Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
, Sóknarleikur frá
fyrstu til
síöustu mínútu“
— ALLUR undirbúningur
miðast við sigur í leiknum, við
munum leika sóknarleik frá
fyrstu til síðustu mi'nútu, og það
verður ekkert elsku mamma, það
dugir ckkert minna en sigur. Svo
madti Ellert B. Schram formaður
á blaðamannafundi KSÍ í gærdag
þar sem skipan í íslenska lands-
liðið í knattspyrnu sem ieikur
110. landsleik íslands var til-
kynnt.
Sjö atvinnumenn verða í ís-
lenska liðinu sem er afar sterkt,
allavega á pappírnum. Það vekur
þó athygli að einn altraustasti
varnarleikmaður Islands á undan-
förnum árum og um leið einn sá
leikreyndasti, Jón Pétursson, er
ekki í hópnum að þessu sinni. Jón
sýndi góðan leik hér heima á móti
V-Þjóðverjum og hefur margsann-
að að hann bregst sjaldan, og að
mati undirritaðs ætti hann
tvímælalaust að vera í hópnum.
Teitur Þórðarson leikur nú með
að nýju og allt bendir til þess að
þrír leikmenn verði í framlínunni.
Tvö
golfmót
DUNLOP. opið drengja og ungl-
ingamót í golfi. fer fram á
IlvaleyrarholtsvcIIinum 9.—10.
júní. Leikið verður með og án
forgjafar. Keppnin hefst kl. 10.
Yegleg verðlaun verða veitt af
Árna Árnasyni í Dunlop umboð-
inu. Þá fer einnig fram á sama
tíma Wella. opin kvennakeppni í
golfi. á sunnudag 10. júní og
hefst hún kl. 13.00 á Ilvaleyrinni.
Leiknar verða 18 holur með og án
forgjafar. Þátttiikutilkynningar
berist sem fyrst í sjma 53360.
Pétur og Arnór munu að öllum
líkindum leika á köntunum og
Teitur á miðjunni. Dagskipunin er
sóknarleikur, enda er leikið á
heimavelli, og mikið í húfi að
sigur vinnist.
Dýri Guðmundsson, Val, kemur
í hópinn og Þorsteinn Bjarnason
kemur í stað Bjarna Sigurðssonar,
IBK. Pétur Ormslev er hins vegar
ekki með að þessu sinni þrátt fyrir
ágæta frammistöðu í síðasta
landsleik, en hann á við sterka
menn að keppa um sæti i framlín-
unni.
íslenzka landsliðið mun undir-
búa sig af mikilli kostgæfni fyrir
leikinn. Liðið æfði í gærkvöldi í
Laugardal, en hélt síðan austur til
Þingvalla og mun dveljast þar
fram að leiknum á laugardag. Æft
verður á hverjum degi og farið
yfir leikaðferðir.
Svissneska landsliðið verður
skipað eftirtöldum leikmönnum:
Berbig Roger Grasshopper-Club
Eichenberger Walter BSC young
boys
Bizzini Lucio Servette fc
Brechbuehl Jakob Bsc young boys
Hermann Heinz
Grasshopper-Club
Luedi Heinz FC Zuerich
Schnyder Marc Servette FC
Wehrli Roger Grasshopper-Club
Zappa Gianpietr FC Zuerich ,
Andrey Claude Servette FC
Barberis Umberto Servette Fc
Botteron Rene FC Zuerich
Hermann Herbert
Grasshopper-Club
Maissen Erni FC Basel
Ponte Raimondo
Grasshopper-Club
Tanner Markus FC Basel
Leikurinn hefst kl. 14.00 á
laugardag og forsala aðgöngumiða
hefst kl. 10 á föstudag við Utvegs-
bankann og í miðasölu Laugar-
dalsvallar.
Er rétt að benda fólki á
að notfæra
þrengsli.
sér það og forðast
— þr.
Lið ÍSLANDS gegn SVISS 9. júní 1979.
Þorsteinn Ólafsson, ÍBK 12
Þorsteinn Bjarnason, La Louviere 3
Atli Eðvaldsson, Valur 13
Arnór Guðjohnsen, Lokeren 1
Árni Sveinsson, ÍA 21
Ásgeir Sigurvinsson, Standard 22
Dýri Guðmundsson, Valur 2
Guðmundur Þorbjörnsson,Valur 14
Janus Guðlaugsson, FH 13
Jóhannes Eðvaldsson, Celtic 28
Karl Þórðarson, La Louviere 7
Marteinn Geirsson, Fram 41
Pétur Pétursson, Feyenoord 6
Teitur Þórðarson, Öster 30
Trausti Haraldsson, Fram 1
Viðar Halldórsson, FH 5
Gustaf í
Evrópuúrval!
LYFTINGARKAPPINN kunni, Gústaf Agnarsson, hefur verið valinn
í Evrópuúrval lyftingarmanna, sem mæta á bandaríska landsliðinu í
lyftingum í Tammerfors í Finnlandi daganna 7.-9. ágúst næstkom-
andi. Gústaf á þar að keppa í 110 kg flokknum.
Með þessu er lyftingaríþróttinni og öðrum íþróttargreinum
hérlendis mikill greiði og heiður gerður, það er ekki á hverjum degi
sem Islendingur er valinn í Evrópuúrval. Samkvæmt símskeyti sem
borist hefur hingað til lands, er þetta allt saman Gústafi meira að
minna að kostnaðarlausu og væri því íróðlegt að sjá útkomuna ef
hann sér sér fært að taka þátt í móti þessu.
Ármannskonur á
útimarkaðinum
NÆSTKOMANDI föstudag 8. júní efnir kvenfélag skíðadeildar
Ármanns til plöntusölu á útimarkaðinum á Lækjartorgi. Kvenfélagið
sem nefnist Bláfjallasveitin var stofnuð fyrir liðlega fjörutíu árum
síðan, en mjög hefur fjölgað í deildinni að undanförnu og starfshættir
breyst.
Mest aðkallandi verkefni félagsins er að aðstoða skíðadeild Ármanns
við að ljúka við skíðalyftuframkvæmdirnar í Bláfjöllum. Virkir
félagar í félaginu eru nú um 40—50 og allir miklir áhugamenn um
garörækt. Það verður því fjölbreytt úrval úti- og inniplantna og gott
úrval af sumarblómum á mjög hagstæðu verði á útimarkaðinum á
föstudag. Jafnframt því að styrkja gott málefni er einnig hægt að
gera góð kaup.
\
Hinn ungi og efnilegi
skíðamaður Björn Olg-
eirsson yarð bikarm-
eistari íslands í ár,
Björn sem er frá Ilús-
avík hefur sýnt miklar
framfarir í vetur í íþr-
ótt sinni. Ilér sést
hann í rásmarkinu
einbeittur á svip.
• Pétur Pétursson fagnar marki ásamt félaga sinum í Feyenoord.
A ð sjálfsögðu
mæti ég
— Að sjálfsögðu mæti ég í landsleikinn, það er ckkert því til
fyrirstöðu, sagði Pétur Pétursson er Mbl. ræddi við hann í gær. — Ég
hef ekki trú á öðru en okkur takist að sigra Svisslendingana heima ef
heppnin verður með okkur og liðið smellur saman. En við verðum að
leika sóknarleik og vcra með þrjá leikmenn í framlínunni. Það er
vonlaust að leika eins og gert var úti í Sviss með aðcins tvo lcikmenn
frammi. Maður var stundum einn á móti scx varnarleikmönnum. Það
dæmi gengur ekki upp.
— Eg mun þurfa að fara strax út aftur á sunnudagsmorgun, til
Hollands og mun reyna að ná í síðasta leik Feyenoord á keppnistíma-
bilinu. Það hefur mikið að segja fyrir okkur að ná í annað sætið í
deildarkeppninni, ýmissa hluta vegna.
Þá eru ekki færri cn 7 leikmcnn meiddir, þrír geta örugglega ekki
lcikið með, og óvíst er mcð fjóra aðra. Við leikum á móti Utrecht á
útivelli og búast má við crfiðum leik.
Og svo að ég víki nú aftur að landslciknum heima á laugardag, þá er
liðið í dag það gott að það á að geta sigrað Sviss sagði Pétur að
lokum. — þr.
Knúið á
um sigur
— ÞAÐ kemur ekkert annað til greina en að sigra í Iciknum á móti
Sviss. Ég sagði að við værum með sterkt lið úti í Sviss, ég segi nú að
þetta lið sé enn stcrkara, allavega á pappírnum. Og þrátt fyrir að lið
Svisslendinga sé mjög gott a*tla ég að vona að okkur takist að knýja
fram sigur. Við crum á heimavelli og það verður leikinn sóknarleikur
og knúið á um sigur sagði formaður landsliðsnefndar, Helgi
Daníelsson.
áá
Valur og Fram
í slæmri æfingu
ÞAÐ VAKTI nokkra athygli á blaðamannafundi KSI í gærdag að
landsliðsþjálfarinn, Youri, sagði að toppliðin í fslensku knattspoyrn-
unni í dag, Valur og Fram, væru í slæmri æfingu, en hann sagði
jafnframt að það væri mál þjálfara liðanna. Youri sagði að þegar
Tony Knapp hefði verið með landsliðið hefði hann ávallt fengið
leikmenn Vals í toppæfingu frá sér. — þr.