Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 Elísabet Jensen Hilleröd—Minning SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Fjölskylda mín hcfur miklar áhuggjur af mér, því að ég þjáist mjög af kvíða. Ég hef reynt að vinna bug á þessu, en ekki tekist. Getið þér hjálpað mér? Guö hefur gert yöur aö ábyrgum manni. Hann hefur ætlað yður tiltekna vinnu. Það er margt, sem viö ráðum ekki við, en ekkert, sem er Guði um megn. Ég legg til, að þér sjáið fyrst til þess, að þér hafið leyst af hendi með trúmennsku þau störf, sem yður ber skylda til að sinna. Að því búnu getið þér falið Guði, hvernig allt fer. Minnist þess, að Biblían segir, að við megum varpa áhyggjum okkar upp á hann, enda beri hann umhyggju fyrir okkur. Þér gefið í skyn í bréfi yðar, að það sé margt, sem þér ráðið ekki við. En verið þess fullviss, að því leyti sem þetta snertir yður yfirleitt, að þetta er allt á valdi Guðs. Jesús sagði: „Hafið ekki áhyggjur af morgun- deginum." Hann vissi vel, að þeir væru margir, sem eins væri ástatt um og yður. Hugsanlegt er, að áhyggjur yðar spretti af þeirri vitund, að ekki sé allt svo sem vera ber milli yðar og Guðs. Þetta er svo algengt vandamál, að ég nefni það við yður. Setjiö traust yöar á Krist, að hann veiti yður hjálpræði. Gefið yður Guði á vald. Felið honum síðan hvern vanda. Hann er fær um að leysa úr öllum erfiðleikum. Fædd 8. febrúar 1893. Dáin 11. maí 1979. Látin er nýlega merkiskonan Elísabet Pétursdóttir Jensen, sem lengst af var búsett í Hilleröd í Danmörku. Þeir sem heimsóttu Elísabetu höfðu á orði, að frá heimili hennar væri fegursta útsýni í allri Danmörku. Hús hennar stendur á bakka Slotsvatnsins, sem er blíð- legt, lítið stöðuvatn umgirt hlýleg- um beykiskógi, en hin tígulega Friðriksborgarhöll gnæfir handan vatnsins og speglast í fleti þess á kyrrum kvöldum. Þessi töfrandi sýn blasir við úr stofuglugganum og hið fagra heimili Elísabetar var sem gullinn rammi um þessa skrautlegu dönsku landslags- mynd. Skapgerð húsfreyjunnar á heimilinu við Slotsvatnið féll eink- ar vel að þessu umhverfi. Hlýlegt viðmót hennar, sérstæð rausn og höfðinglegt fas fannst mér vera fasttengt og samofið hinum milda og í senn tignarlega bakgrunni. Enda þótt það yrði hlutskipti Elísabetar að verða þátttakandi í dönsku samfélagi, bar hún ævi- lega tryggan hug til ættarslóða, og traust bönd tengdu hana vinum og ættingjum á Islandi. Elísabet var fædd á Hálsi í Fnjóskadal hinn 8. febrúar, 1893 dóttir prestsins þar séra Péturs Jónsssonar og konu hans Helgu Skúladóttur.- Faðir hennar Pétur og Brynjólfur bróðir hans voru tvíburar og urðu báðir þekktir prestar og landskunnir menn fyrir sérstætt minni, og ganga enn í dag margar sagnir af þessum eigin- leikum þeirra bræðra. Þeir voru synir Jóns Péturssonar háyfir- dómara og fyrri konu hans Jóhönnu Soffíu Bogadóttur frá Staðarfelli, en Jón var bróðir þeirra Péturs biskups Péturssonar og Brynjólfs Péturssonar fjölnis- manns. Móðir Elísabetar, Helga, var einstök gæðakona, ljúf í við- móti og umhyggjusöm. Hún var dóttir Skúla Kristjánssonar hreppstjóra á Sigríðarstöðum, S.-Þing. I ætt Elísabetar voru því margir merkir embættismenn, styrkir bændur og myndarhús- mæður. Ólst Elísabet upp í því menningarumhverfi, sem þetta fólk hafði mótað. Kornung fluttist Elísabet með foreldrum sínum að Kálfafellsstað í Suðursveit, þar sem faðir hennar þjónaði sem prestur fram til ársins 1926. Þar í Suðursveit ólst Elísabet upp yngst þriggja systra, en þær voru Jóhanna, Sigþrúður, sem síðar giftist Helga Hermanni Eiríkssyni skólastjóra og Jarþrúður, sem giftist Sigfúsi M. Johnsen bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Bróðir Elísabetar er var yngri en hún, var Jón Pétursson, sem eins og faðir þeirra varð einnig prestur á Kálfafellsstað og síðar prófastur í A.-Skaftafellssýslu. Hann var kvæntur Þóru Einarsdóttur. Nú er Elísabet fallin frá síðust þessara systkina og síðust barna- barna þeirra hjóna Jóhönnu frá Staðarfelli og Jóns Péturssonar háyfirdómara. En í þeim hópi voru meðal annars þeir Pétur og Páll Zóphaníassynir og Pétur, Bogi og Ingimar Brynjólfssynir. Út af þessum systkinabörnum er kominn mikill ættbálkur og hópur landskunnra manna. Af barnabörnum Jóns Péturs- sonar háyfirdómara og síðari konu hans, Sigþrúðar Friðriks- dóttur Eggerz eru Heba Geirs- dóttir ekkja Aiexanders Jóhannes- sonar, Sigþrúður systir mín og ég. Sem ung stúlka fór Elísabet til Danmerkur til náms í tannsmíði. Þar kynntist hún manni sínum Georg Jensen myndhöggvara, sem lengst af rak steinsmiðju í Hilleröd. Eignuðust þau hjón einn son, Sturlu Age Stadfeld-Jensen f. 1928, sem nú er yfirlæknir við ríkisspítalann í Vejle, Danmörku. Hann er kvæntur danskri konu, Jenny Porksen. Eiga þau tvær ungar og ógiftar dætur sém heita Hanna Elísabet f. 1960 og Birgitta Jara f. 1962. Elísabet var greind kona, myndarleg og svipmikil, augun stór, brún og hlýleg, hárið jarpt og handatiltektir traustar og örugg- ar. Jafnfram heimilisstörfum vann Elísabet ævinlega að tannsmíðum, sem hún gerði af mikilli lagni og smekkvísi og kom fólk víðs vegar að til að njóta handbragðs hennar. Þeim Georgi og Elísabetu auðn- aðist að verða vel efnum búin, enda þótt aldrei væri neitt til sparað þegar miðla skyldi öðrum. Þau hjónin voru bæði ráðdeildar- söm, stunduðu bæði sjálfstæðan atvinnurekstur og mátu gildi einkaframtaks. í tómstundum þótti Elísabetu gaman að slá í slag með vinum sínum, og gekkst mjög upp í því á seinni árum að spila í bridgekeppnum með samborgur- um sínum, en þau hjón bæði og sonur þeirra þóttu spilamenn með ágætum. Við þá list þótti Elísabet kát og snögg og eftirsóttur með- herji. Að mörgu leyti voru Elísa- bet og Georg ólík að útliti og eðli en hjónaband þeirra var ei að síður með ágætum farsælt. Bæði voru þau einstaklega alúðleg og varð þeim því sérlega vel til vina. Heimili þeirra var annálað fyrir myndarskap og reisn. Ég minnist heimilis þeirra við torgið í Hilleröd og síðar hússins við vatnið að Helsingörgade 41. Þar innanstokks ríkti smekk- legur danskur þokki með íslenzku ívafi, veggina prýddu myndir af íslenzku landslagi og ljósmyndir af íslenzkum ættmönnum og vin- um. Gesturinn var spurður frétta að heiman, því alltaf var tími til að láta hugann hvarfla til æsku- stöðva þrátt fyrir önn dagsins. Elísabet frænka og heimilið hennar í Hilleröd og sumarhús í Gilleleje eru tengd minningunni um fyrstu utanlandsför mína. Þá og æ síðan var heimilið í Hilleröd það traustasta athvarf, sem ég þekkti á erlendri grund. Þar var maður ævinlega aufúsugestur eða öllu heldur fagnað sem fjölskyldumeðlimi, og áður en varði var búið að slá upp veizlu. Þetta voru sjálfsagðar heimilis- venjur, og þar stóð Georg sem öðlingur við hlið Elísabetar og tók með alúð á móti íslenzku vina- og frændliði konu sinnar. Þegar vor- aði komu skip frá íslandi og með þeim streymdu margar kynslóðir af frændliði og venzlafólki til Elísabetar frænku. Gestrisni og rausn voru aðals- merki þeirra hjóna. Til þeirra komu gestir ævinlega að glæstum borðum hlöðnum kræsingum og voru að lokinni veizlu leystir út með gjöfum. Alltaf var borið fram hið bezta svo hver máltíð var eftirminnileg hátíð. Húsmóðirin hélt svo aðmanni góðmetinu, að lá við óhófi þegar ábæti og nýjum rétti var laumað að manni. Þá var glatt á hjalla og setið og snætt umdir gamanræðum húsbóndans, en honum var sérlega leikið að flytja snjallar borðræður og veita gestum andlegt fóður með öllu öðru meölæti. Til aðstoðar við heimilishaldið naut fjölskyldan tryggrar umönn- unar Margrethe Thomson, sem starfaði hjá þeim í fjölmörg ár og var dyggur þátttakandi í heimilis- lífinu. Hún hugaði að syninum Sturlu og síðan dætrum hans og annaðist seinast Elísabetu aldraða ekkju, og sá um húshaldið og góðmetið í eldhúsinu. Og ég tel táknræn síðustu orð frænku minnar, sem hún beindi til Margrétar að mér viðstöddum, þegar ég heimsótti hana í síðasta sinn þar sem hún lá á sjúkrahúsi í fyrra haust orðin rænulítil er hún mælti veikburða: „Margrét, gefðu honum reyktan ál og steikta önd.“ En þetta hugði hún vera hið mesta lostæti sem unnt væri að bjóða mér. Þetta var dæmigert fyrir góðvild hennar í minn garð og ævarandi höfðingskap. Elisabet lét sér mjög annt um velferð ættingja sinna á íslandi og sótti þá heim nokkrum sinnum. En tíðari voru heimsóknir þeirra á heimili hennar. Þar voru frænd- systkini hennar og fjölskyldur þeirra oft langdvölum. Með móður minni og Elísabetu var mikill vinskapur og þakka ég Elísabetu fyrir þá vináttu og þá umönnun, sem hún sýndi móður minni og okkur systkinum. Nafna mínum Sturlu Jensen, konu hans og dætrum sendi ég samúðarkveðjur mínar og Sigrúnar konu minnar. einnig sendi ég kveðjur Margrethe ráðs- konu heimilisins að Helsingörgade 41 og öðrum nánum vinum Elísa- betar í Danmörku. Sturla Friðriksson. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. ÞÓRDUR GEORG HJÖRLEIFSSON skipstjóri Bergstaöarstrœti 71, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. júní kl. 13.30. Blóm vinsamleqast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarfélög. Lovísa Halldórsdóttir Hrafnhildur Þóröardóttir Lárus Hallbjörnsson Hjördís Þórðardóttir Guðmundur Karlsson Andrea Þórðardóttir isleifur Bergsteinsson Hjörleifur Þórðarson Jensína Magnúsdóttir Ásdís Þórðardóttir Valdimar Hrafnsson barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um DÝRFINNU GUNNARSDOTTUR fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00. Jarðsett veröur í Vestmannaeyjum fimmtudaginri 7. júní kl. 14.00. Hrefna Sígmundsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Katrín Gunnarsdóttir Andrés Gunnarsson t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför VIGNIS ÁRSÆLSSONAR, sölumanns, Höfðahlíð 11, Akureyri. Jóhanna Elíasdóttir, Ársæll Vignisson Hólmfríður Vignisdóttir Erla Vigisdóttir Ásdís Vignisdóttir, tengdabörn, barnabörn og bræður. a Þessi rum eru falleg og sterk <?% i Cl _____Al Stærö svefnpláss og 150x200 cm. 180x200 cm. Skoðiö úrvaliö í stærstu sérverslun lands- ins meö svefnherbergishúsgögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.