Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 4
4 Sumar- bústaða- og húseígendur Björgunarvesti Árar — Árakefar Bátarekar. Keöjur Kolanet. Silunganet Silunga- og laxalínur Önglar. Pilkar. Sökkur íslenskir fánar Allar stæröir. Fánalínur. Festlar. Útigrill Viðarkol Gas-ferðatæki Olíu-ferðaprímusar Vasaljós. Raflugtir Steinolia, 2 teg. Plastbrúsar 10 og 25 Itr. GARÐYRKJU- ÁHÖLD Fjölbreytt úrval Handsláttuvélar Garöslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar Garðkönnur. Fötur Hrífur. Orf. Brýni. Eylands-Ljár Greina- og grasklippur Músa- og rottugildrur Handverkfæri, allskonar Kúbein Járnkarlar Jaröhakar Sleggjur Múraraverkfæri Málning og lökk Bátalakk Eirolía Viðarolía. Trekkfastolía Pinotex, allir litir. Fernisolía. Hráfernis Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírburstar. Sköfur Penslar. Kústar. Rúllur. Polyfilla-fyllir, allskonar Polystrippa-uppleysir Vængjadælur Bátadælur Olíuofnar meö rafkveikju Slökkvitæki Brunaboðar Asbest-teppi Brunaslöngur Brunaslöngutengi Ullarnærfatnaður „Stil-Longs“ Ullarpeysur Ferðasokkar Vinnufatnaður Regnfatnaður Gúmmístígvél Vinnuhanzkar Sími 28855 Opiö laugardaga kl. 9—12. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 Útvarpkl. 14.30: , .Kapphlaupió ” Útvarpssagan „Kapphlaup- ið“ hefur nýlega hafið göngu sína í útvarpinu og verður hún lesin í þriðja sinn f kvöld. Sagan er eftir hinn kunna norska rithöfund Káre Holt og fjallar um hina frægu og örlagarfku för þeirra Ad- mundsens og Scotts til Suður- skautsins. Bókin kom fyrst út árið 1974 og vakti strax mikla athygli og jafnframt deilur f heimaland- inu. Hún hefur verið þýdd á mörg tungumál og hvarvetna hlotið verðskuldaða athygli. KÁre Holt er rúmlega sextug- ur að aldri og enn við bestu heilsu. Hann er mikilsvirkur höfundur og talinn í allra fremstu röð núlifandi skáldsagnahöfunda í heimalandi sínu. Eitt kunnasta ritverk hans er um Sverri konung Sigurðsson, þrjú stór bindi. Síðastliðið ár völdu norskir gagnrýnendur bók eftir KÁre Holt til keppni um bókmennta- verðlaun Norðurlanda. Var það bókin „Sonn av jord og himmel", bók um Hans Egede, „postula Grænlands". Sagan „kapphlaupið" sem les- in verður nú á næstunni er sú þriðja eftir þennan höfund sem kynnt er í útvarpinu. Hinar sem lesnar hafa verið eru; „Á hættu- slóðum í ísrael“,og Sigur í ó- sigri", báðar sögurnar víðkunn- ar. Lestur sögunnar annast Sig- urður Gunnarsson, en hann er jafnframt þýðandi hennar. Sigurður Gunnarsson. Útvarp kl. 21.50: Leikrit vikunnar Útvarpsleikrit vikunnar er „Morgunn í lífi skálds“ eftir Jean Anouilh í þýðingu óskars Ingimarssonar. Leikstjóri er Ævar Kvaran, en með helstu hlutverk fara Þorsteinn ö. Stephensen, Inga Þórðardóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Guðrún Þ. Stephensen. Leikrit þetta var áður flutt árið 1963 og er tæplega 40 mfnútur að lengd. Leikritið fjallar um skáld nokkurt, sem er að semja kvik- myndahandrit, en það gengur heldur erfiðlega. Sífellt er verið að trufla skáldið með símhring- ingum og ýmiss konar kvabbi og er konan hans ekki barnanna best að því leyti. í lokin er svo komið að vesalings maðurinn getur ekki greint muninn á „skáldverkinu" og veruleikanum. Jean Anouilh er meðal þekkt- ustu leikritahöfunda Frakka. hann er fæddur í Bordeaux árið 1910 og stundaði nám í lögvís- indum í París. Frá því leikrit hans „Jezabel" var sýnt við fádæma vinsældir hefur hann eingöngu fengist við ritstörf. Meðal verka hans má nefna „Colombe", „Vals nautaban- anna“ og „Stefnumótið í Senlis", sem Þjóðleikhúsið sýndi 1953. Útvarpið hefur áður flutt eftir sama höfund leikritin „í leit að fortíð" árið 1959, „Colombe" árið 1966, „Medeu“ árið 1968 og „Madame de ...“ árið 1972. Utvarp Reykjavík FIM41TUDKGUR 7. júní MORGUNIMINN 7.00 Veðurfregnir Fréttir Tónleikar 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 Tónleikar 8.00 Fréttir Tónleikar 8.15 Vcðurfregnir Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá Tónieikar 9.00 Fréttir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: Sigrún Björnsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Heima f koti karis og kóngs f ranni“ eftir Bailey og Selover (6). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar Tónleikar 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregn- ir 10.25 Tónleikar 11.00 Verzlun og viöskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. Fjallað um auglýsingar. 11.15 Morguntónleikar: Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eftir Giacomo Meyerbeer / Vladimfr Ashkenazy leikur Pfanósón- ötu nr. 3 í h-moll op. 58 eftir Fréderic Chopin. 12.00 Dagskráin Tónleikar Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregn- ir Tilkynningar Við vinnuna:Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kapphlaupið“ eftir Kaarc Holt Sigurður Gunnarsson les þýðingu sfna (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Pinchas Zukerman og Sin- fónfuhljómsveit Lundúna lcika „Poéme“ op. 25 eftir Ernest Chausson; Charles Mackerras stj. / Serge Dangain og Utvarpshljóm- sveitin f Luxemborg leika Rapsódfu fyrir klarfnettu og hljómsveit eftir Claude Debussy; Louis de Fremont stj. / Mstislav Rostropovitsj og Sinfónfuhljómsveitin í Boston leika Konsert nr. 2 op. 126 fyrir selló og hljóm- sveit eftir Alexander Glazún- off; Seiji Ozawa stj. 16.00 Fréttir Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Dagiegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt- inn 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar 20.10 „Mikið væri gaman að heimsækja þau“ Fjórði Þáttur um danskar skáldkonur: Dorrit Willum- sen, Kirsten Thorup og Mari- anne Larsen. Nína < Björk Árnadóttir og Kristín Bjarnadóttir þýða Ijóðin og lesa þau. 20.30 Tónlcikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói; - beint út- varp á sfðustu áskriftartón- leikum starfsársins. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Söngsveitin Fílharmonía syngur. Einsöngvarar: Sieglinde Kahmann, Rut Magnússon, Sigurður Björnsson og Guðmundur Jónsson. Sinfónía nr. 9 í d-moll op. 125 eftir Ludwig van Beethoven. 21.50 Leikrit: „Morgunn í Iffi skálds“ eítir Jean Anouilh Áður útv. 1963. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran Persónur og leikendur: Rithöfundurinn/ Þorsteinn Ö. Stephensen, Eiginkonan/ Inga Þórðardóttir, Frú Bessarabo/ Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Stoíu- stúlkan/ Guðrún Þ. Stephen- sen, Kona í síma/ Sigríður Hagalfn, Vinur í síma/ Gísli Halldórsson, Móðirin/ Arndís Björnsdóttir, Aðrir Icikcndur: Jón Aðils, Gestur Pálsson, Rúrik Haraldsson, Karl Guðmunds- son og Flosi ólafsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar úmsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 8. júní 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Skonrok(k) Þorgeir Ástvaldsson kynn- if ný dægurlög. 21.10 Græddur var gcymdur eyrir. Annar fra-ðsluþáttur sjón- varpsins um verðlagsmál fjalíar um verðmyndun. úmsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.30 Djörfung og dáð. (The Wild and The Rave) Bandarfsk kvikmynd frá árinu 1974. tekin í úganda. í þjóðgarði nokkrum í norðurhluta landsins verða yfirmannaskipti. og tekur svartur þjóðgarðsvörður við af hvítum. Myndin lýsir þeim breytingum. sem ciga sér stað í Afríku og lífs- kjörum fólksins. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.