Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 7 Steingrímur .v.pUndi taiaeum Alþyðubandalaesin, Steingrímur vitnar í Þjóöviljann Tíminn hélt pví statt og stööugt fram á dögunum aö AlÞýöubandalagiö heföi komið í veg fyrir samkomulag innan ríkis- stjórnarinnar um aðgeröir í launamálum nú fyrir mánaöamótin. Þetta forystublaö ríkisstjórnar- innar hnykkir enn á Þessu sjónarmiöi í leið- ara í gær: „Það hefur nú gerzt, sem enginn Þeirra, sem lagöi trúnaö á mál- flutning AIÞýöubanda- lagsins í fyrra, heföi átt von á aö ætti eftir aö gerast að ári liðnu, Þ.e. að AlÞýöubandalagiö kreföist bráöabirgöalaga um riftingu og breytingu kjarasamninga. Svo fast fylgir AIÞýöubandalagiö eftir kröfu sinni um Þetta, að ráðherrar Þeas eru látnir gera um Það sár- staka bókun á ríkis- stjórnarfundir En Þjóöviljinn á leynivopn í handraðanum gegn Þessum viöbrögðum Tímans og Ólafs Jóhannessonar. Þetta leynivopn er ekki af Fleiri viðnáms- aðgerða er þörf SlfWKtlmur lakara taginu, nýkjörinn formaöur Framsóknar- flokksins: „Viö erum ekki búnir aö vísa á bug hug- myndum um aógeröir, sem samsvara Þeim til- lögum, sem ráðherrar AlÞýóubandalagsins lögðu fram á ríkis- stjórnarfundi sl. Þriójudag," segir leynivopnið í viðtali viö Þjóóviljann í gær. „Svaraði því sömuleiöis játandi" Í Þessu samtali segir Steingrímur fyrst já við vísitöluÞaki af Þeirri gerð, sem ráðherrar AlÞýóubandalagsins hafa hannað í tillögum sínum í ríkisstjórn. Þá segir hann já vió löghækkun launa um 3%, án Þess aö aðilar vinnumarkaóar fjalli um og Þótt Ólafur Jóhannes- son hafi sagt aó semja ætti um 3% milli aöila. Þjóöviljinn spyr enn um afstöðu hans til „Þaks á verðlagshækkanir11. „Steingrímur svaraói Því sömuleiöis játandi," segir blaöið. Loks spyr Þaó formann Framsóknarflokksins um afstöðu hans til „nýs skattÞreps" á hærri tekj- ur. „Hann sagói aö Fram- sóknarmenn vildu heldur að Þetta yrói gert með skyldusparnaöi," hefur Þjóðviljinn eftir honum. Þessi vottur sárstööu gagnvart tillögum Alpýðubandalagsins er síöan kokgleyptur, svo aó segja strax og hann er fram settur, Því formaðurinn bætir vió: „en samt erum vió til viðræöu um Þessa tillögu og að ríkisstjórnin hafi heimild samkvæmt lög- um til Þess.“ Þar meö er Steingrím- ur, skoóanalega, kominn í skiprúm hjá Alpýöu- bandalaginu, þrátt fyrir stöövun Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráöherra á tillögum ráðherranefndar um bráðabirgóalög í kaupgjaldsmálum, aó sögn Þjóöviljans og Þrátt fyrir andóf Tímans vió Þessum sömu tillögum AlÞýóubandalagsins. Dæmisagan um Breiöholtiö Breiðholtsbyggð, hvar búa eiga 15.000—20.000 manns, var reist á rúmum áratug. Lóóir, götur og önnur samfálagsleg Þjónusta varö til svo og segja um leið og byggöin reis, og vóru Þó fleiri byggingasvæói samtímis nýtt. Dæmisagan um Breióholtiö er byggingar- sögulegt afrek, sem veróur ekki sízt skrifaö á framtak og fyrirhyggju borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík. Þegar Þetta dæmi er borið saman við samdrátt í lóðaúthlutun hins nýja borgarstjórnarmeirihluta 1979, sem stefnir atvinnuöryggi í byggingariönaöi á höfuó- borgarsvæðinu í bráóa hættu og breytt hefur framsókn í kyrrstööu, verður Ijóst, aó einnig á Þessu sviði stigu Reyk- víkingar mörg og stór skref aftur á bak vió kjörborðið 1978. Hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti, lagöi Þrótt sinn og metn- aó í aó koma á nýju „sorphirðugjaldi", sem raunar ekki tókst. Þetta „sorphiröugjald1' sem var „flaggskip“ og framlag hans til byggingarmála í höfuóborginni á fyrsta valdaári, er táknrænt og dæmigert fyrir hinn nýja meirihluta — ekki síöur hitt, aö einnig á Þessu „hugsjónamáli" sprakk hinn nýi meirihluti. Helgi P. í Glæsibæ í dag kynnir Helgi Pétursson nýju plötuna sína „Þú ert“ í verslun okkar í Glæsibæ og árit- ar plötuna Dreifing: Glæsibæ sími 81915 stelnorhf símar 19930 og 28155. Kappreiðar félagsins verða haldnar II. hvítasunnudag á Skeiðvelli félagsins að Víðivöllum og hefst kl. 13.30, með góðhestasýningu og keppni í A. og B. flokkum. Sýning og keppni unglinga í hestamennsku. Kl. 14.30 hefjast keppnisgreinar í: skeiöi 150 m og 250 m, stökki 250 m, 350 m og 800 m. Brokk 800 m. Þarna koma fram 180 hestar og verður afar hörö keppni í öllum hlaupunum, og ekki síöur í góöhestakeppninni. Hverjir veröa dæmdir bestu hestar í Reykjavík 1979? Veðbanki starfar Vatnsveituvegur veröur lokaöur á meöan á mótinu stendur, nema fyrir mótsgesti. Hesthús Fáks á Víöivöllum, veröa lokuö, kl. 14—17. Hestamenn, hestaunnendur, komiö og fylgist meö keppni frá byrjun. Hestaeigendur sem eru meö gæöinga í A-flokki, mæti til dóms kl. 13. á laugardag. og B-flokkur kl. 14. Dregiö verður í happdrætti Fáks um kvöldið. Vinningar: Hestur og flugferöir. Hestamannafélagið Fákur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.