Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á ménuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. í klóm okrara Verðþróun á olíu hefur haft alvarleg áhrif á þjóðarbúskap okkar, viðskiptajöfnuð, rekstrarstöðu sjávarútvegs og fjárhagsafkomu heimila, bæði vegna húshitunar með olíu og rekstrar fjölskyldubifreiða. Olíuinnflutningur nam um 10% af heildarinnflutningi okkar 1978 og innflutningsverð á benzíni og olíum er nú tvö til þrefalt hærra en meðalskráningarverð á sl. ári. Sú staðreynd blasir við, að ísland er háð viðskiptasamningi með olíuverðmiðun við Rotterdammarkað. Verð OPEC-ríkja á olíuvörum, sem flestar aðrar þjóðir sæta, hefur verið og er verulega lægra, sem að sjálfsögu þýðir, að verðþróun á olíuvörum hefur komið ver við okkur en aðrar þjóðir. Þessi verðviðmiðun hefur orðið til þess, að við höfum mátt sæta mun hærra verði hjá Sovétmönnum, sem selja okkur meginhluta olíuinnflutningsins, en greitt er fyrir sömu vöru frá öðrum olíuframleiðsluríkjum. Þetta sovétokur á olíu kemur t.d. fram í því, að innkaupsverð okkar á benzíni frá Sovétríkjunum er hærra en smásöluverð á benzíni í Bandaríkjunum. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins benti á það þegar í vetur í umræðu á Alþingi, að brýna nauðsyn bæri til að óska eftir viðræðum við Sovétmenn um aðra verðviðmiðun olíu en Rotterdam. Ríkisstjórn, og þá sér í lagi viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra, bar skylda til, þegar verðþróun á olíu lá ljós fyrir, að bregðast við vandanum með þeim hætti. Hagsmunir heilla atvinnugreina og hvers heimilis í landinu kröfðust slíkra viðbragða. Þetta var því miður ekki gert. Hugur ráðherra var bundinn við, að krónutala ríkisskatta í olíu- og benzínverði hækkaði samstiga hinu erlenda olíuokri, svo íslenzka heimsmetið í verðsköttun á benzíni stæði áfram. Ríkisstjórnin, sem gæta átti hagsmuna þjóðarinnar í milliríkjasamningum af þessu tagi, hefur ekki brugðizt rétt við breyttum aðstæðum. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir í viðtali við Morgunblaöið í gær, aðspurður um verð á gasolíu sem lestuð var í Sovétríkjunum fyrir skömmu: „Þetta verð er svo hrikalegt að það fyrirfinnst enginn kaupandi að olíufarminum, sem er á leiðinni hingað.“ Hann sagði ennfremur: „Við höfum verið að borga Rússum verð sem er langt fyrir ofan heimsmarkaðsverð í marga mánuði og ríkisstjórnin hefur hvorki hreyft legg né lið til þess að fá þessu breytt.“ Hér kemur Kristján Ragnarsson að merg málsins, sem Geir Hallgrímsson gerði að umræðuefni á Alþingi þegar á miðjum vetri, sem sé, að breyttar aðstæður krefjast nýrra samninga við Sovétríkin um verðviðmiðun á olíuvörum. Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, hefur verið undarlega staður í þessu máli. Ekki leikur vafi á því að viðskiptakjararýrnun þjóðarinnar á þessu ári, sem talin var að myndi nema allt að 8% áður en síðasta verðsprenging á olíuvörum kom, á ekki sízt rætur í verðþróun á olíu og Rotterdamviðmiðun. 8% rýrnun viðskiptakjara þýðir 2,5% rýrnun á ráðstöfunarfé þjóðarinnar. Nú þykir sýnt að þessi þróun verði enn óhagstæðari. Ekki bólar þó á viðbrögðum viðskiptaráðherra, eða ríkisstjórnarinnar í heild, til að taka þessi mál upp við Sovétmenn á þeirri sjálfsögðu réttlætisforsendu, að Islendingar fái að sitja við svipað borð um olíuverð og viðskiptaþjóðir OPEC-ríkja. Það dugar ekki fyrir viðskiptaráðherra að segja áð um þetta verði rætt við Sovétmenn í viðræðum í sumar. Það átti að gera strax í vetur. Hver útgerð í landinu, hver húseigandi, sem kyndir með olíu, hver bifreiðaeigandi, já hver þjóðfélagsþegn verður var við keðjuhækkanir á olíuvörum, sem m.a. eiga rætur í viðskipta- samningi við Sovétríkin. Samningi, sem kann að hafa verið góðra gjalda verður þá gerður var, en er fyrir löngu úr öllu samhengi við breyttar aðstæður. Sovétríkin koma nú fram gagnvart okkur í gerfi okrara. Við sætum mun verri viðskiptakjörum en nokkur önnur Evrópuþjóð. Viðskipta- ráðherra er upptekinn við heimiliserjur í stjórnarráðinu. Hann má ekki vera að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Naumast stafar aðgerðarleysi hans af þjónkun við hinn erlenda olíusala. En sjaldan hefur ráðherra brugðizt jafn heiftarlega í jafn stóru hagsmunamáli jafn margra þjóðfélagsþegna og viðskiptaráðherra í þessu olíumáli. Og ekki bætir úr skák, að hann bítur höfuðið af skömminni með því að fjölga skattkrónum ríkisins ofan á hið háa innflutningsverð, væntanlega til að „viðhalda kaupmætti“ launa í landinu. Samkeppni um teikningu kirkju fyrir Selt jamames SÓKNARNEFND Seltjarnarnessóknar cfnir til samkeppni um uppdrætti að kirkju fyrir sóknina á lóð norðvestan við Mýrarhúsaskólann eldri. Kirkjuskipið skal rúma 250 kirkjugesti í sæti, en gert er ráð fyrir fundarsal er rúmi 150 manns í tengslum við kirkjuskipið, þannig að opna megi á milli við fjölmennar athafnir. Verðlaunafé er samtals 3,1 milljónir, þar af eru fyrstu verðlaun ekki lægri en 1,5 milljón. Auk þess heíur dómnefnd heimild til að kaupa tillögur íyrir allt að 500 þúsund krónum. Seltjarnarnes hefur verið sér- stakt prestakall síðan 1963, en það var ekki fyrr en 1974 að Seltjarn- arnessókn var stofnuð og síðan hefur verið þar sjálfstætt safnað- arstarf. Söfnuðurinn hefur ekki eigin prest en prestar Neskirkju þjóna honum. A aðalsafnaðar- fundi í október 1978 voru sam- þykkt tilmæli til kirkjumálaráð- herra að hann hlutist til um að á fjárlögum fyrir árið 1979 yrði gert ráð fyrir prestsembætti á Sel- tjarnarnesi. Engin kirkjubygging er á staðnum og hefur því verið notast við félagsheimilið f.vrir kirkjulega starfsemi. Tillögum skal skila til trúnað- armanns dómnefndar Ólafs Jenss- onar í Byggingarþjónustunni á Grensásvegi 11 í síðasta lagi 17. október 1979. Þar fá væntanlegir keppendur öll keppnisgögn en rétt til þátttöku hafa þeir sem uppfylla ákvæði byggingarlaga. Dómnefndina skipa: Kristín Friðbjarnardóttir, félagsmála- fulltrúi.formaður, séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, Þórður Búason, verkfræðingur, Guðm- undur Kr. Kristinsson, arkitekt og Haukur A. Viktorsson, arkitekt. Byggingarreitur hinnar fyrirhuguðu kirkju á Seltjarnarnesi, horft frá suð-vestri. 6 manns hlutu dóm í handtökumálinu DÓMUR var í gær kveðinn upp í dómþingi sakadóms Gullbringusýslu í handtökumálinu svokallaða. Varð niðurstaðan sú að Haukur Guðmundsson fyrrverandi lögrcgiumaður í Keflavík var dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Viðar Á. Olsen fyrrverandi dómarafulltrúi í Kcflavík var dæmdur í 3 mánaða fangelsi, „huldumeyjarnar" tvær og fyrrverandi lögreglumaður úr Keflavík hlutu 2 mánaða skilorðsbundið íangelsi en frestað var ákvörðun rcfsingar í máli konu í Keflavík, sem útvegað hafði annarri huldumcyjunni falskt íjarvistarvottorð. Loks var Ilaukur Guðmundsson dæmdur til þess að grciða lögmanni sínum 350 þúsund krónur í réttargæzlu- og málsvarnarlaun og sakarkostnað krónur 450 þúsund að tveimur þriðju hlutum eða samtals 650 þúsund krónur. Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari í Kópavogi kvað upp dóminn, en hann var sctudómari í málinu. Hauki Guðmundss.vni var gefið að sök að hafa sem rannsóknar- lögregluniaður undirbúið og stjórnað ólöglegri handtöku á þeim Karli Guðmundssyni og Guðbjarti Pálssyni síðdegis mánu- daginn 6. desember 1976 í Vogum á Vatnsleysuströnd og hafa fyrr um daginn látið koma fyrir á laun í farangursgeymslu bifreiðar Guðbjarts ferðatösku, sem inni- hélt tvær flöskur af ótolluðu vodka- áfengi og einn kassa af áfengum bjór. Naut Haukur til þessa verknaðar aðstoðar huldu- me.vjanna tveggja, sem komu ferðatöskunni fyrir í bifreið Guðbjarts og lokkuðu síðan Guðbjart og Karl undir fölsku yfirskini til þess að aka þeim til Grindavíkur, með viðkomu í Vog- um, þar sem þær yfirgáfu bifreið- ina samkvæmt fyrirfram gerðri áætiun Hauks, samtímis því sem hann sendi lögreglumenn til þess að handtaka þá félaga Guðbjart og Karl fyrir grun um áfengis- og tolllagabrot, eins og segir í dómn- um. Huldumeyjunum tveimur er gefið að sök að hafa gerst hlutdeildarmenn í broti Hauks með þvi að aðstoða hann við hina ólögmætu handtöku. Viðari Ásmundssyni Olsen er gefið að sök að hafa sem vitni fyrir sakadómi Hafnarfjarðar borið ranglega og staðfest fram- burðinn með drengskaparheiti, að ekki hafi aðrir en hann verið farþegar í bifreið Hauks frá Keflavík til Re.vkjavíkur 6. des- ember 1976, og þannig leynt því að huldumeyjarnar margnefndu voru þar farþegar einnig og á leið til stefnumótsins við þá Guðbjart og Karl. Lögreglumanninum í Keflavík, sem áður er minnst á, er gefið að sök að hafa við skýrslugjöf fyrir sakadómi Hafnarfjarðar vísvit- andi rangfært framburð sinn með því að leyna því að hafa séð huldumeyjarnar í bifreið Hauks í Vogunum, þar sem hann tók þátt í hinni umdeildu handtöku. Loks var konu, sem vann með annarri huldumeyjunni við ræst- ingar í Gagnfræðaskóla Keflavík- ur, gefið að sök að hafa vottað ranglega að hafa verið með henni viö störf síðdegis daginn sem handtakan var framkvæmd. Taldi dómarinn að þau þrjú, sem síðast er á minnst hafi með háttsemi sinni torveldað mjög rannsókn málsins. I þeim tilfellum, þar sem ákærðu hlutu skilorðsbundna dóma, skal fullnusta dómsins niður falla að liðnum þremur árum, verði almennt skilorð haldið. í máli síðastnefndu kon- unnar skal ákvörðun refsingar falla niður eftir þrjú ár, hafi hún haldið almennt skilorð. Sýningu Eddu lýkur í kvöld SÍÐASTI sýningardagur á teikningum, ljósmyndum og skúlptúr Eddu Jónsdóttur í Galleri Suðurgata 7 er í dag, föstudag. Lýkur sýningunni kl. 10 í kvöld. Á sýningunni eru 20 verk og hefur aðsókn verið mjög góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.