Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 3 Ekki orðið vart minni bensínsölu — segir forst jóri Olíufélagsins „ÁSTANDIÐ í þjóðfálaiíinu er nú þannig að samanburður er óraunhæfur, en samt má senni- lega segja að við höfum ekki orðið varir við mikla minnkun á benzínsölu,“ sagði Viihjálmur Jónsson forstjóri Olfufélagsins hf. aðspurður hvort olfufélögin hefðu orðið vör við minni benzín- sölu cftir síðustu hækkun. Viihjálmur sagði að vegna verk- Svavar Gestsson: Rotterdam- skráningin til umræðu ísumar „ÉG tel fyrir mitt leyti, að þessi Rotterdam-viðmiðun á olfuverði sé okkur afar erfið,“ sagði Svavar Gestsson, við- skiptaráðherra, f samtali við Morgunblaðið f gær, „en vand- inn er sá, að við óskuðum eftir henni fyrir tiltölulega fáum árum, er við tókum hana fram yfir svokallaða Curacao-vísi- tölu við olíuverðmyndun. Því varð það fyrir okkar ósk að þessi Rotterdamskráning var tekin upp.“ Svavar sagði, að allar þjóðir, sem keyptu unna olíu, yrðu að una þessari Rotterdamvísitölu, þar á meðal Svíar og fleiri. „Aftur á móti hjá öðrum Vest- ur-Evrópu-þjóðum er olíu- skortur, en við höfum þó fengið þá olíu, sem við höfum þarfn- azt og enginn samdráttur hef- ur orðið í olíu- eða bensínsölu. Það hefur verið ætlunin að taka upp þessa skráningu í þeim viðræðum, sem fram munu fara fyrir næsta olíu- kauptímabil. Þær viðræður munu fara fram nú í sumar," sagði Svavar Gestsson. falla og að mörgu leyti óvenjulegs ástands í þjóðfélaginu væri sam- anburður erfiður og væri því ekki hægt að segja nánar um það á þessu stigi. Varðandi olíusölu til skipa sagði hann að nokkur ásókn væri í hana nú t.d. frá flutninga- skipum, þau hefðu hingað til reynt að fá olíu erlendis, þar sem hún hefði verið ódýrari, en nú væri dæmið að nokkru að snúast við. Þá sagðist hann hafa fengið skeyti frá erlendum útgerðaraðila þar sem óskað var olíukaupa frá ís- landi og sagði Vilhjálmur að sums staðar erlendis fengju skip ekki þá olíu sem þau þyrftu. Bær Steinars bónda í Hlíðum undir Steinahiiðum er um þessar mundir í sviðsljósinu þar sem í sumar fer fram taka kvikmyndar eftir sögu Halldórs Laxness Paradísarheimt. Hefur bæ Steinars verið valinn staður í Hvalnesi í Lóni, en þar þykir staðháttum svipa til lýsingar í sögunni. Myndina tók Jens Mikaclsson fréttaritari Mbl. í Höfn, en starfsmenn eru nú að undirbúa töku myndarinnar. Blóma- og grænmetis- markaður í Hveragerði BLÓMA- og grænmetis- markaður verður opnaður á morgun. laugardag, í Félags- heimiii Ölfusinga við Austur- mörk í Hveragerði. Það eru garðyrkjubændur í Hveragerði sem standa að markaðinum. Verður hann opinn fyrst um sinn frá kl. 13—19 um helgar í sumar. Reynt verður að hafa sem fjölbreyttast úrval grænmetis og blóma á boðstólunum. Flugleiða- þotan í áætlunar- flug á ný DC-10 þota Flugleiða cr aftur komin í reglulegt áætlunarflug eftir skoðun þá sem framkvæmd var að nýju á vélinni samkvæmt beiðni bandarfskra flugmálayfir- valda, er öllum DC-10 þotum skráðum í Bandaríkjunum var gert að fara f ftarlegri skoðun. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi sagði að vélin hefði verið tilbúin snemma í gærmorgun og henni flogið til Luxemborgar kl. 10. Þaðan hefði hún síðan flogið samkvæmt reglulegri áætlun síðdegis í gær og haldið áfram vestur um haf eftir viðkomu í Keflavík. Ekkert athuga- vert hafði fundizt við skoðunina og var þotunni því leyft að taka upp áætlunarferðir að nýju. Seldu í Bretlandi ÞRJÚ fslenzk skip hafa selt afla f Bretlandi undanfarna daga. Viðey RE seldi s.l. miðvikudag 167 tonn í Hull fyrir 59,2 milljónir króna, meðalverð 355 krónur. í gær seldi Vestri BA 61 tonn í Hull fyrir 17 milljónir, meðalverð 277 krónur. Loks seldi Sæþór Árni VE 28 tonn í Fleetwood í gærmorgun fyrir 10 milljónir króna, meðal- verð 357 krónur. seilingar. 7/7 dæmis er stutt á vígaslóöir tveggja heimsstyrjalda, Verdun og Ardennafjöll. Efþú feröast til Luxemborgar, þá ferö þú í sumarfrí á eigin spýtur- ræöur feröinni sjálfur-slakar á Luxemborg, þessu litla landi sem og sleikir sólskiniö og skoöar þig Luxemborg Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborgarinnar eöa kyrrö og friösæld sveitahéraöanna - þá finnurþú hvort tveggja í liggurí hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland, Þýskaland og Belgía - og fjær Holland, Sviss og Ítalía. Því er þaö aö margir helstu sögustaöir Evrópu eru innan um á söguslóöum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja ísenn einstæö skemmtun og upplifun sögulegra atburöa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.