Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 29 U ^ VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI umgengni viö sjúklinga og bág- stadda, þótt einnig verði annars vart. Gæti ég trúað, að stúlkurnar sem fordæma starfsfólkið á „Grund" hefðu einmitt átt að bata um með hljóðlátum handtökum í stað þess að fordæma „yfirkon- una“, sem sjálfsagt hefur misskil- ið hlutxerk sitt, ef sagt er rétt frá. Fjarri sé það mér að mæla þeim bót, sem níðast á sjúkum og umkomulausum. Hér mætti margt segja. En Grund á það skilið, að þar sé bjart um bekki og ganga bæði úti og inni. Hlutverk starfsfólks og stjórnar þar er eitt hið vandasam- asta eins og umhyggja fyrir um- komulausum alltaf verður. Eg hef haft þar umgang um áratugi og átt þar um tíma mína nánustu, bæði fósturföður og móð- ur mína og marga vini. Sjálfsagt hefur oft verið erfitt. En sérstak- lega vegna þess, að þar er alltaf yfirfyllt allt vistrúm og verður að taka á móti fólki sem þarf sérmeð- ferð á sjúkrahúsum, sérstaklega Þessir hringdu . . . • Hver er Rósa frænka? Ingibjörg Invadóttir hringdi í Velvakanda. Ingibjörg sagði að fyrir nokkru hefði Rósa nokkur sem kvaðst vera frænka hennar hringt í hana og sagst hafa bækur föður Ingibjargar í láni. Ingibjörg sagðist hafa verið veik er konan hringdi en síðan hefði hún árangurslaust reynt að hafa sam- band við þessa Rósu, en faðir Ingibjargar, Ingvi Hannesson, er nýlátinn. Kvað Ingibjörg þrjár Rósur vera í sinni ætt en þær könnuðust ekki við að hafa hringt né hafa í láni bækur sem faðir hennar ætti. Vildi því Ingibjörg koma því á framfæri hér í Velvakanda að þessi Rósa frænka hennar hringdi í hana hið fyrsta. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í þriðja leik Á Skákþingi íslands 1979, sem fram fór nú um páskana kom þessi staða upp í siðustu umferð í landsliðsflokki, í viðureign þeirra Björns I'orsteinssonar. sem hafði hvítt og átti leik, og Jóhanns Iljartarsonar. 25. IIxffi+! og.svartur gafst upp, því að eftir 25 ... gxfö 26. Dxf6+ Kg8 27. Hh8 er hann mát. geðveikum. Það er blátt áfram hræðilegt að þurfa að vista geð- veika á margbýlisstofum innan um veikburða og vesæla. En umgengni þá, sem þessi „Helgar- póstur“ lýsir, hefi ég aldrei orðið var við. Og sé hún til, þá er hún sérstakt fyrirbæri, sem ætti strax að laga á sínum stað. Hins vegar hafa allir þeir, sem ég hef séð þar að störfum einkum hin síðari ár, sýnt ástúð og umburðarlyndi. Ég þekki þar kon- ur og karla að störfum, sem eru meðal bezta fólks, sem ég hef kynnzt, bæði yngri og eldri þjón- ustur. Fátt væri ungum stúlkum holl- ari menntun og heillavænlegri en vinna þar um tíma, kynnast erfið- leikum og raunum og „bæta þar um borða", með brosi og alúð æskunnar. Aðsókn að Grund eru raunar bezta sönnun þess, hve yfirleitt hefur verið þar vel að verki staðið um áratugi, án óhófs og aura- sóunar, sem nú er trúað á til að bæta hvert böl. En slíkt er hjátrú af helzta tagi. Forstjórinn, hann Gísli, og læknarnir eru vissulega réttir menn á réttum stað. Þar er og verður dómur reynslunnar í öndvegi. Auðvitað ætti eldra fólk allt að vera heima hjá börnum og afkomendum eða á eigin vegum meðan kraftar endast. Margt stefnir nú í þá átt, að þar séu margar óskir að rætast. En sjálfsagt verður slíkt aldrei handa öllum. Og vissulega má miklu betur gera innan hæla og utan. Sé borið saman við aðbúð umkomu- lausra „niðursetninga“ og „órnaga" fyrir nokkrum áratugum í moldarkofum á íslandi eru elli- heimili nútímans hreinasta para- dís. Samt verða allir, sem þar starfa og dvelja að muna hvert andartak, að það eru einstakl- ingar, sem allir þrá ástúð og skilning, sem þar dvelja, en ekki ópersónuleg númer á nafn- skírteinum. Virðing þeim, sem virðing ber. Þar á eldra fólkið alltaf að vera í hásætum. Þótt einhverjir séu „vitlausir og ruglaðir" eru þar einnig hinir vitrustu og beztu. Rvk. 29. maí 1979. Árelíus Níelsson. Bryggjan í Nauthólsvík Á meðfylgjandi mynd er bryggja sem Bretar smíðuðu á hernámsárunum. Bryggja þessi er í Nauthólsvíkinni og er nú sú eins sem unglingar og bátaeigendur geta notað þar um slóðir. Maður nokkur hafði samband við Velvakanda til þess að vekja máls á því að bryggja þessi er nú í mikilli niðurníðslu. Langaði hann að vita hvort ekki ætti að gera eitthvað til þess að bæta hana eða hvort það væri tiigangurinn að aðstöðuleysi bátaeigenda ætti að vera algjört eins og við hafnirnar í Reykjavík. sat ■ * • Bryggjan i Nauthólsvík. HÖGNI HREKKVÍSI Husqvarna MÓTORKNÚNAR GARÐSLÁTTUVÉLAR & Mótorinn er Amerískur. [BRIGGStSTRATTOW] (Fjórgengis vél) Viðurkenndasti smá mótor í heimi. Notar hreint bensín, smurolían sér. Það auöveldar gangsetningu auk þess er „start niður gírað“ Tvennskonar hnífabúnaöur SLÆR ÚT Á KANTA Útsölustaðir víða um land / \iuinax .ylfisxáVyiOn kf. góðar eitthvaö fyrir alla! öAKTlCA t ''éapon JSS-3 ? * « ** PRAKTICA 3 geröir Verö frá kr. 76.550- Linsur: 29, 35, 135, 180 og 300 mm COSINA 2 geröir Verö frá kr. 143.350 Winder (sjálftrekkari) Linsur: 28, 135 og 200 mm. 35—150 mm ZOOM og 70—210 mm ZOOM CANON AE-1 og fleiri geröir. Verö frá kr. 200.230.- Winder og alsjálfvirk leift- urljós. Linsur: 24, 28, 35, 100, 135 200 og 300 mm. MYNDAVÉLA- TÖSKUR ÞRÍFÆTUR og gífurlegt úrval HOYA filtera og annarra fylgihluta. Góð vél tryggir góða mynd og viö bjóöum bestu greiðslukjörin! Opiö laugardaga kl. 10—12. Verslið hjá fagmanninum LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI f78 REYKJAVIK SIMI8S8.1t,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.