Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 19 Hvað geta böm og unglingar gert í sumar? Sund-, íþrótta- og leikjanámskeið Sund-, íþrótta- og leikjanám- keið verða haldin í sumar fyrir börn og unglinga. Sundnámskeið verða á fimm stöðum í borginni og eru þau aetluð börnum fæddum 1972 og eldri. Hvert námskeið er 18—20 klukkustundir. Kennsla fer fram alla virka daga, nema laugar- daga, og er þátttökugjaldið 4.500 krónur. í sundlaugunum í Laugardal verður eitt námskeið 5. til 29. júní en innritun hófst í gær, 30. maí. Tvö námskeið verða við Sund- laug Vesturbæjar 5. til 29. júní og 3. til 27. júlí. Innritun í þau hófst einnig í gær. Eitt námskeið verður við sundlaug Breiðagerðisskóla 5. júní til 29. júní og fer innritunin fram í anddyri Breiðagerðis- skóla í dag 1. júní milli kl. 15 og 19. í sundlaug Fjölbrautarskólans í Breiðholti fer fram eitt námskeið 5. júní til 29. júní. Innritun fer fram í sundlauginni í dag milli kl. 16 og 19. Eitt sundnámskeið verður í sundlaug Breiðholtsskóla í sum- ar frá 5. júní til 29. júní. Innrit- unin í það námskeið fer einnig fram í dag milli kl. 16 og 19. íþrótta- og leikjanámskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára og verða haldin dagana 5. júní til 19. júní. Kennsla fyrir 6 til 9 ára börn fer fram á morgnana frá kl. 9 til 10.15 á Melavelli, Laugardals- velli, leikvelli við Árbæjarskóla og á íþróttavelli við Fellaskóla. Kennsla fyrir sama aldurshóp fer fram kl. 10.30 til 11.45 á leikvelli við Álftamýrarskóla, á leikvelli við Fossvogsskóla, íþróttavelli Þróttar við Sæviðar- sund og á leikvelli við Breið- holtsskóla. Kennsla fyrir 10 til 12 ára börn fer fram eftir hádegið kl. 13.30 til 15 á Laugardalsvelli, Melavelli og á íþróttavelli við Fellaskóla. Kenndar verða frjálsar íþrótt- ir, knattspyrna og ýmsir aðrir leikir. Innritun í námskeiðin fer fram á kennslustöðum en þátt- tökugjaldið er 500 krónur. Nám- skeiðunum lýkur síðan með íþróttamóti á nýja frjálsíþrótta- vellinum í Laugardal 19. júní kl. 14. Leiðrétting í Hugmyndapottinum í gær urðu tvenn mistök. í uppskrift- inni að jarðaberjatertunni féll niður hluti af kreminu, þannig að útkoman varð sú, að botnarnir og kremið var allt í einum hræri- graut. Uppskriftin er rétt svona: Botnarnir: • 150 g smjör eða smjörl. • 150 g sykur • 3 egg • 150 g hveiti • 1 tsk. lyftiduft • 3 msk. mjólk • Kremið: • 3 blöð matarlím • 2 eggjarauður • 2 msk. sykur • 1 msk. maizenamjöl • 2'k dl kaffirjómi (eða mjólk) • 'k tsk. vanillusykur • 2 dl rjómi. í öðru lagi slæddist inn meinleg villa um tímann, sem ísinn átti að vera í ofninum, en þar stóð 465 mínútur en átti að sjálfsögðu að vera 4—5 mínútur. II3U(3 Lánstími * r j '7 * 2 man. 3 mán. 4—6 mán. 3mán. 20% 30% 35-95% 35-95% 100% Það er /án að skipta við SPARISJÓÐINN Ný símanúmer EPARBlÍDOUR HAFNARFJARÐAR Strandgötu 8—10 sími 5PARI5lÍDÐUR HAFNARFJARÐAR Noröurbær Reykjavíkurvegi 66, 54000 "51515

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.