Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 17 Ræða Gunnars Guðjónssonar stjórnarformanns SH á aðalfundi í gær; „Árið 1978 mesta framleiðslu- ár frystra fiskafurða til þessa” Góðir fundarmenn. Dagskrá, sksrslu stj 'rnar ásamt reikningum S.H. og fyrirtækja henn- ar fyrir áriö 1978 hefur verið dreif á meðal ykkar. Ástæðulaust er í þess- ari inngangsræðu að fjalla um það sem kenr fra í þessum plöggum. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna munu gera það hér á eftir sc sem dagskráin ber með sér. Að venju mun ég þó refa örstutt yfirlit yfir framleiðslu og útflutning frystra sjávarafurða á síðastliðnu ári, og fjalla síðan um starfsemi S.H. og fyrirtækja hennar, vanda ís- lenzkra atvinnuvega og nokkur önn- ur atriði, sem vert er að huga að. Árið 1978 fóru 299:400 smálestir af þorskaflanum í frystingu. Er hér talað um þorskaflann í víðtækri merkingu þess orðs. Um var að ræða nokkra magnaukningu frá fyrra ári og jafnframt jókst hlutdeild frvstingarar í þorskaflanum úr 58.2% í 62.5%. Árið 1978 var mesta framleiðsluár frystra fiskafurða til þessa. Heildar- framleiðsla þeirra var 120.850 smá- lestir að verðmæti 66,1 milljarðar króna. Að magni var frysting hrað- frystihúsa S.H. þar af 85.463 smál. Ef borin er saman frysting hrað- frystihúsa innan S.H. annars vegar og S.I.S. hins vegar, en heildarfram- leiðsla þessara aðila árið 1978 var 114.170 smálestir, þá var hlutdeild S.H. 74,9% af því magni, samanborið við 74,7% árið á undan. Útflutningur frystra sjávarafurða árið 1978 var samtals 119.322 smá- lestir, sem var 15.8% meira en áður. Að verðmæti var þessi útflutningur 66.492 milljónir króna, sem var 74,4% meira en árið áður. Magn- aukning gengisfellingar og gengissig ásamt nokkrum verðhækkunum er- lendis ollu þessari verðmætisaukn- ingu í krónutölum séð milli um- ræddra ára. Útflutningur S.H. var 85.008 smá- lestir að verðmæti 44.888 millj. króna. Áratuga uppbygging vordi ckki oyði- lögð á einni núttu Starfsemi S.H. í það heila tekið gekk vel á síðastliðnu ári. Þó er því ekki að neita að aðgerðir innlendra aðila, s.s. yfirvinnubann og útflutn- ingsbann, höfðu truflandi áhrif á starfsemina og drógu úr skipulagðri viðleitni hraðfrystihúsanna og fyrir- tækja þeirra til að ná betri heildar- árangri heima fyrir og erlendis. Segja má að aðgerðir sem þessar séu hreint tilræði við ekki aðeins út- flutningsstarfsemi landsmanna, heldur þjóðarbúið í heild. Það hlýtur því að vera krafa okkar allra og ekki hvað sízt með tilliti til þeirrar stöðu sem við erum í í dag: algjörri stöðvun á útflutningi vegna far- mannaverkfalls, að aðiiar komi sér saman um leikreglur í vinnudeilum í framtíðinni, sem tryggi að margra áratuga uppb.vggingarstarfsemi á erlendum mörkuðum fyrir helztu útflutningsafurðir þjóðarinnar, verður ekki á einni nóttu eyðilögð í innbyrðis átökum. í framhaldi af þessu minni ég á hina farsælu uppbyggingu fsrirtækis S.H. í Bandaríkjunum, Coldwater Seafood Corp. Eins og fram kemur í skýrslu stjórnar og reikningum og hér á eftir mun kona fram í skýrsl- um framkvæmdastjóra var áfram- haldandi vöxtur á starfsemi og umsvifum fyrirtækisins. Hagnaður var á rekstri þess samtímis því, sem það skilaði góðum efnum. Uppbygg- ing Coldwater og viðgangur er eins- dæmi í íslenzkri atvinnusögu, sem fr.vstihúsamenn og þeir er hlut eiga að máli, geta verið stoltir af. En það er ekki síður mikilvægt að vernda unnin árangur. Um það hljótum við allir að sameinast. En þótt líta megi á starfsemina í Bandaríkjunum sem einn veiga- mesta þáttinn í starfsemi hrað- frystihúsa S.H., er ekki síður nauð- synlegt að huga að nýjum möguleik- um eða öðrum mörkuðum, sem bjóða upp á sambærilegan ávinning fyrir sömu afurðir og við seljum í Banda- ríkjunum, eða það sem ekki er unnt að selja þar á viðunandi verðum. Við höfum í áratugi einkum litið til tveggja landa í þessu sambandi, þ.e. til Sovétríkjanna og Bretlands. Þá höfum við stundum gert okkur vonir um aukna möguleika í ýmsum ríkjum á meginlandi Evrópu eins og Vestur-Þýzkalandi, Belgíu og Hol- landi. En því miður hafa þessar vonir ekki rætzt sem skyldi. Hins vegar hafa orðið straum- hvörf á síðustu tveim árum í sölum okkar til Bretlands. Árið 1976 var útflutningur S.H. þangað 2.577 smá- lestir, en á sl. ári var hann kominn í 11.468 smálestir. Að undanförnu hefur Ólafur Guð- mundsson, frkv.stj. okkar í London margundirstrikað skoðun sína um stóraukna sölumöguleika á Bret- landi og nauðsyn þess að bæta söluaðstöðu S.H. þar. Þessi mál voru rædd í nefnd þeirri, er stjórnin setti á laggirnar sl. haust til þess að fjalla um og gera tillögur um framtíðar- áform fyrirtækisins. Mun þessum málum gerð nánari skil á fundinum. Um viðskiptin við Sovétríkin vil ég segja þessa. Sovétríkin hafa í rúm- lega þrjá áratugi verið þýðingarmik- ill viðskiptaaðili fyrir íslenzkan hraðfrystiiðnað. Þessi markaður hefur verið einkar mikilvægur fyrir afurðir eins og karfa, grálúðu, heil- frystan fisk og fleira. Okkur hafa líkað viðskiptin vel. Sovétmenn hafa verið góðir viðskiptavinir. Á síðustu árum hafa þessi viðskipti því miður dregizt nokkuð saman, en við höfum fullan vilja að efla þau og auka og höfum þegar tekið skref í þá átt að leita eftir auknum sölum þangað, svo sem Árni Finnbjörnsson, frkv.stj. mun víkja að hér á eftir. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minnast þess, hversu vel var staðið að markaðs- og sölumálum fyrir frystar loðnuafurðir á síðustu loðnuvertíð. Þeir framleiðslumögu- leikar, sem sköpuðust við þessar sölur, voru góð búbót fyrir þau frystihús, sem gátu nýtt þá. Allgóðir markaðs- og sölumöguleikar oru íyrir hendi I stuttu máli sagt. Allgóðir sölu- og markaðsmöguleikar eru fyrir hendi fyrir flestar frystar sjávaraf- urðir í markaðslöndum okkar. Vel og skipulega hefur verið að þessum málum staðið af hálfu S.H. á undan- gengnum árum. Nú er spursmálið sem að okkur snýr þetta: Fáum við að halda uppbyggingarstarfinu áfram eða verður það torveldað vegna innbyrðis átaka hagsmuna- hópa, sem sjást ekki fyrir í kröfu- gerð? Við og flestallir, sem starfa í hraðfrystiiðnaðinum leggjum áherzlu á að vernda og viðhalda því fyrirkomulagi eða þeirri skipan þessara mála, sem hefur sannanlega skilað góðum árangri, efnahags- og atvinnulega. Frystihúsamenn hljóta að gaum- gæfa með hvaða hætti unnt er að efla S.H. og hraðfrystihúsin enn frekar skipulegslega og fjárhags- lega. I þessum efnum má ætíð gera betur og það ætlum við okkur að gera. í þessu sambandi kaus stjórn S.H. sem fyrr getur sérstaka nefnd á sl. hausti, sem skyldi hafa það verkefni að fjalla um og gera hugsanlegar tillögur um frekari eflingu hraðfrystihúsa S.H. og fé- lagsskaparins í heild. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson hefur skýrt frá störfum nefndarinnar og hugmyndum. Hraðfrystiiðnaðurinn er stærsti iðnaður Islendinga. Og augljóslega hvílir því meginþungi vandamála íslenzks efnahagslífs á þessari at- vinnugrein. Jafnvægisleysi í efna- hagsmálum kemur ávallt með full- um þunga á hraðfrystiiðnaðinn. Gildir þá einu, hvort þau eru í einstaklingseign eða opinberri eigu. Vandamálin eru hin sömu. Frysti- húsunum verður að tryggja rekstr- argrundvöll sem skapar viðunandi möguleika til eðlilegrar endurnýjun- ar og hagræðingar. Sé þessum skil- yrðum ekki fullnægt, staðnar at- vinnugreinin með þar af leiðandi hnignun í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Segja má að þetta sé stafróf íslenzkra atvinnuhátta, sem sérhver sem kominn er til vits og ára ætti að kunna. En því miður er mikill misbrestur á því. Jafnvel menn í æðstu stöðum annað hvort skilja ekki þessi grundvallaratriði fyrir velferð landsmanna eða vilja ekki skilja þau. Því er nú komið sem komið er. Óðaverðbólga, stéttaátök, kröfu- harka, verkföll, skilningsleysi og neikvæður áróður um veigamiklar atvinnugreinar tröllríður íslenzku þjóölífi. Menn spyrja: Getur þetta gengið svona öllu lengur? Verður ekki að veita öfluga viðspyrnu gegn þessari neikvæðu þróun og reyna að snúa þessu til betri vegar? Við berum öll ábyrgð á því hversu illa komið er. Enginn getur raunveru- lega skotið sér undan því að taka upp raunsæja háttu í þessu efni, ef ekki á að koma til efnahagslegs hruns á íslandi í nánustu framtíð. Gunnar Guöjónsson. VorÓlags- og kaup- gjalds vísi tölu- skrúfan á veigamcsta þáttinn í verðbólgunni Skýringarnar á því hvernig komið er í atvinnu- og efnahagsmálum eru auðvitað margþættar. En án nokk- urs vafa á verðlags- og kaupgjalds- vísitöluskrúfan veigamesta þáttinn í verðbólgunni, samfara óhóflegri fjárfestingu og eyðslu hjá hinu opinbera. Sambland af kostnaðar- og eftirspurnarverðbólgu hérlendis hef- ur leitt til taumlausrar kröfugerðar af hálfu stéttafélaga. Kröfugerðar sem atvinnuvegunum hefur verið gjörsamlega um megn að mæta. Almennur skilningur á þessari stað- reynd hefur því miður ekki verið fyrir hendi hjá öllum almenningi í landinu né sem skyldi hjá stjórn- völdum á hverjum tíma. Þjóðin hefur fjarlægst frumatvinnuvegina á síðustu áratugum. Stafar það fyrst og fremst af breyttum atvinnuhátt- um og búsetu, samfara nýskipan fræðslumála, sem beinlínis felur í sér hvatningu til ungmenna að hasla sér völl að námi loknu við störf, sem eðli sínu samkvæmt snerta ekki grundvallaratvinnugreinar lands- manna en sjávarútvegur og fiskiðn- aður eru ennþá raunveruleg for- senda byggðar á íslandi. Vegna þessa og fleiri samverkandi atriða, er þverrandi skilningur á mikilvægi þessara grundvallarat- vinnugreina fyrir landið í heild og því, að þeim sé skapaður eðlilegur rekstrargrundvöllur. Fólk virðist ekki gera sér fullkomlega grein fyrir samhenginu milli hinna einstöku þátta atvinnulífsins annars vegar og þjóðlífsins í heild hins vegar. Við þetta verður öll meiri háttar kröfu- gerð af hálfu einstakra hagsmuna- hópa óraunsærri og mun alvarlegri en ella. Þá sögu þekkja allir við- staddir. FuIInægjandi, hlut- læga fræðslu skortir Svo virðist sem fullnægjandi, hlutlæga fræðslu í þessum málum skorti á öllum stigum íslenzka fræðslukerfisins. Er það eitt út af fyrir sig mjög alvarlegt mál, vegna hinnar miklu mótunaráhrifa sem skólarnir hafa á viðhorf æskufólks til þess umhverfis, sem það lifir í. Á þessu verður að gera bót. Við ónóga fræðslu og þekkingu um eðli og uppbyggingu helztu atvinnu- vega bætist svo neikvæður áróður ýmissa áhrifamikilla aðila gegn sjávarútvegi og fiskiðnaði. Hefur það m.a. leitt til þess að ýmsar vafasamar kenningar eru á lofti varðandi framtíðarstöðu þessara atvinnugreina í þjóðarbúskapnum. Nefni ég sem dæmi hugmyndir um auðlindaskatt. Það getur verið kenn- ing út af fyrir sig, en sem ég fyrir mitt leyti get ekki aöhyllzt. En ég held, að þeim mönnum, sem halda til streitu kenningunni um auðlinda- skatt, sem allra meina bót í sjávar- útvegi og fiskiðnaði, væri þá nauðsynlegt að gera dæmið upp í heild, ef kenningin á að standast og allir eigi að hafa sama möguleikann til athafna á þessu sviði. Grund- vallarforsenda þess að kenningin fái staðist hlýtur að vera sú að gengið sé ætíð rétt skráð þ.e. að framboð og eftirspurn ráði verðlagningu á gjald- miðlum og að framleiðendur og útflytjendur njóti þess að fullu. Þá hljóta skattalög að verða að vera þannig, að allir sem þennan atvinnu- rekstur stunda, hvort sem það eru einkaaðilar eða opinberir aðilar, sitji við sama borð og má fleira telja. í fáum orðum sagt: Þaö þyrfti sam- kvæmt þessari kenningu að slíta upp með rótum allt núverandi samninga- og sjóðakerfi; ekki aðeins sjávarút- vegs og fiskiðnaðar, heldur allra helztu hagsmunaaðilja, sem hér koma við sögu. Hverjir vilja bera ábvrgð á afleiðingum þess upplausn- arástands, sem yrði samfara þeirri eignar-, tekju- og byggðaröskun, sem ætti sér stað, ef auðlindaskattur yrði upptekinn. Ábyrgir aðilar hljóta að vara við þessari óraunsæju kenningu, og ég held, að skrifborðssérfræðingar ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Ég hefi dvalizt nokkuð við innlend atriði, sem valda okkur erfiðleikum í rekstri. En það eru fleiri en innlend áhrif, sem ber að huga að, þegar staða hraðfrystiiðnaðarins er metin. Er ég þá ekki með sölu- og markaðs- mál í huga, heldur önnur almenn atriði, sem gætu haft mikil áhrif á reksturinn. Ég held, að menn taki ýmis þessara atriða ekki með sem skyldi inn í myndina með þar af leiðandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi atvinnugreinar. Neikvæð þróun etna- bagsmála í heiminum Engum, sem fylgzt hefur með þróun efnahagsmála í heiminum á síðustu árum, dylst, að í þeim efnum hefur átt sér stað mjög neikvæð þróun, sérstaklega fyrir iðnaðarríki Vesturlanda. Gífurlegar verð- hækkanir hafa átt sér stað á mikil- vægum hráefnum, hjálparefnum og orkugjöfum. Nægir í því sambandi að minna á olíuverðhækkanir síð- ustu ára. Afleiðingar þessa hafa verið stórhækkað verð á vörum og þjónustu samfara harðnandi sam- keppni á helztu mörkuðum heims. Verðbólga og atvinnuleysi hefur haldið innreið sína í mikilvægum iðnaðarríkjum og ríkir mikil óvissa um framþróun efnahags- og at- vinnumála af þessum sökum í um- ræddum löndum. Allt eru þetta atriði, sem hafa mikil áhrif á rekstur og afkomu atvinnugreinar eins og hraðfrysti- iðnaðarins, sem á mikið undir þróun efnahagsmála í ríkustu iðnaðarríkj- um heimsins. Erfiðleikar eða kreppuástand geta fljótt sagt til sín í verðlagi og sölumöguleikum. Þegar höfum við orðið hart fyrir barðinu á verðhækkun olíu og erlendra hrá- efna og hjálparefna, sem eru sjávar- útvegi og hraðfrystiiðnaðinum nauð- synleg. Þrátt fyrir þessar aðstæður erlendis hafa orðið nokkrar hækkan- ir á helztu útflutningsafurðum Is- lendinga, en þær hafa hvergi nærri dugað til að vega á móti erlendum kostnaðarhækkunum hjá fiskiðnaði Af þessum ástæðum hafa innlend- ar kostnaðarhækkanir eins og hækk- un kaupgjaids komið með fullum þunga á útflutningsframleiðsluna. Vegna tregra viðbragða stjórnvalda að viðurkenna þessa staðreynd í tíma, hefur hraðfrystiiðnaðurinn verið rekinn á núllpunkti og þar fyrir neðan undangengin ár og enn- þá. Með fáum undantekningum hef- ur þetta gert það að verkum, að lítið sem ekkert svigrúm hefur verið til enduruppbyggingar í iðnaðinum af eigin getu. Þetta er óheillaþróun sem fyrr eða síðar leiðir til stöðnunar og hnignunar. Er illt til þess að hugsa með tilliti til framtíðarinnar og svo þess að íslenzkur hraðfrystiiðnaður var til skamms tíma talinn vera á svo þess að íslenzkur hraðfrysti- iðnaður var til skamms tíma talinn vera á undan sambærilegum iðnaði í öðrum löndum. Verður í því sambandi að hafa í huga að öll fiskiskipaútgerð og fiskiðnaður þeirra þjóða, sem keppir við okkur á mörkuðunum eru undan- tekningarlaust rekin með mjög há- um ríkisstyrkjum í einu eða öðru formi. Þessa gleymist oft að geta þegar samanburður er gerður á þessum atvinnugreinum hérlendis og í samkeppnislöndum okkar, en hér hafa óhófleg kröfugerð, yfir- vinnubann, útskipunarbann, verk- föll, vísitöluskrúfa verðlags og kaup- gjalds o.s.frv. stórrýrt stöðu íslenzka hraðfrystiiðnaðarins sem sam- keppnisiðnaðar gagnvart erlendum keppinautum, og er ekki séð fyrir endann á því hvernig yfirstandandi verkfall á kaupskipaflotanum muni leika markaðsaðstöðu okkar erlend- is. Fiskiðnaðurinn stendur frammi fyrir stór- felldum áföllum vegna farmannadeilu Að lokum vil ég fara nokkrum orðum um aðgerðir stjórnvalda í takmörkun á sókn veiðiflotans í þorskstofna. Að sjálfsögðu fylgjum við allir þeirri stefnu að varúðar sé gætt í veiðisókn og þorskstofninn sé styrktur og byggður upp á ný með aðhaldsaðgerðum. En jafnframt hljótum við að gera þær kröfur til stjórnvalda að sú röskun og það afkomutap, sem af þessu hlýzt vegna óhagkvæmni í veiðum og vinnslu, sé reiknað inn í rekstrargrundvöl! fyrirtækjanna þannig að þau ein verði ekki látin axla þessa b.vrði. Stundum heyrist sagt af þeim, sem lítið þekkja til hraðfrysti- iðnaðarins að afkastageta hrað- frystihúsanna sé of mikil. Allt slíkt tal er á miklum misskilningi byggt. Staðreyndin er sú, að hraðfr.vstihús- in hafa ekki undan í venjulegu árferði, hvað þá heldur ef veiðar aukast verulega sem við allir vonum, í kjölfari skynsamlegra friðunarað- gerða. Þá má minna á hinn óhóflega langa vinnudag starfsfólks frysti- húsanna. Álagið á þessu fólki og stjórnendum fyrirtækjanna er of mikið. Á þessu verður ekki breyting fyrr en hraðfrystihúsum er tryggður öruggur jákvæður starfsgrundvöll- ur, sem gerir þeirn kleift að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að mæta breyttum aðstæðum og aukn- um kröfum með eigin fé. Ég læt svo máli mínu lokið. Að endingu færi ég stjórn og frystihúsa- mönnum þakkir fyrir gott samstarf á liðnu ári, svo og framkvæmda- stjórum og öðru starfsfólki. (Millifyrirsagnir eru Mbls.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.