti fjöldi stúd-
enta síðan 1962. Alls útskrifuð-
ust 53 úr máladeild, 35 úr
eðlisfræðideild, og 36 úr nátt-
úrufræðideild. Hæstu einkunn
á stúdentsprófi hlaut að þessu
sinni Gunnar B. Gunnarsson
6—X , 9,14 en næst honum kom
Sigríður Sóley Kristjánsdóttir
6—X en hún hlaut einkunina
9,13. Margir stúdentar hlutu
verðlaun fyrir frábæran árang-
ur í námi og starfi, en þau voru
veitt af ýmsum aðilum.
Kveðjur
stúdentaárganga
Sigurbjörn Magnússon for-
maður 6. bekkjarráðs hélt
stutta ræðu að skilnaði, afhenti
skólanum skilnaðargjöf frá ný-
stúdentum og óskaði rektor,
skólanum og nýstúdentum vel-
farnaðar. Rektor þakkaði ný-
stúdentum gjöfina og samstarf-
ið á liðnum árum og óskaði
þeim alls hins besta í framtíð-
inni.
Svo sem venja er til voru
ýmsir eldri stúdentar viðstadd-
ir athöfnina og haldnar voru
ræður af fulltrúum afmælisár-
ganga. Fyrir hönd 60 ára stúd-
enta talaði séra Jón Skagan.
Lýsti hann dvölinni í skólanum
á þeim tíma, en veturinn 1918
var sem kunnugt er sá harðasti
á þessari öld. Var skólavistin
þann vetur skólasveinum ekk-
ert sældarbrauð, því ofan á
harðindin bættist faraldur sá
25 ára stúdentar færðu skólanum
gjöf, sem barnabarn Ólafs sést hér
sem kallaður hefur verið
spænska veikin. Þótt skólavist-
in hafi verið erfið, taldi séra
Jón að árgangurinn hafi spjar-
að sig vel, er út í lífið kom og
má meðal merkra manna úr
árgangnum nefna þá Davíð
heitinn Stefánsson skáld, Emil
Jónsson fyrrv. ráðherra, Sigurð
Thoroddsen verkfræðing og
Einar Magnússon fyrrv. rektor.
Eldri stúdentar fjölmenntu á skólaslitin, setti það mikinn svip á athöfnina.
málverk af Ólafi Hanssyni að
afhjúpa.
Fyrir hönd árgangsins færði
séra Jón skólanum peningagjöf
í sögusjóð hans og færði honum
þakkir.
Að hálfu 50 ára stúdenta
talaði frú Auður Auðuns. Flutti
hún skólanum kveðjur og árn-
aðaróskir og færði nýstúdent-
um heillaóskir frá árgangnum.
Afhenti hún, skólanum pen-
ingjagjöf sem renna átti til
sjóðs sem stendur fyrir útgáfu
á sögu skólans. Að lokum ósk-
aði húri skólanum gæfu og
gengis í framtíðinni.
Frú Guðrún Benediktsdóttir
talaði fyrir hönd 40 ára stúd-
enta og færði skólanum gjöf frá
árgangnum. Færði hún skólan-
um beztu kveðjur og óskaði
honum alls hins besta.
Fyrir hönd 25 ára stúdenta
talaði Þorvaldur Þorvaldsson
arkitekt. Afhenti hann skólan-
um málverk eftir Örlyg Sig-
urðsson af Ólafi Hanssyni að
gjöf, en málverkið afhjúpaði
barnabarn Ólafs. Að lokum
færði hann skólanum og ný-
stúdentum heillaóskir árgangs-
ins.
Skólanum bárust einnig gjaf-
ir frá 10 og 20 ára stúdentum,
en þær runnu í sögusjóð hans.
Rektor þakkaði að lokum þær
gjafir sem skólanum bárust og
þann hlýhug sem gefendur og
aðrir sýndu skólanum. Síðan
sagði hann Menntaskólanum í
Reykjavík slitið í 132. sinn.
Helgí og Guðmund
ur komust áfram
ÞEGAR þetta er ritað hafa þeir
Guðmundur og Helgi tryggt sér
réttindi til áframhaldandi
keppni í svæðamótinu í Lucern,
en hins vegar hefur Margeiri
ekki vegnað cins vel núna. Eins
og kunnugt er úr fréttum var
teflt í tveimur riðlum. A og B.
og halda 4 efstu úr hvorum riðli
áfram. en úr úrslitariðlinum
komast siðan 3 efstu menn
áfram í næsta millisvæðamót.
Af þeim skákum sem borist
hafa til landsins úr þessari
keppni, er ein ljómandi
skemmtileg sem Helgi tefldi við
tiltölulega lítt þekktan Svía,
Karlsson að nafni. Við bregðum
upp mynd af stöðunni þegar
hvítur hefur lokið sínum 25. leik,
f4.
25... exf4! Með þessum leik
byrjar Helgi óvenju langa og
skemmtilega leikfléttu og næstu
leikir eru hver öðrum skemmti-
legri og sýna vel hið mikla
hugmyndaflug Helga).
26. IIxe6 Með þessum leik
hyggst hvítur vinna tvo létta
menn fyrir hrók, en Helgi hefur
séð lengra ...)
26. — Í3!! (Svartur skeytir ekki
um hrókinn á e6 heldur opnar
skálínu fyrir drottninguna niður
á reitinn g3. Ef t.d. 27. Hxe8 þá
kemur 27. — Dxg3 og hótar máti
ág2)
26. IId6 (Hvítur gerir tvennt
með þessum leik; hann forðar
hróknum sínum ate6 og lokar um
leið skálínunni fyrir drottningu
svarts. Hvernig bregst svartur
við þessu?)
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
27. — bRd4! (Og enn fórnar
svartur!)
28. cxd4 (Hvítur tekur þann kost
að drepa þennan hættulega ridd-
ara, og þjóða þannig hættunni
heim, en þótt hvítur ætti reitinn
a2 fyrir drottninguna var það
varla mikið betra).
28. - Bxd4, 29. Kh2 - IIe2
(Svartur hefur náð yfirburða-
stöðu, en lokin eru engu að síður
fróðleg)
30. Rc2 - IIxg2, 31. Khl - Dc7
(Hótar 32. — Hh2 og siðan De2
og mátar).
32. Rxd4 - cxd4, 33. Re5
(Ótrúlega vanmáttugur leikur,
sem sýnir best erfiðleika hvíts.
Hann á enga vörn við innrás
svörtu drottningarinnar til e2,
sem hótar óverjandi máti).
3.. — Dxe5 (Kannski lét hvítur
sig dreyma einhverja drauma
eftir 33. - Dxd6, 34. Bf4)
34. BÍ4 - Rxf4, 35. Hd7+ -
Kh8, 36. gxf4 - IIh2! (Þessi
leikur hefur lengi legið í loftinu).
37. Kgl (Ef 37. Kxh2 - De2 og
mátar)
37. — De3+ og hvítur gafst upp
því hann er óverjandi mát.