Morgunblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979
13
Sissy Spacek og Shelley Duvall fara með tvö aðalhlutverkin í „Þrjár
konur“.
Hvítasunnumynd Nýja bíós:
Verðlaunamynd frá kvik-
myndahátiðinni í Cannes 77
Ferðir um hvítasunnuna:
Útískemmtun að Kolviðariióli—
hópferðir í Þórsmörk og víðar
HVÍTASUNNUMYND Nýja bíós
verður bandaríska kvikmyndin
„Þrjár konur“ (3 Women). Höf-
undur handrits, framleiðandi og
leikstjóri er Robert Altman en
tónlistin er eftir Gerald Busby.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara Shelly Duval, Sissi Spacek
og Janice Rule.
„Þrjár konur" er sjötta myndin
sem Shelly Duval leikur í, undir
stjórn Roberts Altmans. Þar á
meðal eru kvikmyndirnar
M-A-S-H og „Nashville". „Þrjár
konur" greinir frá sambandi
tveggja stúlkna sem starfa á
hressingarheimili fyrir eldra fólk
en er líður á myndina kemur
Rætt um frekari
aðgerðir á f é-
lagsfundi FÍB
Félag fsl. bifreiðaeigenda
gengst næstkomandi miðviku-
dagskvöld fyrir almennum
félagsfundi að Hótel Borg í
Reykjavík og hefst hann kl.
20.30. Fundarefnið er áframhald-
andi aðgerðir félagsins til að
mótmæla benzínverði.
Að sögn Sveins Oddgeirssonar
framkvæmdastjóra félagsins
verða frummælendur þeir Hörður
Einarsson ritstjóri og Sveinn
Torfi Sveinsson og munu þeir
fjalla um hvert eigi að vera næsta
skref félagsins í mótmæla-
aðgerðum og verða síðan umræður
um málið. Sveinn kvað þennan
fund eiginlega eiga að vera eins
konar hugmyndabanka og yrði
reynt að ákveða á honum hvað
gera skuli.
þriðja stúlkan til sögunnar. Sögu-
þráðurinn er byggður upp á
draumi og er harin því nokkuð
flókinn og samband stúlknanna er
breytilegt.
Shelly Duvall var kjörin besta
leikkonan fyrir leik sinn í „Þrjár
konur" á kvikmyndahátíðinni í
Cannes 1977.
FÖSTUDAGINN 1. júní opna þrír
finnskir listamenn málverkasýn-
ingu í Eden í Hveragerði. Listmál-
ararnir eru Elína 0. Sandström,
Juhani Taivaljarvi og Liisa
Urholin-Taivaljarvi. Sýna þeir um
100 olíumálverk, landslags- og
blómamyndir.
Frú Sandström hefur haldið fjöl-
margar sýningar hér á landi og er
þetta í fimmta skiptið sem hún
sýnir í Eden. Sækir hún fyrirmynd-
ir sínar til náttúrunnar en einnig
HVÍTASUNNAN virðist ekki
hafa verið eins mikil ferða-
mannahelgi hérlendis nú sfðustu
tvö til þrjú árin eins og áður var.
E.t.v. er ástæðan sú, að hvíta-
sunnan hefur verið fremur
snemma á ferðinni og skólum
vart lokið.
Aðeins er vitað um eina skipu-
lagða útiskemmtun nú um hvíta-
sunnuna. Reiknað er með, að á
vegum ferðafélaga og hópa verði
a.m.k. tvö hundruð manns f Þórs-
mörk, einnig er nokkur þátttaka
í aðrar skipulagðar innanlands-
ferðir.
Ungmennafélag Hveragerðis og
Ölfus gengst fyrir hvítasunnu-
hátíð að Kolviðarhóli um helgina.
Hátíðin hefst á föstudagskvöldið
og lýkur á mánudagskvöld. Verða
þar ýmis skemmtiatriði og leikið
fyrir dansi. Samkvæmt upplýsing-
um frá Bifreiðastöð íslands er
óljóst, hver þátttakan verður á
hátíðinni frá höfuðborgarsvæðinu,
en þeir eru viðbúnir að fara a.m.k.
þrjár sætaferðir þangað á dag.
Reiknað er með að mest verði um
ungt fólk á útihátíðinni. Nokkuð
má nefna að gömul hús í vestur-
bænum eru meðal viðfangsefna
hennar að þessu sinni.
Juhani Taivaljarvi er íslending-
um einnig að góðu kunnur, en hann
sýndi meðal annars hér i Norræna
húsinu árið 1971.
Kona Juhani, Liisa, sýnir hér í
fjórða sinn, en hún á um 20
blómamyndir á sýningunni.
Málverkasýningin verður sem
fyrr segir í Eden í Hveragerði og
hefst föstudagskvöld kl. 20 og
stendur yfir til 10. júní.
er um pantanir á hópferðarbif-
reiðum hjá B.S.I. fyrir starfs-
mannafélög og aðra hópa, er
leggja munu leið sína í Þórsmörk,
Borgarfjörð og fleiri staði.
Ferðafélag Islands er með þrjár
lengri ferðir um helgina. Farið
verður í Þórsmörk á föstudags-
kvöld og verið fram á mánudag. í
þá ferð höfðu látið skrá sig laust
eftir hádegið í gær um 100 manns.
Einnig verður farið í ferð til
Kirkjubæjarklausturs — Skafta-
fell og ónnur ferð verður á Snæ-
fellsnes. Ferðafélagið er einnig
með þrjár dagsferðir. Á hvíta-
sunnudag er ferð í Straumsvík og
Straumssel, er það róleg göngu-
ferð. Annan í hvítasunnu verður
farið í tvær ferðir. Annars vegar á
Kambabrún — Núpahnjúk — Ölf-
us, sem er ný gönguleið og hins
vegar Esjuganga.
Hjá Útivist fengust þær upplýs-
ingar að farið yrði í þrjár lengri
ferðir, þ.e. í Húsafell og Snæfells-
nes og einnig í Þórsmörk. Lagt er
upp í allar þessar ferðir á föstu-
dagskvöld og komið til baka á
mánudag. Þegar höfðu í gær látið
skrá sig um 70 manns á Snæfells-
nes, 55 í Húsafell en færra í
Þórsmörk. Þar verða einnig farnar
þrjár dagferðir. Á laugardeginum
Lambafell — Leiti, gönguferð, á
hvítasunnudag Staðarborg —
Flökkuvík, og á annan í hvíta-
sunnu verður gengið á Esju.
Farfuglar verða einnig með
skipulagða ferð inn í Þórsmörk og
höfðu u.þ.b. 30 manns látið skrá
sig í eftirmiðdag í gær.
Á ferðaskrifstofunum fengust
þær upplýsingar, að nú þegar
væru sumarferðir til sólarlanda í
fullum gangi. Nokkrir hópar hafa
lagt upp í síðustu viku og aðrir eru
á förum. Þátttaka virðist góð, en
þó ber nokkuð meira á því nú en
áður, að fólk ferðist á eigin vegum
með aðstoð ferðaskrifstofanna í
stað þess að fara í svonefndar
„pakkaferðir".
Flestir fá
m jólk en
enginn
nógumikla
— VIÐ fengum fyrstu mjólkur-
sendinguna kl. hálftólf í morgun,
en síðan höfum við fengið tvær
smásendingar, þannig að þetta
hefur alltaf slitnað sundur hjá
okkur, sagði Jóhannes Jónsson
verzlunarstjóri i verzlun Slátur-
félags Suðurlands í Austurveri í
samtali við Mbl. í gær.
Jóhannes sagði að talað hefði
verið um að næg mjólk yrði á
boðstólum, en hjá þeim hefðu verið
skammtaðir 2 1 af mjólk og 1 af
súrmjólk, en hann sagðist ekki vita
hvernig yrði með mjólk í dag. —
Flestar verzlanir hafa fengið
nokkra mjólk í dag, eftir því sem ég
hefi kynnt mér, sagði Jóhannes, en
enginn haft nóg og hefur fólk flest
tekið því vel.
— Hins vegar er allt vitlaust í
lambakjötinu og fólk hefur í dag
verið að birgja sig upp þannig að við
höfum ekki haft undan við að
afgreiða, það hefur vaxið síðustu
daga og verið mest í dag, sagði
Jóhannes að lokum.
Finnar sýna í Eden
NÚ ER SÓL 0G HITI í P0RT0R0Z 0G P0REC
Austurstræti 17,
símar 26611 og 20100.
Beztu gististaöirnir 1. flokks hótel meö
öllum þægindum
3. júní — uppselt
24. júní laus sæti.
Hagstæðir
greiðsluskilmánar.
Patnið
tímanlega.
úgóslavía