Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979 MORöJKf- RAFf/NU : Hefði ojf mamma ykkar hlotið sömu menntun og þú, sætir þú ekki hér! Verðið! Ja, það er ekki hærra en raun ber vitni um, því að við erum ekki vissir um gæð- in! Ég drekk aidrei í námunda við endastöðina okkar allra! ,, G aukshr eiðriðJ ’ .LaHtaranum Iflcar cl neltt. lætur hann Kantta róttlnn. Flnnl hann laufblað (ðlnaö eltt. (ordæmir hann akót(lnn.“ Þessi viturlega vísa vaknaði í huga mér við að lesa fordóma um „Grund" hans Gísla við Hring- braut 50, í blaði að nafni Helgar- póstur, sem barst mér í hendur, en hef aldrei séð fyrr. Það mun vera eitt af þessum nýju „best sellers", sem hugsunar- litlum fjölda fellur bezt að lesa, með nöpru níði um „nágungann", sem alltaf hefur rangt fyrir sér. Þarna ganga fram á ritvöllinn „ungar og fallegar" stúlkur undir merkjum miskunnseminnar og draga fram myndir úr sínum hreinu hugskotum um meðferðina á „gamla fólkinu" á einu bezta líknarhæli landsins. Fyrsta setningin á forsíðu blaðsins í þessum pistli lýsir aðstöðu „dómaranna“ ungu til eldra fólksins þannig, að umhugs- unarvert er. Þau orð eru þessi: „Gamla fólkið er alls ekki eins ruglað og vitlaust og fólk heldur, þó að það sé ekki jafn hresst andlega og líkamlega og ég og þú(!)“ Þessi unga stúlka virðist ekki vita, að ekki munu færri ruglaðir meðal unga fólksins en eldra fólksins. Meðal eldra fólks eða úr þess hópi eru og hafa jafnan verið hinir vitrustu og beztu, þótt auðvitað geti allir misst andlega og líkam- lega heilsu. Og eitt mesta vandaverk í þess- um heimi er í því fólgið að umgangast ruglað fólk á réttan hátt. Þar dugir engin „menntun“ sálfræðinga og félagsfræðinga, hversu langan námstíma, sem þeir hafa að baki, heldur manngildi, auðmýkt og fórnarlund. Og það er einmitt eitt hið gleðilegasta, hve mörgu ungu fólki virðast þessir kostir í blóð bornir í BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fyrir kom á íslandsmótinu í tvímenning. að pör fikruðu sig í áttina að Ola Má Guðmundssyni og Þórarni Sigþórssyni og nálg- uðust þar með efsta sætið. En þá tóku þeir bara á rás og stungu keppinautana af aftur. Sigur þeirra var aldrei í verulcgri hættu og í lokin urðu þeir meir en heilum toppi á undan næsta pari. Aðspurðir segjast þeir félagar hafa gert fáa sérstaklega laglega hluti. Aðeins spilað sitt spil vel og sjaldan gefið slagi í vörninni. Slík spilamennska verðlaunast jafnan með góðri cinkunn í skor- inni en ein sér nægir hún ekki til sigurs. Sagnirnar þurfa einnig að vera góðar. Norður gaf, allir á hættu. Vestur S. K H. 8753 T. KG103 L. ÁI )8f> Austur S. ÁD1095 H. ÁKD94 T. 52 L. 7 Norður og suður sögðu alltaf pass en Óli og Þórarinn sögðu Austur Vestur 1 Iljarta 2 Lauf 2 Spaðar 2 Grönd 3 lljörtu 1 Lauf 1 Hjörtu 5 Hjörtu 6 Hjörtu Pass Tvær fyrstu sagnir Óla, í aust- ur, sögðu frá minnst fimmlil í spaðanum og góðum spiium. Og með þriðju sögn hans urðu hjört- un einnig fimm. Þórarinn sagði þá frá laufásnum með fjórum laufum en Óli átti ekki háspil í tíglinum og steig því á bremsuna með fjórum hjörtum. En í staðinn átti Þórarinn tígulháspil og langaði í slemmuna væri trompliturinn nægilega góður. Hann hækkaði því í fimm og Óli bætti því sjötta við með vissu um nokkuð jafnar vinnings og taplíkur. Og það kom á daginn. Suður spilaði út lágum tígli, svíningin tókst og spilið fannst auðveldlega. Og enn sem fyrr fengu andstæð- ingarnir slæma skor. f Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 57 myrkrið skall á hafði hann rekizt á þennan Htla bar á Vesturbrú og hafði sezt niður við borð og fengið sér viskí og þá hafði hann allt f einu farið að brjóta um það heilann í fullri alvöru hvar hann ætti að dvelja af nóttina. Hann gerði sér grein fyrir því að þeir peningar sem hann hafði á sér myndu aðeins hrökkva skammt. Hvar svaf maður í svona borg á borð við Kaupmannahöfn þegar maður var að vísu ekki staurbiankur en blankur þó? Á bekk í skemmtigarði. Já, ef það hefði verið sumar. En á þessum árstíma. Það var nokkurn veg- inn öruggt hann myndi þar með verða sér úti um lungnabólgu. Kannski átti hann aö leita á gistiheimili fyrir róna. Nei, Bo. Það náði náttúrulega ekki nokkurri átt. Hann brosti með sjálfum sér og hristi höfuðið. Hann var ekki edrú en honum leið fjarska vel. Vínið örvaði hann. Nei, það var ekki rétta orðið. Það var honum sem inn- blástur. Þetta var sem sagt örvandi og innblásandi reynsla. öldungis rétt. AHt lögreglulið Danmerkur á hælum hans. All- ir vagnar á ferð með talstöðv- arnar í gangi: lítið í kringum ykkur eftir Bo Elmer, hann er 180 cm á hæð.... Hann komst að þeirri niðurstööu að hann þyrfti verulega á því að halda að tjá sig. Hann skynjaði allt betur og sterkar þegar hann var á þessu stigi — hugsunin var klárari og skynjunin næm- ari. Auk þess var hann meira ekta. Ekta. Ekta manncskja. Hvað fól það eiginlega í sér að vera ekta. Að upplifa atburðina mjög sterkt? Lifa - brenna kertið sitt í báða enda. Full- nægja öllum þörfum sfnum jafnskjótt og hvötin gerði vart við sig. Og skrifa síðan um það á eftir svo að aðrir gætu tekið þátt f upplifun hans. Þetta var nú meiri heila- grauturinn. Fjórða morðið var samt eftir. Og það skyldi vera tilfinning í því. Átti hann að velja þá óreyndu eða þá ungu? Ilann lyfti höfuðinu og leit í augu þeirrar reyndu. Hún var komin að borðinu til hans. Stóð rétt hjá honum og studdi hönd á mjöðm. Dillaði sér. Æ var hún ekki full feit þessi? — Ertu einn? spurði hún. í einbýiishúsahverfinu íyrir utan Silkiborg voru allar dyr harðlæstar og gluggatjöld dreg- in fyrir. Torp hafði haldið stuttan fund með liði sfnu. Átti að halda eftirlitsstarfinu áfram. Nú bcnti flest til þess að morðinginn væri stunginn aí — kannski til útlanda. Eftir mikið japl og jaml og fuður var ákveðið að eftirlits- sveitin héldi áfram störfum, en Gillumsen og Paaske kváðust ekki verða með. Að hluta var þetta ákveðið til að sefa hinar dauðskelkuðu konur í hverfinu — og ekki var hægt að útiloka þann möguleika að morðinginn kynni að snúa aftur. Sérstök fyrirmæli voru gefin um að hafa gott auga með húsi rithöfundarins. Það var aldrei að vita — kannski' hann myndi reyna að komast heim strax í nótt. í húsi Christensens var sama óhirðan. Kennarinn sat við skrifborð sitt, studdi hönd und- ir kinn og norfði fram fyrir sig. Bjórglas við hlið hans. Augna- ráð mannsins var sem útbrunn- ið. Vivi Paaske hafði rnanninn sinn heima í kvöld. Ilann lá á sófanum og mókti. Hann hafði kvefast. Vivi horfði á sjónvarp- ið. Hjá Villumsenfjölskyldunni var iíka horft á sjónvarpið. Ilundurinn Cora svaf í körfu sinni. Friðsælt. Lesecsysturnar sátu samsíða og réðu krossgátu. Asta hafði lagt höndina utan um vinkon- una. — Eigum við að fá okkur ost með teinu? spurði Merete, reis upp og geispaði. — Það væri ljómandi, sagði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.